Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 1. apríl 1995 Davíö Oddsson forsœtisrábherra: • / Sjálfstæöisflokkurinn — sátta- afl í íslenskum stjómmálum Sjálfstæöisstefnan hvílir á því aö sérhver einstaklingur hafi tækifæri til aö ráöa lífi sínu sjál/ur. Þessi stefna á djúpar rætur í hugum ís- lendinga. Hún hefur reynst standa betur en kennisetningar félags- hyggjunnar eöa sósíalismans. Sjálfstæöisstefnan byggir á mannúölegum sjónarmiöum, frelsi einstaklingsins, lýöræöisleg- um stjórnarháttum, viröingu fyrir gæöum jaröar og kristinni trú. Frelsi og sjálfstæöi íslendinga er best tryggt meö því aö þessi stefna sé höfö aö leiöarljósi. Sjálfstæöis- flokkurinn vill standa vörö um tungu, bókmenntir og annan ís- lenskan menningararf og hann vill sækja fram til afreka á sviöi mennta, lista, vísinda og alhliöa verkmenningar. Sjálfstæöisflokk- urinn telur aö hlutverk ríkisvalds- ins sé aö skapa almenn skilyröi fyrir blómstrandi mannlífi í friöi og öryggi. Sjálfstæöisflokkurinn vill tryggja velferöarþjóöfélagiö án þess aö grafa undan því meö eyöslu á opinberu fé. Þeir, sem sóa skattfé almennings, stefna velferö- arþjóöfélaginu í hættu. í sjálfstæö- isstefnunni felst, aö fólki sé hjálp- aö til sjálfshjálpar og hlúö aö þeim sem standa höllum fæti. Sjálfstæöisstefnan hefur þróast í nærri sjötíu ár. Sagan sýnir, að hún hefur dugað þjóöinni best, þegar tekist er á um mikilvæg og viðkvæm úrlausnarefni heima fyr- ir gagnvart öömm þjóöum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur veriö og er sáttaafl í íslenskum stjórnmálum. Hann er trúr kjörorði sínu: Stétt meö stétt. Innan vébanda hans starfa fulltrúar þéttbýlis og dreif- býlis allra atvinnugreina til lands og sjávar. Forsendur treystar fyrir framfarasókn Sjálfstæöisflokkurinn leggur störf sín á kjörtímabilinu hiklaust undir dóm kjósenda. Tekist hefur að snúa vörn í sókn. Sjö ára tíma- bili stöönunar er lokiö. Þaö er bjartara yfir íslandi en fyrir fjórum Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista: Uppstokkun launakerfisins Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaöa Kvennalistans felst annars vegar í því að hann er sér- framboð kvenna, hins vegar í baráttumálunum sem snúast einkum um bættan hag kvenna og barna, svo og fjölskyldunnar í heild. Kvennalistinn er angi á meiöi 100 ára kvennabaráttu á íslandi og hluti af mannréttinda- baráttu kvenna, sem reyndar hefur staöiö miklu lengur. Það hefur frá upphafi verið markmiö okkar aö auka hlut kvenna í valdastofnunum samfélagsins, þar sem ráðum er ráðiö til þess að þær geti þar beitt sér í þágu betra þjóðfélags. Þegar Kvennalistinn tók til starfa voru konur 5% alþingis- manna, en eru nú 25%. Þegar viö buðum fyrst fram til sveitar- stjórna vorú konur rúm 6% sveit- arstjórnarmanna, en eru nú rúm 20%. Þegar horft er yfir málflutning kvennalistakvenna í 12 ár, má greina nokkra meginþætti. Sá fyrsti snýr aö málum sem bæta stööu kvenna, svo sem endurmat á launum og störfum, lengra fæðingarorlof, betri skóla, að- geröir til aö stemma stigu viö of- beldi gegn konum og börnum o.fl. Sumt hefur náö fram aö ganga, annaö mun taka lengri tíma, en umræöan er þó til staö- ar. Annar þátturinn fjallar um bætt lýðræði og valddreifingu í samfélaginu, svo sem um þjóðar- atkvæði, afnám bráöabirgðalaga, aukin áhrif íbúanna o.fl. Sá þriðji snýst um umhverfisvernd og gagnrýni á blinda hagvaxtar- hyggju, sá fjóröi um friðar- og af- vopnunarmál, sem viö erum nú aö skilgreina upp á nýtt sem um- hverfismál. Síðast en ekki síst er það svo krafan um hugarfarsbylt- ingu meöal kvenna og gagnvart konum, þannig aö þær geti notið raunverulegs kvenfrelsis og geti valið sér sinn lífsfarveg óháö hefðum, venjum og tregðu sam- félagsins. Hvert er helsta baráttumálið? Helsta baráttumál okkar í þeirri kosningabaráttu, sem er fram- undan, er launajafnrétti kynj- anna og það að konur geti séö sér farboröa meö launum sínum, eða meö öðrum orðum efnahags- legt sjálfstæði kvenna. Nýleg könnun Jafnréttisráðs hafur enn einu sinni leitt í ljós hve launa- munur er mikill hér á landi og aö hann vex með aukinni mennt- un. Störf, sem konur sinna eink- um, eru lágt metin til launa, þótt þeim fylgi mikil ábyrgö og erfiöi. Uppstokkun launakerfisins er bráðnauösynleg og á að vera for- gangsmál. Þar á ríkið aö ganga á undan með góöu fordæmi og framkvæma nýtt starfsmat, sem m.a. hefur þaö aö meginmark- miöi aö útrýma launamun kynj- anna, sem byggist á aldagömlum og úreltum hugmyndum sem fela í sér misrétti. Slíkt endurmat hefur víða farið fram og skilað konum góöum árangri. ■ Jón Halldór Hannesson, Náttúrulagaflokki íslands: Virkjum lögmál náttúrunnar Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaöa Náttúrulagaflokksins felst í því aö hann telur aö stjórn samfélagsins sé ekki í höndum ríkis- stjórna, heldur ráöist árangur ríkis- stjórna af því hve virk náttúrulög- málin eru í vitund samfélagsins. Öll mistök stafa af því aö við brjótum lögmál náttúrunnar og koma fyrr eöa síðar fram sem samfélagsvanda- mál, sjúkdómar eöa efnahagsvandi. Þaö er því frumskylda hverrar ríkis- stjómar að beita aöferöum til að örva lögmál náttúrunnar í vitund fólks. Öll náttúrulögmál eiga sér upp- tök í samsviði náttúrulögmálanna (samkvæmt nútíma eölisfræöi) og viö eigum aðgang aö þessu grunn- greindarsviöi náttúrunnar í grurin- greindarsviöi okkar í tærri vitund. Hversu árangursrík viö erum sem einstaklingar ræöst af vitundarstigi okkar, þ.e. hversu meðvituð við er- um um öll lögmál náttúrunnar. En á nákvæmlega sama hátt ræöst ár- angur samfélagsins af vitundarstigi þess, samvitundinni. Sé samstilling náttúrulögmálanna ríkjandi í sam- vitundinni, ná framsækin markmið auöveldlega fram aö ganga, en merki óreiðu, t.d. glæpir og slys, minnka. Hvert er helsta baráttumálið? Meginbaráttumál Náttúrulaga- flokksins er því aö áhrifaríkum aö- ferðum verði beitt til að eyða streitu og óreiðu í vitund einstaklinga og samfélagsins, þannig að lögmál náttúrunnar veröi virkari. Rann- sóknir sýna að þær vitundaraðferð- ir, sem flokkurinn vill aö notaöar séu, auka skapandi greind, heil- brigöi, fækka glæpum, slysum og mistökum. Aörar rannsóknir sýna að meö aðferöum Náttúrulaga- flokksins má endurhæfa fanga og eiturlyfjaneytendur meb ódýrum hætti. Einnig mælum viö meö nátt- úrulegri heilsugæslu, mataræöi og að jurtalyf veröi rannsökuö og not- uö til að örva lögmál náttúmnnar á dýpri stigum líkama og huga. Náttúrulagaflokkurinn berst fyrir því að auka þjóöartekjur meb því að auka skapandi greind, eyða fjárlaga- halla og lækka skatta með því aö fyrirbyggja vandamál og mistök. Allar leiöir Náttúmlagaflokksins em studdar vísindalegum sannprófun- um. Við teljum að kjósendur eigi rétt á því aö aðrir flokkar styöji kosningaloforð sín með sama hætti, ef þeir geta, og hlutlaus nefnd vís- indamanna meti líkur á aö flokk- arnir nái stefnumálum sínum. ■ amm. - í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er veröbólga undir 5% fjögur ár í röð, þ.e. 1992-1995. - í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins greiðir þjóðin niöur erlendar skuldir sínar þrjú ár í röö, þ.e. 1993-1995. : Atvinnuleysi hefur minnkaö. Um 1.300 ný störf veröa sköpuö á þessu ári. - Vextir hafa lækkaö. Fjölskyld- an, sem skuldar milljón í banka, greiddi aö meðaltali um 12 þús- und kr. minna í vexti áriö 1994 en 1991. - Ríkisútgjöld á mann hafa lækk- að um 8,5% á kjörtímabilinu. Eng- in ríkisstjórn frá stofnun lýöveld- isins hefur náö jafnmikium ár- angri í aö draga úr útgjöldum. - Á þessu kjörtímabili hafa skatt- ar lækkað um 2 milljaröa. Ríkis- stjórnin þar á undan hækkaöi skatta um 11 milljaröa. Sjálfstæöisflokkurinn heitir kjósendum sínum því aö halda áfram á sömu braut. Höfuömark- miö flokksins er að treysta enn for- sendur fyrir alhliöa framfarasókn þjóðarinnar á heilbrigðum efna- hagsgrunni og með virkri þátttöku í alþjóöastarfi. Veröi tryggt í kosningunum 8. apríl n.k. að Sjálfstæöisflokkurinn fái endurnýjaö umboð til forystu viö stjórn landsmála, er unnt aö standa viö loforðið: Betra ísland! Árni Björn Guöjónsson, Kristilegri stjórnmálahreyfingu: Réttlæti Guðs á Islandi Hver er sérstaða þíns framboðs? í fyrsta sinn á íslandi býöur fram í alþingiskosningum kristi- legur stjórnmálaflokkur, kristi- leg stjórnmálahreyfing, sem hefur það að höfuðmarkmiöi að boðskapur Biblíunnar og kær- leikur sá, sem Jesús Kristur bob- aði mannkyninu, komist inn í þjóðmál íslendinga. Þetta er fyrst og fremst sérstaða K- list- ans, sem býöur fram í Reykjavík og á Reykjanesi. Réttlæti Guðs fyrir íslendinga era einkunnar- orðin. Við viljum koma fram sem stríðsmenn fyrir Guð, berj- ast fyrir því góöa, fagra og full- komna. Réttlæti, viska og kær- leikur er boðskapur sem er í fyr- irrúmi. Allar girndir okkar skulu burt úr huga okkkar, en þaö get- um við meö því að viðhalda þekkingunni á Guði (Róm. 1:28). Fjölskyldu- og siöferöismál eru sett fremst á baráttulistann. Við veröum aö virða hjóna- bandið, því það er sú stofnun sem Guö kom á til að mynda fjölskyldur, sem alla tíö hefur veriö undirstaða þjóöfélaga, einnig hins íslenska. í heiminum í dag eru til 60 kristilegir stjórnmálaflokkar og hafa verið á öllum Noröurlönd- unum í áratugi. Grannhug- myndafræöi þeirra er aö mestu leyti sú sama: Biblían og boö- skapur hennar í fyrsta sæti, síö- an fjölskyldan, og þörfum hennar fullnægt í gegnum full- trúalýbræði lítilla eininga. Með því geta þrár mannsins og þarfir orðið aö veruleika og hann mót- aö umhverfi sitt til hamingju- ríks lífs. Hinir kristilegu flokkar hafa komiö fram meö markmið, sem er kallaö lögmál minni- hlutans, þaö er að kjörinn meirihluti skal aldrei koma í veg fyrir ab minnihlutinn geti mót- aö umhverfi sitt. Til aö réttlæti Guðs komist á á íslandi þurfum við ab breyta miklu, og það get- um við ef Andi Guðs fær aö rába gjörðum okkar. Hvert er helsta baráttumálið? Til aö þörfum fjölskyldunnar sé fullnægt, sem er mesta bar- áttumál kristilegrar stjórnmála- hreyfingar, gerum viö kröfu um að atvinnuvegir landsins séu nýttir réttlátlega, að allir þegnar þessa lands hafi jafnan rétt til nýtingar landsins gæöa. Aö viska og hugvit það, sem Guö hefur gefiö okkur, verði notuð til aö koma af staö þjóðarátaki í atvinnumálum, með þaö að leiðarljósi aö allir þegnarnir geti notið afrakstursins jafnréttháir. Því Guö elskar alla menn og fer ekki í manngreinarálit. Kristileg stjórnmálahreyfing vill gjörbreyta stefnu á nýtingu hafsins. Viö viljum afnema kvótakerfiö úr þeirri mynd sem það er í, og færa þaö til byggðar- laganna, þannig að þaö deilist í hlutfalli viö veiði síöustu 15 ára. Að veiði krókaleyfis- og línubáta verbi gefin frjáís innan marka byggöarkvóta. Öll veiöi verk- smiðjuskipa veröi fyrir utan 100 mílur. Allur fiskur fari um fisk- markaöi. Allir, sem veiði stunda, greiöi 10% aflagjald, 4% til viðkomandi sveitarfélags og 6% til ríkissjóðs; sveitarfélögum veröi falið aö innheimta gjaldið. Stefnt skal aö því aö fullvinna allan afla sjávarins í neytenda- pakkningar, sem seldar verði víöa um heim undir íslenskum vöramerkjum. Bannað veröi aö setja hágæöafisk í bræðslu, svo sem síld. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.