Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 1. apríl 1995 19 Einar Pálsson Steindórsstöbum Fæddur 27. nóvember 1915 Dáinn 21. mars 1995 Á vorjafndægri barst um Reyk- holtsdal andlátsfregn Einars á Steindórsstööum. Kom hún sveit- ungum á óvart, því Einar hefur jafhan snúið heim með nýjum þrótti, þegar hann á liðnum árum dvaldi öðru hverju á heilsuhæli um stundarsakir sér til hressingar. Einar fékk hvað eftir annað lungnabólgu og brjósthimnu- bólgu á ungdómsárum sínum. Hann læknaðist, en missti veru- legan hluta af öðru lunga sínu í þeim átökum. Eftir langa starfs- ævi varð svo lungnabólga honum ab fjörtjóni. Steindórsstabir í Reykholtsdal eru á forna vísu kostajörö með góða sumarhaga á fjalli, slægjur og torfristu í dalnum niður und- an bænum, sem stendur á væn- um hól undir Steindórsstaðaöxl- inni. Frá bænum sér vel út um Reykholtsdal og inn Hálsasveit til Eiríksjökuls og Strúts. Þessi jörð varð eign Einars Pálssonar þegar hann var nýfæddur. Foreldrar Einars, þau Ragnhildur Sigurðar- dóttir frá Vilmundarstöðum og Páll Þorsteinsson frá Húsafelli, hófu búskap á Steindórsstöðum árið 1915. Tóku þau þá við búi hjónanna Einars Magnússonar, föðurbróður Ragnhildar, og Ástríðar Pálsdóttur frá Steindórs- stöðum, sem voru barnlaus, en vel efnuð. Þau áttu m.a. nokkrar jarbir sem þau ánöfnuðu sérstök- um gjafasjóði, sem hét Gjafasjóð- ur Steindórsstaðahjóna. Skyldi honum varið til búnaðarframfara í Reykholtsdals- og Hálsahreppi. Steindórsstaðir runnu til frænda þeirra, Einars Pálssonar. Systkini Einars voru þrjú: Ingi- björg, f. 1918, hefur alla tíð veriö á Steindórsstöðum og bjuggu þaú systkinin saman alla búskapartíð Einars; Þorsteinn, f. 1920, d. 1990, bifreiðasmiður í Reykjavík; t MINNING og Ástríður, f. 1925, d. 1990. Hún var lengst af á Steindórsstöbum að búi með foreldrum sínum og systkinum, en stundaði einnig vinnu utan heimilis. Foreldrar þeirra, Páll og Ragn- hildur, bjuggu til ársins 1956, er Einar tók formlega við búi. Steindórsstaöaheimiliö er að ýmsu leyti sérstætt. Það stendur á gömlum merg. Sama ættfólk hef- ur setiö jörbina í um 200 ár. Að því fólki standa grónar ættir í Reykholtsdal og Hálsasveit, sem tengst hafa innbyrðis í nokkra ættliði. Einar bar merki ættar sinnar í ríkum mæli. Hann var mikill vexti og svipmikill, en fín- legur í verkum, hafði lipra hönd til skriftar og smíða, en enginn asi var á hreyfingum hans eða fasi. Mér fannst hann gæddur þeim hæfileika, sem í ríkum mæli var hjá systkinunum á Steindórsstöð- um, að verk fara þeim fljótt og vel úr hendi án þess að sjáist fum eða flýtir. Kemur þar til ættlæg hand- lagni, næmt auga fyrir því sem hagkvæmt er og trúmennska í störfum. Byggingar og búskapur á Stein- dórsstöðum bera þess merki að framfarahugur og hagsýni hafa ráðið ferðinni á hverjum tíma. Búskapurinn byggðist á nánum tengslum fólksins við jörð og skepnur, nærfærni og skilningi á kjörum búsmalans. Eldhúsið á Steindórsstöðum var jafnan op- inn griðastaður og sjúkrahús fyrir bágstadda einstaklinga í hjörð- inni, hvort sem var lömb, hænur eða annað sem þurfti aðhlynn- ingar við. Einar naut þeirrar skólagöngu sem dugði til að auka honum víð- sýni og framfarahug í búskap. Hann hóf nám í Reykholtsskóla, en veiktist mjög alvarlega og varð að hætta, enda var honum vart hugað líf um skeið. Hann var mjög lengi að ná sér, en varð aldr- ei jafngóður. Árið 1938 náði hann heilsu til þess aö fara í bændaskólann á Hvanneyri og varð búfræöingur árib 1940. Einar las mikið og átti margar góðar bækur, sem hann varbveitti og umgekkst með virðingu. Vettvangur Einars og lífsstarf var á Steindórsstöðum. Hann naut sín sem bóndi og ræktunar- maður, var sífellt að bæta jörb sína húsum og ræktun með dygg- um stuðningi systra sinna, sem stóðu að búi með honum, og einnig bróbur síns, sem undi sér best heima á Steindórsstöðum í frítíma sínum. Einar var náttúru- barn, einlægur og fús að ræða sína hagi og annarra við vini sína. Ég minnist góbra stunda í skemmunni hjá Einari við um- ræðu um smíði, ræktun og fleira sem hann var ab fást við og vildi fá álit á. Hann var jafnan fús að láta í ljós hvað honum fannst um það, sem ég var að gera, og gat verið góðlátlega stríðinn ef því var að skipta. Síðustu árin undi Einar löngum við að smíða ýmsa smágripi úr horni og tré. Þó að hann ætti ekki afkom- endur, sá hann kynslóðaskipti á Steindórsstöðum. Afkomendur Ástríðar Pálsdóttur tryggja áfram- haldandi búskap ættfólksins á jörðinni. Ég minnist með þökkum góðra kynna og samverustunda með Einari á Steindórsstöðum. Hann var listrænn í sér, sérlundaður, framfarasinnabur og traustur bóndi. Hann bar mikla virbingu fyrir lífsreynslu fyrri kynslóða og lét sér annt um allt það sem hann taldi hafa gildi fyrir sögu okkar og menningu. Ég votta aðstandend- um fyllstu samúð. Bjami Guðráðsson ÚTBOÐ F.h. Byggingardeildar borgarverkfræöings er óskab eftir tilbobum í endur- málun á ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar II. Útbobsgögn verba seld á kr. 1.000 á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilbobin verba opnub á sama stab mibvikudaginn 19. aprfl 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ Endurnýjun veitukerfa og gangstétta. Áfangi 3, 1995. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjórans í Reykjavík, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Símstöbvarinnar í Reykjavik og Vatnsveitu Reykjavíkur, er óskab eftirtilbobum í endurnýjun dreifikerfis hitaveitunnar í eftirtöldum götum: Fornhaga, Ægisíbu, Nesvegi og Sörlaskjóli. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitúpípna 2.979 m Skurblengd 3.480 m Gangstéttarsteypa 2.700 m2 Malbikun 1.400 m2 Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab þribjudaginn 18. aprfl 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Framsóknarflokkurinn Fólk í fyrirrúmi Átak — Stöövum unglingadrykkju Fundur um málefni unglinga á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík, Hverfisgötu 33, laugardaginn 1. april kl. 10.30. Gestir fundarins veröa þau Valdimar jóhannesson frá átakinu „Stöövum unglinga- drykkju" og Elfsa Wium frá Vímulausri æsku. Allir velkomnir Framsóknarfélag Reykjavíkur Landsbyggðarfólk í Reykjavik Þjónustuskrifstofa utankjörstaöaatkvæöagreiöslu er aö Hafnarstræti 20, 3. hæö, sím- ar SS26088, S526128 og 5526135. Kosning fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavfk aö Engjateig 5 (gegnt Hótel Esju). Opiö er alla daga kl. 10.00-12.00,14.00-18.00 og 20.00-22.00. Framsóknarfólk, hafiö samband. Heitt á könnunni. Framsóknarflokkurinn DAGBOK IVAAAAAAAAAAAAJI Lauqardaqur 1 apríl X 91. daqur ársins - 274 dagar eftir. 1 3.vika Sólris kl. 6.47 sólarlag kl. 20.18 Dagurinn lengist um 7 mínútur. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, sveitarkeppni, kl. 13 í dag í Risinu. Sunnudag: Félagsvist í Risinu kl. 14. Dansab í Gobheimum kl. 20. Á mánudag er söngvaka kl. 20.30 í Risinu. Stjórnandi er Hansjörgensson og undirleikari Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Félagsfundur í Risinu þribjudaginn 4. apríl kl. 20. Fulltrúar frambobslist- anna í komandi alþingiskosningum sitja fyrir svömm. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þribjudaginn 4. apríl á Kirkjuloftinu kl. 20.30. Til skemmt- unar er upplestur og gamanmál. Kaffi- veitingar. Kvenfélag Óhá&a safna&arins Fundur í Kirkjubæ þribjudaginn 4. apríl kl. 20.30. Njarðvíkurprestakall Ytri-Njarbvíkurkirkja: Fermingar- messa sunnudaginn 2. apríl kl. 10.30. Organisti Steinar Gubmundsson. Prestur Baldur Rafn Sigurðsson. Hvalsneskirkja: Fermingarmessa sunnudaginn 2. apríl kl. 14. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Prestur Baldur Rafn Sigurbsson. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Á morgun, sunnudag, kl. 14 verbur sænska myndin „Pá rymmen med Pippi Lángstmmp" sýnd í Norræna húsinu. Þetta er fjölskyldumynd gerb eftir sögu Astrid Lindgren. Myndin er 93 mín. ab lengd og er meb sænsku tali. Allir velkomnir, abgangur ókeypis. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Næstkomandi mánudagskvöld, 3. apríl, kl. 20.30, verða haldnir orgel- tónleikar í Hallgrímskirkju. Þar munu orgelnemendur Harðar Áskelssonar flytja orgelmessuna „Messe pour les Paroisses" eftir Francois Couperin (1668-1733). Tónleikarnir eru haldnir í tengslum vib námskeib Hans-Dieters Möller, en hann er prófessor við kirkjutónlistardeild tónlistarháskól-' ans í Dusseldorf. Próf. Möller er staddur hér á landi og mun taka þátt í tónleikum Mót- ettukórs Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og leika þar af fingr- um fram á Klais- orgelib. Bandalag ísl. listamanna: Fundur á Hótel Sögu Mánudaginn 3. apríl kl. 20.30 efnir Bandalag íslenskra listamanna til fundar um málefni menningarlífsins í Súlnasal Hótel Sögu. Gestir fundarins eru frambjóbendur stjórnmálaflokk- anna, þau Valgerbur Sverrisdóttir, Gubný Gubbjörnsdóttir, Jón Baldvin Hannibalssón, Svavar Gestsson, Ólaf- ur G. Einarsson og Mörður Arnason. Frambjóbendurnir munu gera grein fyrir stefnu flokka sinna í menningar- málum og svara síban fyrirspurnum fundargesta. Fundarstjórar verba þau Steinunn Sigurðardóttir, Halldór Gub- mundsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Fundurinn er opinn öllu listafólki, listunnendum og öðm áhugafólki um menningarmál. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Mánudagskvöldib 3. apríl mun Páll Skúlason, prófessor í heimspeki vib Háskóla íslands, ræba spurning- una „Hvab er list?" í Listaklúbbn- um. Hann mun svo svara fyrir- spurnum og leiba umræbur. Einnig mun Einar Clausen tenór syngja nokkur einsöngslög og ásamt kvar- tettnum Út í vorið vib píanóundir- leik Þórhildar Björnsdóttur. Dag- skráin hefst um kl. 20.30. GENGISSKRÁNING 31. mars 1995 kl. 10,50 Oplnb. Kaup viðm.gengi Sala Gengl skr.fundar Bandarfkjadollar 63,23 63,41 63,32 Sterllngspund 101,83 102,11 101,97 Kanadadollar 45,08 45,26 45,17 Dönsk króna ...11,579 11,617 11,598 Norsk króna ... 10,216 10,250 10,233 Sænsk króna 8,551 8,581 8,566 Finnsktmark 14,553 14,601 14,577 Franskur franki 13,037 13,081 13,059 Belgfskur franki 2,2237 2,2313 2,2275 Svissneskur frankl. 55,39 55,57 55,48 Hollenskt gyllinl 40,83 40,97 40,90 Þýsktmark 45,69 45,81 45,75 Itölsk Ifra ...0,03688 0,03704 0,03696 Austurrfskursch 6,498 6,522 6,510 Portúg. escudo 0,4326 0,4344 0,4335 Spánskur peseti .....0,4968 0,4990 0,4979 Japanskt yen 0,7246 0,7268 0,7257 irsktpund 101,93 102,35 102,14 Sórst dráttarr 98,56 98,94 98,75 ECU-Evrópumynt... 83,41 83,69 83,55 Grfsk drakma 0,2793 0,2803 0,2798 Framsóknarvist — Reykjavík Framsóknarvist veröur spiluö nk. sunnudag, 2. aprfl, á Hótel Lind, Rauöarárstíg 18, og hefst kl. 14.00. Framsóknarfélag Reykjavíkur- Eldri borgarar bobnir í Glæsibæ Frambjóöendur Framsóknarflokksins í Reykjavík bjóöa eldri borgurum til skemmtunar á skemmtistaönum Glæsibæ, laugardaginn 1. aprfl 1995 kl. 14.00. Bobib verbur upp á kaffi og meölæti. Mebal efnis í dagskrá: nemendur úr Tónskóla Sigursveins flytja nokkur lög, Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálarábherra og frambjóöendurnir Ólafur Orn Haralds- son og Arnþrúöur Karlsdóttir flytja ávörp. jóhannes Kristjánsson eftirherma lætur Ijós sitt skína og Auöunn Bragi Sveinsson rithöfundur og kennari verbur meö frásöguþátt. Rútuferöir verba frá eftirtöldum stöbum kl. 13.30: Hraunbæ 103 Foldaskóla Kaupstab í Mjódd Lönguhlib 3 Aö skemmtan lokinni fara rúturnar aftur frá Glæsibæ og til sömu áfangastaba. Mætum öll hress og kát. Frambjóbendur [tliyÍFERÐAR RAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.