Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 8
npiMlMM Laugardagur 1. apríl 1995 Útgjöld lífeyris- og sjúkratrygginga fóru 1.060 milljónir framúr áœtlun fjárlaga: Úm 420 milljóna hækkun í staö 640 milljóna lækkunar Mikiö vantar á aö sparnaöar- áætlanir heilbrigðis- og trygg- ingarábuneytisins gengju upp á síbasta ári. Útgjöld ríkissjóbs vegna lífeyris- og sjúkratrygg- inga reyndust um 1.060 millj- ónum kr. hærri ab raungildi (um 4 þús.kr.á hvern íslend- ing) heldur en fjárlög ársins gerbu ráb fyrir. í skýrslu um framkvæmd fjár- laga segir Ríkisendurskobun, að fjárlög 1994 hafi gert ráð fyrir að framlög til lífeyristrygginga yröu óbreytt að raungildi frá Meb því styrkjum vib íslenskt atvinnulíf ffl Hitaveita \|/ Reykjavík <0) Ibnlánasjóbur Verkamannafélagib (^ggp) DAGSBRÚN ÍTÖ- Bifreibar og land- bunabavélar EIMSKIP VIÐGREIÐUMÞÉRLEIÐ sitnH^ HELLUSTEVRAc HYRJARHÖFÐI 8 -112 REYIÚAVÍK. CZD 91 -68621 1 GJÖCUR HF. 1993. í raun hafi þessar greiðsl- ur hækkað um 319 milljónir. Fjárlög hafi sömuleiðis gert ráð fyrir 640 milljóna kr. raunlækk- un á greiðslum sjúkratrygginga, en þær hafi þvert á móti hækk- að um 103 milljónir. „Niðurstöður sýna að áform í fjárlögum hafa ekki náðst," seg- ir Ríkisendurskoðun. Hækkun á greiðslum sjúkra- trygginga milli ára hafi einkum orðið vegna 300 milljóna (11%) hækkunar lyfjaútgjalda, 190 milljóna (13%) aukins lækna- kostnaðar, 50 milljóna (26%) hækkunar erlends sjúkrakostn- aðar og 63ja milljóna (13%) aukinna útgjalda vegna hjálpar- tækja. Tannlæknakostnaður lækkaði á hinn bóginn um 93 milljónir (13%) og innlendur sjúkrakostnaður um tæpar 300 milljónir (34%). Hjá lífeyristryggingum mun- aði mest um 221 milljón kr. (6%) hækkun örorkugreiöslna, 154 milljóna hækkun lífeyris- greiðslna og 79 milljóna kr. (14%) hækkun barnalífeyris. Aftur á móti varö 72ja milljóna (6%) lækkun á framlögum til fæðingarorlofs og 37 milljóna (24%) lækkun á ekknabótum. Útgjöld slysatrygginga lækkuðu um heil 18% að raungildi milli ára. Langmest munar þar um 85 milljóna (38%) lækkun á greiðslum til bílstjóra. Greiðslur til sjómanna lækkuðu um 19 milljónir (10%) og til annarra launþega um 16 milljónir (15%). ■ Erlendur frumsýnir Kertalog Leikhópurinn Erlendur, upp- haflega stofnabur af leikur- um sem komu erlendis frá, býbur til forsýningar á verki Jökuls Jakobssonar, Kerta- logi, á sunnudaginn kl. 20.30 í Möguleikhúsinu vib Hlemmtorg. Næstu forsýn- ingar verba 6. apríl og 12. apríl. Jökull heitinn Jakobsson samdi Kertalog og var þab verð- launaverk í samkeppni Leikfé- lags Reykjavíkur árið 1971. Leikgerðina gerði Ásdís Þór- hallsdóttir og er hún jafnframt leikstjóri. Leikendur em Halla Margrét Jóhannesdóttir, Gísli Ó. Kærnested, Marteinn Arnar Marteinsson, Ragnhildur Rú- riksdóttir, Rannveig Björk Þor- kelsdóttir, Sigrún Gylfadóttir, Skúli Ragnar Skúlason og Vil- hjálmur Hjálmarsson. Frumsýning Kertaloga verba í apríllok á litla svibi Borgar- leikhússins. ■ Litlu börnin þurfa abgœslu vib, þegarþau kljást vib páskaeggib. Páskaeggin geta reynst þeim litlu hœttuleg: Sakleysisleg en varasöm „Því mibur er mjög algengt ab hart sælgæti og smáhlutir standi í börnunum. Besta ráb- ib er ab vera vel á verbi og mikilvægt ab kunna réttu handtökin ef slíkt slys verb- ur," segja talsmenn samstarfs- átaksins Öryggi bama - Okkar ábyrgb. Varab er vib ab páska- eggin, svo sakleysisleg sem þau eru, geta reynst hættuleg bömum, einkum þeim yngstu. Foreldmm lítilla barna er ráð- lagt ab vera innan handar við opnun páskaeggs og að skoða vel innihaldib og fjarlægja þá stóra brjóstsykursmola, harðar karamellur og kúlur og smá- skraut. Aldrei á ab láta yngri börn kljást ein við páskaeggin. Hrökkvi aðskotahlutur ofan í öndunarveg barnsins er ráðlagt að kalla á hjálp, geti barnið ekki andað, hóstab eða talað, og láta hringja á sjúkrabíl. Ráblegt er að nota þrýsting á kvið, leggja hendur utan um kvib barnsins, leggja hnefann rétt ofan við naflann, þrýsta hnefanum snöggt inn og upp á við. Endur- taka skal þrýsting á kviö þar til abskotahlutnum er hóstað upp, eba barnib byrjar að anda eba hósta. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.