Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 5
5
Laugardagur 1. apríl 1995
Wmmu
Sjálfstæðisflokkurinn rekur kosningabar-
áttu sína á þeim forsendum að nú ríki stöð-
ugleiki, sem haldist með því einu móti aö
kjósendur ljái flokknum atkvæði sitt í kom-
andi kosningum. Einnig er vitnað í for-
ustuhæfileika Davíös Oddssonar, sem bor-
ið hefur smjör á tunguna á sér til þess að
vera mjúkmáll og ísmeygilegur. Sjálfstæðis-
menn halda fram hæfileikum hins mikla
og elskaða leiðtoga.
Raubhetta og úlfurinn
Sjálfstæðisflokkurinn tók Alþýðuflokk-
inn upp á arma sína eftir síöustu kosningar.
Lykillinn að því var sá að bjóða vel, og eft-
ir aö fimm ráöherrastólar voru í bobi var
björninn unninn. Ekkert gat komiö í veg
fyrir stjórnarsamstarfib. Jóhanna Sigurbar-
dóttir var engin undantekning og allt tal
um félagshyggjustjórn var víðs fjarri þá, þó
að félagshyggjuflokkarnir héldu meirihluta
sínum.
Hins vegar varö með Alþýöuflokkinn
eins og Rauðhettu forðum ab hann gekk í
gin úlfsins. Davíð Oddssyni hefur tekist
meistaralega að koma öllum vondum mál-
um á kratana og þykjast sjálfur hvergi
nærri koma. Honum hefur tekist mjög vel
að gera lítib úr samstarfsflokknum, þegar
þab hentar honum. Hann segir Jón Baldvin
róa á þurru landi, en hvaða bátsformabur
mundi ekki segja upp slíkum háseta? Auð-
vitab ber Sjálfstæðisflokkurinn fulla ábyrgð
á krötunum og þeirra geröum.
Tilvísanakerfib
Gott dæmi um þetta er tilvísanakerfib
fræga. Stjórnarflokkarnir samþykktu ab
koma því á og öttu Sighvati á foraðið, enda
er hann vanur maður og búinn aö koma
2800 milljónum króna í heilbrigðiskostn-
aði yfir á notendur, með fullum stubningi
Sjálfstæbisflokksins. Læknastéttin trylltist
og áreiðanlega hefur síminn gengið glatt
hjá frambjóbendum Sjálfstæðisflokksins,
og því fleiri hringingar eftir því sem kosn-
ingar nálgast. Á endanum lýsti hinn trausti
leiðtogi stöbugleikans, Davíb Oddsson, yfir
því að meirihluti þingflokksins væri á móti
tilvísunarkerfinu. Þar með skildi hann Sig-
hvat eftir í miðri ánni.
Landbúnaburinn
í landbúnaðarmálunum fann Halldór
Blöndal fljótlega inn á það, að þaö væri lík-
legt til vinsælda aö rífast við Jón Baldvin,
sem virkar eins og rauð dula á landsbyggö-
arfólk. Þessa kappræðu þreyttu þeir löng-
um um svínakjöt og kalkúnalappir, og
bændur voru ánægöir
með strákinn Halldór.
Hitt kemur svo aubvitað
í ljós, þegar farib er ab
gera upp stjórnarvertíð-
ina, að búvörusamning-
urinn hefur verib þver-
brotinn og engin vitn-
eskja um það hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn vill
að nýr búvörusamningur
líti út. Ástandið í landbúnaðinum er væg-
ast sagt slæmt, og ekki gengur lengur að
skrifa það á reikning þess að Framsóknar-
flokkurinn hafi farið með forustu í þessum
málum, því sjö ár em liðin síðan þeir
stýrðu landbúnaðarráðuneytinu.
Sjávarútvegurinn
Þar hefur komib í hlut Þorsteins Pálsson-
ar ab berjast vib krata, og hefur sá leikur
tekið til hafsvæðisins frá Barentshafi í
austri til Nýfundnalandsmiða í vestri. Þor-
steinn og Jón Baldvin hafa ekki verið sam-
mála um nokkurn skapaöan hlut, og hinn
mikli og staðfasti leiðtogi stöðugleikans
Davíð Oddsson hefur séð þann kost vænst-
an aö segjast vera sammála báöum. Það var
reyndar eftir að boriö var smjör á tunguna
á honum fyrir kosningarnar. Hins vegar
hefur þetta rifrildi stórskaðaö sjávarútveg-
inn heima og heiman. Stöðugar bollalegg-
ingar um grundvallarbreytingar í sjávarút-
vegsmálunum hafa tafib fyrir því að naub-
synlegar lagfæringar væm gerðar á fisk-
veiöistjórnuninni, svo sem ab lagfæra hlut
báta á aflamarki, sem er nauðsyn, og afnám
hagræðingarsjóðsins, sem átti að mæta
áföllum m.a. í einstökum byggðariögum,
var stórslys.
Evrópumálin
Kratarnir reka sína kosningabarátm á
Evrópumálunum og vilja sækja um abild
að Evrópusambandinu hið fyrsta. Til þess
að lempa kjósendur til stuðnings við þetta,
er sagt að þetta eigi aðeins að vera til
reynslu, tií þess aö vita hvað langt megi
komast með þá í Brussel.
Jón Baldvin, Össur og
Þröstur ráfa um meb
matarkörfur í stórmörk-
uðum til þess ab sýna
fram á stórgróba neyt-
enda við inngöngu í
bandalagiö, en glöggir
blaðamenn m.a. hér á
Tímanum sýndu fram á
að þetta var auðvitaö
tómt mgl. Ríkisstjómin hefur komið fram
klofin í þessu máli um langt skeið, og á
meðan hefur hún ekki verið tekin alvarlega
á erlendum vettvangi.
Á láglendinu eba upp í fjall
Sambúbin á stjómarheimilinu minnir
um margt á samskipti bræbranna á Fæti
undir Fótarfæti, Nasa og Júst, þegar þeir
skipuðu Ólafi Kárasyni fyrir. Annar skipaði
honum upp í fjall, en hinn sagði „á lág-
lendinu ræfill". Þab er ekki heiglum hent
að lúta leiðsögu slíkra manna, en allt bend-
ir til þess að þjóðinni sé bobib upp á þessa
stjórnarhætti fjögur ár í viðbót. Það er ör-
uggt að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær góða
útkomu eftir vertíðina með krötunum,
kaupa þeir þá aftur upp á fimm ráðherra-
stóla og nokkra góða bitlinga. Málið er
hvort flokkarnir halda meirihlutanum á
þingi.
Stöbugleiki — stööug
aukning
Stöðugleikinn birtist í fleiru en stöðugu
verðlagi, sem stafar að mesmm hluta af
samdrætti í þjóðfélaginu. Stöðugleikinn er
einnig í aukningunni. Hann birtist í stöð-
ugri aukningu opinberra skulda, stöbugum
halla á ríkissjóði, stööugu atvinnuleysi,
stöðugri skuldaaukningu sveitarfélaga,
stööugri skuldaaukningu heimilanna, stöð-
ugri aukningu vanskila á öllum vígstööv-
um; fjárfesting hefur stöðugt minnkað og
nauðungaruppboðum hefur stöbugt fjölg-
ab. Svona er stöðugleikinn trausmr í sessi.
Samningamaöurinn mikli
Ólafur Ragnar er nú búinn að semja
stjórnarsáttmála á eldhúsborðinu hjá sér.
Ólafur er mikill samningamabur, ekki síst
ef viðsemjandinn er hann sjálfur. Hann er
líka vanur maður, því hann samdi vib Evr-
ópusambandið um vibskipti íslands og
þess í náinni framtíð, tók sjálfur að sér
samningsumboð fyrir EES og gaf út tví-
hliða samning hjá útgáfufyrirtæki sínu, Al-
þýðubandalaginu.
Þetta er svo sem allt í góðu lagi. Hins veg-
ar er þab hlutverk stjómmálaflokka ab
kynna fólki stefnu sína fyrir kosningar án
málamiðlana. Viö framsóknarmenn höf-
um ekki fengið umboð til þess að leggja
flokkinn niður. Eftir kosningar verðum við
síðan að fara í stjórnarmyndunarviðræður,
semja stjórnarsáttmála og leggja hann fyrir
miðstjórn flokksins. Það viljum vib gera.
Við viljum að sjálfsögöu ab lykilatribi í
stefnu okkar verði í þeim stjórnarsáttmála
og höfum lýst þeim vilja ab ræba við
stjómarandstöðuna, fái hún meirihluta.
Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Ólafur
Ragnar þurfa okkar vegna að eyba í þaö
dýrmætum tíma núna að semja stjórnar-
sáttmála fyrir okkur.
Sjálfstæöisflokkurinn vill hins vegar vera
í þeirri stööu að geta kippt hverjum sem
hann vill með sér upp á persneska teppib.
Það þarf einfaldlega að gera flokkinn svo
lítinn að hann geti það ekki. Það er engum
til góðs að hann fái slíka lykilaðstöðu.
Smjörið rennur um síðir af tungunni á
Davíð og hann er til alls líklegur, ef hann
blæs út í kosningum. ■
EMenn
málefni