Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. apríl 1995 (SSiifijOjLllLMulLtt. 'SrVWflrWW 15 Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki: Höfum hagsmuni fólksins í landinu ab leibarljósi Hver er sérstaða þíns framboðs? Framsóknarflokkurinn býður fram til þessara alþingiskosn- inga með kjörorðinu „Fólk í fyr- irrúmi". Megináherslur flokks- ins í þessum kosningum eru því málefni fólksins og það eru þeirra hagsmunir sem flokkur- inn mun hafa að leiðarljósi í störfum sínum á komandi kjör- tímabili.. Hvert er helsta baráttumálið? Helstu baráttumálin eru þrjú: Atvinna fyrir alla — vinna er velferð, endurreisn heimilanna, lífskjarajöfnun og skattalækk- un. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á atvinnustefnu, sem skapar 12 þúsund ný störf á vinnumarkaðnum fram til alda- móta. Störf fyrir þá, sem nú eru atvinnulausir, og þá sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn. í því sambandi leggur flokkurinn áherslu á að breyta eigi Iðnþró- unarsjóði í áhættulánasjóð til nýsköpunar í atvinnulífinu, þannig að ungt og hugmynda- ríkt fólk þurfi ekki að leggja alla framtíð sína að veði. Stórefla kynningu erlendis á fjárfesting- armöguleikum á íslandi, sam- eina starfsemi Byggðastofnun- ar, Atvinnuleysistryggingasjóðs og atvinnuráðgjafa og veita þannig nýjungum í atvinnulíf- inu stuðning í formi launa- greiðslna, sem annars hefðu far- ið í atvinnuleysisbætur, og veita nýjum fyrirtækjum sér- stakan afslátt á orkuverði fyrstu starfsárin, auki þau orkunotkun vegna nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Með endurreisn heimilanna á Framsóknarflokkurinn við að gera fólki kleift að takast á við vaxandi greiðsluerfiðleika, sem skapaö hafa neyðarástand á þúsundum heimila í landinu, þannig að gjaldþrot blasir við mörgum þeirra. Þessu viljum við ná með því að setja lög um greiðsluaðlögun, sem gefa ein- staklingum í alvarlegum greiðsluerfiðleikum möguleika á því að ná stjórn á fjármálum sínum með því að lengja hús- næðislán Húsnæðisstofnunar úr 25 árum í 40 ár og létta þannig greiðslubyrðina um 25%. Með framsækinni atvinnu- stefnu og lífskjarajöfnun vill Framsóknarflokkurinn verja 2- 3 milljörðum til lífskjarajöfn- unar viö gerö næstu kjarasamn- inga, draga úr skattaálögum á meðaltekjufólk með hækkun skattleysismarka, hækkun vaxtabóta, barnabóta, barna- bótaauka og gera persónuafslátt millifæranlegan að fullu milli hjóna og sambýlisfólks. Sam- starf verkalýðshreyfingarim ar, vinnuveitenda og ríkisstjórnar hefur skapað þjóðarsátt í kjara- málum. Ljóst er að til lengdar helst sáttin ekki nema launa- fólk og fyrirtæki beri sanngjarn- ar byrðar og njóti ávinnings af auknum þjóðartekjum. ■ Svavar Cestsson, Alþýöubandalagi: Oflug barátta fyrir réttindum launafólks Hver er sérstaða þíns framboðs? Alþýðubandalagiö og óháðir í Reykjavík birta í raun tímamóta- framboð. Það er engin launung á því að Ögmundur Jónasson, sem skipar 3ja sæti listans, er forystumaður þess hóps óháðra einstaklinga sem skipa G-listann í Reykjavík. Þaö er heldur ekki launung á því að framboð óháðra með Alþýðubandalaginu er svar við mikilvægum pólitísk- um veruleika. Til dæmis þeim að þaö hefur verið atvinnuleysi allt þetta kjörtímabil i fyrsta sinn í síðari tíma sögu íslands. En það er jafnframt ijóst að Ögmundur Jónasson er einn öflugasti tals- maður réttindamála láglauna- fólks á íslandi. í annan stað er framboð Al- þýðubaridalagsins og óháðra tímamótaframboð vegna þess að listann skipa einir tuttugu for- ystumenn, talsmenn og starfs- menn samtaka launafólks, bæði úr samtökum opinberra starfs- manna og af hinum almenna vinnumarkaði. Þar með birtir listinn kraftmikla forystusveit fyrir réttindamálum launafólks, ekki síst kvenna, í höfuðstað landsins. Þetta er helsta sérkenni frambobs G- listans í Reykjavík. í honum er baráttukraftur, en í honum er líka framtíbartilvísun fyrir vinstrimenn á íslandi. Hvert er helsta baráttumálið? Barátta verkalýðshreyfingar- innar hefur verið erfið á þessu kjörtímabili. Það hefur ekki tek- ist að halda í við láglaunakröfur ríkisvaldsins, eins og flestir hefðu í rauninni kosib. Kjörin verða heldur ekki aðeins ákveð- in í kjara'-.amningum. Þau ákvarðast líka í kosningum. Þess vegna er mikilvægt ab í forystu framboðsins eru sterkir tals- menn úr réttindabaráttu launa- fólks á íslandi. Með sigurút- komu G-listans er hægt ab gera sér vonir um betri kjör á kom- andi kjörtímabili, minna at- vinnuleysi, launajöfnun — og betra siðferði í íslenskum stjórn- málum. Helsta baráttumálib er því betri kjör fyrir launafólk. En líka aukin atvinna, sem er sama mál- ið, þar sem við viljum beita að- ferbum útflutningsleiðarinnar, til þess að byggja upp bjartsýni og atvinnu. Það er brýnast nú aö efla sterkt mótvægi við íhaldið, sem er því mibur á sigurbraut. Eina leiðin til vinstri er Alþýðu- bandalagið. J Jóhanna Sigurbardóttir, Þjóbvaka: Viljum félags- Jon Baldvin Hannibalsson, Alþýbuflokki: Göngum ekki erinda sérhagsmunahópa Hver er serstaða þíns framboðs? Sérstaða Alþýðuflokksins. — Jafnabarmannaflokks íslands er einkum sú að hann gengur ekki erinda sérhagsmunahópa. Hann er flokkur hinnar íslensku alþýðu, fjölskyldnanna í land- inu. Hann berst fyrir því ab tryggja hag heimilanna. Þab verður best gert með stöðug- leika í efnahagsmálum, sam- keppnishæfu rekstrarumhverfi atvinnulífsins og með markaðs- aðgangi fyrir afurbir okkar í mikilvægustu vibskiptalöndum. Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð barist fyrir jöfnum rétti tæki- færa, en gegn forræði eiginhags- munahópa. Hann er hinn virki gerandi í íslenskum stjórnmál- um og gott dæmi um það er sú barátta hans sem vannst, að tryggja með lögum eign þjóbar- innar á auðlindinni í hafinu. Hvert er helsta baráttumálið? Helsta baráttumál Alþýðu- flokksins er að bæta og jafna lífskjörin í landinu. Það gerir hann með því ab standa vörð um þann stöðugleika, sem nú hefur náöst. Hann vill flytja til landsins þann efnahagslega ávinning, sem samstarf evr- ópskra frændþjóða okkar hefur skilab, og minnka útgjöld heim- ilanna með áframhaldandi lág- um vöxtum og með ódýrari neysluvarningi. Alþýðuflokkur- inn hefur fjölgab skapandi og vel launuöum störfum við út- flutningsgreinar. Þeim þarf að tryggja ótakmarkaðan aðgang ab mikilvægasta markabssvæði okkar. Nú spyr þjóðin stjórn- málamenn sína að því, hvernig þeir geti tryggt komandi kyn- slóðum varanlega velferð. Við teljum að svarið ráðist að veru- legu leyti af niðurstöðum samn- inga um aðild íslands ab Evr- ópusambandinu, sem Alþýbu- flokkurinn vill að efnt verði til á næsta kjörtímabili og meirihluti þjóðarinnar stybur. Samninga- niðurstöbur verði síðan lagbar fyrir þjóbina til samþykktar eba synjunar. ■ hyggjustjóm Hver er sérstaða þíns framboðs? Þjóðvaki — hreyfing fólks- ins, vill félagshyggjustjórn eftir kosningar. Við teljum aö hin brýnu úrlausnarefni í íslensku samfélagi verði ekki leyst nema með aðferðum nútímalegrar jafnaðarstefnu. Eins og í Reykjavík fyrir ári eiga félags- hyggjuöflin nú að taka hönd- um saman og ryðja sjónarmið- um samhjálpar til rúms í lands- stjórninni. Af þessum ástæðum hefur Þjóðvaki lýst yfir aö hreyfingin muni ekki starfa meö flokki hægrimanna, Sjálfstæbis- flokknum, í næstu ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing hefur þegar borið árangur: Kosningabarátt- an snýst ekki lengur um það hvern af gömlu flokkunum til vinstri Sjálfstæðisflokkurinn eigi ab velja með sér í ráðherra- stólana. Nú snýst kosninga- bráttan um þá nýju félags- hyggjustjórn sem Þjóbvaki hef- ur lagt til. Það hefur vaknað von hjá almenningi um nýja og betri tíma. Hvert er helsta baráttumálið? Jöfnuður og trúnaöur. Fjöl- skyldurnar og einstaklingarnir verða að geta lifað og unniö í sátt við samfélag sitt. Hin nýja ríkisstjórn félagshyggjuaflanna þarf ab einbeita sér að kjara- jöfnun í landinu. Þetta á að gera á grunni ábyrgrar efna- hags- og atvinnustefnu, sem meðal annars beinist ab því aö stokka upp í stjórnkerfi og at- vinnulífi og sækja fram í menntamálum. Án þessa verö- ur ekki endurvakinn sá al- menni trúnaöur, sem er undir- staða velferðar og velmegunar í samfélagi okkar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.