Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. apríl 1995 WfllBÍtM 'jj 11 x Folk i fyrirrúmi Endurreisn heimilanna Greiðsluerfiðleikar hafa skapað neyðarástand hjá fjölda heimila í landinu og gjaldþrot blasir við mörgum þeirra. Forsendur þeirra fjárskuldbindinga sem heimilin gerðu eru brostnar vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Skattar á einstaklinga hafa verið stórhækkaðir. Álögur í heilbrigðis- og menntamálum hafa verið auknar og vaxta- og barnabætur hafa verið lækkaðar. Stór hluti heimila í landinu á í stórkostlegum erfiðleikum. Því er óumflýjanlegt að grípa til aðgerða til að aðstoða fólk við að greiða úr skuldavandamálum heimilanna. Framsóknarflokkurinn telur endurreisn heimilanna eitt mikilvægasta verkefni næsta kjörtímabils og leggur því áherslu á eftirfarandi: Að sett verði lög um greiðsluaðlögun sem gefa einstaklingum í alvarlegum greiðsluerfiðleikum möguleika á því að ná stjórn á fjármálum sínum. Að Húsnæðisstofnun verði fengið nýtt og breytt hlutverk sem ráðgjafar- og endurreisnarstöð heimilanna sem aðstoði fólk við að greiða úr skuldavandamálum sínum. Að gripið verði til víðtækra skuldbreytinga sem feli í sér að vöxtum og-eða lánstíma sé breytt, skuld sé lækkuð eða fryst um tíma meðan fólk leitar lausnar á tímabundnum erfiðleikum svo sem vegna atvinnuleysis eða veikinda. Að húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun sem hafa 25 ára lánstíma verði lengd í 40 ár. Það mun létta greiðslubyrðina um 25%. Atvinna fyrir alla - vinna er velferð Framsóknarflokkurinn mun ekki sætta sig við að atvinnuleysi verði viðvarandi í landinu. Atvinnuleysið er ósamrýmanlegt hugmyndum framsóknarmanna um félagslegt réttlæti. Atvinna fyrir alla er hornsteinn velferðar í landinu. Ríkisstjórnin hefur hins vegar notað atvinnuleysið sem hagstjórnartæki en því hafnar Framsóknarflokkurinn. Það er forgangsverkefni að skapa því fólki sem nú er atvinnulaust vinnu og auka fjárfestingar í atvinnulífinu. Þannig að það unga fólk sem kemur inn á vinnumarkaðinn á næstu árum geti gengið að fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Því leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á eftirfarandi: Að ríki og Reykjavíkurborg taki höndum saman í átaki með verkalýðshreyfingunni, atvinnurekendum og lífeyrissjóðum um að fjármagna og flýta mannfrekum verkefnum til að stórminnka atvinnuleysi á næstu 2-3 árum. Að fjárfesting í atvinnulífinu sér undirstaða nýrra starfa. Því þarf að örva fjárfestingu með skattaívilnunum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Jafnframt verði leitað til lífeyrissjóðanna með áhættufé til nýsköpunar í atvinnulífinu. Að Iðnþróunarsjóði verði breytt í áhættufjármagnssjóð m.a. til að aðstoða ungt fólk til að koma fyrirtækjum á fót án þess að leggja alla framtíð sína að veði. Að þeir sem vilja hefja sjálfstæðan atvinnurekstur hafi aðgang að ráðgjöf og leiðbeiningum. Að hægt verði að ábyrgjast lán fyrir fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika en takmörkuð veð og veita þannig nýjungum í atvinnulífi stuðning í formi launagreiðlsna sem annars hefðu farið í atvinnuleysisbætur. Þetta verður gert m.a. með því að sameina starfsemi Byggðastofnunar, Atvinnuleysistryggingasjóðs og atvinnuráðgjafa. Að markaðsstarfsemi opinberra aðila á erlendri grund verði gerð öflugri og aukin verði kynning á möguleikum erlendra fjárfesta hér á landi. SS «*iðiunnl Við höfhum þessari leið Hreinar skuldir ríkissjóbs % af vergri landsframleiðslu. Fjöldi fasteigna sem seldar voru á naubungaruppbobi x Reykjavík. 400 Atvinnuleysi 1980 - 1994 % af mannafla. Skuldir heimila í milljöröum og sem hlutfall af ráöstöfunartekjum. Miljarbar kr. 300 200 1 00 Hlutfall % 1 50 1 0 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.