Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. apríl 1995 WntfJMf 7 Tilvonandi atkvœöum er ekki láandi þótt þau ruglist í ríminu í hjarta Reykjavíkur, en vib Lcekjartorg eru kosninga- stöövar Framsóknarflokks og Sjálfstæbisflokks í sama húsinu. Framhliöin er þakin áróöursspjöldum og undir hœl- inn lagt hvort vegfarendur sjái sólina fyrir frambjóöendum Framsóknarflokksins, nema þeir taki til greina umferö- arskiltiö sem er fremst til hœgri á myndinni. lýsingamaður sem sér um aug- lýsingar Þjóövaka. Hann starfaði áöur hjá Hvíta húsmu, en vinn- ur nú sjálfstætt. Ásamt fram- kvæmdastjóra Þjóðvaka, Hrann- ari Arnarssyni, hefur hann veg og vanda af kynningarmálum þessara nýju stjórnmálasamtaka. Halldór segist hafa komið inn í kosningastarfið þegar veriö var að leggja línur í kynningarmál- um, og hafi hann síðan aö mestu leyti séð um þau verkefni sem hafi veriö unnin, aö öðru leyti en því að Karl Sigtryggsson hjá Þumli hafi annast gerð sjónvarp- skynningar. Margir hafi þó unn- iö að því aö semja handritið, ásamt þeim Karli, einkum fólk úr Þjóðvaka-hreyfingunni. Þegar Halldór er spuröur hvað hann leggi til grundvallar varö- andi ímynd og áferö, segir hann: „Aðalatriðið er að koma því til skila að þarna sé eitthvað nýtt í gangi, eitthvaö ferskt og jákvætt. Þá skiptir einnig miklu máli að koma á framfæri því trausti og þeim trúnaöi sem Jóhanna sjálf nýtur. Einmitt í því er fólginn mikill styrkur og því þarf að koma til skila, bæði í oröi og á sjónrænan hátt." Texti: Áslaug Ragnars Myndin Gunnar Sverrisson Viö Flafnarstrœti eru húsakynni þar sem Fjárfestingarfélagiö var til húsa, en hafa síban staöiö auö nema þegar kosningaskrifstofur eru opnabar þar, en nú er þar kosningamiöstöö Þjóövaka. sem gilda fyrir allt landið." Egill vill fara varlega í að áætla heildarkostnað Framsóknar- flokksins þegar upp er staðið, en segir þó að kostnaður hjá kjör- dæmum úti á landi kunni að vera á bilinu 1-2 milljónir. Mun meiri sé kostnaðurinn í stóru kjördæmunum, Reykjavík og Reykjanesi, en þar megi fljótt á litið giska á að hann nemi 10-15 milljónum króna. Kristín Ástgeirsdóttir alþingis- maður segir Kvennalistann leggja út í kosningabaráttuna meö fjárhagsáætlun upp á 10 milljónir og þar af séu 4 milljón- ir ætlabar til sameiginlegra út- gjalda. 5 milljónum er úthlutab til svokallaðra „anga", sem eru ígildi kjördæmisrába hjá öðrum flokkum, en milljón er síðan höfb í varasjóði. Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins, segir: „Ég er með fjárhags- áætlun upp á tæplega tíu millj- ónir króna og ætla að halda mig innan þeirra marka. Þar meö er þó ekki öll sagan sögð, þar sem kjördæmin reka sína eigin kosn- ingabaráttu." Éinar segir ab minnstu kjör- dæmin eybi mjög litlu og sums staðar standi þau straum af kosn- ingabaráttunni að meira eba minna leyti meb blaðaútgáfu og auglýsingasölu. „Hins vegar eru svo Reykjavík og Reykjanes, sem eru með allt öðruvísi kosningabaráttu og kosta kannski til hennar jafn- miklu og flokkurinn gerir á landsvísu, þ.e. samanlagt tíu milljónum. Eg er þá ab tala um ab kosningabarátta Alþýöu- bandalagsins á landsvísu kosti kannski svona 25 milljónir, en þá er ég líka ab tala um brúttó- tölu, án tillits til innkomunnar," segir Einar Karl. Um Þjóbvaka gegnir nokkuð öðru máli en um aðra stjórn- málaflokka, eins og ráöa má af máli Hrannars Arnarssonar fram- kvæmdastjóra: „I fjármögnun fömm vib þess- ar heföbundnu leiðir sem ný pólitísk öfl hafa. Við erum með happdrætti, gefum út blöð og söfnum auglýsingum, og síðan er þaö nú bara stabreynd að þeir sem standa í slagnum taka á sig verulegar byrðar, bæði hvað varbar vinnufórnir og hreinlega peningalegar líka. Þetta mun kosta einhverjar milljónir, og sennilega verðum við einhvers stabar í kringum 5-6 milljónir. Ég geri mér vonir um að við sleppum með það, enda erum við með mjög stíft abhald í öll- um auglýsingum og erum nánast eingöngu meb sjónvarpsauglýs- ingar. Þar teljum vib þab tak- markaða fjármagn, sem við höf- um úr að spila, nýtast best," seg- ir Hrannar, sem tók virkan þátt í starfi R-listans fyrir borgarstjórn- arkosningar. Hann segir að þar hafi verib lagt upp með einhverj- ar 5-7 milljónir, síðan hafi verið safnab fé til viðbótar og afgang- inum síöan skipt upp. R- listinn hafi haft flokkana, sem stóðu að framboöinu, að fjárhagslegum bakhjarli, en Þjóðvaki hafi engan slíkan bakhjarl og geti því ekki leyft sér það sama og R- listinn í þessu efni. Bara venjuleg mark- aðssetning Björn Westergren er markabs- rábgjafi og auglýsingahönnuöur sem rekur sitt eigib fyrirtæki, Hugtök. Hann er annar tveggja fagmanna á auglýsingasviði, sem Alþýðuflokkurinn er með í þjón- ustu sinni fyrir þessar kosningar, og segir þegar hann er spurður um þá vinnu sem hann leggur af mörkum: „Ég vinn þetta með sama hætti og ég geri fyrir mína venjulegu viðskiptavini, til dæmis íslandsbanka og Verð- bréfamarkaðinn. Þetta er bara markaðssetning, unnin á sömu forsendum og venjan er. Maður setur ákveðin markmið, skil- greinir þau, markar svokallaöa „tjáningar- strategíu", sem fólgin er í því að ákveða hvað eigi að segja og hvernig skuli segja það. Síðan er auðvitað gengið út frá ákveðinni hugmynd um hvernig haga skuli sjálfri herferðinni," segir Björn Westergren. „Túrbó-fálkinn" vék fyrir sólinni í sama streng tekur Þórir Hrafnsson hjá íslensku auglýs- ingastofunni, en hann sér um auglýsingamál Sjálfstæöisflokks- ins fyrir þessar kosningar ásamt Birni H. Jónssyni: „Þetta er samvinna mjög margra abila, en það sem lýtur að hönnun sjáum við Björn um. Það er rétt ab yfirbragð Sjálfstæð- isflokksins þótti nokkuð þung- lamalegt, og því var talin ástæða til að ímynd flokksins í þessari kosningabaráttu fengi léttara yf- irbragð. Sjálf undirbúningsvinnan fer þannig fram, að hugmyndir eru viðraðar á fundum þar sem margir koma saman, og síðan ganga menn með þessar hug- myndir í maganum í nokkra daga. Þá er komið saman á ný og ákvarðanir teknar, sem síðan er unnið eftir." Þessi breytta og létta ímynd Sjálfstæðisflokksins verbur aug- ljós þegar gullin sól á bláleitum bakgrunni, sem er kosninga- merkið nú, er borin saman við hinn „stjarfa" fálka, sem innan flokksins er stundum kallaður „túrbó-fálkinn". Gamli íhalds- blái fálkinn, sem hafði verib táknmynd Sjálfstæðisflokksins frá upphafi, þokaði fyrir öðrum nútímalegri fugli, sem reyndar fór mjög í taugarnar á ýmsum flokksmönnum, þar á meðal unglibunum sem neituðu að taka við honum. Hefur „túrbó- fálkanum" lítt eða ekki brugðið fyrir í þessari kosningabaráttu. Blái liturinn er þó ekki horfinn, en hann er nú í bakgrunni, og virðist honum og sólinni gullnu ætlað aö gefa einskonar fyrirheit um gullin tækifæri. Halldór Gunnarsson er sá áug- MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ ' Orbsending Orðsending frá Menntamálarábuneytinu varðandi iðnréttindi í símsmíbi. Þeir sem vilja afla sér iðnréttinda í símsmíði skulu sækja um þau til Menntamálarábuneytisins. Upplýsingar og umsóknareybublöð fást hjá: Menntamálarábuneytinu, sfmi 560 95 60, Félagi íslenskra símamanna, sími 563 65 61 og Félagi tæknifólks í rafiðnabi, sími 568 14 33 Lyfjaviðskipti Lyfjafræbingur eða starfsmabur meb viðskiptamenntun á há- skólastigi og reynslu af lyfjaviðskiptum óskast til starfa fyrir Sam- starfsráb sjúkrahúsa í Reykjavík. Ráðningartími er frá 1. maí nk. eða eftir samkomulagi. Starfssviðið er að samhæfa lyfjainnkaup og lyfjaframboð á sjúkrahúsunum svo og þjónustu sjúkrahúsapótekanna og fleira sem að lyfjamálum lýtur. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31 eða skrifstofu Borgarspítalans fyrir 19. apríl nk., merkt Samstarfsráð sjúkrahúsa. Upplýsingar veitir ritari Samstarfsráðsins í s. 5602330 (5601000). Verkakvennafélagib Framsókn Orlofshús sumarib 1994 Byrjað veröur mánudaginn 3. apríl að taka á móti umsóknum félagsmanna varöandi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum hafa forgang til um- sókna 3., 4. og 5. apríl 1995. Umsóknareyðublöö liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skip- holti 50 A alla daga. Ath: Ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flókalundi, 2 á Húsafelli, 1 í Svignaskarði, 1 á Kirkjubæjarklaustri og íbúð á Akureyri. Einnig er boðiö upp á dvöl á Einarsstöðum og lllugastöðum. Stjórnin Sjúkrahús Skagfirb- inga Saubárkróki Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa frá 1. júní. Um er ab ræba störf á sjúkradeild og öldrunardeildum. Upplýsinqar um laun og fleira veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-35270.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.