Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 9
Fimm flokkar berjast um nítján þingsæti Reykjavíkur Þingmenn Reykjavíkur eru nú átján a& tölu, en ver&a nítján eftir kosningarnar sem fram fara eftir viku, þar sem svo- nefndur „flakkari" hefur nú veri& kyrrsettur í Reykjavík. Var sú rá&stöfun tilraun til aö koma til móts vi& kröfur um jöfnun atkvæ&isréttar, en mi&- a& vi& þa& aö fjöldi kjósenda í Reykjavík, var um 40% allra sem kusu 1991, ættu þing- menn kjördæmisins a& vera 25 a& tölu. Fullvíst er að fimm núverandi þingmenn Reykvíkinga hverfa nú úr löggjafarsamkundunni. En þar sem nítjándi þingmaður- inn bætist við, munu ab minnsta kosti sex rrýlibar úr Reykjavík taka sæti á Alþingi eft- ir þessar kosningar, en frekari fjölgun á hvorn veginn sem er fer svo eftir því hvernig fylgi færist milli flokka. Ný framboö í Reykjavík eru þrjú aö þessu sinni, en voru sex a& tölu fyrir þingkosningarnar 1991. Ekkert þeirra komst ná- lægt því a& fá mann kjörinn, en af þeim þremur framboöum, sem komu fram að þessu sinni, er Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðar- dóttur einn líklegur til-aö setja strik í reikninginn. Af þeim fimmtán konum, sem nú eiga sæti á þingi, eru sjö úr Reykjavík og má telja ólíklegt ab þeim fjölgi í þessum kosning- um. Enda þótt tveir efstu menn á lista Þjóövaka séu konur, eru líkur á aö þingkonum Kvenna- listans, sem nú em þrjár úr Reykjavík, muni fækka og vegur það á móti þeim konum sem kynnu aö bætast viö frá Þjóð- vaka. En miðað viö óbreytt fylgi gömlu flokkanna yröi því engin breyting a& þessu leyti, nema helst hjá Sjálfstæbisflokknum þar sem frambjóðandi í níunda sæti er kona. Hvernig færist fylg- ið milli flokka í Reykjavík? Af þeim, sem stunda viöhorfs- mælingar aö jafnaöi, er almennt talib að mest sé að marka niður- stöður frá Félagsvísindastofnun. Samantekt úr þeim þremur könnunum, sem þar hafa farið fram í febrúar og mars, gefur til kynna að af þeim reykvísku kjósendum sem taka afstöðu, ætli 55% þeirra sem kusu Al- ’ þýðuflokkinn 1991 að kjósa hann nú, 70% þeirra sem kusu Framsóknarflokk virðast ætla að greiða honum atkvæði nú, 80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 75% þeirra sem kusu Alþýðu- bandalag, en rétt innan við 50% þeirra, sem kusu Kvennalistann, virðast ætla að kjósa þann flokk nú. Hafa ber í huga aö Reykvíking- ar í úrtaki Félagsvísindastofnun- ar um landið alit eru fámennari en svo að þessar tölur geti talist áreiðanleg vísbending, en þó kunna þær að gefa einhverja hugmynd um hvert stefnir. Þjóövaki Stóra spurningin í Reykjavík að þessu sinni er Þjóðvaki. En þegar litið er á tölur þeirra, sem hafa ákveðið hvað þeir ætla ab kjósa, kann það að koma á óvart að Jóhanna ætlar að höggva nokkurn veginn jafnt í rabir Kvennalista og Alþýðuflokks. 15% fylgis hennar kemur frá hvorum þessara flokka um sig, en 10% koma frá Framsókn og 5% frá Sjálfstæðisflokki. Þegar litið er á þessar þrennar niðurstöður Félagsvísindastofn- unar með tilliti til landsins alls, virðist Þjóbvaki hins vegar ætla að sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til allra flokka. Hvernlg helst gömlu flokkunum á fylgi? Niðurstöbur Félagsvísinda- stofnunar benda til þess að Fram- sóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi haldist þokka- lega á fylgi sínu. Aö þessu leyti hefur Sjálfstæðisflokkur foryst- una, en 82% allra kjósenda hans 1991 hyggjast greiða honum at- kvæði nú. Af kjósendum Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags ætla 77% að róa áfram á sömu mið, en annaö verður upp á teningnum hjá Alþýðuflokld og Kvennalista. 62% þeirra, sem síðast kusu Al- þýðuflokk, ætla að kjósa hann nú, en aðeins 44% kjósenda Kvennalistans ætla að halda tryggb við hann í þessum kosn- ingum. Aftur og enn skal undirstrikað að hér er um að ræba of lítið úr- tak til þess aö grundvalla megi ákveðnar kenningar á niður- stöðutölum úr þessum þremur skoðanakönnunum í febrúar og mars, og vert er til dæmis að benda á það að reynslan hefur yf- irleitt sýnt að Alþýöuflokkurinn er sterkastur á endasprettinum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftast nær fengið ívið minna fylgi í kosningum en skoðana- kannanir hafa gefið vísbendingar um. Enn á Félagsvísindastofnun eftir a& gera eina skoðanakönn- un fyrir kosningar og er búist við því ab niðurstöður hennar birtist í Morgunblaðinu er líða tekur á vikuna. Örframboö nota tækifæriö til aö aug- lýsa málstaö sinn Þótt ekki megi gera lítið úr nýj- ungum á vettvangi stjórnmál- anna, sýnir reynsla liðinna ára að fámenn samtök, sem bjóða fram, hafa ekki erindi sem erfibi, nema ef vera skyldi það að fá tækifæri til að auglýsa málstað sinn. Hag- kvæmari auglýsing en ab hljóta sess við hlið ráðamanna þjóbar- innar, í glampa sjónvarpslj- ósanna í hita kosningabaráttu, er vandfundin og hafa margir hóp- ar, sem sameinast um margvís- Iegustu málefni, nýtt sér hana. Aö þessu sinni bjóöa tvenn slík samtök fram í Reykjavík undir ábúbarmiklum nafngiftum, þ.e. Náttúrulagaflokkur Islands og Kristileg stjórnmálahreyfing. Engu skal spáð um gengi þeirra í þessum kosningum, en í síðustu kosningum vom slík framboð sex að tölu og fengu þau samtals 3.6% atkvæða og engan mann kjörinn. ■ Reykjavík 1983 % - 1987 % 1991 % Alþýðuflokkur 5.740 (10,8) 9.527 (16,0) 9.165 (14,8) Framsóknarflokkur 4.781 (9,4) 5.738 (9,6) 6.299 (10,1) Sjálfstæbisflokkur 21.807 (43,0) 17.333 (29,0) 28.731 (46,3) Alþýbubandalag 9.634 (19,0) 8.226 (13,8) 8.259 (13,3) Kvennalisti 4.248 (8,4) 8.353 (14,0) 7.444 (12,0) Abrir 4.815 (9,5) 10.505 07,6) 2.206 (3,6) Alls 50.755 59.682 62.104

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.