Tíminn - 11.04.1995, Síða 1

Tíminn - 11.04.1995, Síða 1
SIMI 5631600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Þriðjudagur 11. apríl 1995 70. tölublað 1995 Veibar krókabáta á banndegi: 18 trillukarl- ar kærðir Fiskistofa ætlar aö kæra skip- stjóra krókabáta sem héldu til veiba á steinbítslób úti fyrir Vest- fjörbum sl. föstudag, á banndegi. Auk þess ætlar stofnunin ab leggja til vib sjávarútvegsrábu- neyti ab þeir verbi sviptir veibi- leyfi. Þarna eiga í hlut skipstjórar níu smábáta frá Subureyri vib Súganda- fjörb, fimm frá Bolungarvík, þrír frá Flateyri og einn frá Bíldudal. Skipstjóramir 18 verba kærbir til refsinga fyrir brot á auglýsingu nr. 415/1994 um bann við veibum krókabáta á fiskveibiárinu 1994- 1995 og verbur farib meb málið að hætti opinberra mála. í tilkynningu frá Fiskistofu kem- ur m.a. fram ab í samræmi við stjórnsýslulög mun stofnunin gefa hverjum og einum skipstjóra kost á að tjá sig um önnur viburlög sem Fiskistofa telur ab varði meint brot þeirra. Þarna er annarsvegar um ab ræba álagningu gjalds vegna ólög- mæts sjávarafla sem fékkst sl. föstu- dag og hinsvegar veiðileyfissvipt- ingu sem Fiskistofa hyggSt leggja til við sjávarútvegsráðuneytib. ■ Stykkishólmur og Helga- fellssveit: Óvissa um sameiningu Mikil óvissa ríkir nú um sam- einingu Stykkishólms og Helgafellssveitar, eftir ab til- laga um sameiningu féll á jöfnu í kosningum sem fram fóru samhliba alþingiskosn- ingum um helgina. Tillagan féll á jöfnu í Helga- fellssveit, þar sem 25 greiddu at- kvæði meö sameiningunni og sami fjöldi á móti. Oddaatkvæöi var autt. Hins vegar var samein- ingin samþykkt meö 374 at- kvæöum gegn 289 í Stykkis- hólmi. Samkvæmt þessum niö- urstööum veröur nú aö kjósa á ný til bæjarstjórnar Stykkis- hólms og sveitarstjórnar Helga- fellssveitar. ■ Framsóknarmenn unnu mikinn kosningasigur á laugardag og mebal nýrra þingmanna flokksins er Isólfur Gylfi Pálmason af Suburlandi. Hann er Pálmadóttur, sem vann mikinn sigur í kjördæmi sínu, Vesturlandi, þar hún ernú 1. þingmabur. Systkinin brostu breitt á þingflokksfundi ígœr. Halldór Ásgrímsson, um stjórnarmyndunarvibrœöur Sjálfstœöisflokks og Alþýöuflokks: Ættu að geta ákvebið sig á nokkram dögum bróbir Ingibjargar Tímamynd C S Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins og sigurveg- ari í kosningunum á laugardag, segir ab ríkisstjórnin hljóti ab kveba upp úr meb þab á allra næstu dögum hvort núverandi stjórnarflokkar hyggjast starfa saman áfram eba ekki. Hann segir að í raun ættu þessir abilar aö geta ákveðið sig á næstu 2- 3 dögum. Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafa lýst því yfir ab þeir muni gefa sér góban tíma til að ræöa saman um mögu- leikana á stjómarsamstarfi en stjórnarflokkarnir héldu naumum meirihluta í kosningunum og hafa nú 32 þingmenn. Davíð fékk um- bob frá þingflokki sínum á fundi í gær til aö semja um stjórnarmynd- un og sagöi Davíð síðdegis að form- legar stjórnarmyndunarvibræöur við Alþýðuflokkinn hæfust aö af- loknum þingflokksfundi í dag. Aðr- ir flokkar bíða í raun átekta á meö- an, en þar sem stjórnin hélt meiri- hluta sínum hefur ekki komið til þess ab forsætisrábherra biðjist lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Óform- legar samræbur hafa þó farið fram milli aðila og hefur Halldór Ás- grímsson m.a. rætt málin við Jón Baldvin Hannibalsson, Ólaf Ragnar Grímsson og fulltrúa Kvennalista. Margir möguleikar eru fræðilega á stjórnarmyndun en áberandi er í umræðunni sú hugmynd að nái nú- verandi stjórnarflokkar saman verði Kvennalistinn fenginn til liðs við stjórnina til ab styrkja hana. Framsóknarflokkurinn gerir hins vegar mjög ákveðna kröfu til að koma að stjórnarmyndunarviðræð- um þar sem flokkurinn bætti miklu fylgi viö sig í kosningum, einn flokka, og sé hinn eiginlegi sigur- vegari. Sjá bls. 2, 3, 4, 6, 7 og 9 Sala varnarliöseigna lögö niöur og endurvakin meö nýju nafni og fleiri verkefnum: Umsýslustofnun vamar- mála sett á laggimar Utanríkisrábuneytib hefur ákvebib ab samningar um kaup varnarlibsins á vöru og þjón- ustu verbi gefnir frjálsir, þannig ab öllum áhugasömum gefist kostur á ab taka taka þátt í út- boðum. Þrátt fyrir þaö veröur m.a. tekiö tillit til þess hvort fyrirtækin séu reiðubúin til aö láta íbúa á Suður- nesjum njóta forgangs af þeim störfum sem skapast meö samn- ingunum. Ströng skilyrði verða líka sett um eiginfjárstöðu og starfsreynslu fyrirtækja sem keppa um þessi viðskipti. Utanríkisráöu- neytiö hefur sömuleiðis ákvebið að auka hlutverk Sölu varnarliös- eigna, með því aö leggja hana niö- ur í núverandi mynd og stofna í staðinn Umsýslustofnun vamar- mála. Umsýslustofnun varnar- mála veröur flutt til Suðurnesja. Auk þess ab taka viö hlutverki Sölu vamarliðseigna á Umsýslu- stofnun ab sinna hlutverki inn- kaupastofnunar vegna kaupa vamarliösins á aðföngum og enn fremur að hafa umsjón meö for- vali verktaka fyrir Mannvirkjasjóö NATO. Ekki er gert ráð fyrir að breyting þurfi aö verða á heildar- starfsmannafjölda Sölu varnar- liðseigna vegna þessarar breyting- ar, segir í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins. ■ Tceplega 1700 útstrikanir á menntamálaráö- herrann og 700 á Cuömund Árna: Útstrikanir á Reykjanesi Lítið hefur verib um útstrik- anir í þingkosningunum, nema þá helst í Reykjaneskjör- dæmi. Þar voru tæplega sautj- án hundrub útstrikanir á lista Sjálfstæbisflokks, nær allar á efsta mann listans, Ólaf G. Ein- arsson menntamálarábherra, og rúmlega sjö hundmb á lista Alþýbuflokks, nær eingöngu á Gubmund Árna Stefánsson, annan mann á listanum og fyrrverandi félagsmálaráb- herra. Formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, Jón G. Tómasson rík- islögmaður, lítur svo á að nánast ekkert sé ab segja um útstrikanir á framboðslistum, enda hafi þær hvorki verið meiri né minni en vant er. „Allar breytingar eru settar inn í sérstakt tölvupró- gramm sem er keyrt út í Reikni- stofnun Háskólans. Ég fæ niður- stöburnar á morgun," segir Jón G. Tómasson. Um útstrikanir á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmunum var nánast ekki að ræba, en nokkuð var um útstrikanir á Suöurlandi, einkum á lista Sjálfstæöisflokks. Þar var Árni Johnsen strikaður út á 87 seðlum og Þorsteinn Pálsson á 55 seblum, en á lista Framsókn- arflokksins var Guðni Ágústsson strikabur út á 40 seðlum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.