Tíminn - 11.04.1995, Page 9
Þriðjudagur 11. apríl 1995
TSp' VWr^fVPf
Ögmundur Jónasson alþingismaöur:
Samstjórn félagshyggju meb krötum
„Eg er því mjög eindregið fylgj-
andi að mynduð veröi sam-
stjórn þeirra flokka sem kenna
sig við félagshyggju og að því
máli þarf Alþýðuflokkurinn aö
Kosningar í sameinubu
sveitarfélagi á Suöurnesjum:
Nafnamálið í
lausu lofti
Samhliða alþingiskosningum í
sameinubu sveitarfélagi Kefla-
víkur, Hafna og Njarðvíkur, var
kosib um nafn á sveitarfélaginu.
Kosið var um nöfnin Reykjanes-
bær og Suðurnesjabær. AIls kusu
rúmlega fimm þúsund í kosning-
um um nöfnin, en þar af voru að-
eins 1.514 gild og voru því 3.385
atkvæbi ógild. Um 7% atkvæba-
seðla voru auðir.
Á flesta seðla sem ógildir voru
var ritað nafn Keflavíkur, eba Kefla-
vík- Njarðvík, en ef aðeins eru tek-
in gild atkvæði, þá fékk nafnib
Reykjanesbær 55% atkvæöa og
Suðurnesjabær 45%.
Segja má í framhaldinu að
nafnamálið sé í lausu lofti. Ljóst er
að meirihluti kjósenda er óánægö-
ur með bæði nöfnin sem í boöi
voru og mun bæjarstjórn samein-
aðs sveitarfélags nú skoða málið. ■
Skák:
Heimsmeistarar
safna 2,5 millj.
Með áheitum vegna blindskáka-
reinvígis heimsmeistaranna Garrys
Kasparovs og Helga Áss Grétarsson-
ar, hafa safnast um 2,5 milljónir
króna, en einvígið verbur sýnt í
Ríkissjónvarpinu á annan í pásk-
um.
í einvíginu tefla þeir báðir án
þess ab hafa taflmenn og borð við
höndina. Einvígib var tekið upp
þegar Kasparov var hér á landi á
dögunum og hefur mikil leynd
hvílt yfir úrslitum þess. Þetta hefur
hvorugur þeirra gert fyrr og er því
um heimsviðburð að ræða.
Ríkissjónvarpib og skákmennirnir
tveir gerðu einvígi þetta að nokk-
urs konar góðgerðarleik og veittu
þessir abilar Námssjóði blindra
góbfúslegt leyfi til að afla styrkja í
tilefni einvígisins. Viötökurnar
voru mjög góðar og með þessu
tvöfaldast námssjóöurinn í einu
vetfangi, en hann styrkir blinda
og sjónskerta námsmenn fjár-
hagslega. ■
Skýrsla um samfélag, bók
Tómasar Cmnarssonar, sr um
layndarbróf Hjsstaróttsr, mslnt
lögbrot aóstu ambmttlsmanna
og þógn ksrflslns. Verð kr. 1.980.
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
FJÖLDI
VINNINGAR VINNINGSHAFA
1.-
2.\
3..
4. 3al5
117
3.271
UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGSHAFA
2.010.590
55.370
4.890
400
Helldarvinnlngsupphæð:
4.223.340
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
koma," segir Ögmundur Jónas-
son, nýkjörinn þingmaður AB
og óháðra í Reykjavík.
Hann segist hafa vænst þess að
ríkisstjórninni hefðu verið gefin
afdráttarlausari skilaboö, en raun
varð á í niburstöðum alþingis-
kosningana. Hinsvegar sé ljóst að
ríkisstjórnin tapaði töluverðu
fylgi og m.a. tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn 4% atkvæða í Reykja-
vík undir forystu Davíðs Odds-
sonar. Aftur á móti sé ómögulegt
að spá í hvab gerist í framhaldinu
og eins víst að stjórnarflokkarnir
viti þab ekki einu sinni sjálfir.
Ögmundur segist ekki hafa haft
mikla trú á ríkisstjórn síðastá
kjörtímabils og finnst það því
ekki sniðugt að lappað verði upp
á ríkisstjórn sömu flokka. Hann
segir að vegna verka ríkisstjórnar-
innar á síðasta kjörtímabili muni
blasa við nýju þingliði óþrjótandi
verkefni við margvíslegt endur-
reisnar- og uppbyggingarstarf.
Ögmundur jónasson.
Tilkynning til handhafa Debetkorta
frá Landsbanka íslands *
Að höíðu samráði við Samkeppnisstofnun og Neytendasamtökin hafa verið gerðar nokkrar breytingar á
viðskiptaskilmálum vegna Debetkorta. Til að gefa sem gleggsta mynd af því í hverju breytingarnar eru fólgnar, birtast
hér að neðan þær greinar, sem taka efnislegum breytingum þann 25. apríl nk. og til samanburðar eldri skilmálar.
Sérstök athygli er vakin á ákvæðum greinar 14.1.
ELDRI SKILMÁLAR - útg. í desember 1993
NYIR SKILMALAR - taka gildi 25. apríi 1995
A.
ALMENNT UM DEBETKORT
A.
ALMENNT UM DEBETKORT
6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða
vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10. gr. 2. mgr.
6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bönkum og sparisjóðum, sem
verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða
ieyninúmers þess.
7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður
vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls,
verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna,
rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða
öðrum boðleiðum eða samgöngum. Tjón, sem gæti orðið af öðrum
ástæðum, bætist ekki af útgefanda hafi hann sýnt eðlilega aðgæslu.
7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði,
sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað.
9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki
MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. Af erlendum
viðskiptum og úttekt reiðufjár erlendis reiknast þjónustugjald, skv.
gjaldskrá.
10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl.
krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess |
uppgötvast og er tilkynnt skv. 1. tölulið.
10.3. Sérstök athygli er vakin á aö korthafi ber fulla ábyrgð á úttektum
með glötuðu korti, sé tilkynningaskyldu ekki fullnægt strax og hvarf þess
uppgötvast.
11.2. Við útgáfu korts greiðir korthafi sérstakt stofngjald auk venjulegs ]
árgjalds.
11.3. Banka/sparisjóði er heimilt að færa korthafa til gjalda a
viðskiptareikningi hans mánaðarleg færslugjöld fyrir notkun kortsins,
kostnaö vegna reikningsyfirlita, kostnað vegna endurnýjunar korts,
árgjöld á 12 mánaða fresti og gjald vegna útvegunar afrits af sölunótu.j
allt samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.
6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða
vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10.2. og 13.1. og 13.2.
6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bankanum, sem verður vegna
vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða leyninúmers þess,
sbr. 10.2.
7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður
vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls,
verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna,
rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða
öðrum boðleiðum eða samgöngum.
7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekkí ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði,
sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað sem greiðslu
hjá söluaðila eða í sjálfsafgreiðslutæki, né öðrum skaða, sem leitt getur
þar af, sbr. þó 13.1. og 13.2.
9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar' sem merki
MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi.
10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl.
krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess
er tilkynnt. Þetta á ekki við ef um stórfellt gáleysi eða svik af hálfu
korthafa hefur verið að ræða. Tilkynningaskyldu ber að fullnægja svo
fljótt sem verða má eftir að hvarf korts uppgötvast.
14.1. Bankar/sparisjóðir áskilja sér rétt til að breyta notkunarreglum
þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar auglýstar. Ef Debetkortið
er notað eftir að breytingar hafa verið auglýstar, skoðast það sem
samþykki korthafa á þeim. Að öðrum kosti skal notkun kortsins hætt og
það tilkynnt bankanum/sparisjóðnum. Ef engin slík tilkynning berst innan
fjórtán daga frá auglýstri breytingu, skoðast hún samþykkt af korthafa.
11.2. Bankanum er heimilt að færa korthafa til gjalda á
viðskiptareikningi hans gjöld skv. gjaldskrá, sbr. grein 11.1.
13.1. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir skaða vegna tæknilegrar
bilunar í hraðbanka eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, þá ber bankanum
fyrir hönd viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila að færa fram fullgild rök
fyrir því að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd viöskipti fóru fram,
en er ella ábyrgur fyrir tjóninu.
13.2. Ábyrgð bankans takmarkast við beint fjárhagslegt tjón korthafa, en
nær ekki til annars skaða eða óþæginda, sem leitt geta af bilun
sjálfsafgreiðslubúnaðar. Bankinn ábyrgist ekki tjón þegar tæknibilun á að
vera korthafa Ijós, svo sem þegar skilaboð þess efnis koma fram á
tölvuskjá.
14.1. Bankinn áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og
skilmálum, enda séu þær breytingar tilkynntar korthafa með minnst 15
daga fyrirvara. í tilkynningu um breytta skilmála skal vakln athygli á
því í hverju breytingarnar felist og á rétti korthafa til að segja
samningi upp. Noti korthafi kort sitt eftlr að breyttir skilmálar hafa
tekið gildi, telst hann samþykkur breytingunni.
B.
DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT
B.
DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT
5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess
viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá
banka/sparisjóði með umsömdu millibili. Á yfirlitinu kemur fram nafn
seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef
um erlend viðskipti er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins.
Ef korthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að
tilkynna það banka/sparisjóði sínum innan 20 daga frá móttöku þess.
5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess
viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá bankanum
með umsömdu millibili. Á yfirlitinu kemur fram nafn seljanda, þar sem
kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti
er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur
athugasemdir 'við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna það
bankanum innan 20 daga frá móttöku þess. í vafatilvikum hvílir
sönnunarbyrðin á kortaútgefanda.
Reglur og skilmálar um Debetkort liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum bankans.
L
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
■HMMHBHS98BKIQP8M9SS5SHS9BHÍ
PA/SÍA