Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 2
2 Wtmitm Miövikudagur 19. apríl 1995 Vibeyjarstjórnin er failin, starfsstjórn heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn veröur mynduö. Davíö Oddsson í gœr: Eðlilegt að leitað sé til Framsóknarflokks Ríkisstjórnin sem kennd hef- ur verib viö Vi&ey hefur feng- ið lausn forseta íslands frá störfum aö ósk Davíðs Odds- sonar forsætisráöherra. Viö blasir ríkisstjórn Sjálfstæöis- flokks og Framsóknarflokks. Flokkarnir ræddu í gærdag nýja stööu sem upp er komin, hvor í sínum hópi, og ljóst er aö framundan eru viöræður flokkanna um samstarf næstu fjögur árin, sem og um niöur- rööun ráðherraembætta. Fyrst mun forseti íslands veita um- boö til stjórnarmyndunarviö- ræöna. Hvor þaö fær, Davíö Oddsson eöa Halldór Ásgríms- son, var ekki vitaö í gærdag. Formlegar viöræöur flokk- anna hefjast ekki fyrr en eftir að ákvöröun forsetans liggur fyrir. Við lýði þessa stundina og fram aö stofnun nýrrar ríkis- stjórnar er starfsstjórn Davíðs með óljóst umboð til starfa. Skeytin ganga milli samstarfs- flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um meinta svik- semi í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Davíð Oddsson sagði í gær- morgun þegar hann kom af fundi með forseta íslands að hann sæi ekki fært ab ganga til stjórnarsamstarfs „án vara- dekkja". Hann telur að eins at- kvæbis meirihluti flokka Vibeyj- arstjórnarinnar dugi engan veg- inn. Þau fjögur „varadekk" sem þeir flokkar höfðu á síðasta kjör- tímabili hafi oft og einatt naumlega gagnast stjórninni á vegferð sinni. En ýmislegt hefur fariö í taugar forsætisráöherrans í samstarfi með krötum. „í síðustu kosningum kaus Al- þýbuflokkurinn að leggja höf- ubáherslu á nokkra þætti sem hægt er að draga upp sem ágreiningsmál við Sjálfstæöis- flokkinn. Eins og Evrópusam- bandsmál, GATT- og landbún- aðarmál, og sjávarútvegsmál. Frá blabamannafundi Davíbs Oddssonar í gœr. Auðvitað var það ekki trúverð- vissulega ugt fyrir ríkisstjórnina aö Al- þýðuflokkurinn skyldi kjósa að gera það að höfuðágreinings- málum sínum í íslenskum stjórnmálum að fjalla um þau mál sem hann taldi helst verða erfiöust fyrir samstarfsflokk- inn," sagði Davíð Oddsson í gærmorgun. Hann sagði það hafa veriö óskynsamlegt af Al- þýðuflokknum að halda því fram við kjósendur að sam- starfsflokkurinn ætlaði meðal annars að leggja á ofurtolla á landbúnaðarafurðir. Sagði Dav- íð að Alþýöuflokkurinn hefði reynt með þessum málflutningi sínum að teygja sig inn í raðir kjósenda Sjálfstæðisflokksins eftir auknu fylgi. Davíð sagbi að Alþýðuflokk- urinn hefði tapað í kosningun- um. Þrír menn fóru fyrir borð, 30% af þingfylginu. Þab hefbi áhrif á raunhæft áframhaldandi stjórnarsam- starf. Það samstarf væri í raun útilokað. Tímamynd CS „Ég tel álitlegast við núver- andi aðstæður að eiga samstarf við Framsóknarflokkinn," sagði Davíð. „Það verður vart við það búandi að hafa svo nauman meirihluta," sagði Davíð Odds- son. „32 þingmenn, þar sem hver og einn einasti þingmaður eftir sinni sérstöðu og sérvisku getur skotið niður hvað sem er, er ávísun á mjög lítið breytt ástand," sagði Davíð Oddsson. Hann sagðist telja að Framsókn- arflokkurinn hefði farib fram í kosningabaráttu af töluverðri ábyrgð, ekki síst af stjórnarand- stöðuflokki að vera. Davíð sagði aö eölilegt heföi verið að leita til formanns stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins og þess flokks sem vann mest á í kosningunum. „Við getum ekki gefið kosningum og kjósendum langt nef," sagbi Davíð. Davíð sagði ab innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins væri .samstaða um að hann hefbi frjálsar hendur við að kanna stjórnarmyndun og niðurstað- an sem hann kæmist að fengi fullan stuðning 25 manna þing- flokks síns. Davíð Oddsson tal- aði í gær um möguleika á nýrri ríkisstjórn í næstu viku eða á næstu vikum. Séra Cunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi alþingismaöur Alþýöu- flokksins, segir flokknum hollt aö sitja hjá um sinn: Nú á a 5 vinna að stofnun stórs jafnaðarmannafiokks „Davíö hugsar fyrst og fremst um þaö aö vera ráöherra og hefur ekki mörg önnur pólitísk markmiö en aö vera viö völd," sagöi séra Gunnlaugur Stefáns- son í Heydölum, fyrrverandi þingmaöur krata, í samtali viö Tímann í gær. Hann sagöist BOGG! EG VOA/A 3/1 R/1 /1£> HUtV F/1R! Js?/=A/ VJRLEO/) Ú 6/A/G/NU OG />Ú GERÐJR, M/Ur/ M/NN / halda áfram afskiptum af stjórnmálum þótt hann sæti ekki á Alþingi. Gunnlaugur sagði að ný ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks yrði tilneydd að ræba Evrópumálin og ýmis óþægileg mál á kjörtímabilinu. Gunnlaugur sagðist sjá þann kost fyrir Alþýbuflokkinn ab sitja utan ríkisstjórnar að nú gæfist kostur á að stokka upp hjá flokknum, endurskoða stöðuna og taka forystu um að sameina jafnaðarmenn í einum flokki á kjörtímabilinu, Alþýðuflokk, Al- þýbubandaiag og Þjóðvaka. Það yröi stærsta verkefni flokksins fyrir utan að taka þátt í stjórnar- andstööu. Ekki taldi Gunnlaugur ab þetta þýddi ab formaður Alþýðu- flokksins ætti að víkja. „Þetta er ekki spurning um persónur og einstaklinga, heldur pólitískan vilja í þessum þrem flokkum að stilla saman strengi. Ég held að Jón geti tekið forystuna í þessu eins og hver annar," sagði Gunn- laugur. „Reynslan af ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur verið afar slæm fyrir þjóð- ina. Þetta hafa verið meðal verstu ríkisstjórna sem komið hafa. Þótt þetta sé kannski í sam- ræmi við niðurstöðu kosning- anna þá er þetta nú ekki óska- stjóm mjög margra, og allra síst mín," sagði GUnnlaugur Stefáns- son. Cunnlaugur Stefánsson. Séra Gunnlaugur taldi að Hall- dór Ásgrímsson hefði átt ab reyna til þrautar að mynda vinstri stjórn. Hann hefði verið sama sinnis vorib 1991, þá hefði átt að reyna vinstri stjórn. „Ég harma að þetta var ekki reynt núna vegna þess að slík stjórn hefði haft ríflegan meiri- hluta. Það er ábyrgðarhluti af Halldóri Ásgrímssyni ab reyna það ekki en hlaupa upp í fangið á íhaldinu við fyrsta hanagal, ekki síst þar sem hann var búinn að lofa því að hann vildi stjórn með öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Þarna er ekki af heilindum staðið gagnvart kjósendum Framsókn- arflokksins," var mat séra Gunn- laugs Stefánssonar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.