Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 19. apríl 1995 11 Jakobína Gubrún Annasdóttir Fædd 22. ágúst 1919 Dáin 25. mars 1995 Jakobína Guörún Annasdóttir var fædd 22. ágúst 1919 að Hindisvík á Vatnsnesi. Foreldrar hennar voru Helga Jakobsdóttir, f. 1893, d. 1959, og Annas Sveinsson, fæddur 1884, d. 1935. Helga var ættuð úr Breiða- fjarðareyjum, en Annas var frá Kirkjubóli í Staðardal í Stranda- sýslu. Jakobína var ein af níu börnum þeirra hjóna og eru nú aðeins þrjú eftir á lífi: Jóna sem býr á Hvammstanga, Magnús bóndi á Tjörn á Vatnsnesi, og Sigurður til heimilis ab Ósum á Vatnsnesi. Jakobína andaðist að heimili sínu 25. mars sl. Æskuheimili Jakobínu var að Engjabrekku, litlu býli innst í Þorgrímsstaðadal á Vatnsnesi. Sá bær er nú fyrir löngu kominn í eyði. Þangað fluttu foreldrar hennar árið 1923, en höfðu áð- ur búið á nokkrum bæjum yst á Vatnsnesi. í Engjabrekku bjuggu þau þar til Annas lést ár- t MINNING ið 1935. Helga reyndi að halda heimilinu saman og bjó enn eitt ár í Engjabrekku með börnum sínum. En það var henni að sjálfsögðu ofraun við þær ab- stæður sem þá voru. Eftir það fóru eldri systkinin að vinna fyrir sér á ýmsum heimilum, en þau yngstu fylgdu móður sinni þangað sem hún vann fyrir sér. Elsti bróðir Jakobínu lést aðeins 12 ára gamall. Það varð henni mikið áfall. Einnig varð henni sár föðurmissirinn og segir það nokkuð um samband þeirra feðgina, að alla ævi geymdi hún sem dýrgripi þrjú lítil jólakerti, síðustu gjöfina frá honum. Þegar Jakobína var 17 ára gömul réðst hún í vist ab Hegg- stöðum við Miðfjörð til hjón- anna Sigurjónu Guðmannsdótt- ur og Jóns P. Leví. Þar átti hún heimili fram um 1950 og vann af trúmennsku öll verk sem henni voru falin. Frá Heggstöð- um lá leið hennar til Reykjavík- ur. Nokkuð lengi vann hún á Farsóttahúsi Reykjavíkur undir stjórn Maríu Maack, sem hún mat mikils. Einnig vann hún á heimili Sigurðar Ólafssonar hæstaréttarlögmanns og konu hans Unnar Kolbeinsdóttur. En alltaf þegar voraði þráði hún að komast í sveitina og þá var sjálf- sagt að drífa sig norður ab Hegg- stöðum og vinna þar sumar- langt. Á árunum upp úr 1960 kynnt- ist hún eftirlifandi manni sín- um, Kristni Jónssyni frá Sv.al- barði á Vatnsnesi. Hann hafði, þegar hér var komið sögu, veriö í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Þau gengu í hjónaband 24. september 1966 og stofnuðu heimili ab Hrísateig 11. Kristinn vann lengst af hjá SÍS og líka í byggingavinnu, en hún við heimilisþjónustu. í Reykjavík leið þeim á marg- an hátt vel, en þráðu þó alltaf sveitina sína fyrir norðan. Árið 1974 kom tækifærið, þá keyptu þau býlið Laufás við Hvamms- tanga. Þar settu þau upp dálítið fjárbú. Þau höfðu bæði yndi af skepnum og umgengust öll dýr með mikilli nærgætni og hlýju. í öllu voru þau samhent. Það var mikið gæfuspor þegar Krist- inn eignaðist þessa konu. Hann hafbi ungur að árum orðið fyrir þeirri erfiðu reynslu að missa fyrri konu sína, Halldóru Bjarnadóttur, frá nýfæddri dótt- ur þeirra. Þau höfðu aðeins átt samleið um fárra ára skeið. Jakobína var fædd svo snemma á þessari öld, að hún kynntist vel fátæktinni á íslandi þegar eiginlega ekkert var til á heimUum nema allra nauðsyn- legustu hlutir og þótti gott ef hægt var að hafa til hnífs og skeiðar. Þegar hún kom sjálf út á vinnumarkaðinn var hún mjög heppin meb vinnuveit- endur, en hún kynntist því samt hvernig verkafólk varð stundum að sæta afarkostum hjá peim sem völdin og pening- ana höfðu. Áreiðanlega hefur þetta mótað Jakobínu mikiö. Ung að árum átti hún sér þann draum að veröa fremur veitandi en þiggjandi. Verða sjálfstæð manneskja. Þessi draumur hennar rættist. Engum, sem kom á heimili hennar, duldis að henni var eiginlegt að greiða fyrir öðrum og veita af rausn. Hjá þeim dvöldu oft börn eða unglingar til hjálpar við störfin og mynduðust hlý tengsl við þessi ungmenni. Hljóðlát vann hún verk sín af einstakri na"ni og samviskusemi. Var hlý í við- móti og góð bæði mönnum og málleysingjum. Elsku pabbi, guð styrki þig og blessi á þessum erfibu tímum. Fylgi henni fararheill til nýrra heimkynna. Gub blessi minn- ingu góðrar konu. Halldóra og Ólafur frá Ánastöðum Eyþór Fæddur 19. apríl 1964 Dáinn 17. mars 1995 Nú hefur Eyþór frændi kvatt þennan heim og vib treystum því ab hann sé nú í góðu yfir- læti hjá afa Jónsa. Þegar Eyþór yfirgefur okkur skyndilega, rifj- ar maður upp atburði og stund- ir tengdar Eyþóri sem verba fal- legri og innilegri en maður gerði sér nokkurn tímann grein fyrir. Og þó það geti verib erfitt að eiga svona barn, fylgja því gjafir sem ekki er alltaf auðvelt ab koma auga á. Ókkur frænd- systkinin úr Keflavík langar ab minnast Eyþórs með nokkrum orðum. Eyþór var í sveitinni þar sem við systkinin dvöldum á sumrin og hjálpuðum til við bústörfin. Þó Eyþór hafi oft verið fyrirferð- armikill og stöðugt hafi þurft að fylgjast með honum, sat hann Einarsson t MINNING oft löngum stundum á gólfinu og lét hökuna hvíla á öbru hnénu og spilaði kúluspil eða púslaði. Hann safnabi skrúfjárn- um og passaði þau vel undir koddanum sínum í rúminu. Ey- þór vildi drekka kaffi eins og aðrir á heimilinu og var þá mjólkin hans lituð eilítið með nokkrum dropum af kaffi og varð hann yfir sig ánægður meb þab. Eitt af því skemmtilegra sem Eyþór gerði, var ab fara í bíltúr, eins og öllum litlum strákum finnst reyndar spenn- andi. Sat hann alltaf fram í og veifaöi öllum bílum sem við mættum. Ef hann var skilinn eftir einn í bílnum, var hann ekki lengi að læsa öllum hurð- um svo enginn næði honum út. Eyþór fór reglulega meb okkur út í fjárhús að ná í eggin og þó svo að hann þyrfti alltaf að fá að halda á tveimur eggjum, man ég aldrei til þess að hann hafi brot- ið eggin á leið heim. Þegar fjósa- tími var hékk Eyþór iðulega í loftrörunum fyrir mjaltakerfið og rólaði sér á slíkum hraða ab maður beið eftir að hann missti takib og kastaðist langar leiðir, en ég minnist ekki að það hafi nokkurn tímann gerst. Hend- urnar á honum virtust hreinlega læstar utan um rörið. Fullorðnir geta mikib lært af börnum varðandi einlægni, hreinskilni og nægjusemi. Ey- þór var barn í rúm þrjátíu ár og benti manni gjarnan á heimtu- frekjuna og ósanngirnina í sjálf- um manni. Man ég (Guðbrand- ur) einu sinni ab ég var að grenja og svekkja mig á því að ég mátti ekki keyra dráttarvél- arnar,.og varð mér þá hugsað til þess ab Eyþór keyrði þær aldrei og myndi sennilega aldrei gera, þrátt fyrir að vera eldri en ég. Skammaðist ég mín þá rækilega fyrir að vera að vola yfir svo litlu sem þessu. Sú fylling og gjafir, sem börn og fullorðnir færa öðr- um meðan þeirra nýtur við, verða fólki oft ekki ljósar fyrr en maður missir það sem maður áður átti. Eyþór hafði greinilega mikil áhrif á líf okkar systkina og gaf okkur gjafir eins og hin- um, og eigum við örugglega enn eftir að uppgötva einhverjar þeirra. Sú þolinmæði, sem þurfti vib stanslaust eftirlit og umönnun á Eyþóri, er ekki hverjum manni gefin. Eyþór var heppinn ab því leyti að í fjöl- skyldu hans var og er til, að því er virðist endalaus þolinmæði og kærleikur. Eydís, Einar, Hrönn, Kristján, Jónsi og Baddi, ykkur mun verða launað ríku- lega fyrir ykkar endalausu um- hyggju, og það með meiri han ■ ingju og kærleik en til er hér á meðal okkar. Elsku Eyþór, bless- uð sé minning þín. Kveðja frá pabba og mömmu. Guðbrandur, Matti og Friðrika Styrkir úr Menningarsjóði Úthlutað hefur verið úr Menn- ingarsjóði fyrir árið 1995. Aug- lýst var eftir umsóknum og bár- ust sjóðnum samtals 95 um- sóknir að fjárhæð rúmar 90 milljónir króna. Stjórn Menn- ingarsjóðs samþykkti sam- hljóða að veita 33 styrki, sam- tals að upphæð kr. 9.850.000, til eftirtalinna verkefna: Helgi Haraldsson: Rússnesk- íslensk orðabók, 1.000.000. Glímusamband íslands: Glímusaga íslands eftir Þorstein Einarsson, 800.000. Safnastofnun Austurlands: Húsasaga Seyðisfjarðar 1870- 1940 eftir Þóru Guðmundsdótt- ur, 500.000. Bóka- og blaðaútgáfan sf.: ís- lenskar þjóðsögur I: 1. bindi, Álfar og tröll. Ritstjóri Ólína Þorvarðardóttir. 500.000. Hið íslenska bókmenntafélag: Siðfræbi Nikomakkosar eftir Ar- istóteles í þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar, 500.000. Mál og menning: Vídalíns- postilla. Formáli eftir Gunnar Kristjánsson, greinargerb eftir Mörb Árnason, 500.000. Einar Pálsson: Kristnitakan og kirkja Péturs í Skálholti eftir Einar Pálsson, 500.000. Hart í bak, útgáfa: Leikrit Jök- uls Jakobssonar I-II í ritstjórn Jóns Viðars Jónssonar, 500.000. Þórdís Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir: Kerfisbund- in efnisorbaskrá fyrir bókasöfn, 300.000. Gagnasmiðja Kennaraháskóla íslands: Könnum saman lóð og mó — fræðsluefni til margmiðl- unar ætlað börnum, 300.000. Almenna bókafélagið: Ritsafn Sigurbar Nordals 4. hluti — samhengi og samtíð, 300.000. Hjálpræðisherinn á íslandi: Hjálpræbisherinn á íslandi í hundrað ár eftir dr. Pétur Pét- ursson, 300.000. Vaka-Helgafell hf.: íslenskir fuglar eftir Ævar Örn Petersen og Jón Baldur Hlíðberg, 300.000. Þjóðminjasafn íslands: Leir- ker fundin í jörðu á íslandi eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, 300.000. Almenna bókafélagið: íslensk- ar tilvitnanir í ritstjórn Hannes- ar H. Gissurarsonar — viðbótar- styrkur, 250.000. Vaka-Helgafell hf.: „Eldstöðv- ar íslands" eftir Ara Trausta Guðmundsson, 250.000. Bókmenntafræðistofnun H.Í.: íslenskur heimildaskáldskapur eftir Magnús Hauksson, 200.000. Mál og menning: Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson, 200.000. Margrét Margeirsdóttir: Fötl- un og samfélag eftir Margréti Margeirsdóttur, 200.000. Sögufélag: Sýslu- og sóknalýs- ingar Skaftafellssýslu 1839- 1843, 200.000. Garðar Guðmundsson: Rita- skrá um íslenska fornleifafræði í ritstjórn Garðars Guðmunds- sonar, 200.000. Hvítabandið: „Saga Hvíta- bandsins 1895-1995" eftir Margréti Guðmundsdóttur, 200.000. Iðnú, bókaútgáfa: Tækniorða- safn fyrir bíl- og málmiðngrein- ar eftir Sigfús Sigurðsson, 200.000. Vaka-Helgafell hf.: Saga ís- lands og íslendinga eftir Einar Laxness, viðbótarstyrkur, 200.000. Vaka-Helgafell hf.: Ljóbasafn Davíðs Stefánssonar, 200.000. Skerpla: Fátækt fólk, þriggja bóka safnrit eftir Tryggva Emils- son, 200.000. Arngrímur Jónsson: Hátterni í kirkjusiðum eftir Arngrím Jóns- son, 150.000. Jón Ögmundur Þormóðsson: Fegursta kirkjan á íslandi, 100.000. Marteinn H. Friðriksson: Söngvasafn Dómkirkjunnar, 100.000. Setberg, bókaútgáfa: Vegsemd þess og vandi að vera íslending- ur eftir Gylfa Þ. Gíslason, 100.000. Hið ísl. þjóbvinafélag: And- vari 1995, 100.000. Bandalag íslenskra skáta: Handbók flokksforingjans eftir Kristínu Bjarnadóttur, 100.000. Háskólaútgáfan: Also sprach Zarathustra eftir Nietzsche í þýðingu Jóns Árna Jónssonar, 100.000. Skv. 2. mgr. 1. gr. reglugerðar um Menningarsjóö nr. 707/1994 getur sjóðstjórn átt frumkvæði ab einstaka úthlut- unum. Bókaútgáfa Leifs Eiríks- sonar vinnur að heildarútgáfu íslendingasagna á ensku, „Sagas of Icelanders". Um er að ræða viðamikla útgáfu, sem hlýtur meðmæli margra málsmetandi einstaklinga og stofnana á sviði íslenskra bókmennta. Stjórn Menningarsjóbs samþykkti áð veita Bókaútgáfu Leifs Eiríks- sonar styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. um 'leið og hún fagnar því framtaki ab kynna ís- lenskar fornbókmenntir erlend- is. Menningarsjóður var stofnað- ur með lögum frá Alþingi nr. 79/1993 og féllu þá úr gildi lög nr. 50/1957 um menningarsjóð og menntamálaráð. Hlutverk Menningarsjóbs er að veita fjárhagslegan stubning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu sem veröa megi til efling- ar íslenskri menningu. Stjórn Menningarsjóðs skipa þær Bessí Jóhannsdóttir sagn- fræðingur, formaður, Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri og Hlín Daníelsdóttir fulltrúi. ■ •Q cÁtít ItoLtC Lamui vctn ! yUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.