Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 3
Miövikudagur 19. apríl 1995 3 Ólafur Ragnar Crímsson gekk af fundi meb stjórnar- andstöbu og Jóni Baldvin í gœr: Sakar Halldór um aö ganga á gefin loforö Ólafur Ragnar Grímsson, for- mabur Alþýöubandalags, gekk af fundi meö Jóni Bald- vini Hannibalssyni, Kristínu Ástgeirsdóttur og Halldóri Ás- grímssyni eftir aö Halldór hafnaöi því aö hafa forgöngu aö mynda stjórn þessara flokka. Hann sakar Halldór um aö svíkja kosningaloforö, en Halldór segir afur á móti framkomu Ólafs Ragnars fyrir og eftir kosningar algert eins- dæmi. Atburöarás undanfarinna daga staöfesta að ákveðinn trúnaðarbrestur hefur orðiö milli Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar segist furðu lostinn á framgöngu Halldórs Ásgríms- sonar, í ljósi þess aö hann hafi fyrir kosningar gefið út yfirlýs- ingu um að hann hygðist reyna myndun ríkisstjórnar með stjórnarandstöðuflokkunum. „í gærkvöldi var Halldóri til- kynnt að þrír flokkar, Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og Kvennalisti myndu mæla með því við forsetann að hann fengi það umboð til stjórnarmynd- unnar sem hann óskaði eftir í kosningunum. Hann hafnaði því," segir Ólafur. „Á sömu stundu og Halldór Ásgrímsson gat fengið það um- boö sem hann sagði við þjóðina að hann væri að biðja um, að leiða myndun ríkisstjórnar með stjórnarandstöðuflokkunum, þá hafnaði hann því á þeim for- sendum að hann væri búinn aö skuldbinda sig Sjálfstæðis- flokknum." Ölafur Ragnar segir þá túikun út í hött að Halldór hafi verið búinn aö láta reyna á hvort samstarf stjórnarandstöðu og krata gæti gengið upp. Lausleg símtöl við hann og Kristínu Ást- geirsdóttur og einn fundur með Jóni Baldvini Hannibalssyni sé ekki formleg tilraun fjögurra flokka til myndunar ríkisstjórn- ar. Hann sakar formann Fram- sóknarflokksins um að svíkja kosningaloforð. „Ég tel að hann hafi sagt rangt til og gengib á bak þeirra fyrir- heita sem hann gaf þjóðinni og ætti núna að ramma upp á vegg auglýsingar Framsóknarflokks- ins fyrir kosningar um traust," segir Ólafur Ragnar. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Halldór Ólaf Ragnar Grímsson fyrir framkomu hans í garö annarra stjórnarand- stööuflokka fyrir og eftir kosn- ingar. Halldór minntist sérstak- lega á svo kallaöan stjórnar- smáttmála Ólafs Ragnars, sem hann sendi öðrum talsmönnum stjórnarandstöðunnar þriðju- daginn fyrir kosningar merkt sem algert trúnaðarmál. „Ég sá síðan þetta trúnaðar- mál í sjónvarpinu um kvöldiö," sagði Halldór. „Síðan vorum við fullvissaðir um það í Framsókn- arflokknum að þessu trúnabar- máli hefði ekki verið lekið út af hálfu Alþýðubandalagsins. Síð- an var haldinn blabamanna- fundur um þetta sama trúnaðar- mál á miövikudegi og á fimmtu- daginn voru keyptar 2 síður í Morgunblaðinu þannig að allir landsmenn gætu séð það." ■ Frá fundi landsstjórnar og þingfiokks Framsóknarflokksins í gœr. A myndinni má sjá Magnús Stefánsson (t.v.), Elínu Líndal og Siv Friöleifsdóttur. Tímamynd GS Jöfn skipting ráöherraembœtta líklegust: Þrír nýir ráðherrar hjá Framsóknarflokki? Líklegast er ab rábherraembætt- um veröi skipt jafnt á milli Sjálfstæbisflokks og Framsókn- arflokks ef af stjórnarsamstarfi þessara flokka veröur, þannig ab framsóknarmenn fái fimm rábherrastóla. Þrír nýir rábherr- ar hafa verib nefndir til sögunn- ar, Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Páll Pétursson. Flest bendir til aö Halldór Ás- grímsson veröi utanríkisráðherra og jafnframt er gert ráð fyrir að Guðmundur Bjarnason, varafor- maður flokksins, veröi ráðherra í ríkisstjórn. Stjórn Framsóknarflokksins kom saman á fundi á annan í páskum, þar sem formaðurinn Halldór Ásgrímsson, gerði grein fyrir þeirri stöbu sem upp var komin í stjórnarmyndunarviö- ræðum. Eftir ab formlegum þing- flokksfundi lauk héldu nokkrir þingmenn ásamt foTmanninum áfram fundi, en líklegast er talið að þar hafi verið rædd skipting Jón Baldvin er fjúkandi illur og telur ab samstarfsmaburinn hafi komib aftan ab honum. Jón Baldvin talabi um heilindi og leikreglur í samtali vib Tímann í gœr: Rannsóknarefni fyrir siövæbingarpostulana „Um þennan þátt stjórnarslita og stjórnarmyndunarvibræbna hefur þrennt komib fram sem varbar leikreglur og heilindi í samskiptum stjórnmála- manna," sagbi Jón Baldvin Hannibalsson, formabur Al- þýbuflokksins, í samtali vib Tímann í gær. Þab var fjarri því ab formanni Alþýbuflokksins væri skemmt yfir síbustu at- burbum. „í fyrsta lagi hafa þau Ólafur Ragnar Grímsson og Kristín Ást- geirsdóttir sagt ab Halldór Ás- grímsson hafi ekki sagt alla sög- una um viðræbur okkar tveggja á mánudegi eftir hádegi eftir kosn- ingar. Á það var látiö reyna í Al- þingishúsinu í gærkvöldi, þar sem að ég mætti umbeðinn, til að hreinsa andrúmsloftið, eins -og þaö var orðab, svo að menn horfðu augliti til auglitis hver á annan, og það væri staðfest hvort rétt hefði veriö frá sagt. Það sem okkur Halldóri fór á milli var þetta: Hann ræddi viö mig í um- boöi þriggja flokka, Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Fram- sóknar. Hann sagði frá þeim áformum sínum að vilja mynda ríkisstjórn með stjómarand- stöðuflokkunum á þingi og Al- þýbuflokknum. Svörin voru þessi: Við höfum sagt fyrir kosn- ingar að ef stjórnarflokkarnir héldu velli mundum vib láta á þab reyna hvort stjórnarsamstarf- iö gæti endurnýjast á grundvelli nýs málefnasamnings. Meöan þær stjórnarmyndunarviðræöur væru í gangi mundi ég ekki taka þátt í slíkum vibræðum vib aöra flokka. Hitt væri svo annaö mál að menn bæru almennt séð gób- an hug til Halldórs í mínum þingflokki, þar væru engin per- sónuleg vandkvæbi uppi og okk- ur væri ekkert ab vanbúnaði að nefna nafnið hans til forystu um stjórnarmyndun ef Sjálfstæöis- flokkurinn sliti stjómarmyndun- arvibræðum viö okkur. Halldór hefur staöfest og gerði það á þess- um fundi ab allt væri satt og rétt sem ég sagði þar," sagöi Jón Bald- vin. „Staðreynd er það að Davíð skýrði formanni Alþýðuflokksins aldrei frá því ab hann hefbi hafið stjórnarmyndunarviðræbur við Halldór Ásgrímsson meban stjórnarmyndunarvibræöur við Alþýðuflokkinn fóru fram undir hans stjórn. Þab er staöreynd. Staðfest af okkur og staðfest af Halldóri Ásgrímssyni. Halldór hefur staðfest ab á þessum fundi á sunnudagskvöldið hafi hann bundib fastmælum ab nefna Dav- íð til stjómarmyndunarumboðs þegar búið væri að slíta stjóm. Þab var ekki fyrr en daginn eftir sem ég heyrði þetta og þá á fundi sem ég krafðist meö forsætisráö- herra, enda þótti mér þá nóg um leikaraskapinn. Allt eru þetta staöreyndir. Fyrir þá sem tekiö hafa ab sér að vera siðvæbingar- postular í íslenskum stjórnmál- um — þá er ab finna í stjórnar- andstöðuflokkunum svo sem. kunnugt er sem og í Sjálfstæöis- flokknum — þá er þetta ærib rannsóknarefni," sagbi Jón Bald- vin. ■ ráðherraembætta verði af ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Auk Halldórs voru á fundinum Guðmundur Bjarna- son varaformaöur, Finnur Ing- ólfsson, efsti maður á lista flokks- ins í Reykjavík, Ingibjörg Pálma- dóttir, þingmaður á Vesturlandi og Páll Pétursson, þingmaður á Norðurlandi vestra. Á fundi landsstjórnar og þing- flokks Framsóknarflokksins sem fram fór á Hótel Loftleiðum í gær kom fram vilji Reyknesinga til þess að Siv Friöleifsdóttir, fyrsti þingmaður flokksins í kjördæm- inu, fengi ráðherraembætti í ljósi kosningasigurs framsóknar- manna á Reykjanesi. Það sem vinnur gegn Siv er hins vegar að bæði hún og Hjálmar Árnason, annar þingmaður fokksins í sama kjördæmi, eru ný á þingi og hafa ekki reynslu af þingstörfum. Næstmest fylgisaukning í pró- sentum talið var hjá Framsóknar- flokknum á Noröurlandi vestra, en þar hefur Framsóknarflokkur- inn tæplega 40% fylgi. Meðal annars í ljósi þessa hefur Páll Pét- ursson, lýst því yfir að hann telji eðlilegt að kjördæmið fái ráð- herra. Páll mun vera undir tals- verðum þrýstingi frá sínum kjós- endum, en framsóknarmenn á Noröurlandi vestra hafa ekki átt ráðherra síðan Ólafur Jóhannes- ■ son var forsætisráðherra 1979. Fari framsóknarmenn í stjórn er taliö líklegt að Ingibjörg Pálma- dóttir verði meðal ráðherraefna, en á Vesturlandi vann flokkurinn einnig sigur og bætti við sig manni. Þá hafa jafnframt verið nefnd nöfn Valgerðar Sverrisdótt- ur, sem skipar annaö sætið á eftir Guðmundi Bjarnasyni á Norður- landi eystra og Jóns Kristjánsson- ar, sem er annar þingmaður Aust- urlands á eftir Halldóri Ásgríms- syni. ■ Líkleg ríkis- stjórn Davíð Oddsson Friðrik Sophusson Þorsteinn Pálsson Halldór Blöndal Björn Bjarnason Halldór Ásgrímsson Guðmundur Bjarnason Finnur Ingólfsson Ingibjörg Pálmadóttir Páll Pétursson Björn Bjarnason nýtt rábherraefni hjá Sjálfstœbisflokki: Verður Ólafur Garb- ar forseti Alþingis? Sjálfstæöismenn telja eölilegt aö einhverjar breytingar veröi á skipun í ráöherraembætti takist stjórnarmyndun meö Framsóknarflokki. Ekki er þó taliö líklegt aö mannabreyt- ingar veröi aö ööru leyti en því aö Ólafur G. Einarsson hætti sem rábherra og Björn Bjarnason komi í hans staö. Ekki er gengiö út frá því sem gefnu að Björn Bjarnason taki við menntamálaráðuneytinu og jafnvel talið eins líklegt að Framsóknarflokkurinn fái það ráðuneyti. Heimildarmenn inn- an Sjálfstæðisflokksins gera ráð fyrir að Ólafur G. verði forseti Alþingis ef af stjórnarmyndun verður. Þá liggur fyrir að semja þarf um nefndarformennsku í tveimur valdamestu fastanefnd- um Alþingis, sem eru utanríkis- málanefnd og fjárlaganefnd. í síðustu ríkisstjórn fóru sjálf- stæðismenn með formennsku í utanríkismálanefnd en kratar með formennsku í fjárlaga- nefnd. Veröi formaður Framsóknar- flokksins utanríkisráðherra er líklegt að sjálfstæðismenn geri kröfu um fomennsku í utanrík- ismálanefnd og hefur nafn Geirs H. Haarde verið nefnt í því sambandi fari Björn Bjarnason í ráðherrastól. Allmennt ríkir nokkur tregða til breytinga á ráðherraliöi flokksins. Davíð Oddsson er óumdeildur í embætti forsætis- ráðhera og gert er ráb fyrir að Fribrik Shopusson veröi áfram fjármálaráðherra, þrátt fyrir aö margir telji að hann hafi ekki náð nægilegum árangri á síöasta kjörtímabili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.