Tíminn - 19.04.1995, Qupperneq 8

Tíminn - 19.04.1995, Qupperneq 8
8 Mmfom Mibvikudagur 19. apríl 1995 KRISTJAN GRIMSSON IÞRO Frá œfingu knattspyrnudómara á gervigrasveliinum í Kópavogi. Tímamynd Pjetur Ekki hægt ab væna dómara lengur um lélega þjálfun Knattspyrnudómarar eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi leiktíö líkt og þeir hafa gert markvisst síö- ustu ár. Þeir urbu fyrir gagn- rýni í fyrra fyrir slaka frammi- stöbu sem sumir vildu kenna um ab dómarar vaeru alls ekki í nógu góðri þjálfun. Kristinn Björnsson, landsliðsþjálfari kvenna og fyrrum þjálfari Vals, hefur haft dómarana í þjálfun að undanförnu og segir hann þetta vera lið í uppbyggingu dómaramála hjá KSI. „Dómarar hafa sætt svolít- illi gagnrýni á undanförnum árum meb ab fylgja ekki eftir þróun í leiknum sjálfum og KSÍ hefur sýnt vilja til að taka þetta fastari tökum. Einn lib- urinn í því er ab kalla dómar- ana saman og halda þeim til æfínga. Markmiðið meb því er að tryggja að dómarar séu í góbu líkamlegu formi þegar keppni hefst og einnig að efla dómarastéttina sem eiginlega stétt, þ.e. efla þennan hóp fé- lagslega," segir Kristinn. Dómurum er skipt niður í flokka eftir því hversu ofar- lega þeir dæma í deildunum og þá er einnig hópur sem telst vera dómarar framtíðar- innar og eru því í hæfleika- mótun. „Meiningin er sú að halda úti æfingum fyrir dóm- arana, ekki bara tímabundib heldur frá því að keppnis- tímabilinu lýkur. Það litla sem ég hef kynnst þessu þá held ég að það sé full þörf á þessu," segir Kristinn. -En verða dómarar í topp- formi í sumar? „í sumar verða þeir í betra formi en oft áður en í fram- tíðinni verður varla hægt ab væna þá um að vera í lítilli æfingu," segir Kristinn. Hann segir að sálræna þættinum megi ekki gleyma og það verði verkefni framtíðinnar hvernig mæta eigi hálfvitlaus- Leiftursmenn sjá ekki mikib afsínum grasvelli: Metra snjólag á knattspymu- vellinum á Ólafsfirði Vilja ab heimaleik gegn KR verbi snúib vib efsnjó fer ekki ab leysa „Ástandið á grasvellinum í dag er nú ekki gott. Það er sjálfsagt um metra jafnfallinn snjór á honum þótt þetta hafi nú eitthvað sjatn- að að undanförnu. Við hleyptum hita á völlinn fyrir viku og þáb ætti að hjálpa en meiri snjó höf- um við ekki séð í 25 ár," segir Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, en libið spilar í 1. deild og á sinn fyrsta heimaleik gegn KR í 2. um- ferð þann 27. maí. „Það er hins vegar ekki frost í jörðu og því ekkert kal þannig að þetta fer fljótt um leið og hlýnar. Völlur- inn verður kannski ekki leikhæf- ur um leið og snjórinn fer en í það minnsta fljótlega því maður hefur séð að þar sem sjó hefur tekið alveg upp kemur bara grænt." Þorsteinn segir að til þess ab Leiftur geti spilað á grasi gegn KR þurfi ástandiö að batna mjög fljótlega. „Ef þetta fer ekki að breytast á næsta hálfa mánuði þá fer maður að verða verulega svartsýnn. Ef illa fer þá held ég að við myndum óska eftir því að leiknum gegn KR yrði snúið við, því ég held að hvorugt libið vilji spila á möl. Mér finnst það a.m.k. ekki vera boðlegt," segir Þorsteinn. ■ um þjálfurum og leikmönn- um! Hann segir ekkert ósenni- legt að dómarar taki dóm- gæsluna með sér heim. „Ef menn eru ekki meðvitaðir í hvaöa hlutverki þeir eru þá geta þeir lent í hverju sem er." Um næstu helgi verða dóm- arar settir í þrekpróf þar sem þeir þurfa m.a. að hlaupa 2,6 km á 12 mínútum. Þá fer fram skriflegt próf og þar verba dómarar að ná einkunninni 8 annars falla þeir. „Ég get ekki betur séð enn að dómarar komi þokkalega undan vetri og ættu að standa sig í þess- um prófraunum. Ef þeir falla í stórum stíl þá þykir mér lík- legt að dómaranefndin þurfi að funda!" sagði Kristinn. íslenska landslibib í handbolta bryddar upp á nýj- ungum fyrir HM: Allir á rautt eöalginseng íslenska handboltalandsliðib er þessa dagana á fullum krafti í undirbúningi fyrir HM sem hefst 7. maí. Ein af þeim nýjungum sem strákunum býðst er að taka inn rautt eðalgingseng sem á ab koma að góðum notum á stór- mótum eins og HM en rann- sóknir hafa sýnt að þol eykst og stress minnkar hjá þeim sem taka ginseng inn. „Þetta er tekið inn einu sinni á dag og er í fljótandi formi. Það er enginn meðferð í gangi og öllum landsliðsmönn- um frjálst að nota þetta eða ekki. Ég vona að þetta skili einhverju þó svo það væri ekki nema and- legt þannig að menn trúðu að þetta hjálpaði og þá mundi það strax gera gagn," segir Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari en landsliðsmönnum býðst sterk- asta rauða ebalgingsengib sem er á markaðinum. Hann segist hafa prufab rautt ebalginseng sjálfur og finnist það frískandi. „Ég hef ekkert annað en gott um þetta að segja," sagði Þorbergur. Þess má geta að suður-kóreska landsliðið í handbolta hefur notað eðalgin- seng í áraraðir og þab danska hefur einnig verið ab prufa það á sínum leikmönnum. Valur, Fram, Leiftur og Fylkir í nýju stórmóti sem hefst í lok apríl: Þörfln mikil" Þorvaldur meb sigurmark Stoke í enska boltanum og sitt áttunda á tímabilinu: Stefnan á 10 mörk tt „Þetta var skot fyrir utan teig frá vítateigshorni og ég skaut í fjærhornið. Ég hafði vindinn með mér í bakið og það hjálp- abi aöeins til," sagði Þorvaldur Örlygsson, sem gerði sigurmark Stoke í 0-1 útisigri á Swindon í 1. deild ensku knattspyrnunnar á mánudag. „Það er alltaf gaman að skora og ekki skemmir það fyrir að markib var sigurmark. Sigurinn var sanngjarn og við höfum verið að spila ágætlega í síðustu tveimur leikjum sem hafa unn- ist og þeir hafa bjargað okkur frá falli," sagbi Þorvaldur en Stoke er nú rétt fyrir neðan miðja deild með 56 stig. Mark- ib sem Þorvaldur geröi gegn Swindon var það áttunda sem hann gerir fyrir Stoke í vetur og allt í allt hefur Þorvaldur gert 22 mörk fyrir Stoke á tveimur tímabilum. „Það væri gaman að ná tveggja stafa tölu í marka- skorinu eins og í fyrra og ab því stefni ég," sagði Þorvaldur. Hann. sagði að framtíð sín hjá Stoke yrbi ekki rædd fyrr en tímabilinu lyki en fjórir leikir eru eftir. Þorvaldur verður ekki með í næsta leik Stoke, þar sem hann lagði af stað í gærkvöld áleiðis til Chile, þar sem ís- lenska landsliðið leikur æfinga- leik á sunnudag. Lárus Orri Sig- urðsson lék einnig með Stoke gegn Swindon. Við greindum frá því fyrir stuttu aö þau félög í 1. deild karla í fót- bolta sem eru utan Litlu-bikar- keppninnar væru að skipuleggja mót sem myndi fara af stað í lok apríl. Nú er það komið á hreint að.mótið fer fram og hefst það í lok apríl. Liðin sem taka þátt eru: Valur, Fram, Leiftur og 2. deildarlib Fylkis sem kemur í stab KR-inga sem ákvábu ab vera ekki með, m.a. vegna meistara- keppninnar (14. maí) og fyrir- hugaðra æfingaleikja í Vest- mannaeyjum. „Þab spila allir við alla og það verður eitthvað í gangi til að auka vægi leikjanna og alvöruna kringum þá," segir Hörður Hilmarsson, þjálfari Vals, og einn af forsvarsmönnum þessarar keppni. Hann sagði að verið væri ab leita að heppileg- um leikstab en markmiðið í síð- ustu tveimur umferbunum væri að spila á grasi en fyrsta umferð- in færi líklega fram á möl. Hörb- ur sagði ab mikil þörf væn á sterku móti sem þessu fyrir ís- landsmótib. „Þab var alveg ljóst frá því ég tók við Valsliðinu að það væri ekki nóg að spila ein- hverja leiki í B-deild Reykjavík- urmóts. Jafnvel þó að við hefð- um verið í A-deild þá heföum við freistast til að gera eitthvað svipað," sagði Hörður. ■ Besiktas vann a sjalfsmarki Eyjólfur Sverrisson og félagar í tyrkneska félaginu Besiktas unnu Samsunspor 1-0 á heimavelli og var það sjálfsmark gestanna sem tryggði þeim sigurinn. Eyjólfur lék með og átti góðan leik. Besiktas er nú í efsta sæti í deild- inni með 71 stig eftir 30 leiki en Trabzonspor kemur næst með 66 stig en þeir unnu sinn leik 3-0 um helgina. Galatasaray sigraði VanspoT 1-2 á útivelli og er í þriöja sæti með 61 stig. Fjórar umferðir eru eftir og verður Besiktas að teljast líklegur meist- ari. ■ VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGAR 1.5 2.Í 3.< 4.: rjöLoi VINNINGSHAFA 134 4.017 UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 4.493.802 107.960 5.550 430 Heildarvinningsupphæð: 7.396.652 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.