Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.04.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 19. aprfl 1995 trjtutrjTL* iwnrBirBiwgi 5 Þórunn Magnúsdóttir: Alþ j óblegir sáttmálar um mannréttindi kvenna Undanfarna mánubi hefur oröið nokkur umræöa í fjölmiðlum og meðal almennings um mannrétt- indamál og að hvaða leyti slík ákvæði séu í íslenskum lögum og í framkvæmd laga. Umræðan hefur aö miklu leyti snúist um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið og að hve miklu leyti stjórnarskráin eigi að taka ná- kvæmlega fram um réttindi al- mennra þegna og hvort ná- kvæmnin beinist e.t.v. fremur að gæslu einkaeignarréttarins heldur en áð mannréttindum eða viður- kenningu á mannhelgi hvers og eins. Full ástæða var til þess aö ræða frumvarpið að stjórnarskrá með það í huga hvort það taki viðhlít- andi miö af mannréttindum kon- um til handa. Sú stjórnarskrár- breyting, sem nú hefur verið sam- þykkt, speglar svipuð viðhorf og uppi hafa verið, hjá löggjafanum, varðandi alþjóðlega sáttmála um mannréttindi kvenna. Tregba íslenskra stjórnvalda Hér verður fjallað nokkuð um yfirlýsingar, samninga og sátt- mála, sem Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna hefur samþykkt og aðildarríki hafa undirritað og full- gilt, eða beinlínis hafnað. Þeir samningar, sem ég tek til athug- unar, eru þeir sem fjalla um mann- réttindi konum til handa. Um leið vil ég þakka frumkvæöi Sigríöar Lilly Baldursdóttur, sem sá um út- gáfu á kverinu „Mannréttindi kvenna". Það kver er gefið út af undirbúningsnefnd, sem utanrík- isráðuneytið hefur skipað vegna kvennaþings Sameinuðu þjóð- anna í Beijing á þessu ári. Almenn- ir mannréttindasáttmálar eru birt- ir í ágætu kveri, sem Ragnar Aöal- steinsson hefur tekið saman og nefnir „Alþjóðlegir mannréttinda- sáttmálar". Kann ég þeim báðum bestu þakkir fyrir þessi hjálpar- gögn. Það skerpti athygli mína á hlut kvenna, þegar ég fékk í hendur bók finnsku þingkonunnar Marg- aretu Pietikáinen, sem Norræna ráðherranefndin kostaði útgáfu á 1994. Þar telur hún sex yfirlýsing- ar og sáttmála um réttindi og vel- VETTVANCUR „Þá kom í Ijós að ís- lenska lýðveldið hafði dregið við sig að fullgilda nokkra þá sáttmála, sem almennt mun hafa verið sœmilegt samkomulag um og almenningi var ókunnugt um að við hefð- um ekki fullgilt." ferð kvenna, sem Sameinuöu þjóð- irnar hafi gert bindandi samninga um og aðildarríki hafi skuldbund- iö sig til að framfylgja, eftir að þau hafa fullgilt sáttmálann. Það var því næst fyrir aö athuga hvernig og hve fljótt íslenska lýðveldið hefbi brugðist við þessum sam- þykktum. Þá kom í Ijós að íslenska lýð- veldiö hafði dregið við sig að full- gilda nokkra þá sáttmála, sem al- mennt mun hafa veriö sæmilegt samkomulag um og almenningi var ókunnugt um að við hefðum ekki fullgilt. „Samningur um pólitíska réttar- stöðu kvenna" var lagöur fram til undirritunar 20. des. 1952 og full- giltur 7. júlí 1954. Hann tók hér gildi 28. september 1954, sam- kvæmt auglýsingu frá 23. ágúst sama ár, eða tæpum tveim árum eftir aö hann var fyrst lagöur fram. „Samþykkt um ríkisfang giftra kvenna" var gerð af S.Þ. 20. febrú- ar 1957. Þaö liðu síðan rúm tutt- ugu ár þangað til íslenska lýðveld- iö fullgilti þann samning. Það varð 18. okt. 1977, en aðildin tók þó ekki gildi fyrr en 16. janúar 1978. „Samningur um samþykki og lágmarksaldur til hjúskapar og um skráningu hjónabands." Undan- fari þessa samnings voru ákvæöi í Mannréttindayfirlýsingunni og yf- irlýsing nr. 843 frá 9. þingi S.Þ. Samningurinn í núverandi mynd sinni var lagður fram til undirrit- unar 10. desember 1962, en full- gilding hans af hálfu íslenska lýð- veldisins fór ekki fram fyrr en 21. nóv. 1977. Einn er sá alþjóðasamningur sem ekki hefur verib þýddur á ís- lensku, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu, en það er „Samningur um bann við til- flutningi einstaklinga og auðgun af vændi annarra." Samningurinn var samþykktur 1949 og hefur ver- ið fullgiltur víða um lönd. Hann hefur ekki verið til umræöu hér á landi, en ákvæði eru í íslenskri refsilöggjöf af svipuðu tagi og væri því engin mótsögn í því falin að fullgilda nefndan alþjóðasamning sem er sama efnis, en ítarlegri. Umhugsunarfrestur frá '67-'85 „Yfirlýsing um afnám alls mis- réttis gagnvart konum" var sam- þykkt af Sameinuðu þjóöunum 1967. Um þetta efni ritaöi einn af fulltrúum Utanríkisráðuneytisins í fylgiskjali, sem ég fékk með skjala- pakka frá ráðuneytinu: „Samning- ur nr. 1 og yfirlýsing nr. 5 hafa ekki verið þýdd á íslensku. Yfirlýs- ing nr. 5 er óbindandi fyrir ríki heims og krefst hvorki fullgilding- ar eða aðildar." Þarna er m.a. um að ræða „Yfirlýsingu um afnám alls misréttis gagnvart konum". Þing Sameinuðu þjóðanna lét málið ekki niöur falla, þó afstaða fleiri aðildarríkja bæri vott um misjafnan áhuga. Málib var tekið upp ab nýju og saminn ítarlegri texti, en sama efnis var það í formi samnings sem samþykktur var á Allsherjarþinginu 18. des. 1979 og nefnist „Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart kon- um". Samningurinn var undirrit- aöur fyrir hönd íslendinga með fyrirvara 24. júlí 1980, en fullgiltur fimm árum síöar og tók hér gildi 18. júlí 1985. Samningurinn hefur verið þýddur og er birtur í heild sinni í bæklingnum „Mannrétt- indi kvenna" og vil ég vekja fólk til íhugunar um nokkur helstu at- ribi hans. Hafa ber í huga ab ís- lenska ríkið hefur fullgilt þennan sáttmála og íslenska þjóðin hefur skuldbundið sig til að framfylgja honum. Fyrsta málsgrein samningsins vísar til mannréttindasáttmála Sameinuöu þjóbanna og segir: „... sáttmáli Sameinuöu þjóöanna staðfestir trú á grundvallarmann- réttindi, mannviröingu og mann- gildi og á jafnan rétt karla og kvenna." Þriöja málsgrein samningsins hljóðar þannig: „með tilliti til þess aö ríkjum, sem aðilar eru að al- þjóðasamningunum um mann- réttindi, ber skylda til að tryggja jafnan rétt karla og kvenna til aö njóta allra efnahagslegra, félags- legra, menningarlegra, borgara- legra og stjórnmálalegra réttinda." Og ennfremur eru í samningn- um ákvæði sem segja: „(Aðildarríki) minna á að mis- munun gagnvart konum brýtur í bága við grundvallarreglur um jafnrétti og virðingu fyrir mann- gildi, hindrar þátttöku kvenna á jafnréttisgrundvelli í stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningar- lífi í löndum þeirra, hindrar aukna hagsæld þjóðfélags og fjölskyldu og veldur því að öröugt er fyrir konur ab notfæra sér til fulls möguleika sína til þjónustu fyrir land sitt og mannkyniö." Þetta eru í stórum dráttum markmiðsyfirlýsingar samnings- ins, en í heild er hann í nokkmm köflum og greinum. í 1. gr. 1. kafla segir: „í samningi þessum merkir „mismunun gagn- vart konum" hvers kyns aðgrein- ingu, útilokun eða takmörkun, sem byggb er á kynferöi, sem hef- ur þau áhrif eöa markmið aö hindra eða koma í veg fyrir að konur, óháð hjúskaparstöðu, á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, fái viðurkennd, geti notið eða framfylgt mannréttindum og grundvallarfrelsi á sviði stjórn- mála, efnahagsmála, félagsmála, borgaralegra mála eöa á sérhverju öðru sviði." Meðal merkra ákvæða samn- ingsins er 11. greinin, svohljóö- andi: „Aðildarríkin skulu gera allar viöeigandi ráðstafanir til þess aö afnema mismunun gagnvart kon- um á sviði atvinnu til aö tryggja þeim sömu réttindi, á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, sérstak- lega: a) rétt til vinnu sem ófrávíkjan- legan rétt allra manna, b) rétt til sömu atvinnutæki- færa, þar með talið aö beitt sé sama mælikvarða við val starfs- manna, (eða: val til starfa), d) rétt til sömu umbunar, þar með talið fríðinda og sömu með- höndlun gagnvart vinnú sem er jafngild og sömu meðhöndlun við mat á gæðum vinnu." Réttari þýðing væri e.t.v. að segja í stað umbunar, einfaldlega „sömu greiðslu" eða „sömu launa". Þaö er á sviði atvinnulífsins og launamála sem þessi annars svo ágæti sáttmáli tekur nokkuö lin- lega á vandamálunum. Að sama skapi hefur framkvæmd jafnréttis- sáttmála og jafnréttislaga haft minni framgang heldur en ákvæði t.d. um stjórnmálaréttindi. Þessari tregðu fylgir einnig sífelld við- leitni til þess að þrengja hugtök eins og „grundvallarmannrétt- indi" og „félagsleg réttindi". Fyrr- greind ákvæði í 11. gr. samnings- ins eru svo til einu skýru ákvæðin í sáttmálanum, sem setur fram þá fullyrðingu að rétturinn til vinnu sé meðal grundvallarmannrétt- inda. Vinnuréttarákvæðum þarf því aö fylgja fastar fram en gert hefur verið. Við, konur, hljótum að spyrja sjálfar okkur hvers virði prent- frelsi, ferðafrelsi og frelsi til fjár- festingar er fyrir þær konur sem eru atvinnulausar, húsnæöislausar og lifa á hungurmörkum. Til þess að mannréttindi kvenna komi til fullra framkvæmda í okkar þjóöfé- lagi þurfum við að taka fastar á um framkvæmdina og gera jafnrétt- indi og mannréttindi að virkum og áþreifanlegum þætti í samfé- lagi íslenska lýðveldisins. Höfundur er sagnfræbingur og fyrrv. skólastjóri. Verkföll og kosningar Það er ekkert við það að athuga þótt aðilar að vinnudeilum beiti aðferöum sem þeim kemur best hverju sinni. Þannig verðum við þess vör, að verkföll eru oftar en ekki boðuð á „óþægilegum" tímum fyrir gagn- aðilann, tímum sem álíta má mik- ilvægari eða verðmætari en aðra. Ef verkbönn tíðkuöust á íslandi, myndi það sama vera uppi á ten- ingnum. Þetta verður svona á meðan við búum við þær leikreglur sem við höfum skapað þessum málaflokki, m.a. með setningu laga um stéttar- félög og vinnudeilur. En viljum við breyta reglunum? Eftir nýliðið kennaraverkfall hef ég velt þessu fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að breyta a.m.k. hvað eitt atriði varð- ar, en það eru verkföll eða verk- bönn skömmu fyrir kosningar. Allar þær reglur, sem þjóðfélagið hefur sett sér um kosningar, hníga í þá átt að kjósendur séu látnir í friði við ákvörðun sína um hverj- um atkvæði skuli greitt. Þar ber fyrst að nefna leynilegar kosningar, áróður á kjörstað og bann við hvers konar skilorðs- bindingu atkvæðis eða þess kjöma. Eitt það, sem ruglaöi okkur í ríminu fyrir nýliðnar kosningar, var kennaraverkfalliö. Og þá leita nokkrar spurningar á hugann: Ef verkfallið heföi verið óleyst, hverjar hefðu niöurstöður kosn- inganna þá oröið? Eða hafði það áhrif að verkfallið Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVEj hafði einmitt verið leyst? Lagði ríkisvaldið óeðlilega ríka áherslu á að leysa verkfallið, með þeim afleiðingum að samningarn- ir urðu allt öðru vísi en þeir hefðu orðið viö venjulegar aðstæður? Auðvitað getur enginn svarað þessum spurningum, en ég er viss um að allir eru sammála um að sú staðreynd hvað stutt var til kosn- inga hafi haft áhrif. Það er með öllu óeðlilegt að þrýsti- eða hagsmunahópum skuli vera heimilt að beita vinnustööv- un á jafn viðkvæmum tímum og skömmu fyrir kosningar. Hér er komiö fullt tilefni til laga- setningar. Þau lög, sem ég legg til aö verði sett, ættu aö banna verkföll og verkbönn í tiltekinn tíma fyrir og eftir kosningar, til dæmis 2 mán- uði fyrir og 1 mánuö eftir, á með- an stjórnarmyndun er á hvað við- kvæmustu stigi. Verkfalli eða verkbanni yrði þá frestað í 3 mánuöi, ef svo vildi til að það stæði þegar að tímamörk- unum kæmi. í leibinni væri ekki óeðlilegt að lengja fyrirvara boðunar verkfalla og verkbanna. Er ekki ein vika allt of stuttur tími fyrir samningsað- ila? Verðum við ekki að gera ráð fyrir að beggja vegna borðsins þurfi menn tíma til að gera ráðstaf- anir til þess að minnka tjón sitt? Ég undirstrika að lög sem þessi tækju bæði til verkfalla og verk- banna, því hver veit nema fari að bera á verkbönnum innan tíðar, ef ástandið á vinnumarkaðinum verður eins og það hefur verib á síðustu misserum. Þá gætu at- vinnurekendur bæöi haft hag af aö knýja fram launalækkun og ekki síöur að geta látiö starfsemi falla niöur á dauðum, kostnaöarsömum árstíma. Nú heyrist ab launalækk- un hjá sjómönnum sé á dagskrá í Færeyjum. Gæti slíkt ekki líka gerst hér á landi? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.