Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. apríl 1995 Hntliw 3 Hvab segia Gubný Gubbjörnsdóttir þingkona: Aftur- hald „Fyrir hönd Kvennalistans er ég mjög óhress met> þessa niö- urstööu og líka fyrir þjóbina. Ég held að þetta verbi stjórn afturhalds og stöðnunar og hef því ekki mikla trú á henni," segir Guöný Guö- björnsdóttir þingkona Kvennalista. Hún segir aö ef stjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks verður aö veruleika, þá veröur hún hlutfallslega of sterk miöaö viö stjórnarandstööuna, eöa með 40 þingmenn á móti 23. Þaö þýöir að staöa stjórnarand- stöðunnar verður veikari en ella í hinum ýmsu nefndum þings- ins þar sem stjórnarliðar veröa í miklum meirihluta. Guöný segir aö þaö sé alltof snemmt aö spá eitthvað um það hvort stjórnarandstaðan muni nýta kjörtímabilið til að snúa bökum saman í því skyni að koma fram sem ein heild fyr- ir næstu kosningar í anda R-list- ans. Hún telur hinsvegar ljóst að „fjórflokkurinn" hefur styrkt sig í sessi í nýafstöðnum þing- kosningum. Guðný segir aö Kvennalistinn muni nota kjörtímabilið til að endurskoða sín mál. Hún segir að það séu margir kostir í stöð- unni sem muni hafa áhrif á það hvernig Kvennalistinn komi til meö að haga sínum vinnu- brögðum næstu fjögur ár. Hins- vegar megi búast við því ab þessi mál muni eitthvað skýrast á næstunni, en vorþing Sam- taka um Kvennalista verður haldið um næstu mánaöamót, apríl-maí. Seölabankirw: Skila launahœkkanir sér síöur í verölagiö nú en áöur? Seðlabankinn lækkar verðbólguspána í 1,5% Seðlabankinn hefur lækkað nýlega veröbólguspá sína um 1-2% í kjölfar þess ab verð- bólga (vísitala neysluverbs) hefur nú lækkab tvo mánuði í röb, í kjölfar nýrra kjarasamn- inga, í stab þess aö hækka eins og spámenn Seðlabankans bjuggust vib af gamalli reynslu. „Erfitt er ab segja til um á þessu stigi hvort lækkun vísitölu neysluverðs tvo mán- ubi í röð í framhaldi af nýjum kjarasamningum, ber vitni um ab launahækkanir muni skila sér síöur út í verðlagib nú en söguleg fordæmi eru fyrir, eba hvort þau koma ein- ungis síbar fram", segir í til- kynningu Seblabankans um Þjóbvaki vill arsökunar- beibni frá fréttastofu útvarps Stjórn Suburlandsdeildar Þjóbvaka krefst þess í bréfi til fréttastofu Ríkisútvarpsins ab hún biðjist opinberlega afsök- unar á fréttum sem lesnar voru í fréttatímum 7. apríl síbastlibinn, daginn fyrir kjördag. Þar var greint frá brotthlaupi sextíu sunnlenskra Þjóðvaka- manna úr flokknum. Rætt var við Þorkel Steinar Ellertsson talsmann sextíumenninganna og lýsti hann þar meintum lög- brotum og valdníbslu stjórnar deildarinnar. Sunnlenskir Þjóð- vakamenn segja að fjallað hafi verið um málið á „yfirborðsleg- an hátt" í útvarpinu og fleiri fjölmiðlum. „Ljóst var að stjórn deildar- innar gæfist með engu móti færi á ab bera hönd fyrir höfuð sér, þannig að unnt væri að reyna að koma í veg fyrir hugs- anlegan skaða af þeirri skemmdarstarfsemi sem þarna var um að ræða.." segja Þjóð- vakamenn. Þeir segja ennfremur að hjá tveim framboðum öðrum á Suðurlandi hafi eitthvað svipað háttað til. Fréttastofan hafi ekki birt staf um þau mál. endurskoöaða verðbólguspá. í nýlegri spá bankans var áætlað að vísitala neysluverðs yrði komin í 174 stig í júní en nýja spáin gerir ráð fyrir 172,6 stigum. í stað þess að verð- bólguhraðinn (m.v. þriggja mánaða hækkun) kæmist mest í 4,7% í júní (m.v. þrigga mán. hækkun á ársgrundvelli) er nú áætlað að verðbólguhraðinn komist ekki upp fyrir 2,7% á ár- inu (í júlí) og lækki síðan niður fyrir 2% á haustmánuðum. Nýja spáin gerir sömuleiðis ráð fyrir að vísitala neysluverðs verði 174,5 stig í upphafi næsta árs, eða nærri tveim stigum lægri en fyrri spá. Gangi það eft- ir mun verðlag, og þar með lánskjaravísitala, aðeins hækka um 1,4% yfir árið 1995, í stað 2,5% samkvæmt fyrri spá. Umferbaróhapp á Akureyri: Líknarbelg- ur bjargaði Talið er nær öruggt að líknarbelgur í Dodge-bifreið hafi bjargað öku- manni bílsins frá miklum meiðsl- um í árekstri á mótum Hjalteyrar- götu og Furuvalla í gærdag. Þar lentu saman Dodge fólksbif- reið og vörubifreið með þeim af- leiðingum ab fólksbifreiðin er talin ónýt. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Líknarbelgir eru gjarnan tveir í bílum, annar fyrir framan farþega framsætum og hinn í stýrinu fyrir framan öku- manna. Belgurinn blæs upp þegar högg kemur á bílinn og er þetta búnaður sem kemur með æ fleiri bifreiðategundum. ■ Leikarar sem lœröu erlendis sýna hvaö í þeim býr: Erlendur frumsýnir Kertalog eftir Jökul Leikrit Jökuls Jakobssonar, Kertalog, verblaunaleikrit frá 1971, verbur sýnt af leikhópn- um Erlendi á Litla svibi Borgar- leikhússins á næstunni. Frum- sýnt verbur á þribjudagskvöld- iö, á dánardegi Jökuls Jakobs- sonar, en hann lést langt um aldur fram árib'1978, 44 ára ab aldri. Leikarar voru í gærmorgun að æfa á sviðinu fyrir frumsýning- una, en áöur höfðu farið fram for- sýningar verksins. Verkið er í leik- gerð Asdísar Þórhallsdóttur sem jafnframt er leikstjóri. Kertalog fjallar um Kalla sem komið hefur veriö inn á undar- lega stofnun þar sem bæði lífs og liðnir velta fyrir sér spurningum lífs og dauða, innihaldi tilverunn- ar og matseðli vikunnar. Verkið lýsir leit mannsins að hamingju í brotakenndri spegilmynd veru- leikans. „Þetta verk Jökuls á ekkert síður erindi til okkar í dag en fyrir tutt- ugu árum síðan. Mér sýnist að Jökull hafi að einhverju leyti byggt verkiö á eigin bakgrunni. Þefta er mjög persónulegt verk," sagði Vilhjálmur Hjálmarsson í gær í samtali við Tímann, en hann leikur annað aðalhlutverk- ið, Kalla, auk þess að vera ljósa- meistari sýningarinnar. Leikarar í Erlendi hafa numið fræði sín bæði erlendis og hér- lendis. Þau eru: Halla Margrét Jó- hannesdóttir, Gísli Kjærnested, Marteinn Amar Marteinsson, Ragnhildur Rúriksdóttir, Rann- veig Björk Þorkelsdóttir, Sigrún Myndin var tekin vib æfingu á Kertalogi í Borgarleikhúsinu í gœrmorgun. Á þribjudagskvöldib rennur stóra stundin upp, frumsýning verksins. Tímamynd CS. Gylfadóttir, Skúli Ragnar Skúla- sem leikararnir hafa lært erlendis. sonog Vilhjálmur Hjálmarsson. Sem sagt ungir og vel menntaðir Leikhópurinn Erlendur var leikarar sem hafa sitthvað fram að stofnaður í fyrravor til þess að færa. koma á framfæri hér heima því ■ kkunarli mbónd I I ÁRVlK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.