Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. apríl 1995 13 Óskum öllum gCeðiCegs sumars Sigfús Kristinsson byggingameistari ■ Selfossi Óskum öllum gíeðiíegs sumars HLÍÐARENDI VEITINGASTAÐUR AUSTURVEGI 3 - HVOLSVELLI Söluskálinn Arnbergi, Selfossi s Oskum öllum s sumars QCeðiCe qt sumar SAMTAKF HUSEININGAR CS' GAGNHEIÐI 1 T 1 8p0 SELFOSSI R—i SIMI 98-22333 Aðalfundur Skagstrendings hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl 1995 f Fellsborg, Skagaströnd, og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 11.gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga að breytingum á núverandi samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi siðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og reikningarfélagsins munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Skagstrendings hf. 32 árum síbar fetar Kate Cayson ífótspor móbur sinnar. Móbir hennar til vinstri. Það ríkir mikil eftirvænting hjá bíógestum um hvernig nýjasta Bond-myndin, Goldeneye, muni heppn- ast. Ómissandi þáttur í myndunum um njósnar- ann ómótstæðilega, James Bond, eru fagrar konur og verður engin undantekning á nú. Kate Gayson, græn- eygð og dökkhærð þokka- dís, verður ein af Bond- stúlkunum nú, en hitt vita færri að hún fetar í fótspor móður sinnar sem lék í fyrstu Bond-myndunum. Móðir Kate, Eunice Gay- son, lék í tveimur fyrstu myndunum sem framleidd- ar voru um James Bond, Dr. No og From Russia With Love. Skömmu eftir það sagði hún skilið við leiklist- ina og eignaðist dótturina Kate, sem nú tekur við þar sem frá var horfið. Kate hefur numið leiklist og leikið í breskum verkefn- um, en verkefni hennar á móti hinum nýja Bond, Pierce Brosnan, verður það langstærsta sem hún hefur tekist á við. „Þegar Kate hringdi í mig og sagðist hafa fengið hlut- verkið, brá mér óneitan- lega. Eflaust telja margir að ég hafi reynt að kippa í ein- hverja spotta til að greiða götu hennar, en svo er ekki. Þetta er hrein tilviljun," segir Eunice og er mjög stolt af dóttur sinni. Myndin mun kosta 33 milljónir sterlingspunda og eru 60% hennar tekin í Bretlandi, en einnig farið víða eins og venja er. M.a. til Rússlands, Mónakó, Sviss og Puerto Rico. Um sannkallaða stórmynd er að ræða, en margir hafa spáð því að tími Bond-mynd- anna sé liðinn og hafa hin- ir sömu nefnt til sögunnar Schwarzenegger spennu- tryllinn True Lies, sem dæmi sem erfitt sé að keppa við. Kate er þó fullviss um að í SPEGLI TÍIVIANS myndin muni heppnast vel bíða um hríð til að sjá út- og segir að Pierce Brosnan komuna, en sýningar hér sé eins og fæddur í hlutverk gætu hafist með haustinu. njósnarans heimskunna. ís- ■ lendingar verða enn að Andrew prins. Andrew prins: Þéttholda glæsimenni Andrew prins, 35 ára og ókrýndur mest sjarmerandi að- alsmaður Breta til langs tíma, þykir hafa lifab heldur hátt að undanförnu og óvíst er nú um að hann haldi þessum titli, ef hann gerir ekkert til að bæta sig í þeim málum. Andrew þykir eins og Fergie, konan hans að lögum, eiga það til að bæta á sig kílóum á skömmum tíma, en grennir sig þess á milli eins og jójó. Þá þykir honum bjórinn góður og er þab síst til að halda anum í réttum skorðun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.