Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 20. apríl 1995 ffiwiwt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Það er búiö ab kjósa Umræðurnar um stjórnarmyndun að kosningum loknum taka á sig ýmsar myndir. Það er eðlilegt þegar slitnar upp úr stjórnarsamstarfi tveggja flokka að það losni um ýmis bönd, og öldur rísi hátt. Hins vegar er engu líkara nú en dómgreind ýmissa stjórnmálamanna sé eitthvað úr lagi geng- in í pólitískum hræringum stundarinnar. Einkennilegasta umræðan er um að Framsókn- arflokkurinn og formaður hans hafi gengið á bak loforði um myndun félagshyggjustjórnar. Með þessum staðhæfingum er vitnað til þeirra ummæla sem Halldór Ásgrímsson og fleiri frambjóðendur flokksins höfðu fyrir kosningarnar, að flokkurinn væri tilbúinn til þess að veita forustu fyrir nýrri ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar ef ríkisstjórnin missti meirihluta sinn. Til þessa var beðið um öfl- ugan stuðning, því að ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafði öruggan meirihluta. Kosningaúrslitin urðu þannig að þessi meiri- hluti hékk á bláþræði, en hann hélst, og þess vegna komst Davíð Oddsson hjá því að biðjast lausnar og hafði auk þess ýmsa möguleika á hend- inni. Þrátt fyrir þetta er haldið áfram eins og ekk- ert hafi í skorist að tala um vinstri stjórn eða fé- lagshyggjustjórn. Það virðist alveg gleymast í þessum umræðum að Alþýðuflokkurinn einsetti sér að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Staðhæfingar um ann- að nú breyta ekki þeim staðreyndum. Flokkurinn setti fram kosningastefnuskrá sem var í ýmsum greinum hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Þátttaka Alþýðuflokksins í stjórn á vinstri væng stjórnmálanna hefði ekki orðið meir en nafnið eitt, til þess að halda ráðherrastólum undir for- manninn og einn til tvo fylginauta úr hans flokki. Kristín Ástgeirsdóttir lét svo um mælt í sjón- varpsviðtali að Halldór Ásgrímsson hefði tjáð kvennalistakonum eftir samtal við Jón Baldvin Hannibalsson að sitt mat væri að stjórn með Al- þýðuflokkinn innanborðs væri útilokuð og hver yrði að spá í sín spil upp á eigin spýtur. Formaður Alþýðubandalagsins þykist nú ekki hafa skilið þessi skilaboð, þrátt fyrir að ekki hafi verið á móti mælt að hans flokkur var að spá í spilin á eigin spýtur með orðsendingum til sjálfstæðismanna um að alþýðubandalagsmenn væru ekki frábitnir viðræðum um stjórnarmyndun með þeim. Hins vegar mun þessi hrina ganga yfir, og mestu máli skiptir nú að fá ríkisstjórn sem hefur burði til þess að takast á við þau erfiðu vandamál sem fram- undan eru. Verkefnin blasa við alls staðar, eins og meðal annars sést í hinum hrikalegu tölum sem nú eru að birtast um atvinnuleysi í landinu. Kosningarnar eru afstaðnar og niðurstöðum þeirra verður ekki breytt. Það vantaði herslumun- inn til þess að fella ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Það er sú staðreynd sem stýrt hefur atburðarásinni eftir kosningar, en ekki sögð og ósögð orð stjórn- málaforingja í hita leiksins yfir páskahelgina. Mogginn og Jón Baldvin Þá er Mogginn kominn í stjórn- arandstöbu og fylgir þar meb Jóni Baldvini Hannibalssyni inn og út úr stjórn. í leibara í gær lýsir Mogginn því yfir ab fyrst óskastjórn íhalds og krata muni ekki verba myndub, megi búast vib miklum erfibleikum framundan. Annars er hún í raun merkileg sú stabfasta trú Morgunblabsrit- stjór^ ab Sjálfstæbisflokkurinn og Alþýbuflokkurinn eigi svo mikla samleib. Mogginn segir um Alþýbuflokkinn og Sjálf- stæbisflokkinn: „Reynslan af samstarfi þessara tveggja flokka er þyí sú, ab þeir hafa náb meiri árangri vib stjórn landsins en ríkisstjórnir, sem skipabar hafa verib á annan veg. Astæban er augljós: flokkarnir tveir eiga meiri samleib en abrir tveir stjórnmálaflokkar á íslandi." Ef mibab er vib samstarf þess- ara tveggja flokka á síbasta kjör- tímabili, þar sem hvert stór- ágreiningsmálib á fætur öbru hefur komib upp, þá mætti ætla ab ritstjóri Morgunblabsins væri ab gera grín ab fráfarandi ríkisstjórn. Svo er hins vegar ekki, því þó Morgunblabib al- mennt sé málgagn Sjálfstæbis- flokksins, hefur þab þá sérstöbu ab vera jafnframt sérstakt mál- gagn Jóns Baldvins. Hafa menn rakib þau tengsl til áhrifamikill- ar sameiginlegrar pólitískrar skólunar, sem formabur Al- þýbuflokksins og ritstjóri Mogg- ans fengu vib fótskör Finnboga Rúts, heimsborgara og meistara þeirra beggja, þar sem þeir sátu framan vib dívaninn á Mar- bakka í Kópavoginum. Breyttir tímar Ab vísu hafa tímarnir breyst nokkub og menn tala ekki lengur um hinar „sögulegu sættir" vinstri og hægri þar sem fundinn er mibstýröur ríkisstjórnar-sapi- nefnari verkalýbshreyfingarinnar og vinnuveitenda. Nú hafa menn ekki lengur áhyggjur af launþega- hreyfingunni og hugsa helst um GARRI ab halda sátt um frjálshyggju og hægristefnu. Ljóst er aö í fóst- bræöralagi Marbakka-lærisvein- anna liggur veigamikil skýring á stjórnarandstööu Morgunblabs- ins aö þessu sinni. í leibaranum er ab vísu sérstak- lega fjallaö um sjávarútvegsmál og gefiö í skyn aö þessi málaflokk- ur rábi úrslitum um afstööu blabsins. Þaö hlýtur þó ab teljast einkennilegt í ljósi þess, aö Viö- eyjarstjórn íhalds og krata hefur fest í sessi núverandi sjávarút- vegsstefnu án þess aö Morgun- blabiö hafi látib þab trufla stuön- ing sinn vib stjórnina. Sannleik- urinn er aubvitaö sá ab Morgun- blaöiö er ein þeirra stofnana í Sjálfstæöisflokknum sem hafa lent í minnihluta hvaö varöar sjávarútvegsmálin. Þess vegna hefbi þab engu máli skipt þó þessi minnihluti heföi fengiö stubning frá Jóni Baldvini í ríkisstjórn, tii ab umturna þeirri festu og hag- ræöingu sem unniö hefur verib aö í sjávarútvegi. Slík umbylting hefbi ekki veriö merkilegri eöa meiri næstu árin en hún var á síö- ustu fjórum árum. Gleðiefni Engin ástæöa er þó til aö búast vib stöönun í málefnum sjávarút- vegsins, því greinilegt er aö upp- byggjandi sprengikraftur býr í þingliöi þeirrar stjórnar sem veriö er aö mynda, og tortryggnin og trúnabarbresturinn, sem ein- kenndi óskastjórn Morgunblaös- ins, spillir þar ekki málum. Garri veröur þó ab lýsa yfir al- veg sérstakri ánægju meö þaö aö Morgunblabiö sé á móti þessari ríkisstjórn. Því þaö bendir til aö hvaö svo sem um hana annars má segja, þá muni Framsóknar- flokkurinn vera þar svo fyrirferö- armikill aö öfgaleysi og mildi miöjustefnunnar ráöi úrslitum. Ríkisstjórn hægri frjálshyggju, sem hér hefur setib í fjögur ár og Morgunblaöiö mælir meb, hefur skilaö fólki vonbrigöum og vand- ræbum. Líkur eru á, aö ef ein- hverjum finnst slík stjórn góö, þá finnst þeim hinum sama þaö vont sem Garra finnst gott. Garri Klofið til að sameina Sameining vinstrimanna er einhver erfibasti höfuöverkur íslenskra stjórnmála allt frá því ab Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkurinn var stofnabur úr kommaflokki og klofningi úr Alþýbuflokki. Síban hafa vinstrimenn verib ab kljúfa sig úr hinum og þess- um vinstri flokkum til ab sam- einast öbrum vinstri flokkúm eba stofna nýja smáflokka til ab vinna ab sameiningu vinstri aflanna í landinu. Þessu nennir hver kynslóbin af annarri ab stússast í og kalla pólitík. Fáir eru eins illa haldnir af sameiningaráráttunni og Ólaf- ur Ragnar, sem klauf Möbru- vellinga út úr Framsókn til ab samsamast félagshyggju vinstri aflanna og lenti í Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna og síðan í kosninga- bandalaginu sem kallab var Alþýbubandalag og var mynd- ab úr alls kyns sameiningar- flokkum og baub núna síbast fram meb óhábum, sem sam- einubust móti Þjóbvaka og öbrum krötum. En Þjóðvaki var stofnabur til ab sameina vinstrisinnaba jafnabarmenn úr öllum flokk- um á móti Jóni Baldvini og öðrum íhaldsöflum. Á breiðum brautum Uppistaöan í kvennaflokkn- um var lengst af klofningur úr Alþýðubandalaginu og er flokkurinn nú farinn ab klofna inn í abra flokka, sem telja hann vinstrisinnaöan og því vel klofningshæfan. Tveir fyrrum varaformenn sósíalistaflokka eru kjarninn í Þjóðvaka, sem ætlaöi ab sam- eina sanna jafnaðarmenn á breiðum brautum félagshyggj- unnar, sem enginn getur út- skýrt af viti hvaðan koma og hvert liggja. Átti sameiningar- flokkurinn sá miklu fylgi ab fagna fram að kosningum, en þá var skoöanakannanafylgiö klofiö í fleiri áttir og lenti mestanpart meðal þeirra sem aldrei kenna sig vib jafnaðar- stefnu. í ljós kom eftir kosningar að Á víbavangi samanlagðir klofnings- og sameiningarflokkar nábu ekki fjörutíu af hundraöi atkvæða — og er þá Alþýðuflokkurinn talinn meb, en margútúr- klofnir sameiningarsinnar töldu hann ekki til framsækins félagshyggjuflokks fyrir kosn- ingar. En eftir ab kjósendur og Davíð höfnubu honum er hann boðinn velkominn í sameiningarskjóbuna. Meb klærnar úti Kratar, sem um páskahelg- ina töldu sig eiga samleið meb Sjálfstæðisflokknum einum af hugsjónalegum og sögulegum ástæbum, umhverfðust á einni nóttu í sameiningarflokk vinstri aflanna, eftir að flokk- arnir meb fjöldafylgiö fóru ab ræöa landsins gagn og naub- synjar upp á eigin spýtur. Fallinn krataþingmaöur seg- ir við Tímann ab nú eigi að vinna ab stofnun stórs jafnað- armannaflokks. í Alþýðublað- inu vitna fulltrúar allra sam- einingarflokkanna, að kvennaflokki meðtöldum, að nú sé orðið tímabært að fara ab sameina vinstri hugsjónir. Hugumstór Þjóðvakamaður komst ab því ab sameiningar- sinnar nái aldrei árangri fyrr en þeir krækja klónum saman. Þarna er haglega aö orði kom- ist, því löngum hefur þaö ver- ib höfuðeinkenni félags- hyggjuflokkanna aö læsa klónum hver í annan og rífa til sín eins og afl dugir til. Nú situr klofningsfólkið, sem ávallt þykist vera að sam- eina, á rústum gjöröa sinna — eba hugsjóna, ef einhver vill kalla það svo — og uppsker eins og sáð var. Fjórir máttlitl- ir og valdasjúkir smáflokkar, hver meb sínar sérþarfir og ósættanlegar sérviskur og hver um sig æpir ab nú sé rétti tím- inn til aö sameinast um hug- sjónir félagshyggjunnar. Sum- ir vilja samsamast Evrópusam- bandi á stundinni og aðrir telja þab landráð, sumir bibja um meira Nató, aðrir um að þjóbin segi sig úr samtökun- um eins og skot. En þetta eru aðeins utanríkismálin. Partur félagshyggjunnar heimtar einkavæðingu og að- hyllist óheftan markaðsbú- skap. Abrir innan hugmynda- fræðinnar telja opinbera forsjá og stofnanaveldi undirstöbu heilbrigbs þjóölífs. Þetta á nú allt ab sameina undir einum hatti, og lifi þeir þar í náðum Jón Baldvin og Steingrímur J. meb samanlæst- ar klærnar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.