Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. apríl 1995 11 Ferðamanna- frímerki FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Framhliö frímerkjaheftanna. INGEN RIKTIG SOMMAR UTAN VYKORT. Dtrt hár kortct oth hundratals andra Irln anno dazumal kommrr att finnas pi Postcns affisthrr i sommar. Skriv cn rad - gdr ni'n glad! The Stamp Center HerrFinnur Kolbeinsson P.O. Box 78 IS - REYKJAVIK ICELAND Fyrsta kortiö sem þekkt er til Islands. Rcekilega stimplaö eintak til kaupmanns í Sviþjóö. Það nýjasta í sérstökum gerðum frímerkja (kvittana til ab líma á bréf fyrir fyrirfram greiddum buröargjöldum) er komið á mark- aðinn. Þessi gerb frímerkja nefn- ist „ferbamannafrímerki". Það eru Svíar sem hafa fundið þetta upp, og þau eru eingöngu ætluð til nota af innlendum aðilum í útlöndum. Þann 13. desember síbastliðinn var hafin sala hjá póstinum í Sví- þjóð á ferðamannafrímerkjum fyrir sænska ferbamenn á fjórum Kanaríeyjanna. Þetta er einvörb- ungu þjónusta við Norðurlanda- búa, sem eru á ferð þarna og vilja að kortin til vinanna heima komi heim til þeirra á undan ferða- mönnunum sjálfum. Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja, að flest kort send frá suð- rænum ferðamannaslóðum koma langt á eftir ferðamönnun- um. Á þetta ekki aðeins við Kan- aríeyjar, heldur ekkert síbur Spán, Portúgal, Ítalíu, Grikkland og Tyrkland. Það er alveg sama þótt greitt sé A-buröargjald, kort- in fara í B-pósti og þá ekki endi- lega í flugi yfirleitt. Þetta hefir um árabil þótt ljótur ljóður á ferbamannaþjónustu suðrænna landa. En nú vonast Svíar til ab hafa fundið ráð, og ef þetta geng- ur vel, verður þjónustan tekin upp á fleiri ferbamannastöðum. „Vib erum í frjálsri sam- keppni," segir Thomas Sirén hjá Nordic Mail, sem er einkafyrir- tæki sænska póstsins. „Því tökum vib heim öll kortin með leigu- flugvélunum og dreifum þeim síðan um póstkerfi Norðurland- anna. Þar með eru allir ánægbir og það er aðalatriðið." Ef við settum upp svipað dæmi hér heima í skaflinum, þá gerðu til dæmis Flugleiðir, Úrval-Útsýn, Pósturinn og viðkomandi ferða- mannahótel og fararstjórar samning um að fararstjórarnir og hótelin seldu frímerkin, söfnubu svo saman kortunum og sendu þau heim í póstpoka með næsta leiguflugi. Þetta er í raun miklu auðveldara fyrir Svíana, sem hafa eitt eða fleiri flug á milli daglega. Það eru pósturinn og Scandinavi- an Leisure sem hafa myndað þetta samstarf. Þar að standa Ving og Always í Svíþjób ásamt Saga og Gulliver í Noregi. Frímerkjaheftin eru merkt „Tu- ristPorto" og „SVERIGE — DAN- MARK — NORGE — FINLAND". Af hverju litla ísland ekki fékk að vera meb veit höfundur ekki, þar sem þegar hafa borist svona kort til íslands. Gefin hafa veriö út 80,000 hefti, sem eiga ab reynslu- notast á næstu fjórum mánuð- um. í apríl er svo notagildið og reynslan fengin. Út frá því verður síðan fjallað um framhaldið. Far- arstjórar á Gran Canaria, Teneri- fe, Lanzarote og Fuerteventura selja heftin, safna saman kortun- um og sjá um heimsendinguna. Pósturinn selur hinsvegar ekki merkin og þau fást ekki í Svíþjóð, nema hjá frímerkjakaupmönn- um. Það eru fjögur myndefni á merkjunum. Flugvél er á sex merkjum af 12 í hverju hefti. Hin myndefnin eru: næturhiminn, dans og auðnin. Það voru ferða- þjónustuaðilarnir sem fóru fram á ab þessi þjónusta yrbi veitt, og um miðjan febrúar voru allir aðil- ar ánægðir með árangurinn. Fyrstu heftin voru seld suðurfrá þann 13. desember og í fyrsta fluginu, þann 19. desember, komu 104 kort með heim. Þar af var eitt til Noregs og nú hefir ís- land bæst í hópinn. Ekki er búist við neinum beinum hagnaði af þessari tilraun, heldur reiknast hún sem „public relations". Þess skal getið að frímerkja þarf hvert kort með tveim merkjum, en þau eru flutt þó abeins sé eitt merki á þeim. Ef gætt er ab því hver ástæðan kynni ab vera, má geta þess að þýski pósturinn hefir eigin póst- kassa á suðrænum ferðamanna- stöðum og tæmir þá og sendir heim til dreifingar. Þá annast DHL- og TNT-hraðpóstsfyrirtæk- in flutning póstkorta frá þessum stöðum og fara meb þau til Brus- sel, þar sem þau eru vélstimpluð og send áfram. En eru þetta þá í raun frímerki? Sem svar við þeirri spurningu tel ég ab rétt væri að leita til viðkom- andi pósts og taka mark á því ab þar eru þau kölluð „túrhesta- merki". Þá er áletrun þeirra að- eins: „Post Payé — Post Suéde". En þrátt fyrir allt, þá eru þetta sjálflímandi mibar sem setja þarf á umslögin, svo eru þau líka merkt sænska póstinum. Auk alls þessa hafa svo sum kortin verib stimplub, hvort sem þab er fyrir mistök. Þarna er sem sagt allténd um söfnunargrip innan póstflutn- inga að ræbg og svo sannarlega „nútímasöfnun" eða „modern filateli", eins og það er kallað. DAGBÓK ivjt\jvuuuuuvjwvjuui Fimmtudaqur 20 apríl 110. dagur ársins - 255 dagar eftir. 16. vlka Sólris kl.5.40 sólarlag kl. 21.16 Dagurinn lengist um 6 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, í Ris- inu kl. 13 í dag. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 á laugardagsmorgun. Húnvetningafélagib Félagsvist á laugardaginn kl. 14 í Skýrsla um samfélag, bók Tömasar Cannarsaonar, ar um teyndarbréf HmstaréHar, malnt lögbrot atstii embottlsmanna og bögn korflslns. Verð kr. 1.980. Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað í Félagsheimili Kópavogs annað kvöld, föstudag, kl. 20.30. Þöll og félagar leika fyrir dansi. Húsið öllum opið. Kvennakvöld á Feita dvergnum Kvennakvöldin á Feita dvergnum, þar sem fatafellar hafa tryllt kven- þjóðina, eru nú orðin þjóðkunn og er eftirspurnin orðin gríðarleg. Þess vegna sér Dvergurinn sér þann kost vænstan að efna til kvennakvölds föstudaginn 21. apríl næstkomandi. Það verður stór-hljómsveitin DBD, sem skemmtir íslenskum konum þetta kvöld, en hápunktur þess verður að sjálfsögðu nærvera hins limafagra fatafellis, sem áður hefur heiðrað kon- ur á kvennakvöldi með nærveru sinni og gert allt brjálað. Boðið upp á ...aukandi veitingar. Samkvæmið lokað karlmönnum frá 22- 24. Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur: Sígrún Hjálmtýsdóttir syngur meb kórnum Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ein- söng með Karlakór Reykjavíkur á vor- tónleikum kórsins, sem verða haldnir síöustu vikuna í apríl. Kórinn heldur fimm tónleika að þessu sinni. Þeir fyrstu eru í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði sunnudaginn 23. apríl kl. 20. Síðan verða fernir tónleik- ar í Langholtskirkju í Reykjavík: mánudaginn 24. apríl, miðvikudag- inn 26. apríl og fimmtudaginn 27. apríl, allir kl. 20, en lokatónleikarnir verða laugardaginn 29. apríl kl. 16. í ár eru merk timamót í sögu Karla- kórs Reykjavíkur, því að 8. apríl voru liöin 100 ár frá fæðingu Sigurðar Þórð- arsonar tónskálds, stofnanda kórsins og söngstjóra um áratuga skeið. Kórfé- lagar heiðra minningu Sigurðar með því að syngja sex lög eftir hann á þess- um vortónleikum. Einnig verða sungin lög eftir önnur íslensk tónskáld: Karl O. Runólfsson, Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kalda- lóns og Þorkel Sigurbjörnsson. Af er- lendum höfundum má nefna Beetho- ven, Bruckner, Dvorák, Gounod og Verdi. Stjómandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson og undirleikari á tónleikunum er Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Patrick Huse sýnir í Hafnarborg Laugardaginn 22. apríl verður opn- uð í Hafnarborg í Hafnarfirði sýning á verkum norska listamannsins Patricks Huse. Sýningin ber yfirskriftina Nor- rænt landslag og á henni verða olíu- myndir, myndir unnar með blandaðri tækni og litaþrykk. Sýningin mun standa til 8. maí. Meöan á sýningunni stendur — laugardaginn 29. apríl kl. 10.30 — verður haldið málþing í Hafnarborg þar sem landslagsmálverk verða tekin til umfjöllunar. Meðal þátttakenda á málþinginu verða Aðalsteinn Ingólfs- son, Mikael Karlsson heimspekingur, Öystein Loge listfræðingur, Folke Ed- wards fyrrverandi safnstjóri og Jón Proppé gagnrýnandi. Málþingið verð- ur öllum opið. Ný sýning í Sigurjóns- safni Laugardaginn 22. apríl verður opn- uð ný sýning í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar á Laugarnesi, sem ber heitið „Þessir kollóttu steinar". Hér er um að ræöa sýningij á völdum andlitsmynd- um eftir Sigurjón og er þetta í annað sinn, sem efnt er til slíkrar sýningar á vegum safnsins. Þessi sýning spannar nær 50 ára tímabil í listsköpun Sigur- jóns. Á meðan á sýningunni stendur verður aðstaða til að skoða mynd- bandið „Þessir kollóttu steinar", sem einnig er til í enskri útgáfu. Fram til 1. júní verður safnið opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tekið er á móti' hópum utan opnunartímans eftir nánari sam- komulagi. APÓTEK Kvöld-, nælur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk frá 14. tll 20. aprll er I Ingólfs apótekl og Hraunbergs apótekl. Þaó apótek sem tyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar Isfm 118888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er sfarfrækf um helgar og á stórhátíóum. Simsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og fil skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búóa. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió í því apóteki sem sér um þessa vörslu, ti! '1 19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00- 21.00. Á öórum tímum e lyfjafrasóingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar í síma 22445. Apótek Keflavíkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga ki. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opió til kl. 18.30. Opiðerálaug ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekió er opió rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: l.april 1995. Mánaðargrelðslur f.aprll l.maf Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 13.513 1/2 hjónalifeyrir 12.162 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 24.862 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþ. 25.558 Heimilisuppból 8.451 Sérstök heimilisuppbót 5.814 Barnalífeyrir v/1 barns 11.288 Meðlag v/1 bams 11.288 Mæðralaun/feóralaun v/1 barns 1.096 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna 5.480 Mæðral./feóral. v/3ja barna eóa fl. 11.836 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaóa 16,932 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mán. 12.695 Fullur ekkjulifeyrir 13.513 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 16.932 Fæóingarstyrkur 27.498 Vasapeningar vistmanna .11.146 Vasapeningar v/sjúkratrygginga 11.146 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.152.00 Sjúkradagpeningar einstaklings 577.80 Sjúkradagp. f. hvert barn á framf. 157.20 Slysadagpeningar einstaklings 730.30 Slysadagp. f. hvert bam á framf. 157.20 12.921 11.629 23.773 24.439 8.081 5.559 10.794 10.794 1.048 5.240 11.318 16.190 12.139 12.921 16.190 26.294 10.658 10.658 1.102.00 552.00 150.00 698.00 150.00 Bætur almannatrygginga og bæfur samkvæmt lögum um félagslega aðstoó hafa hækkað um 4,8%. Hækkunin er afturvirk til 1. mars. Bætur sem greiddar verða út nú eru því hærri en 1. maí. GENGISSKRÁNING 19. apríl 1995 kl. 10 ,54 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gengi skr.fundar Bandarfkjadollar 62,42 62,60 62,51 Sterlingspund ....100,72 100,98 100,85 45,46 45,64 11,651 45,55 11,632 Dönsk króna ....11,613 Norsk króna ....10,158 10,192 10,175 Sænsk króna 8,558 8,588 8,573 Finnsktmark ....14,761 14,811 14,786 Franskur franki ....12,950 12,994 12,972 Belgfskur franki ....2,2273 2,2349 2,2311 Svissneskur franki. 55,48 55,66 55,57 Hollenskt gyllini 40,89 41,03 40,96 Þýsktmark 45,81 45,93 45,87 ítölsk líra ..0,03647 0,03663 6,532 0,03655 6,520 Austurrískur sch ...Ú6.508 Portúg. escudo ....0,4321 0,4339 0,4330 Spánskur peseti ....0,5046 0,5068 0,5057 Japansktyen ....0,7642 0,7666 0,7654 írsktpund ...103,63 104,05 103,84 Sérst. dráttarr 99,24 99,64 99,44 ECU-Evrópumynt 83,85 83,13 83,99 Grfsk drakma ...0,2803 0,2813 0,2808 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MIJNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.