Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 10
10 ffly Fimmtudagur 20. apríl 1995 Matthías Sœvar Lýösson: Umhverfisverkefni UMFI Máltækiö segir að lengi taki sjórinn við. Satt er það og hann er meira að segja tilbúinn að skila sumu af því aftur. Ef farið er með ströndum fram, blasir vib alls konar rusl, allt frá slitnum inniskóm og höfuð- lausum barbídúkkum að heilum og hálfum trollum og umbúbum vandlega merktum því skipi þar sem ruslið var látib gossa út um ruslalúguna. Fyrir þrem til fjórum árum var gert verulegt átak gegn því að henda rusli í sjóinn. Með samstilltu átaki sjómanna, útgerða og sveitar- félaga náðist árangur. Ég varð var við það, enda bý ég við sjóinn. Á sama hátt er mér ljóst ab sótt hefur í sama farið. Nú er þetta bara mín skoðun, þetta er bara þab sem ég sé og þreifa á. Og ég ásaka engan. Ef til vill getur verib aö mönnum hafi ekki verib haldið við efnið. Þegar slakað var á áróðri gegn reykingum í grunnskólum, fóru þær strax ab aukast aftur. Var ef til vill slakaö á í umgengn- inni við hafið? Héldu menn að ástandið hefði lagast í eitt skipti fyrir öll? Til að ná árangri í um- hverfismálum þarf að vinna stöð- ugt að þeirri vitundarbreytingu hjá hverjum einstaklingi, ab hann einn beri ábyrgð á eigin gjörðum. Það er á valdi hvers og eins hvort hann umgengst umhverfi sitt eins og það sé einnota, stráir rusli í kringum sig, mengar og sóar þeim auðlindum jarðar sem ekki endur- nýjast, eða hvort athafnir hans markast allar af þeirri vitund að græðgi, sóun, uppfylling gerviþarfa séu höfuðsyndir, en nýtni og að ganga aldrei svo á auðlindir að þær endurnýist ekki séu höfuðdyggðir og undirstaða framhaldslífs mannsins á jörðinni. Á þessu ári gangast ungmennafé- lögin í landinu fyrir viðamiklu um- VETTVANCUR „ Vonandi taka sem flestir þátt í þessu verki með okkur og ganga í flokk með strandvörðum íslands og verða þar áfram, allt þar til þeir verða óþarfir. Til að verða strandvörður í þessum hóp er ekkert skilyrði að ganga um með flotholt og í rauðum sundfótum með undar- lega mikið brjóstmál." hverfisverkefni. Samstarfsaðilar UMFÍ að þessu verki eru Umhverf- isráöuneytib, Bændasamtök ís- lands og Samband íslenskra sveitar- félaga. Höfuðmarkmið verkefnisins er að efla vitund almennings og ábyrgð sérhvers einstaklings á að bæta umgengni vib umhverfi sitt og virkja einstaklinga til að bæta umgengni við hafiö, strendur, ár og vötn. Það má skipta þessu verki í tvo meginþætti. Ánnars vegar eru haldin fræðsluþing á átta stööum víðs vegar um landib. Hins vegar hreinsunarátak undir forystu ung- mennafélaga um allt land. Fyrir- hugað er ab hreinsa strendur lands- ins og meðfram ám og vötnum. Líka á að skrá hverskonar rusl á hverju svæði. Þótt ungmennafélögunum sé ætlað að hafa veg og vanda af fram- kvæmd verkefnisins „ Umhverfii í okkar höndum", eru allir sem vilja uppræta ósómann boðnir vel- komnir til samstarfs. Hópar á vinnustöðum, unglingar í vinnu- skólum og fjölskyldur, þab er bara aö hafa samband við næsta ung- mennafélag. Það er ætlun okkar ungmennafélaga að reyna eftir bestu getu að skrásetja og flokka þaö rus| sem upprætt verður í sum- ar á ströndum og vatnsbökkum. Það er gert til að reyna að greina hvaðan ruslið kemur; ekki til aö hengja neinn, heldur til að aub- veldara verði að koma í veg fyrir að það berist út í náttúruna. Slík flokk- un auðv'eidar líka ýmislegt annað, svo sem aö greina neyslumunstur og komast eftir hvort mikið af alls konar umbúðadóti er ekki í raun óþarft. Með slíkri skrásetningu má komast ab ýmsu fleira; t.d. slitrum og hlutum úr trollum, sem eru með hreinan skurð á jöbrum, hefur trú- lega verið hent í hafið. Annar höfuðþáttur verkefnisins, fræðsluþingin sem haldin verða víða um land, eru nú að hefjast. Reyndar hófst verkefnib formlega meb fræðsluþingi þann 26. febrúar síðastliðinn. Næstu tvö verba hald- in: fyrir Norðurland eystra föstu- daginn 21. apríl kl. 20.00 í Blóma- skálanum Vin, Eyjafjarðarsveit, og fyrir Norðurland vestra og Strandir í félagsheimilinu á Blönduósi laug- ardaginn 22. apríl kl. 14.00. Á þess- um fræðsluþingum og þeim sem eftir fylgja verður fjallab um um- hverfismál í víbum skilningi og tekið mib af aöstæðum í hverjum landshluta og umræbuefni valin í samræmi við þær. Á fræðsluþingi Norðurlands eystra verður m.a. fjallað um verðmæti í húsasorpi og endurvinnslu, en á Akureyri er öfl- ugt fyrirtæki sem unnið hefur merkt starf á þessu sviði. Á fræðslu- þingi Norðurlands vestra mun m.a. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur fjalla um lífrænan búskap, reglur og framtíðarmöguleika á því sviði. Öskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA Austurvegi 65, 800 Selfoss. Sími 482-1600 Á þeim fræðsluþingum, sem á eftir fylgja, mun á sama hátt verða tekið á málum sem snúa að umhverfis- og náttúruvernd og snerta á beinan hátt íbúa viðkomandi landshluta. Á öllum fræösluþingunum mun fulltrúi Umhverfisrábuneytisins ræða um þróun umhverfismála og hugtakið sjálfbær þróun og að sjálf- sögbu verður gerð grein fyrir skipu- lagi og framkvæmd verkefnisins Umhverfið í okkar höndum. Ung- mennafélagar, sveitarstjórnar- menn, bændur, sjómenn og allir þeir, sem áhuga og vilja hafa til að kynna sér þessi mál og taka þátt í stefnumótun þeirra, eru hvattir til ab koma á fræösluþingin. Þegar ég sem óbreyttur félagi í mínu ungmennafélagi velti fyrir mér tilgangi þessa verkefnis, þá verður mér ljóst að hann er marg- þættur. í fyrsta lagi er auðvitað ver- ið að hreinsa strendur og mebfram ám og vötnum, fjarlægja allt sem ekki flokkast undir verðmæti (reka- viður er mikib verðmæti), fjarlægja slysagildrur svo sem bílhræ, girnis- flækjur og eiturefni og benda á það sem betur má fara, s.s. ástand sorp- hauga og fráveitumála. Þegar því er lokið höfum við breytt ásýnd fjör- unnar og vatnsbakka (að minnsta kosti í bili), vonandi til þess horfs að við getum kinnroðalaust gengið þar um með gestum okkar og ferða- fólki. í öðru lagi er tilgangurinn sá í b reyna að greina uppruna ruslsins, hvaðan það kemur og af hverju því var hent. Ef þetta tekst, þá hlýtur það að leiða til þess ab auðveldara verði ab beisla upptökin. Ef til vill bjóða sveitarfélög ekki nógu góða aðstöðu til að losna við úrsér- gengnar vélar, ónýt veiöarfæri og annað slíkt. Sjómenn koma ekki meö sorpið í land eða bændur hirða ekki um rúlluplast og úrsér- gengnar girðingar. Ef svo er, er ekki tilgangur verkefnisins að áfellast, heldur leita leiða til lausnar. í þriðja lagi er tilgangurinn sá að þátttakendum verði ljóst hvaða verömæti eru víða á fjörum lands- ins. Verömætin eru ekki bara í líf- ríki fjörunnar, fegurð hennar eða hrikaleik, heldur líka t.d. í reka- viðnum sem víða liggur í bunkum. Á meðan blómlegur innflutningur er á timbri eru hundraða milljóna króna virbi af viði að grotna niður á fjörum landsins, engum til gagns. Þetta er ekki hér sett á blað til að gera lítið úr þeim sem hirða þessar nytjar af alúð og natni, heldur til ab benda á að hér er mikib verk óunnið. I fjórða lagi er tilgangurinn ekki síst sá að slíkt verkefni eflir með fé- lögum ungmennafélaganna sam- heldni og félagsanda. Ég er sann- færöur um og veit reyndar af eigin reynslu að slíkt sameiginlegt átak ab góbu málefni veitir fólki innri glebi og gerir þab yonandi að örlítið betri manneskjum. Vonandi taka sem flestir þátt í þessu verki með okkur og ganga í flokk með strand- vörðum Islands og verða þar áfram, allt þar til þeir veröa óþarfir. Til að verða strandvörður í þessum hóp er ekkert skilyrði að ganga um með flotholt og í rauðum sundfötum með undarlega mikið brjóstmál. Og í fimmta lagi er höfuðtilgang- ur umhverfisverkefnis UMFÍ Um- hverfið í okkar höndum. Yfirskrift þess gefur tilvísun um hvað það er. Það er að kalla okkur öll og hvert og eitt til vitundar um ábyrgb okkar á lífinu á jörðinni og lífi jarðarinnar. Mannkynið hefur gengið þannig um bústað sinn, jörðina, að alls er óvíst að dvöl okkar hér verbi mikið lengri. Vib skulum taka nokkur dæmi af því hvernig ástandið í jarðarbúskapnum er. Stööugt er verið ab ganga á kolefnisorkugjafa: olíu, kol og gas. Með sömu orku- notkun munu þekktar birgðir á þrotum eftir 50-60 ár. Vert er ab benda á að engir orkugjafar hafa enn sem komið er getað leyst kol- efnisorkugjafana af hólmi. Annað hvort fylgja þeim óleyst vandamál, s.s. kjarnorkunni, eða ekki er til nógu mikið, s.s. af vatnsorku. Og í hvað er mest af þessari orku notað? Jú, í flutninga, til að flytja vörur og hráefni fram og til baka. Það er ein af undirstöðum viðskiptabanda- laga og ríkjasamsteypna að hafa frelsi í viðskiptum og flutningum. Hvers virði verbur þab frelsi, þegar orkuskorturinn er orðinn stað- reynd? En þab er sjálfsagt óþarfi aö hafa áhyggjur af þessu, því að ábur en til orkuskorts kemur munu hin svokölluöu gróðurhúsaáhrif hafa gjörbylt Ioftslagi jaröarinnar með þeim skelfilegu afleiðingum sem svo víða hefur verið lýst að ekki er á það bætandi hér. En til hvers aö hafa áhyggjur af þessu þegar annað er nærtækara? í gögnum Matvælastofnunar Sam- einuðu þjóðanna má finna upplýs- ingar um að: 70% fiskistofna eru ofnýttir, flatarmál ræktunarlands dregst saman og uppblástur er geig- vænlegt vandamál og þeim munn- um, sem þarf að metta á jörðinni, fjölgar stöðugt. Nú hugsib þið ef til vill, að þessi vandamál séu svo risa- vaxin og fjarlæg að við getum ekki haft þar nein áhrif til lausnar. Þab er rangt, þab geta allir haft áhrif og við verðum hvert og eitt að byrja á ab taka til í eigin ranni, hugsa á þessa leib: Hvað get ég gert til að bæta ástandið? Ég minnist þess ab eitt sinn fór ég í fjárleitir. Uppi á heiðinni sytr- aði vatn á milli steina og leitaði undan hallanum. Þessar sytrur breyttust smám saman í fjörugan læk, sem brátt gekk í félag við aðra læki. Og síðla dags að lokinni langri göngu stóð ég við árósinn og horfði á vatnsflauminn byltast til sjávar í óstöbvandi straumi. Ég trúi því, að ef hver einstaklingur reynir af bestu getu að lifa í sátt við jörð- ina og lífið, muni sameiginlegur vilji þeirra verða að þeim þunga straum, sem smám saman ber okk- ur frá þeim geigvænlegu umhverf- isvandamálum sem nú grúfa yfir jörðinni. Til að svo megi verba þarf auðvitað að leiðbeina fólki að þeim farvegum sem leiða ab þessum markmiðum. Á þessu ári, Náttúruverndarári Evrópu, mun Ungmennafélag ís- lands með umhverfisverkefninu leggja sitt af mörkum, bæði meb fræðslu og því ab gefa fólki kost á að taka þátt í sameiginlegu strand- hreinsunarátaki. Þetta verkefni er hvorki upphaf né endir á vinnu ungmennafélaga að þessum mál- um. Bæði heildarsamtökin og ein- stök ungmennafélög hafa beitt sér á undanförnum árum, t.d. með hreinsunarátökum og Iandgræðslu og skógrækt. Ég vonast til ab sem flestir taki þátt í umhverfisverkefni UMFÍ á komandi sumri, sér til gagns og glebi. Höfundur er stjórnarmabur f Ung- mennafélagi Islands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.