Tíminn - 20.04.1995, Page 8

Tíminn - 20.04.1995, Page 8
8 WtWNtU Fimmtudagur 20. apríl 1995 UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. Rússnesk glæpa- starfsemi verour markvissari Moskvu - Reuter Samkvæmt upplýsingum frá rússneska innanríkisráðuneytinu eru glæpamenn í Rússlandi farn- ir að beita „skynseminni" í ríkari mæli en áður gerðist. Með þessu er einkum átt við að „efnahagsglæpir" á borð við ólögleg gjaldeyrisviðskipti og skjalafalsanir hafa aukist. Slíkir glæpir eru orðnir skipulagðari og markvissari en áður og einkenn- ast meira af fagmennsku, eins og komist er að orði í skýrslu innan- ríkisráðuneytisins frá því á þriðjudaginn. Á fyrsta ársfjórð- ungi 1995 er vitað um 60.648 slíka glæpi, sem er 31,7 prósent aukning frá síðasta ári. l>ar af telj- ast 16.297 vera alvarlegir glæpir. Ertandi gas veldur enn usla í Japan Yokohama - Reuter í gær voru nærri 300 farþegar fluttir á sjúkrahús eftir að hafa komist í snertingu vib ertandi gas í járnbrautarlest og á brautarpöll- um í Yokohama. Lögreglan telur að um verknað af mannavöldum sé ab ræða. Ekkert bendir þó til.að at'buröurinn tengist trúarsöfnub- inum Aum Shinri Kyo. Lögreglan segir að gasinu hafi verib dreift nánast á sama tíma bæði í einum lestarvagni og í lest- argöngum við aöallestarstöð Yokohama um kl. eitt eftir há- degi. Lestin hélt áfram og kom við á þrem lestarstöðvum áður en kallab var á aðstoð og neyðar- merki gefið, enda þótt farþegar hefðu á öllum stöðvunum keppst ERT ÞU AÐ TAPA RÉTTINDUM? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1994: Almennur lífeyrissj. iðnaðarmanna Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður Suðurnesja Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Fáir þú ekki yfirlit en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyr- issjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma- marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkom- andi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli ið- gjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyris- sjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. við að komast út úr vagninum. Þeir sem urðu fyrir gasinu kvörtuðu undan sviða í augum, særindum í hálsi og flökurleika. Enginn þeirra missti meövitund. „Ég fann fyrir sárum verk í hálsi. Aörir farþegar fóru líka að hósta," sagði Yasuyo Saigenji, 21 árs. Annar farþegi, Tsuneyuki Sakam- oto, sagðist ekki hafa séð neitt grunsamlegt í lestarvagninum. Sértrúarhópurinn Aum Shinri Kyo, sem talinn er hafa borib ábyrgö á gasárásinni í Tokyo 20. mars síðastliðinn, gaf strax út yf- irlýsingu þar sem því er eindregið neitaö að hann hafi átt nokkurn þátt í þessu atviki. Ekkert bendir heldur til þess að atvikið í gær tengist á nokkurn hátt árásinni í Tokyo, þegar 12 manns létu lífið og meira en 5.000 særðust. No- bukatsu Takasu, yfirmaður á slysadeild í Tokyo, segir ólíklegt að sarín eba önnur hernaðargös hafi verið notuð. Lögreglan segir aö enginn hafi lýst sig ábyrgan á verknaðinum og að ekkert sé enn vitað um það hvernig að honum var staðið. Svo viröist sem gasið í lestinni hafi borist út um loftræstingarkerfi sem fór í gang fyrst í gær þegar hlýna tók í veðri. ■ Klaus Kinkel, utanríkis- ráöherra Þýskalands: Fríverslunarsvæði Evr. og N-Ameríku Bonn - Reuter Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Evrópa og Norður-Ameríka ættu að taka höndum saman og setja á stofn frí- verslunarsvæði sem nær til beggja heimsálfanna, „Trans-Atlantic Free- Trade Area" eða TAFTA. Þá hvatti Klaus Kinkel Bandaríkin ennfremur til að afsala sér ekki pól- itísku forystuhlutverki sínu í heim- inum, þau megi ekki einangra sig heldur þurfi Evrópa og Bandaríkin að efla enn frekar samvinnu sína. TAFTA á að vera næsta skrefiö eft- ir að GATT-viðræðunum lauk með góðum árangri í Uruguay í upphafi ársin, sagði Kinkel, en bætti því við að það myndi að sjálfsögðu taka mörg ár aö gera þetta markmib að veruleika. ■ Bréfberi í Austurríki: Setti póstinn í endurvinnslu Vín - Reuter Bréfberi nokkur í Austurríki hefur viðurkennt að hafa hent hundruðum bréfa í staðinn fyrir að koma þeim til skila. Hann ber því við ab vinnuálagið hafi verið meira en hann réð við. „Ég var bara sendur út með póstinn án þess að fá nokkra þjálfun og álag- ið var hreinlega alltof mikið," sagöi bréfberinn. Hann fór fram á tekið verði til- lit til þess í dómi að hann hafi hent bréfunum í endurvinnslu- gám fyrir pappír. Ef hann hefði ekki verið svo samviskusamur aö gera það hefbi sennilega aldrei komist upp um atvikið. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í héraðs- dómi í Graz. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.