Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 20. apríl 1995 Hvab segja þingmenn um verbandi stjórn og stjórnarandstöbu? Valgeröur Sverrisdóttir, þingmaöur: Einar K. Guöfinnsson þingmaöur: Ánægja og til- hlökkun Ekki óskastaðan „Mér líst bara vel á væntanlega stjórnarmyndun Framsóknar og Sjálfstæðisflokks," segir Val- gerbur Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins á Norburlandi eystra. Hún segir ab mibab vib úrslit alþingiskosningana þá væri eng- in annar betri kostur í stöbunni en ab þessir tveir flokkar mynd- ubu ríkisstjórn. Valgerbur segir ab þab heföi því ekki komib sér á óvart að þessir flokkar tækju hóndum saman. Hún segist hafa sagt við sjálfa sig daginn eftir kosningarnar að þetta yrbi niður- staðan. Valgeröur segir aö menn hafi miklar væntingar til væntanlegs stjórnarsamstarfs og framsóknar- fólk hafi fullan áhuga á því aö taka þátt í ríkisstjórn. Hún segir ab úr því ab ekki var kostur á aö mynda vinstri stjórn, þá sé þetta ágætis niðurstaða ab mynda stjórn með sjálfstæbismönnum. „Ég hef trú á því aö þetta verði sterk stjórn sem muni geta skilað ýmsu góbu til þessa þjóðfélags," segir Valgeröur. Hún segir að þaö sé skylda flokksins ab reyna stjórnarmyndun í ljósi þess sig- urs, sem hann vann í nýafstöðn- um' kósningum. Valgerður segist ekki geta túlkað þennan sigur öbmvísi en ab þjóbin vilji að Framsóknarflokkurinn taki þátt í landsstjórninni. Síban muni það bara koma í ljós hvort flokkurinn muni hagnast á því eba ekki. ■ Svavar Gestsson þingmaöur: Óþægileg tilhugsun „Eg hef auövitab áhyggjur af þessu og þaö er í raun og veru óþægileg tilhugsun ab íhöldin í landinu séu leggja saman," segir Svavar Gests- son þingmabur Alþýbu- bandalags og óháöra . Svavar segir að áhyggjur sín- ar vegna væntanlegs stjórnar- samstarfs Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks séu ekki af flokks- legum rótum heldur miklu fremur vegna alþýbu landsins og þess fólks sem fráfarandi ríkisstjórn lagði í einelti með atvinnuleysi og fátækt. Hann segir að samstarf þess-' ara flokka hafi ekki komið sér svo mjög á óvart. í því sam- bandi minnir hann á aö í vet- ur sem leið hefbi hann sagt í viðtali á Stöð 2 að „Framsókn- arflokkurinn væri greinilega að snyrta á sér hægri vang- ann". Svavar segir að þá hefði allt oröið vitlaust og þá aðal- lega í Framsóknarflokknum og m.a. hefði Páll Pétursson þá sagt: „Það eru engin takmörk fyrir þeirri lýgi sem lekur út úr kjaftinum á Svavari Gests- syni." Svavar segir ab því mið- ur hefbi hann haft það á til- finningunni að miðjuskil- greining Halldórs Ásgrímsson- ar þjónaði þeim tilgangi ab Framsókn gæti alveg eins fariö þá leið sem virðist blasa við, þ.e. í stjórnarsamstarf meö Sjálfstæðisflokknum. Hann segist óttast aö sú stjórn sem verið sé að koma saman muni sitja út kjörtímabilið. Að- spurður hvort væntanleg stjórnarandstaða muni jafnvel nota tímann til að undirbúa frekara samstarf í anda R-list- ans segir Svavar að „aðalatrið- ið sé ab gera eitthvað, en tala kannski minna. Það eru verkin sem skipta máli," segir Svavar Gestsson. ■ „Ég verb nú ab játa þab svona fyrirfram ab stjórn Framsóknar og Sjálfstæbis- flokks er ekki óskastaðan. En ég vil skoba þab fordóma- laust," sagbi Einar K. Guö- finnsson, þingmabur sjálf- stæbismanna á Vestfjörbum. Hann sagðist lítiö geta tjáð sig að svo stöddu um stjórnar- myndunarviðræður flokkanna vegna lítillar vitneskju um málið. Hinsvegar hefði fréttin um samstarf þessara flokka komib sér frekar á óvart. Einar K. segir að afstaða sín til vænt- anlegrar ríkisstjórnar muni mótast fyrst og fremst af iani- haldi málefnasamnings flokk- ana. En eins og kunnugt er þá iýstu frambjóðendur flokksins fyrir vestan því yfir í kosninga- baráttunni að þeir myndu ekki styðja þá stjórn sem héldi fram óbreyttri fiskveiðistjórn- un, og hefur sú afstaða ekkert breyst að sögn Einars K. Hann segir þab ofmælt sem fram hefur komið að þing- menn flokksins í Vestfjarða- kjördæmi og Sturla Böðvars- son þingmabur flokksins á Vesturlandi séu ab leggja loka- hönd á sérstakan sjávarútveg- spakka sem ætlunin sé að leggja fyrir þingflokk sjálf- stæðismanna á morgun, föstu- dag. „Við erum bara margir þing- menn sem erum að ræða sam- an," segir Einar. Össur Skarphéöinsson umhverfisráöherra sér kosti viö aö fara í stjórnarandstööu: Munum safna þrótti „Vib höfbum pata af þessu strax á fimmtudaginn, ég er hissa á hvab fjölmiblarnir tóku seint vib sér," sagbi Össur Skarphébinsson um stjórnarmyndunarvibræbur Sjálf- stæbisflokks og Framsóknar- flokks. Össur segir ab veikleikar stjórnar- samstarfs Alþýbuflokks og Sjálf- stæbisflokks hafi ekki síst verib inn- J/FJ/1, £6G£#T AiW/V. \OMHDI FR JÓT ÖJlDVlN 3Ú/NA/ AÐ þ/)KM ÞÉX TVRIN an Sjálfstæbisflokksins. Davíb hafi ýjab ab því ab erfibleikarnir væru innan Alþýbuflokksins. Vib þab könnubust kratar hins vegar ekki. „Þab er ljóst ab veikleikarnir voru margir hjá Davíb. Hann hafbi átt í erfibleikum meb ýmsa þingmenn á kjörtímabilinu. Þeir koma jafnvel efldir til þings meö dömu upp á arminn," sagbi Össur og vísaöi þar til Egils bónda á Seljavöllum sem mætir nú meb Arnbjörgu Sveins- dóttur sér vib hliö til þinghaldsins sem þingmabur Austfirbinga. Þá væri ljóst ab Davíö vildi geta hreyft til rábherra, en þab hafi veriö ómögulegt þar sem þab valt á at- kvæbi þeirra hvort stjórnin héldi velli eöa ekki. Því hafi Davíö verib óhægt um vik aö koma fram þeim breytingum sem hann vildi gera á ráöherraliöinu. „Aö vísu held ég ab þessar óvæntu vendingar gefi nú þessum mönnum sem hann vildi sjá hreyf- ast á taflboröinu, færi á aö ná vopn- um sínum, og óljóst hvort honum tekst þab í fyrstu atrennu. En þetta tel ég aö hafi valdiö miklu um af- stööu Davíbs. Ab ööru leyti segi ég ab svona er einfaldlega gangvirki stjórnmálanna, þab er vib öllu ab búast," sagöi Össur. Össur sér fram á rólegri tíö eftir rúmlega tveggja ára starf sem um- hverfisrábherra. „Fyrir Alþýöuflokkinn er þab ekki slæmur kostur miöaö viö út- komu kosninganna ab fara í stjórn- arandstööu og safna þrótti og end- urnýja sig. Þaö gefur kost á ab fara yfir málin, skoba þau frá öörum sjónarhóli, safna nýjum liösmönn- um, og byggja upp innviöi hreyf- inga sem ekki hefur gefist rábrúm til þegar flokkurinn sinnir land- stjórninni. Ég tel ab hræringum hins íslenska flokkakerfis sé fráleitt lokiö. Þessi niburstaba meb stjórn- armyndun mun frekar ýta undir gerjunina." Össur segir aö sagan segi ab þaö hafi reynst pólitískri heilsu Alþýöu- flokksins erfitt aö starfa langtímum saman meö Sjálfstæöisflokknum í ríkisstjórn. „Ég tel því miöur ab þessi stjórn muni ekki reynast landi og þjób farsæl. Hins vegar óska ég þeim sem ab henni standa alls hins besta og vona ab þeir vinni landi okkar vel," sagöi Össur Skarphéöinsson aö lokum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.