Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. apríl 1995 SÍMI9I 7 Sorpa: Móttökugjald af bylgju- og dagblaðapappír fellt nibur Stjórn Sorpu ákvaö á fundi sín- um í síöustu viku ab feila nib- ur móttökugjald af flokkuöum dagblaöapappír og bylgju- pappa, en hingaö til hefur gjaldiö veriö 2,36 kr. á hvert kíló. Þá var einnig ákveöiö aö greiöa 0,5 kr. fyrir kílóib af bylgjupappa, ef magn nær 250 kg eba meira í hvert sinn. Ög- mundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir þetta tímamótaákvöröun, sem hægt sé aö taka vegna stór- hækkaös verös sem fáist fyrir pappír til endurvinnslu. Aflabrögb í sl. marsmánuöi einkenndust af ágætri lobnu- veiöi og miklum samdrætti í þorskveibum. Áframhaldandi aukning var í rækjuafla og sömuleiöis var ýsuafíi um eitt þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt bráöabirgöatölum Fiskifélags íslands um fiskafla í sl. marsmánuði varö heildarafli landsmanna 328 þúsund tonn, samanborið viö 277 þúsund tonn í fyrra, eða 18,4% aukn- ing. Þar munar mest um aukinn loðnuafla, eða 273 þúsund tonn á móti 206 þúsund tonnum í sama mánuði í fyrra. Þá var ýsuafli rúmlega 9 þús- und tonn, miðað við rúm 8 þús- und tonn í mars í fyrra. Sömu- leiðis var afli steinbíts og grá- lúðu meiri í sl. mánuði en í fyrra. Afli annarra botnfiskteg- unda var töluvert lakari í ár en í fyrra. M.a. veiddust aðeins 18.600 tonn af þorski á móti 24.700 tonnum í fyrra, eða 24,7% samdráttur á milli ára. Þorskafli fyrstu þrjá mánuði árs- Ögmundur segir þetta náttúr- lega fyrst og fremst koma fyrir- tækjunum til góöa, þar sem ein- staklingar hafa þegar getað komiö pappírnum á móttökustöðvarnar án endurgjalds. Hann segist von- ast til þess að fyrirtæki fari í aukn- um mæli að flokka pappírinn frá ööru sorpi, en hingað til hafi þau ekki séð ástæöu til þess. Ástæðan er sú að fyrir óflokkað sorp hafa þau greitt 5 kr. á kg, í stað 2,26 kr. fyrir flokkaöan pappír, sem þeim hafi fundist of lítill, en er þó meira en helmings munur. Varðandi það hvort fleiri skref ins nemur um 49 þúsund tonn- um á móti 62 þúsund tonnum í fyrra. Rækjuafli marsmánabar nam um 6 þúsund tonnum á móti um 5 þúsund tonnum í sama mánuði í fyrra. Fyrstu þrjá mán- Rökkurkórinn í Skagafirði, sem er blandabur kór, hélt söng- skemmtun í kirkjunni á Sauðár- króki á annan páskadag. Á söng- skránni voru 14 lög — að mestu skagfirsk, þar sem 11 lög og ljóð á söngskránni vom eftir skag- firska höfunda. Á söngskránni vom lög eftir hin þekkm tónskáld Eyþór Stef- ánsson, Pétur Sigurðsson og Jón Björnsson. Gestasöngvarar með verði stigin í þessa átt, varðandi önnur efni, segir Ögmundur að sambærilegar aðstæður séu fyrir hendi varðandi málma. Verö á málmum til endurvinnslu sé mjög hátt, en af einhverjum orsökum sé það ekki gert sem skyldi að flokka málma til endurvinnslu. Um aðra þætti sé erfitt að segja, enda virð- ast forsendur breytast ört. Ög- mundur bendir á það sem dæmi að hann hefði ekki getað látið sig dreyma um það skref, sem nú hef- ur verib stigið, fyrir nokkrum mánuðum. Eins og við sögðum frá á dögun- uði ársins hafa veiðst um 14 þúsund tonn af rækju, saman- boriö vib rúm 11 þúsund tonn í fyrra. Þetta er um 23,9% meiri afli á milli ára, en verðmæta- aukningin er nokkru meiri, eða 26,5%. ■ Rökkurkórnum vom þau Jóhann Már Jóhannsson ogjóna Fanney Svavarsdóttir, Jóhannssonar Konráðssonar. Þau sungu ein- söng og tvísöng við mikla hrifn- ingu áheyrenda, sem klöppuðu þau upp hvað eftir annað. Að síðustu fmmflutti kórinn lagið Söngurinn minn, eftir Hörð G. Ólafsson við texta Sigrúnar Skúladóttur. Einsöngvari í laginu var Jóhann Már Jóhannsson. Þegar kórinn hafði endurtekið lagið við fögnuð áheyrenda, vom um, hafa borgaryfirvöld tekiö þá ákvöröun að koma upp til reynslu gámum víös vegar um borgina, þar sem almenningur getur sett dagblaðapappír sem fellur til á heimilum. Þetta verður gert í sam- starfi við Gámaþjónustuna, sem sér um hirðuna. Ögmundur segir starfsmenn Sorpu þegar hafa látið gera könnun á kostnaðarþáttum við söfnun á dagblaðapappír í þeim átta sveitarfélögum sem standa að Sorpu. „Sveitarstjórnunum hefur verið kynnt þau tilboð sem fyrir liggja, en einhverra hluta vegna ætlar Reykjavíkurborg að gera þetta ein og sér, sem ég kann ekki skýringar á. Við emm í sjálfu sér ekki ab tala um það að veriö sé að stela af okk- ur glæpnum. Sorpa er í eigu þess- ara sveitarfélaga, þ.á m. Reykjavík- ur, og ef þau kjósa aö nota ekki fyrirtækið, þá spyrjum viö starfs- mennirnir: Af hverju?" segir Ög- mundur. Hann segir samankomna hjá fyrirtækinu mikla þekkingu á þess- um málum, sem ekki sé til staöar hjá sveitarfélögunum. „Þetta er spurning um samræmingu á að- gerðum og kynningarmál, sem vegur þyngst í þessu sambandi." ■ höfundi ljóðs og lags, svo og ein- söngvara, færðir blómvendir í heiöursskyni. Rökkurkórinn hefur starfað vel og mikiö á þessu söngári og framundan em söngferðir út úr héraðinu. Á sumardaginn fyrsta leggur kórinn upp í söngferðalag suður á bóginn og mun syngja bæði í Borgarfirði, á Akranesi og í Reykjavík. Söngstjóri kórsins er Sveinn Árnason, Víðimel, og undirleikari er Thomas Higger- son. ■ Agætt í loðnu, en dapurt í þorski í marsmánuði Rökkurkórinn í Skagafiröi ásamt einsöngvurunum Jóhanni Má Jó- hannssyni og Jónu Fanneyju Svavarsdóttur: Klöppuö upp hvað eftir annað Frá Cuttorini Óskarssyni, fréttaritara Tím- ans í Skagafirbi: Ingibjörg Þorsteinsdóttir veröur meö píanótónleika í Borgarnes- kirkju ídag, sumardaginn fyrsta, kl. 21.00. Tónleikar í Borgarnesi Tónlistarfélag Borgarfjaröar mun standa fyrir tónleikum í dag, sumardaginn fyrsta, eins og endranær. Aö þessu sinni er þaö Ingibjörg Þorsteins- dóttir píanóleikari sem verö- ur meö píanótónleika í Borg- arneskirkju og hefjast þeir kl. 21.00. Ingibjörg er Borgfirðingum aö góðu kunn, enda hefur hún starf- að ötullega að tónlistarmálum í héraðinu um margra ára skeið. Það ætti því að vera héraðsbúum sérstakt gleðiefni að fá tækifæri til að njóta hæfileika hennar. Ingibjörg Þorsteindóttir stundabi píanónám hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Aö loknu píanókennaraprófi var hún í nokkur ár í Guildhall School of Music and Drama í London og lauk þaðan prófi (LGSM) árið 1981. Eftir það starfaði hún í mörg ár sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar, kórstjóri og meöleikari söngvara og hljóðfæraleikara, en er nú flutt til Stykkishólms. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir gömlu meistarana. Fyrstur er ítalski konsertinn eft- ir J.S. Bach. Síöan Sónata op. 81 a, „Das Lebewohl", eftir Beet- hoven. Eftir hlé flytur hún Ima- ges I eftir Debussy og að lokum tvær Pólonesur eftir Chopin. TÞ, Borgamesi Jóhanna Siguröardóttir; formaöur Þjóövaka: Talar um breiðfylkingu Jóhanna Siguröardóttir segir aö ef þaö veröur niöurstaöan aö Sjálfstæöisflokkur og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn, þá liggi fyrir aö nota veröi tækifæriö og kappkosta aö mynda breiö- fylkingu jafnaöarmanna, meö samvinnu og samfylk- ingu þeirra flokka sem yröu í stjórnarandstööu. „Ég held að það sé í raun eina svarið við þessum hægri öflum í þjóðfélaginu," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir. Hún sagöi aðspurð að Þjóðvaki væri opinn fyrir öllum hugmyndum sem leiða til sam- einingar. „En þá er ég ekki ab tala um sameiningu til dæmis Þjóð- vaka og Alþýðuflokksins, heldur breiða sameiningu líkt og gert var með R- listanum í Reykjavík. Al- þýöubandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki eiga að reyna til þrautar ab leggja sitt af mörkum í þessu skyni. Flokkarnir eiga ekki að viöhalda sjálfum sér, ef til eru önnur tæki til að hrinda jafnaðarstefnunni í framkvæmd," sagði Jóhanna Siguröardóttir. Jó- hanna benti á að útkoma fjór- flokkanna svokölluðu í kosning- unum nú hefði verið hin næstla- kasta allt frá árinu 1938, það væri því tómt mál að tala um sigra fjór- flokkakerfisins. „Mér sýnist aö nú sé það allt að ganga eftir sem við í Þjóbvaka vöruðum við fyrir kosningar, að stjórnmálaflokkarnir stæðu í bið- röð eftir því að leiða Davíö Odds- son til valda áfram í þjóðfélaginu — allir nema við, sem komum hreint fram fyrir kosningar og eft- ir þær. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóð- vaka í samtali við Tímann. Jóhanna lýsti vonbrigbum með að Þjóbvaki hefur verið sniðgeng- inn opinberlega af flokkum sem vilja sýna Sjálfstæðisflokknum hollustu sína. „Við sögðum hreinskilnislega ab til þess að hér væri einhver von um vinstri stjórn þá þyrfti Þjóðvaki ab koma öflugur út úr þessari kosningabaráttu. Því mið- ur stefnir í þessa niðurstöðu, þótt ég voni í lengstu lög að þab verði ekki. Mér finnst Framsóknar- flokkurinn ekki koma heill fram við sína kjósendur. Ef það er rétt, sem mabur les í blöðum, að Hall- dór Ásgrímsson hafi skuldbundið sig við Sjálfstæðisflokkinn um stjómarmyndun, þá hélt ég að hann hefði skuldbundið sig fyrir kosningar að reyna að koma á vinstri stjórn," sagöi Jóhanna. Jóhanna segir að fulltrúar Þjóð- vaka hafi ekki verið boðaðir til fundarins á annan í páskum. Þar hafi aðeins verið fulltrúar Alþýðu- flokks, Alþýöubandalags og Kvennalista. „Ég hef enga skýringu á því hvers vegna við vomm ekki þar. Ég hef ekki önnur svör við því en þau ab blessaðir flokkarnir voru í þessari biðröð og töldu sig ekkert þurfa á okkur að halda. Við höfð- um lýst því yfir að við mundum ekki leiða Davíð Oddsson og Sjálf- stæðisflokkinn til valda eftir kosningar. Ætli þeir hafi ekki ver- ið ab sýna Sjálfstæðisflokknum hollustu sína," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir. „Það liggur auðvitað enn ekki fyrir hvort þessi ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæöisflokks verður myndub. En við í Þjóð- vaka höfum hvatt til þess að fé- lagshyggjuöflin gangi til við- ræðna um myndun ríkisstjórnar á grundvelli þessara kosningaúr- slita. Ég benti á þab mjög ákveðiö eftir kosningar að ríkisstjórn Dav- íös væri fallin, enda þótt hún hefði á blaðinu eins manns meiri- hluta. Það virðist hafa tekið Davíð heila viku að átta sig á því. Þá spyr maður bara hvort hann hafi ekki notað þann tíma til ab byggja brú yfir til Framsóknarflokksins," sagði Jóhanna. „Ég held ab það sé í raun og veru krafa fólks að félagshyggju- flokkarnir fylki sér saman í eina breiðfylkingu. Persónur Jóns Baldvins, Olafs Ragnars og mín eigin eiga ekki að stoppa þaö," sagði Jóhanna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.