Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Fimmtudagur 20. apríl 1995 ' 73. tölublað 1995 Sala á megrunarplástr- um tók mikinn kipp þeg- ar þeir komu á markaö hér á landi og eftir- spurnin var mikil: Megrunar- plástraæðiö gengið yfir Svo virbist sem sala á megrun- arplástrum sé a& dragast veru- lega saman, en salan tók gríö- arlega mikinn kipp þegar þeir komu á markað hér á landi, fyrir um tveimur mánuðum. Arangur af plástrunum er þó ekki enn kominn í ljós. Þá er svissneskt Iyfjafyrirtæki að þróa og prófa megrunarpillu, sem hefur gefið góöan árangur, en er ekki enn komin á mark- að. Að sögn Árna Ingasonar hjá Stefán Thorarensen hf, sem er einn þriggja umbobsaðila fyrir megrunarplástur, hefur salan á plástrunum dregist mjög saman, eftir þetta „æði" sem greip um sig. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsaðilum hafa selst um þrjú þúsund skammtar á tímabil- inu, en hver skammtur dugar í mánuð. Varðandi þá spurningu, hvort plástrarnir hafi tilætluð áhrif, segir Árni of snemmt að segja til um það, því tiltölulega stutt sé síðan plástrarnir komu á markað. í megrunarplástrunum eru efni sem unnin eru úr ákvebinni teg- und þörunga, en þetta efni er þekkt náttúrulyf gegn offitu, sem dregur úr matarlyst. Hins vegar er með þetta lyf eins og mörg önnur náttúrulyf, að lítið er til af vís- indalegum tilraunum og könn- unum á árangri af notkuninni. Megrunarpillan sem svissneska lyfjafyrirtækið hefur þróað hefur sýnt í tilraunum að hún hefur til- ætluð áhrif, en hún hefur áhrif á fituefnaskiptin í líkamanum. Lyf- ið er enn á tilraunastigi, en er þó komið mjög langt. Þó er ekki hægt að segja til um það í dag hvenær lyfið kemur á markað- inn. ■ Krakkarnir á Álftaborg í Reykjavík voru ekkert ab spá íhvort vorib yrbi kalt. i huga þeirra var sumarib ab koma og teiknubu þau þessa sumarmynd fyrir lesendur Tímans í tilefni sumardagsins fyrsta. Tímamynd: gs Ný ríkisstjórn fyrir helgina? Formenn og varaformenn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks sátu á löngum fundi í gærdag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og rébu ráðum sínum varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. Farið var yfir mál- efnin, en ráðherrastólar ekki til umræöu. Andinn í vibræbunum var góður sagði heimild Tímans í gærkvöldi. Viðræbur halda áfram í dag, sumardaginn fyrsta. Um eftirmiðdaginn fengu þing- flokkar beggja aðila mynd af þeim áætlunum sem flokkarnir hafa á prjónunum. í báðum þingflokk- um var full samstaða um myndun nýju stjórnarinnar. Þingmenn flokkanna hafa verið beðnir að vera innan seilingar í Bœndasamtökin krefjast endurskoöunar á hluta búvörusamningsins strax og landbúnaöarráöherra hefur veriö skipaöur í nýrri stjórn: Vilja nýjan samning til bjargar saubfjárbændum dag ef á þarf að halda, en á föstu- dag veröa þingflokksfundir að nýju. Þaö virðist ljóst að ný ríkis- stjórn er í burðarliðnum, og hún gæti allt eins orðið til fyrir helg- ina. Davíð Oddsson gekk á fund Vigdísar Finnbogadóttur kl. 10 í gærmorgun og fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar. Hafði hann þegar samband við Halldór Ásgrímsson og óskabi fundar meb honum og Guömundi Bjarnasyni, varaformanni flokksins. Auk þess tekur Friörik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins þátt í viðræðunum. Fundur flokksleiðtoganna hófst á hádegi í gær og stóð enn þegar Tíminn fór í prentun. ■ Sigurlaug Jónasdóttir á Kára- stöbum í Skagafiröi spáir í kindagarnir um vebriö: Kalt fram á vorið" „Ég er hrædd um að það verði kuldi fram á vorið," segir Sigur- laug Jónasdóttir, en hún hefur spáð til um veðrið undanfarna vetur og notað til þess kindagarn- ir, en segist á hinn bóginn ekki geta sagt til um hversu lengi þeir kuldar muni vara. Hún segist hins vegar ekki spá í sumarið. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni mun hins vegar eitt- hvað hlýna næstu daga. Eins og ábur sagði notar Sig- urlaug kindagarnir til að sjá fyr- ir um veðrið á veturna „Þeir segja að ég sé garnaspákona." Sigurlaug hefur reynst nokkuð sannspá og til dæmis í fyrra spábi hún því að þessi vetur sem nú rennur sitt skeið á enda myndi veröa snjóþungur og sú varð heldur betur raunin. Sjá einnig baksíðu. Bændasamtök íslands ætla að fara fram á það við næsta landbúnaöarráöherra, að teknar verbi upp viðræbur um breytingar á þeim hluta bú- vörusamnigsins er snýr ab saubfjárbændum. Þetta er ákveöið í ljósi slæmrar stöbu sauðfjárræktarinnar. Framkvæmdastjórn bænda- samtakanna kom saman til fundar í gær til þess ab undirbúa stjórnarfund í næstu viku, þar sem m.a. verður fjallað um þetta mál. Samkvæmt heimildum Tímans er helst horft til þess að greitt verði fyrir útflutningin á ákveðnu magni af kindakjöti á þá markaði erlendis sem gefa hæst verð. Fyrir liggur að tak- mark búvörusamningsins hefur ekki náðst hvað sauðfjárbændur varðar. Innanlandssala hefur dregist meira saman en gert var ráð fyrir, sem hefur í för með sér aukin flatan niðurskurð fram- leiðsluheimilda, sem aftur hefur leitt til þess að mjög mörg sauð- fjárbú eru orðin of smá til þess að standa undir launakostnaöi. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, segir að við- ræður um búvörusamninginn ráðist af því hvenær ný stjórn verði mynduð og hvænær land- búnaðarráðherra hennar hafi tíma til þess að ræða vib Bænda- samtökin. Þó er ljóst að sauðfjár- bændur meta stöðuna þannig að ekki sé mikill tími til stefnu eigi að koma í veg fyrir að fjöldi bænda þurfi ab hætta búrekstri. Á síbasta vori bárust fréttir um það að talsvert væri um að sauð- fjárbændur ættu ekki fyrir áburði á tún. Að sögn Ara hafa forsendur ekki breyst til batnað- ar ab þessu leyti og þó svo ab áburðarverö hafi lækkað nokk- ub hafa laun bænda lækkað enn meira. ■ Ólíklegt ab Hákon Sigurgrímsson haldi áfram hjá bœnda- samtökunum: Haukur formaður Haukur Halldórsson, fráfarandi formaður Stéttarsambands bænda, hefur verib kjörin for- mabur Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Þetta er metið sem ígiidi hálfs starfs, en samkvæmt heimildum Tímans hefur Haukur ab auki tilbob um ýmis sérverkefni. Hákon Sigurgrímsson, fráfar- andi framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda, mun hins veg- ar að öllum líkindum ekki halda áfram í starfi fyrir bændasamtök- in. I auglýsingu um starf fram- kvæmdastjóra Bændasamtaka ís- lands er tekið fram að umsækj- andi þurfi að hafa búfræðimennt- un, sem Hákon hefur ekki. Áð sögn Ara Teitssonar, for- manns Bændasamtakanna, hafa nokkrir sótt um starf fram- kvæmdastjóra. Líklegast þykir ab Sigurgeir Þorgeirsson, aðstobar- maður landbúnaðarráðherra, verði rábinn sæki hann um, en umsóknarfrestur rennur út í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.