Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 20. apríl 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Eystra- horn Ekki hægt ab læra söblasmíbi hérlendis Katrín Þráinsdóttir á Miðskeri hefur síöasta árið fengist við viðgerðir á reiðtygjum og fram- leitt stall- og reiðmúla ásamt fleiru. Hún á forláta saumavél, sem hún keypti af Þorsteini söðlasmib, og sjálf bjó hún sér til vefstól til að vinna saltmúl- ana í. Hana hefur dreymt um að læra söðlasmíði í fimm ár, en hana er ekki hægt að læra. „Söölasmíði er ekki til í ís- lenskri námsskrá. Hún var kennd í Iðnskólanum fyrrum, en er það ekki lengur," segir Katrín. Hafdís Gunnarsdóttir á Þvottá og Sigurbur Þorleifsson á Karlsstöbum tóku vib viburkenningum fyrir úrvalsmjólk árib 1995. þar með lokast möguleikar KASK á að kaupa hálfunninn ost þaðan. Katrín vib vefstólinn, sem hún bjó til sjálf. Katrín segist ætla á námskeið í Svíþjób, en fullt nám þar komi ekki til greina vegna kostnaðar. „Miðað viö tekjumöguleikana. eftir ab komið væri heim, væri það algert rugl. Manni myndi ekki endast ævin til að borga skólagjöld." Katrín segir ennfremur að ís- lenskur hnakkur ætti að fylgja hverjum íslenskum hesti, sem seldur er úr landi. Útlendu hnakkarnir passi ekki nógu vel á íslensku hestana. Mjólkurstöb KASK meb hagnab Lítilsháttar hagnaður varð af rekstri Mjólkurstöövar KASK á síðasta ári. Langmest var fram- leitt af Mozzarella osti, 345 tonn, einnig tæp 21 tonn af smjöri. Þrátt fyrir góða afkomu Mjólkurstöðvarinnar nú eru ýmsar blikur á lofti um rekstur hennar á næstu árum, verði ekkert ab gert. Má þar nefna ab fullvinnsla hefur verið hafin á Mozzarellaosti á Sauðárkróki og D) DAGBLAÐ AKUREYRI Norburland: Fremur lítil hætta á kali Bændur á Norburlandi hafa ástæöu til ab vera nokkuð bjart- sýnir á hvernig tún komi und- an snjóum nú. Að mati Bjarna E. Guðleifssonar, sérfræðings RALA á Möðruvöllum, er frem- ur ólíklegt að miklar kal- skemmdir verði í túnum í þess- um landshluta, þar sem svella- lög eru lítil, þótt ekki sé loku fyrir það skotið aö staðbundnar skemmdir kunni að verða. í sumum öðrum landshlutum kann ástandiö að vera verra. „Ég hef reyndar ekki farið mikið um til að athuga ástand- ið, en samkvæmt því veðurfari, sem ég hef fylgst með í kring- um mig, tel ég að ekki séu mikl- ar líkur á kali," segir Bjarni. Hann segir að mest hætta sé á kali þegar svellalög myndast og liggi lengi; þumalputtareglan sé þrír mánuöir. Þá nær súrefni ekki að komast aö gróðrinum og hann kafnar. Ábur fyrr varö oft mikiö hall- æri ef tún kól mikiö. Með sam- drætti í landbúnaði hefur hins vegar hættan á því minnkað, þar sem meira er af ónotuðum túnum en áður var. Lobnuþurrkun til manneldis: Tilraunavinnsla hafin Loðnuþurrkun til manneldis hófst hjá Stöplafiski í Reykja- hverfi í gær. „Þarna er um þró- unardæmi ab ræða, en verib er aö leita nýrra leiða til að auka fullvinnslu á sjávarafla," sagði Stefán Jónsson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Tilraunavinnsla er nýlega hafin, en um er aö ræða þurrk- un frystrar hrognafullrar loðnu á sérstakan hátt, svo úr verði gæðavara til manneldis. Sýnis- horn verða send út um næstu Vísindamaburinn Sven-Axel Bengtson meb eina músagildruna. mánaðamót, en hugsanlegir markabir eru í Japan og á jap- önskum veitingahúsum í Evr- ópu óg Ameríku. Aöalsteinn Árnason hefur hafið störf sem framkvæmda- stjóri Stöplafisks og vinnur nú einnig að markaössetningu á landsvísu fyrir harðfisk frá fyrir- tækinu. rnÉTTnnLnnin SELFOSSI Merkilegt samfélag hagamúsa vib Vík Á tiltölulega afmörkuðu svæbi við rætur Reynisfjalls, rétt austan við þorpið í Vík í Mýrdal, er merkilegt samfélag hagamúsa, sem þykir hafa sér- stöðu í heiminum. Sænskur prófessor hefur í mörg ár rann- sakað lifnaöarhætti músanna og var hann á ferð nýlega. Prófessor Sven-Axel Bengtson við Lunds Universitet í Svíþjób, hefur til margra ára sett upp 84 gildrur í kerfi á svæði sem er um 1 hektari á stærö. Mýnsnar eru veiddar lifandi í gildrurnar og eftir að Bengtson hefur skráð hjá sér kyn, þunga og númer hverrar músar sleppir hann þeim aftur. Hann hefur komið sér upp merkjakerfi og getur hann þannig séð fjölda þann sem er á ferðinni hverju sinni og hreyfingar þeirra inn- an svæðisins. Líkt og í mörgum öðrum dýrasamfélögum ber þarna hæst valdabaráttu karldýranna. Sá stærsti og frekasti hefur stærsta svæðið og flest kvendýr- in. Meðalaldur músanna er 5-6 mánubir og mjög sjaldgæft er að mýsnar nái að lifa af tvo vet- ur. Þannig segir Bengtson að af rúmlega 200 músum, sem hann hefur merkt, séu innan við 10 sem hafi lifaö svo lengi. Það er þrennt, sem hefur mest áhrif á lífsmöguleika mús- anna: rándýr, veðurfar og fæðu- framboð. Þarna eru rándýrin fá, kett- irnir úr þorpinu hafa nóg af músum og þurfa því ekki ab fara þangab í fæðuleit. Vebur- farið er jafnan milt, en Bengt- son sér strax fækkunina sem verbur eftir harba vetur og kóld vor og sumur. Frá vori til hausts lifa mýsnar á skordýrum, ánamöbkum og köngulóm aö ógleymdum brekkubobbum. Á haustin taka vib ýmiss konar fræ, sérstaklega hvannafræ. Bengtson segir ab hagamúsin finnist víða um norðanverða Evrópu, en þessar eru mun stærri en t.d. mýsnar á Bret- landseyjum, sem eru u.þ.b. 29 g, en þessar ná allt að 40 g þunga. Auk stærðarinnar er það hið afmarkaöa samfélag meö þétta byggð sem skapar þeim sérstöðu á heimsmælikvarða. Akureyri: Umferbaróhöpp og óánægja meö lok- un veitingastaöa Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Páskahelgin var fremur róleg hér þrátt fyrir að fjöldi fólks væri í bænum yfir hátíðina, var svar lögregluvarðstjóra á Akureyri þegar hann var inntur eftir ástandinu í bænum þessa daga. Nokkur umferðaróhöpp urðu auk áreksturs tveggja oíla í krapaelg í Ljósavatnsskarbi á skírdag. Þrennt var flutt á slysadeild vegna árekstrarins en meiðsli þess reyndust ekki alvarleg. Nokkrir kaffihúsagestir á Akur- eyri reyndust ekki sáttir við að veitingastööum var lokað klukk- an tólf á miðnætti laugardag fyrir páska, en helgidagalöggjöfin mælir svo fyrir að það skuli gert. Af þeim sökum kom til nokkurra átaka milli lögreglu og manna sem ekki vildu yfirgefa kaffihús í miðbænum á tilsettum tíma. Þess skal getið að eigendur kaffihúss- ins áttu enga sök á að ekki reynd- ist unnt að loka því samkvæmt gildandi reglum um helgidaga. ■ Akureyri: Aukiö atvinnu- leysi í kjölfar kennaraverkfalls Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyr: Atvinnulausum fjölgaði um 30 á Akureyri í marsmánubi og voru alls 630 manns á atvinnu- leysisskrá í lok mánaðarins í stað 600 í lok febrúar. Alls voru 369 karlar og 261 kona at- vinnulaus í lok marsmánaðar í stað 351 karls og 249 kvenna í lok febrúar. Til samanburbar má geta þess ab aðeins voru 605 á atvinnuleysisskrá í lok janúar og 590 í lok desember á síðasta ári. Atvinnuleysisdögum fækkaði verulega á Akureyri á milli janúar og febrúar því í janúar á þessu ári mældust alls 14.092 atvinnulejsisdagar en 11.189 í febrúar. I mars voru atvinnu- leysisdagar 12.780 og því ljóst að atvinnulausum hefur fjölgað síðari hluta mánaðarins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akur- eyri eru helstu ástæður aukins atvinnuleysis þær að nemendur sem hættu námi á vorönn í framhaldsskólum vegna kenn- araverkfallsins en hafa ekki fengið vinnu, hafa skráð sig at- vinnulausa. Til samanburðar atvinnuleysistölum fyrstu þrjá mánubi ársins má geta þess að í lok janúar 1994 voru 670 manns skráðir atvinnulausir á Akureyri en hafði fækkað í 573 í lok febrúar og eftir það fór tala atvinnulausra ekki upp fyr- ir 600 manns fyrr en í janúar á þessu ári, og vegna áhrifa kenn- araverkfallsins hefur skráðum atvinnulausum ekki fækkaö það sem af er árinu. Ryskingar í samkvœmi í sveitinni: Grunur um að skotið hefði verið á mann Til ryskinga kom í samkvæmi á sveitabæ í Mýrasýslu um páska- helgina en þar var saman kom- inn hópur af ungu fólki. Einn viðstaddra mun hafa gripið til byssu. Til átaka kom um byss- una og taldi einn gestanna að skotib heföi verið á sig, en hann meiddist á höfði. í fram- haldi af því tók lögreglan í Vesturland um páskana: Borgarnesi nokkra til yfir- heyrslu vegna málsins. Um var að ræba heimasmíö- aða byssu, sem, að sögn lög- reglu, gat vérið stórhættuleg. Hins vegar leiddi rannsóknin það í Ijós ab ekki hafði veriö skotið af byssunni í umrætt skipti. - TÞ, Borgamesi Þung umferö Mikil og þung umferð var á Vest- urlandi um páskana. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi mældust eitt þúsund bílar á tímabilinu frá kl. 16 til 19 undir Hafnarfjalli á annan í pásk- um. Umferbin gekk vel og slysa- laust fyrir sig, en ein aftaná- keyrsla varð uppi á Holtavörðu- heiði. Engin slys urðu á fólki. - TÞ, Borgamesi Ferbamálafulltrúi rábinn Borgarráð hefur samþykkt til- lögu Ferðamálanefndar Reykja- víkur þess efnis að Anna Margr- ét Guðjónsdóttir veröi ráðin í stöðu feröamálafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Anna Margrét hefur undanfarin rúm tvö ár starfað sem ferðamálafulltrúi Vestfjarða. Alls bárust 52 umsóknir um starfið, en þar af óskuðu 11 nafnleyndar, sem reyndar drógu umsóknir sínar til baka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.