Tíminn - 29.04.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 29 . aprfl 1995
3
Formaöur Sl á Ibnþingi:
Vaxtamál háð minni
fyrirferð hins opin-
bera á lánamarkaði
Frá lönþingi í gœr.
Tímamynd: CS
Formaöur Samtaka iönaðar-
ins, Haraldur Sumarliöason,
sagöi í ræöu sinni á Iönþingi í
gær aö þjóöarbúskapurinn
væri nú á því stigi hagsveifl-
unnar sem væri sérstaklega
varhugaveröur meö tilliti til
ofþenslu og óhóflegrar bjart-
sýni. Hann geröi kjaramál aö
umræöuefni og kvaö minni
fyrirferö hins opinbera á láns-
fjármarkaöi eina helstu for-
sendu þess aö koma mætti í
veg fyrir vaxtahækkanir.
Formaöurinn vék aö Evrópu-
málum í ræöu sinni og sagöi
engum blööum um þaö aö fletta
aö EFTA-stoöin í samningnum
um Evrópskt efnahagssvæöi
heföi veikst til muna þegar þrjú
EFTA-ríki hættu þátttöku og
urðu aðilar að Evrópusamband-
inu. Með því hefði pólitískur
áhugi ESB á EES- samstarfinu
minnkað verulega, en þetta
væri eitt af því sem geröi það aö
verkum aö umræöan um aðild
íslands að ESB væri fyllilega
tímabær og ætti aö vera á dag-
skrá, eins og hann tók til orða,
enda kæmi þaö viöhorf skýrt
fram í könnun Hagvangs á við-
horfum félagsmanna í Samtök-
um iðnaðarins til ESB-aöiIdar
sem væru ekki síst athyglisverö-
ar í ljósi þess afstöðuleysis sem
íslensk stjórnvöld heföu sýnt í
umræöum um þetta mikilvæga
mál.
Haraldur Sumarliöason sagði
aö í fyrra hefði störfum í iðnaði
fjölgað í fyrsta skipti í sex ár, en
fjölgunin nam hundrað ársverk-
um.
í máli formannsins kom fram
að enn skorti mjög á þaö sjálf-
sagða jafnvægi í atvinnulífinu
sem aðrar þjóöir byggju við og
væru kjaradeilur síöustu vikna
því sérstakt áhyggjuefni þar sem
engin innistæöa væri til fyrir
þeim stórkostlegu útlátum sem
kröfugerð einstakra hópa fæli í
sér. Þótt betur hefði tekist til um
gerö kjarasamninga en á horfð-
ist um tíma væri enn eftir að
semja viö fjölmarga hópa og
væri mikilvægt að þeir samn-
ingar yrðu í takt viö það sem
samiö hafi verið um á almenn-
um markaði til þess að stöðug-
leikanum yrði ekki raskað og sá
árangur sem náðst hefur ekki
eyðilagður þar með. Haraldur
Sumarliðason var endurkjörinn
formaður Samtaka iðnaðarins.
Aðrir í stjóm eru Gunnar Svav-
arsson, Orn Jóhannsson, Örn
Kjærnested, Helgi Magnússon,
Ágúst Einarsson, Sigurður R.
Helgason og Vilmundur Jósefs-
son. Þeir Helgi og Sigurður eru
nýir í stjórn og koma í stað Frið-
riks Andréssonar og Skúla Jóns-
sonar.
Ein kona er í ráðgjafaráði
samtakanna og varastjórn. Það
er Lovísa Jónsdóttir hárgreiðslu-
meistari.
Kvenréttindafélagiö
á stóreignir en má
dúsa í fílabeinsturni
Bryndís Hlöðversdóttir lög-
fræðingur ASÍ er ekki bara ný-
kjörinn alþingismaður, hún
var kosin formaður Kvenrétt-
indafélags íslands fyrir
skemmstu. Svo vill til að fé-
lagið á stóreignir en hefur þó
ekki fjárhagslegt svigrúm til
að halda úti Jieirri starfsemi
sem nýi formaburinn og
stjórnin öll telja ab Kvenrétt-
indafélaginu beri ab gera.
„Það fer ekki á milli mála að
félagið vantar peninga og þetta
háir starfinu. Þótt undarlegt
megi virðast er staðan þessi, þó
svo að Kvenréttindafélagiö sé
ágætlega efnum búib. Þab á
nefnilega alltof miklar eignir,
sem fyrst og fremst eru þriðj-
ungs eignarhluti í Sjálfseignar-
stofnuninni Hallveigarstaðir,"
Gunnar form. LÍN
Björn Bjarnason, mennta-
málarábherra, skipaði í fyrra-
dag Gunnar Birgisson, verk-
fræðing og formann bæjar-
rábs Kópavogs, formann
stjórnar Lánasjóðs íslenskra
námsmanna. Gunnar hefur
gegnt því starfi frá árinu
1992 og gerir þab áfram
næstu tvö árin í það minnsta.
Um lánasjóðinn hefur oft
Flugfreyjur
samþykktu
Sáttatillaga ríkissáttasemjara
var samþykkt af flugfreyjum
og flugþjónum í fyrrakvöld
með 107 atkvæðum gegn 20.
Ótti handknattleiksáhuga-
manna um afdrif HM í hand-
bolta er því úr sögunni og allt
ætti nú að ganga snurðulaust
fyrir sig.
„Fólkið vildi ræða þessi mál.
Það var erfitt aö kynna samn-
inginn, hann er flókinn, sér-
staklega hagræbingin og eftir-
launin," sagði Erla Hatlemark,
formaður Flugfreyjufélags ís-
lands í samtali við Tímann í
gær. ■
gustað, en Gunnar Birgisson
sagði í samtali við Tímann í
gær ab um hann væri tiltölu-
lega góð sátt.
„Einu sinni var ég nú við-
skipamaður þessa sjóös og lá
nú ekki alltaf hlýtt orð til hans
í þá daga. Þegar ég kom að
sjóðnum vildi ég breyta þessu
og gera starfsemina liprari og
sýna meiri þjónustulund. Ég
held að þaö hafi tekist. En
menn hafa gjarnan horn í síðu
lánastofnana, það á við okkur
eins og aðra," sagði Gunnar.
Gunnar sagði að reglur LÍN
heföu verið einfaldaðar og auð-
veldaðar til að hraba af-
greiðslu. Mál eiga ekki að geta
legið óafgreidd um langan
tíma. Sjóðurinn eigi að tryggja
jafnrétti til náms, hann sé fé-
lagslegur jöfnunarsjóður.
„Sjóðurinn stefndi í greiðslu-
þrot þegar ég kom þarna inn.
Ástæðan var þessi gífurlegi
halli ríkissjóðs. Við urbum að
setja stífari reglur, skera niður
og breyta reglum sjóðsins og
draga úr lánum. Vissulega var
þetta gagnrýnt. En engu að síð-
ur fullyrði ég að þrátt fyrir allt
þetta er námsaðstoð á íslandi
einhver sú allra besta í heimin-
um".
segir Bryndís.
„Viö hjá Kvenréttindafélag-
inu höfum lagt á það áherzlu
undanfarin ár að selja þessa
eign, en það hefur ekki gengið
ekki upp. Reglugerð stofnunar-
innar er dálítið merkileg að því
leyti ab hún kveður á um þab að
vilji einn aðilinn ganga út úr
sameignarfélagi þessu, þá renni
hans hluti til hinna. Þannig er
nauðsynlegt að allir eignaraðil-
ar séu samþykkir, ef ætlunin er
að selja."
Bryndís segir að vissulega væri
þab ekki alveg sársaukalaust ef
Hallveigarstabir yröu seldir.
Húsið, þar sem Borgardómur
var til skamms tíma og Fræðslu-
skrifstofa Reykjavíkur er nú, var
byggt sem kvennaheimili en
hefur aldrei verið notað sem
slíkt, en Bryndís segir:
„Vib höfum hins vegar sagt
sem svo að það sé lítils virði að
búa í fílabeinsturni ef þú kemst
ekki út úr honum. Starfið hjá
Bryndís Hlööversdóttir.
Kvenréttindafélaginu er í al-
gjöru lágmarki. Við erum abeins
með hálfan starfsmann sem
hefur meir en nóg að gera. Við
vildum gjarnan halda uppi mun
öflugri starfsemi en til þess þarf
peninga."
Um starfið á næstunni og það
hvort nýr formaður hyggi á
stefnubreytingar segir Bryndís
Hlöðversdóttir:
„Við verðum meö fund 6. maí
um foreldrahlutverkið. Þar
verður fjallað um bæbi móður-
og föðurhlutverkið. Ég geri ekki
ráb fyrir róttækri stefriubreyt-
ingu félagsins undir minni for-
ystu. Ég hef setib í stjórn félags-
ins undanfarin þrjú ár. Því hef
ég átt þátt í að móta starfið
þann tíma og geri ráð fyrir að
það sem framundan er verði í
beinu framhaldi af því." ■
Atvinnu-
laust ungt
fólk fylkir
libi l.maí
Atvinnulaust fólk á aldrinum
16-25 ára ætlar að fylkja libi í
fyrsta sinn sem hópur á bar-
áttudegi verkalýbs, 1. maí og
mun fara í kröfugöngu.
Ungt fólk á þessum aldri í
Reykjavík voru í gær 837, sem
er um 25% atvinnulausra.
Margir þeirra eru án bótaréttar,
meb skertan bótarétt utan stétt-
arfélaga og öryrkjar.
Svokallað dulið atvinnuleysi
er töluvert í þessum hópi sem
felst í því þegar ungu fólki er
boðið upp á tímabundin störf í •
atvinnuátaki á vegum Reykja-
víkurborgar. Framtíðin vofir yf-
ir í stað þess að blasa viö.
í fréttatilkynningu frá Hinu
húsinu segir aö þar hafi verið
starfrækt námskeið fyrir at-
vinnulaust fólk á aldrinum 16-
25 ára. í kjölfar námskeiðanna
hefur því veriö boðið upp á
tímabundin störf í allt að 5
mánuði. Núna hafi um 60 ung-
menni fengið störf hjá Reykja-
víkurborg og annar eins fjöldi
innan nokkurra vikna. Störfin
séu margvísleg og má þar nefna
götuleikhús, útgáfustörf, list-
smiöju, alls kyns aðstoð við
iðnaðarmenn og fleira. ■
Landsvirkjun tapar enn fé, en menn sjá betri tíö. Halldór Jónatansson:
Straumhvörf til hins
betra eru framundan
Landsvirkjun, framleibandi
rúmlega 93% allrar raforku á ís-
landi, hefur átt erfib þrjú ár í
röb. í fyrra tapabi fyrirtækib
1.491 milljón króna, sem er þó
1.759 milljónum betra en árib á
undan. Reiknab er meb ab tapib
á þessu ári verbi til muna
minna, eba um 540 milljónir
króna.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar sagbi í ræðu sinni
á aðalfundi Landsvirkjunar:
„Þessa dagana bendir margt til
þess ab straumhvörf séu að veröa í
afkomu fyrirtækisins til hins betra
og að framundan sé fram-
kvæmdaskeib á virkjunarsvibinu
á allra næstu árum eftir kyrrstöðu
allt síöan framkvæmdum við
Blönduvirkjun lauk 1992."
Jóhannes Nordal, stjórnarfor-
maöur, var sömuleibis bjartsýnn á
framtíbina. Hann benti á aukinn
áhuga stóriðjufyrirtækja á hugs-
anlegum fjárfestingum hér á
landi: Stækkun álversins í
Straumsvík; könnun á stækkun
Grundartangaverksmiöjunnar og
framleiðslu á magnesíum þar; og
byggingu sinkverksmiöju á
Grundartanga og í Gufunesi.
„Eftir margra ára kyrrstöðu í
þróun orkufreks iönaðar hér á
landi viröist nýr gróandi vera í
lofti," sagbi Jóhannes Nordal. ■