Tíminn - 29.04.1995, Side 12

Tíminn - 29.04.1995, Side 12
12 ðttmntt Laugardagur 29. aprfl 1995 Reynsluakstur þriöju kynslóöar af Volks- wagen Polo: Volkswagen hefur um langan tíma framleitt smábíl undir heitinu Polo. Sá, sem hér er til umfjöllunar, er þriöja kynslóö af Polo og leysir af hólmi Polo II, sem þóttu á sínum tíma skemmtilegir smábílar, en stóö- ust ekki oröiö samkeppni í flokki smábíla hin síöari ár. Sér í lagi var innanrými og aksturs- eiginleikum ábótavant í saman- burði við smábíla frá öörum japönskum og evrópskum fram- leiðendum. Þriöja kynslóð af Polo á fátt sameiginlegt með forvera sínum annaö en nafniö. Bíllinn er nýr frá grunni, en vél- ar og gírskipting eru byggðar á eldri tegundum úr smiöju VW. Minnsta vélin of lítil Nýr Volkswagen Polo var kynntur hjá Heklu hf. á þessum vetri. Viö- tökurnar eru góöar þaö sem af er og sölutölur benda til ab Polo sé mest seldi smábíllinn um þessar mundir. Bíllinn er nýr, en samt talsvert slípaöur vegna þess ab í honum er ab finna margt sem ábur hefur verib reynt hjá VW. Mest af því kemur úr Colf. Gæðingurinn með „ Gullna stýrið " Tímamynd CS Fyrstu bílarnir, sem hingað komu skömmu fyrir áramót, voru með 1,0 1 45 hestafla vél- um. í stuttum reynsluakstri á þeim bíl kom í ljós aö hestöflin máttu vart færri vera. Sér í lagi háir kraftleysið bílnum full- hlöönum í þjóövegaakstri. Létt- hlaðinn innanbæjar er bíllinn í lagi meö minnstu vélinni, en þó ekki meira en svo. Höfuðkostur Polo meö minnstu vélinni er veröiö, en 3ja dyra kostar bíll- inn um 950 þúsund krónur þeg- ar búið er aö bæta viö íslenskri ryövörn. Aðrar vélar, sem hægt er aö fá í þennan bíl, eru 1,3 1 55 ha. og 1,6 1 75 ha. 4 strokka bensínvél- ar, sem eru vel þekktar úr Golf II — og 1,9 1 64 ha. díselvél, sem vart tekur aö minnast á vegna þess aö vegna þungaskatts og vörugjaldsflokkana er ekki hag- kvæmt aö eiga Iitla díselbíla hérlendis. Sá bíll, sem hér er til umsagn- ar, er með 1,3 1 vél, 5 dyra og meö hjálparátaki á stýri. Þessi bíll kostar meö skráningu og verksmiöjuryövörn 1.085 þús- und krónur. Stóri bróðir Golf meö fimm dyrum og 1,41 60 ha. vél kostar 200 þúsund krónum meira, og 3ja dyra Golfinn ein- ungis tæplega 100 þúsund krónum meira. Þessi bíll er þó verðugur kost- ur að skoða, ef kaupa á smábíl. Þýskir bílablaðamenn kusu Polo besta bílinn í sínum flokki og krýndu hann „Gullna stýrinu" á síöasta ári. Góður aö innan Útlitslega séð er Polo mjög vel heppnaður. Skyldleikinn við Golf leynir sér ekki. Ávalar línur og fleygmynduð yfirbygging hafa leyst af hólmi kassalagið á Polo I og Polo II. Þessi breyting gleöur ekki einungis augaö, heldur skilar ný hönnun meira plássi fyrir farþega og farangur, þrátt fyrir að bíllinn sé 55 milli- metrum styttri en Polo II. Inn- réttingin er sérlega smekkleg, traustvekjandi og þægileg í alla staöi. Stýrishjólið er lítið og sportlegt og mikið „dobblað", þannig að auövelt er að stýra án mikilla tilfæringa. Vökvastýrið er mátulega þungt. í skjáboröinu eru tveir stórir mælar fyrir snúningshraöa vélar og ökuhraöa og minni mælar fyrir eldsneyti og vatnshita á vél. Annaö er gefið til kynna meö gaumljósum. Frágangur á miöstöövarstillingum og blást- ursstokkum er til fyrirmyndar. Þess má geta aö stillingar fyrir miðstöðina eru á snúningsskíf- um, líkt og í t.d. Opel Corsa, og það er til talsverðra bóta frá því sem var. Sæti frammí og afturí eru góö og styöja vel við, en sjálfir sætis- stólarnir aö framan mega þó ekki minni vera, eigi þeir að duga fyrir breiövöxnustu menn. Hurðimar eru stórar og opnast vel, sem er ótvíræöur kostur fyr- ir eldra fólk og aöra sem farnir eru aö stiröna í hreyfingum. Út- sýniö til hliðar og afturfyrir bíl- inn er gott og útsýni framfyrir hann er viöunandi. Þó að rýmið sé almennt mjög gott, mætti aö skaðlausu vera meira fótarými frammí. Sér í lagi finnur öku- maður fyrir þrengslum þegar skipt er um gíra eða fætur hreyföir að ööru leyti. Á móti kemur aö rými aftursætisfar- þega er óvenju gott. Mjög skemmtilegur í akstri Einn stærsti kostur Volkswag- en Polo em aksturseiginleikarn- ir. Ökumaöurinn fær strax góöa tilfinningu fyrir bílnum og jafn- vel óvanir, sem fengu að taka í, voru fljótir aö átta sig á gripn- um. Bíllinn var bæöi prófaður á malbiki og möl og kom þægi- lega á óvart hversu stööugur og rásfastur hann er á jafnvel hol- óttum malarvegi. Hjólin fjaöra sjálfstætt á gormum allan hringinn, en þeim til stuönings eru jafnvægisarmar. Fjöörunin er talsvert slaglöng og mýkri en búast mætti viö af ekki stærri bíl. Hurðarföls og afturhleri virö- ast vel þétt og ekki varö vart viö að ryk kæmist inn í bílinn þann stutta tíma sem hann var til reynslu. Hljóðeinangrun frá vél og dekkjum er þokkaleg, en gæti þó verið betri. Aö minnsta kosti það eintak, sem viö höfð- um til reynslu, reyndist gallað aö því leyti aö talsvert vind- hljóö heyröist inn í bílinn. Þetta vindgnauö á ekki að vera til staðar, en einhverra hluta vegna heyrðist þaö og vonandi er þar um einsdæmi að ræða. Að minnsta kosti varð þessa ekki vart í bílnum meö minni vél- inni, sem var reynsluekið fyrr í vetur. Góður með þessari vél Þaö er reginmunur á bílnum eftir því hvort hann er með 45 eða 55 ha. vél. Meö stærri vél- inni er bíllinn orðinn þokkalega sprækur og meö 75 ha. 1,6 1 vél er hann án efa mjög skemmti- legur í akstri. Millistæröarvélin er þrautreynd úr Golf, þó aö reyndar hafi verið gerðar ein- hverjar endurbætur á henni. Þessi 1,3 1 vél getur snúist gletti- lega lengi, enda eru nokkur dæmi um þær í Golf, sem búið er aö aka um 200 þúsund km. Hér er ekki hægt aö fullyrða um hvaöa endurbætur hafa ver- iö gerðar, en gamla vélin haföi tvo megingalla. Annar er sá að blöndungurinn var viðkvæmur fyrir óhreinindum, og hinn gallinn er aö gúmmí, sem er meðfram ventlastöngum, hefur viljað gefa sig. Þetta hefur í för meö sér, aö ventlalok fyllist af olíú, hún fer að leka út með því og niður eftir vélinni. Til þess að laga þetta þarf aö taka ofan af vélinni og í leiðinni eru ventla- sætin slípuð og skipt um pakkn- ingar. Þessi viðgerö kostar tugi þúsunda. Kassinn er 5 gíra beinskiptur og fremur lágt gíraður. Skipting- in er þokkalega lipur, en þó gekk á stundum ekki snuröu- laust aö koma bílnum í 3ja gír. Það má þó eflaust fremur kenna eintakinu en tegundinni. Mikib úrval smábíla Þeir, sem ætla aö kaupa bíl í þessum stærðarflokki, hafa úr talsverðu úrvali aö velja. Nefna má bíla eins og Renault Twingo, Nissan Micra, Fiat Punto, Opel Corsa, Suzuki Swift og fleiri. Verömunur er ekki ýkja mikill milli tegunda, en með í reikn- inginn verður aö taka staðal- búnaö, endingu og endursölu- verð. Aö mínu mati eru Corsa og Polo verðugustu keppinaut- arnir, enda um margt líkir bílar. Volkswagen Polo er þokka- lega búinn og gera má ráö fyrir að þessi bíll haldi sér nokkuð vel í verði, sé tekið mið af reynslunni af stórabróður Golf. Hann er ekki framúrstefnulegur í útliti, enda ekki.til þess ætlast. VW leggur fyrst og fremst áherslu á aö smíða sterka og fremur hefðbundna bíla, sem eldast vel. Þetta er ekki gallalaus bíll fremur en aðrir, en aö öllu samanlögðu má þó spá honum nokkurri velgengni, sem reynd- ar þegar er farin aö koma fram. . ■ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til háskóla- nams í Japan japönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til rannsóknanáms í háskóla í japan háskólaáriö 1996. Ætl- ast er til aö styrkþegi hafi lokiö háskólaprófi og sé yngri en 35 ára, miðaö við 1. apríl 1996. Þar sem kennsla viö japanska háskóla fer fram á japönsku, er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu a.m.k. um sex mánaða skeiö. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina, meðmælum og heilbrigðisvottoröi, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 28. apríl 1995

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.