Tíminn - 29.04.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.04.1995, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 29. apríl 1995 Wimfatu_ 1. maí ávarp Alþjóbasam- bands verkalýbsfélaga RÆTT VIÐ SERA RÖGNVALD FINNBOGASON UM NÝJA LJÓÐABÓK Rauði klerkurinn er kominn í Borgarnes. Hann situr þar uppi í gamla sýslu- mannshúsinu á fjörukambinum og horfir yfir klappirnar í sjávarmálinu fram- undan, Brákarey og svo skrítinn og skemmti- legan garð sem liggur í lautum og kjarri á hægri hönd. Hann hefur verið sóknarprestur á Snæfells- nesi um tuttugu ára skeið og er það enn; þótt fjölskyldan eigi nú heimili sitt á Mýr- um; þar sem áður hét Digranes og kistu Kveldúlfs rak upp forðum tíð; sem varð til þess að Skallagrímur sonur hans nam þar land, eftir því sem segir í sögu Egils. Það er að frétta af Rögnvaldi Finnbogasyni að hann hefur nú snúist til betri vegar, eins og hann segir sjálfur, og kaus hvorki Alþýðu- bandalagið né óháða áhangendur þess í kosningunum um daginn. Það hefði ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæjar; og þá ekki síður hvað hann kaus: Nú á 1. maí verða verkalýðssinnar um heim allan að sameinast um málefni dagsins af endurnýjuðum þrótti. Þörfin fyrir það afl og þann styrk sem vex af samstöðu launa- fólks er sú sama í dag og áður í sögu verkalýðshreyfingarinnar. A félagsmálaráðstefnu Samein- uöu þjóðanna vöruðu þjóðarleið- togar og forystumenn verkalýös- hreyfingarinnar alvariega við háskalegum afleiðingum/áhrifum hratt vaxandi, hömlulausra heimsviðskipta og félagslegrar sundrungar, sem leiðir af vaxandi atvinnuleysi og örbirgð. Bent var á lönd þar sem öryggisnet samfé- lagsins hafa gjörsamlega brostið vegna örbirgðar og mannlegt sam- félag að engu orðið. Óheft markaðsfrelsið hefur gengist undir próf og fengið fall- einkunn. Það hefur engin úrræði gagnvart alvarlegustu vandamál- um þjóða heims. Örbirgð, að við- bættu atvinnuleysi og félagslegri upplausn, er sóun á dýrmætustu auðlind veraldar, fólkinu sjálfu. Óheft markaösfrelsið veitir ekki þeim, sem höllum fæti standa og minnst mega sín, skilyröi til að vinna sig út úr örbirgðinni af eigin rammleik. Öryggi er orðið tómt í veröld þar sem meira en einn milljaröur manna þarf aö framfæra sig á lægri upphæð en einum dollara á dag. Félagsmálaráðstefna SÞ var haldin í Ijósi þess ab samræmdar alþjóblegar aðgerðir eru nauðsyn- legar til að koma í veg fyrir glæp- samlega mismunun markaðarins; að tryggja hlutdeild fátækasta hluta veraldar í auöæfum jarðar og þar með öruggari og réttlátari heim þegar vib göngum á vit 21. aldarinnar. í þessu ljósi fær 1. maí 1995 nýja merkingu. Barátta okkar fyrir réttindum og afkomu alþýðu manna verbi ekki ógnaö með vax- andi alþjóðlegum vibskiptum. Alþjóðasamband verkalýðsfé- laga leggur áherslu á að styrkja einingu alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar þar til aö við höfum afl til ab græða sár atvinnuleysis, ör- yggisleysis og sárrar fátæktar, sem miskunnarlaus öfl óhefts markaðs- frelsis hafa hvarvetna skilið eftir sig. Til að ná þessu markmiði verður verkalýðshreyfingin að beina starfi sínu að þeim, sem ekki eru í stétt- arfélögum. Við veröum að stubla að stofnun óháðra verkalýðsfélaga í þeim löndum þar sem valdhafar umgangast lýðræði og samtök launafólks af fullkomnu skeyting- arleysi — Nígeríu, Kína, Guate- mala og víða annars staðar þar sem verkalýöshreyfingunni er haldið niðri og félagsmenn henn- ar veröa fyrir stööugum ofsóknum eða eru hreinlega drepnir af vald- höfunum eða útsendurum þeirra. Við skulum draga lærdóma af at- burðunum í Suður- Afríku, þar sem hundrub félaga í verkalýös- hreyfingunni létu lífið í barátt- unni gegn aðskilnaöarstefnu stjórnvalda. Sigur þeirra er um leiö skilaboð til heimsins alls um að öflug óháð verkalýðshreyfing er grundvöllur þróunar til lýðræðis og félagslegs íéttlætis. „Könnun Alþjóðasambands verkalýðsfélaga á brotum gegn réttmætri starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar" kemur út árlega og gefur glögga mynd af þeim þvingunum og ófrelsi, sem verka- lýðshreyfingin býr við víðs vegar um heiminn. Við álítum að nú sé kominn tími til aö sýna hvar rétt- indi launafólks hafa veriö endur- heimt eða varin. 1. maí ár hvert mun Alþjóða- samband verkalýðsfélaga gera grein fyrir þeim árangri, sem verkalýðshreyfingin hefur náð í að tryggja réttindi launafólks eftir heimsálfum og þjóðlöndum víðs vegar um heiminn. Þaö er þetta sem knýr hreyfing- una áfram. Við viljum í öllum löndum ná fram alþjóölega vibur- kenndum lágmarksréttindum, sem felast í samþykktum Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar. Við viljum fá þessi réttindi sem órjúf- anlegan hluta af sérhverjum al- þjóðlegum eða svæöabundnum viðskiptasamningum. Til að ná þessu markmiði verður samstaða okkar aö efla styrk þeirra samtaka og stofnana, sem hafa þessi sömu markmið að leibarljósi. Félagsmálaráðstefna SÞ varpaði skýru ljósi á þann mikla vanda sem við stöndum frammi fyrir. En hún staöfesti einnig nýjan vilja og áherslu á öllum stigum, og í öllum löndum, til aö takast á viö hann af þrótti. 1. maí 1995 mun bera með sér endurnýjaban stuðning við grund- völl verkalýðshreyfingarinnar. Dagurinn mun jafnframt marka upphaf að ári harðrar baráttu, sem mun færa okkur einu skrefi nær því ab sjá vonir okkar rætast. ■ • Framsóknarflokkinn. Ég kaus Framsóknarflokkinn. Mér leist vel á Ingibjörgu Pálmadóttur og hef trú á því að hún geti fært ýmislegt til betri vegar. Rauður? Ég veit ekki hvort ég hef nokkurn tíma verið neitt rauöur. Ég hef aldrei verið kommúnisti og aldrei verið flokksbundinn. Eg býst við því að ég hafi fengiö þetta rauða orð á mig vegna þess að ég hef alla tíb verið harður andstæð- ingur þess að herlið væri hér á Islandi. Ég hef líka verib og er enn eindreginn andstæðingur hernaöarbandalaga og alls þess sem lýtur að hernaði. Fram- ganga mín í þeim málum átti áreiðanlega sinn þátt í því að sumir töldu sér henta að bendla mig vib kommúnista. Ég lét mér það í léttu rúmi liggja og tók þab aldrei alvar- lega. Ég var þjóðernissinni og þegar rifrildiö um herstöðina stóð sem hæst, töldu ýmsir sig hafa hag af því að rugla þjóð- ernishyggju og óbeit á vígaferl- um saman við kommúnisma, svo undarlegt sem það kann að virðast nú. Heilsan hefur brugðist séra Rögnvaldi. Dagamunur er á líð- an hans og hún fer nokkuð eft- ir veðri, segir hann. • En kraftaverk eru alltaf að gerast og það er mjög merkileg saga af kraftaverkum séra McTi- ernan vinar míns, sem er írskur kaþólikki. Hann var prestur í Landakoti, nú nýbyrjaður í Stykkishólmi. Hann er búinn að vera víða í veröldinni. Mebal annars var hann prestur í Níger- íu meöan á Bíafra-styrjöldinni stóð, og svo hefur hann hafnað sem prestur þeirra Fransiskusar- systra í Hólminum. Hann segir að þab sé besti staður sem hann hafj komist á um sína daga og hann vonast til að fara ekki það- an nema í stokknum sínum, þessa síðustu för. Hann kom til mín þegar ég var hvað verstur hér í nóvember og sat hjá mér í tvo daga. Hann smurði mig, því sem prótestant- ar kalla af vanþekkingu sinni síðustu smurningu, en þetta sakramenti var upphaflega not- að sem læknislyf í kaþólsku kirkjunni. Þá er gert krossmark á enni og handarbök. Síðan er viðhöfð bæn, ákveðin ritúölsk bæn, þar sem presturinn er meb stólu og önnur kirkjunnar tákn á meðan hann framkvæmir sín — ja, það má kalla það töfra- verk. Það geta reynst töfraverk, en að minnsta kosti er prestur- inn þarna milligöngumaður milli gublegs náðarmáttar og mannlífsins á meðan hann framkvæmir þessa athöfn. Það vildi svo til að ég var mál- haltur á tímabili. Það var í októ- ber og nóvember. Ég var meb krabbameinsæxli hér neðst í hauskúpubotninum og það þrýsti á taug, sem liggur frá heil- anum nibur í tunguræturnar. Það var ekkert hægt ab gera til ab taka þennan þrýsting af taug- inni, en þetta lamaði tungurót- ina þannig að ég gat ekki sagt ýmis hljóð, til dæmis ekki „err". Það var eitt sem ég prófaöi á hverjum morgni á meðan ástandið var svona og það var ab segja „brimbrjóturinn í Bol- ungarvík". Úr því varö bara „bummbjótunníbungaík" og tungan var alveg komin út í vinstra munnvikið. Það var ekkert hægt að gera við þessu. Þeir ætluðu að geisla þetta, en sáu að þaö var ekki hægt. Svo er McTiernan hér hjá mér þessa tvo daga og smyr mig svona eins og ég var að lýsa. Tvo daga í röð. Þribja dag- inn var hann farinn þegar ég vaknaði. Ég vakna eins og aðra morgna, nema að því leyti að ég er orðinn alheill, tungan bein og ég hef ekki talað betur í annan tíma en síðan þetta gerðist. Brimbrjóturinn í Bol- ungarvík var kominn á sinn stað í munninum á mér. Ég fór og lét þá æðstupresta nútímans á Landspítalanum og Borgarspítalanum skoða þessi undur og tákn og stórmerki. Þeir áttu enga skýringu á þessu, sögöu ab þetta væri bara það sem alltaf væri að gerast og ekki væri annað betra orð um en kraftaverk, vegna þess að þeir hefðu ekkert getað gert í þessu. Þab var að koma út eftir hann ljóðabók og hún heitir Hvar er land drauma. Fyrsta ljóðið í bókinni heitir Kvöld í kirkjunni. Það er einskonar uppgjör, eftir skilningi lesand- ans, þar sem horft er um farinn veg með stóískri ró þess manns sem er sáttur viö hlutskipti sitt, býr yfir dýpt alvörunnar og eygir í senn skuggahlið tilver- unnar og það ljós sem gefur henni líf. 1. maí Vinnumálasambandið sendir vinnandi fólki í landinu kveðjur og árnaðaróskir í tilefni dagsins Vinnumálasambandið Grensásvegi 16-108 Reykjavík - Sími 5686855 - Símbréf 5681284

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.