Tíminn - 29.04.1995, Blaðsíða 18
18
Laugardagur 29. apríl 1995
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
'Wj
fÉÉ|| Norrænir starfs-
öSSSE menntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svíþjóbar veita á námsárinu 1995-96 nokkra styrki
handa íslendingum til náms vib fræbslustofnanir í þess-
um löndum. Styrkirnir eru einkum ætlabir til framhalds-
náms eftir ibnskólapróf eba hlibstæba menntun, til und-
irbúnings kennslu í ibnskólum eba framhaldsnáms ibn-
skólakennara, svo ogýmiss konar starfsmenntunar sem
ekki er unnt ab afla á Islandi. Fjárhæb styrks í Danmörku
er 19.000 d.kr., í Finnlandi 27.000 mörk, í Noregi
22.400 n.kr. og í Svíþjóð 14.000 s.kr.
Umsóknum um styrkina, ásamt stabfestum afritum
prófskírteina og mebmælum, skulu sendar mennta-
málarábuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 1.
júní nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í rábuneytinu.
Menntamálarábuneytib
28. apríl 1995
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræ&ings er óskað eftir tilbo&um í 100
m2 vibbyggingu vi& leikskólann Sólborg vi& Vesturhlíb.
Útbo&sgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilbo&in ver&a opnu& á sama stað fimmtudaginn 11. maí 1995, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræ&ings er óska& eftir tilbobum í fulln-
a&arfrágang leikskóla og lób vib Gullteig 19.
Helstu stærðir:
Flatarmál húss 640 m2
Rúmmál húss 2.205 m3
Flatarmál lóðar 4.379 m2
Verkinu á a& vera lokib 22. aprfl 1996.
Útbobsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
frá og me& mi&vikudeginum 3. maí, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilbo&in verða opnub á sama stað miövikudaginn 24. maí 1995, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi
verk. Verkið nefnist: Seljakirkja — Torg. Yfirbor&sfrágangur og snjó-
bræbsla.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt u.þ.b. 1.000 m!
Fylling u.þ.b. 900 m!
Mulin grús u.þ.b. 300 m2
Snjóbræbslulagnir u.þ.b. 3.300 m
Hellulögn u.þ.b. 1.000 m!
Skiladagur verksins er 1. september 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá
og me& mibvikudeginum 3. maí nk., gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. maí 1995, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Leikskólastjórar
Stöóur leikskólastjóra vib leikskólana Holta-
borg vió Sólheima og Hólaborg við Subur-
hóla eru lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. maí nk.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefur Bergur Felisxon fram-
kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir
deildarstjóri í síma 552-7277.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277
7 00 ára:
Þorbjörg Sigríður
Jónsdóttir
Á morgun, sunnudaginn 30. apr-
íl, verður hjartkær föðursystir
mín, Þorbjörg Sigríður Jónsdóttir,
Laugateig 5, Reykjavík, 100 ára.
Hún er fædd í Papey 30. apríl
1895.
Foreldrar hennar voru hjónin
Sigríður Gróa Sveinsdóttir frá
Hofi í Öræfum og Jón Jónsson frá
Efriey í Meðallandi, en hann var
þá ráðsmaöur í Papey. Þau hjónin
eignuðust 5 börn, en þrjú þeirra
dóu í frumbernsku. Hin voru Lár-
us Kristbjörn, fæddur 1892, en
ólst upp hjá hjónunum Sveini
Jónssyni og konu hans Ingileifu
Jónsdóttur, sem bjuggu lengi í
Fagradal í Vopnafirði, og Þor-
björg sem hér er áður nefnd. Þor-
björg ólst upp með móður sinni,
því faðir hennar dó þegar hún var
tveggja ára. Eftir lát hans var Sig-
ríður vinnukona hjá bræðrum
sínum, sem bjuggu á Rannveigar-
stöðum og Markúsarseli í Álfta-
firði. Árið 1907 fluttust þær
mæðgur að Fagradal í Vopnafirði
til Sveins og Ingileifar, en Sveinn
var náfrændi Sigríðar. Hjá þeim
var hún vinnukona í allmörg ár.
Sigríður var karlmannsígildi til
allra verka, eins og segir í bók sem
ég hef nýlega lesið, þar sem með-
al annars er getið um hana.
18 ára gömul var Þorbjörg send
til Reykjavíkur á saumastofu þar
sem saumuð voru herraföt. Það
voru saumastofur í Reykjavík sem
danskir klæðskerar settu upp, en
hún lærði hjá íslenskum mönn-
um sem höfðu lært í Þýskalandi.
Eftir tvö ár fór hún austur á land
og ætlabi bara að fara snöggvast,
en þab var nú aldeilis ekki. Þar
lagbi hún lykkju á leið sína, því
þá fór hún að hugsa um búskap.
Vorið 1916 fluttist hún aö
Höskuldsstöðum í Breiðdal, en
það vor hóf Lárus bróbir hennar
búskap ásamt eiginkonu sinni,
Þorbjörgu R. Pálsdóttur frá Gilsá í
sömu sveit. Sigríður amma mín
fluttist einnig að Höskuldsstöð-
um með Lárusi syni sínum vorið
1916, þá rúmlega fimmtug. Á
Höskuldsstöbum kynntist Þor-
björg eiginmanni sínum, Emil
Þórbarsyni.
Árið 1918 fór Þorbjörg á vefn-
aðarnámskeið til Sigrúnar P.
Blöndal, sem síðar varð skóla-
stjóri Húsmæðraskólans á Hall-
ormsstað. Enda var Sigrún aðal
driffjöðrin í stofnun skólans.
Vorið 1920 flytjast þær mæðg-
ur meö Lárusi og fjölskyldu hans
að Gilsá, en þar var kona Lárusar
fædd og uppalin og átti hálfa
jörðina. 25. október það ár giftust
þau Þorbjörg og Emil. Hann var
fæddur á Kömbum í Stöbvarfirði
12. júní 1894. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurbjörg Sigurbar-
dóttir frá Gilsá í Eyjafirði og-Þórð-
ur Árnason frá Stöbvarfirði.
Vorið 1924 fluttust þau Þor-
björg og Emil að Kleifarstekk í
sömu sveit ásamt dóttur sinni,
Nönnu, sem þá var á öðru ári. Á
Kleifarstekk bjuggu þau svo til
haustsins 1948 að þau fluttu til
Breiðdalsvíkur, en þar höfðu þau
látið byggja sér íbúöarhús um
sumarið í félagi við Kaupfélag
Stöðfirðinga, sem átti 1/4 í hús-
inu. Ákveðið hafði verið að Þor-
björg ræki þar saumastofu fyrir
kaupfélagið, og gerði hún það til
vorsins 1956 að þær mæbgur
fluttu til Reykjavíkur í júní þaö
ár. Þar fékk hún vinnu hjá Krist-
jáni Friðrikssyni í karlmannafata-
versluninni Últíma. Hún vann
þar í 17 ár við saumaskap og var
þá orbin 78 ára.
Fyrstu árin í Reykjavík áttu þær
mæðgur heima á Hrísateig 3. Síð-
ar keyptu þær íbúð í húsinu núm-
er 5 við Laugateig. Þar hafa þær
átt heima síðan.
Þau 24 ár, sem þau Þorbjörg og
Emil bjuggu á Kleifarstekk, höfðu
þau fremur lítið bú, enda bauð
jöröin ekki upp á annað. Þorbjörg
ÁRNAÐ HEILLA
stundaði líka alltaf saumaskap og
vefnað bæði heima og einnig aö
heiman, því hún kenndi mörgum
vefnað og óf oft fyrir fólk bæbi
heima og á öðrum bæjum. Hún
var framúrskarandi vel verki farin
og vandvirk. Hún vann mikið að
útsaumog öðrum hannyrðum og
var frábærlega smekkvís.
Henni var mjög sýnt um að
búa til góðan mat og baka fínt
brauð. Eg man alltaf hvað mér
þótti gott kaffibrauðið á Kleifar-
stekk og ekki síður rúgbrauðið
sem hún bakabi.
Á heimilum Þorbjargar hefur
alltaf verið frábær þrifnaður og
mikil gestrisni. Ég man enn hve
timburgólfin í gamla bænum á
Kleifarstekk voru hvítskúruð og
hrein hvenær sem ég kom þang-
að. Á þeim árum voru ekki alls-
konar þægindi til sveita, svo sem
rafmagn og annað sem því fylgir.
Samt var þrifnaðurinn á Kleifar-
stekk bæði úti og inni til stakrar
fyrirmyndar.
Þorbjörg var eftirsótt til að sjá
um veitingar á samkomum og
mannfundum, en þá tíðkaðist að
hafa kaffiveitingar og oft einnig
skyr og rabarbaragraut.
Skemmtisamkomur þá voru
með allt öðru sniði en nú á seinni
árum, enda haldnar miklu sjaldn-
ar. í Breiðdal var algengast á þeim
árum að ein eða tvær stórar sam-
komur væru á hverju sumri. Þær
byrjuöu oftast um miðjan dag,
gjarnan með ræðuhöldum og
upplestri og voru þá ræðumenn
fengnir langt að. Þá var einnig
oftast keppt í íþróttum, a.m.k.
þegar ungmennafélagið hélt sam-
komurnar.
Líknarfélagið Eining, sem starf-
aði um áratugi í Breiðdal, hélt
venjulega eina samkomu á
hverju sumri. Þorbjörg starfabi
mikið í því félagi, bæbi við undir-
búning og samkomuhaldið sjálft.
Þegar skemmtiatriðum var lok-
ið hófst svo dansleikurinn, oft
klukkan 18-19 og stóð oftast fram
undir klukkan 5-6 að morgni.
Ekki var því furða þó margir vildu
kaupa sér mat.
Þorbjörg sá oftast um veitingar
á fundum í kaupfélaginu, en þeir
voru jafnan vel sóttir. Þorbjörg
starfaði allmikið að félagsmálum.
Hún starfaði áratugi í Einingu og
var í stjórn þess og formaður þess
eitt kjörtímabil.
Þorbjörg og Emil eignuðust
þrjú börn, eina stúlku og tvo
drengi. Nanna er fædd 5. febrúar
1923, Sigurður Hafsteinn er
fæddur 10.11.1926 og Daníel Þór
er fæddur 31.12. 1927. Sigurður
Hafsteinn dó haustið 1948 eftir
langvinn veikindi. Hann var mik-
ill harmdauöi sínum nánustu,
því hann var einstaklega vel gef-
inn og frábært prúðmenni. Hann
stundaði nám við Alþýðuskólann
á Eiðum tvo vetur og fékk mjög
lofsamlegan vitnisburð og sérstök
verðlaun fyrir góðan námsárang-
ur og prúömennsku. Allir, sem
kynntust honum, munu minnast
hans fyrir gáfur, háttvísi og prúð-
mennsku.
Daníel er húsgagnasmiður í
Reykjavík. Hann er kvæntur Ernu
Þórarinsdóttur húsmæðrakenn-
ara. Hún hefur verið hótelstjóri á
Laugarvatni í meira en þrjá ára-
tugi.
Þorbjörg missti mann sinn
sumarið 1952, eftir stutta legu.
Má því segja að skammt hafi orð-
ið stórra högga á milli. En hún
bar sorgir sínar með æðruleysi og
reisn.
Þorbjörg hefur alla tíð verið
ákaflega örlát. Þeir eru margir
ættingjar og vinir hennar, sem
hún hefur glatt með allskonar
gjöfum, einkum jóla- og afmælis-
gjöfum og við önnur merk tíma-
mót. Ég efast um að þeir séu
margir, sem hafa varið eins stór-
um hluta af tekjum sínum til þess
að gleðja aöra.
Eins og áður hefur komið fram,
hafa þær mæðgur alltaf búið sam-
an. Eftir ab heilsu Þorbjargar fór
að hnigna hefur Nanna í æ ríkara
mæli aðstoðað hana og hjálpað
henni, og hefur þannig veitt
henni ómetanlega aðstoð í ell-
inni. Þessa er skylt að minnast.
Þorbjörg hefur alla tíð verib
glæsileg kona, hávaxin og bein-
vaxin, og samsvarar sér mjög vel.
Enn í dag gengur hún teinrétt og
sú reisn, sem alltaf hefur verið yf-
ir henni, fylgir henni enn. Hún
hefur alltaf verið mjög snyrtileg í
klæðaburði og þegar hún klæðist
íslenska þjóðbúningnum þá
finnst mér hún alltaf glæsilegust.
Lengst af ævinni var hún heilsu-
gób, en síöustu 15-18 árin hefur
hún ekki gengið heil til skógar.
En ég efast um að nokkur taki eft-
ir því, enda er hún ekki gjörn á að
kvarta, þó heilsan sé ekki upp á
það besta.
Eins og áður kemur fram, er
Þorbjörg föðursystir mín. Ég hef
lengst af kallað hana „systir". Ég
vil að lokum, elsku systir, þakka
innilega allt sem þú hefur gert
fyrir mig og mína. Ég bib Guð að
blessa þig og gefa þér gleði og
ánægju sem allra lengst. Þá óska
ég og fjölskylda mín þér hjartan-
lega til hamingju með þessi
óvenjulegu tímamót. Gub styðji
þig og varðveiti allar stundir.
Sigurður Lárusson
frá Gilsá