Tíminn - 29.04.1995, Qupperneq 11
i v, íil’ . r - , •
Laugardagur 29 . aprfl 1995 ___________Sfaffg______________________________________________________________________________________11
1. maí ávarp
Fulltrúaráös verkalýösfélaganna í Reykjavík,
Bandalags starfsmanna ríkis og bœja
og lönnemasambands íslands 1995
Atvinnuleysi er nú me& því mesta
sem við höfum kynnst. Síðustu ár hef-
ur það verið landlægt og langvarandi.
Atvinnuleysi hefur snert flestar fjöl-
skyldur beint eða óbeint. Foreldrar
hafa áhyggjur af bömum sínum sem
fá ekki vinnu. Fullfrískt fólk á besta
aldri fær ekki vinnu. Atvinnuleysi
ógnar þeim, sem lögðu grunninn að
velferðarríkinu. Atvinnuleysi er
skömm. Ekki skömm þeirra sem verða
fyrir því, heldur skömm þeirra sem
valda því með fyrirhyggjuleysi, dug-
leysi og úrræðaleysi.
- Aldrei hafa eins margir verið án
vinnu í eins langan tíma og nú!
- Aldrei hefur atvinnuleysi ung-
menna verið jafnmikið!
- Aldrei hefur atvinnuleysi eldra
fólks verið meira!
- Aldrei hafa jafnmargir búið við
jafnmikla óvissu í atvinnumálum!
* Vinna er mannréttindi!
* Vinnu fyrir alla!
Atvinnuleysisbætur
Nú eru 40 ár síðan verkalýðshreyf-
ingin knúði fram atvinnuleysistrygg-
ingar. Lög um atvinnuleysistrygging-
ar þarfnast endurskoðunar. Lögin eru
sniðin að þjóðfélagi þar sem allir eiga
kost á vinnu og atvinnuleysi er aðeins
staðbundiö og stuttan tíma.
- Atvinnulausir skrá sig vikulega
þegar mánaðarleg skráning dugar!
- Atvinnulausir eiga hvorki orlofs-
rétt né veikindarétt!
- Þau, sem hafa verið atvinnulaus í
12 mánuði, missa bætur í 4 mánuði!
- Yngsta fólkið fær ekki bætur
vegna þess að það hefur aldrei haft
vinnu!
- Ellilífeyrir skerðir atvinnuleysis-
bætur!
- Atvinjiulausir mega ekki hafna at-
vinnurekendum. Atvinnurekendur
mega hafna atvinnulausum!
* Betri rétt til atvinnulausra!
* Bætt kjör fyrir atvinnulausa!
* Burt með atvinnuleysið!
Atvinnulausir
Til þess að eyða núverandi atvinnu-
leysi og hindra vöxt .þess verður að
fjölga störfum um meira en 20.000
fram að aldamótum. Á fyrstu 5 árum
nýrrar aldar þurfa að verða til milli 15
og 20.000 ný störf.
Við beinum því til allra íslendinga
að kaupa íslenska vöru og þjónustu
fremur en erlenda hvenær sem því
verður við komið. Það eykur atvinnu
og styrkir rekstrargmndvöll íslenskra
fyrirtækja. Við skorum á þá sem reka
fýrirtæki, jafnt opinber sem önnur, að
kynna sér vandlega þjóðhagslega hag-
kvæmni þess að nota íslenska fram-
leiðslu og verkþekkingu. Við krefj-
umst þess að sett verði heildarlöggjöf
um verktakastarfsemi og komið í veg
fyrir svarta atvinnustarfsemi.
Nú er verðbólga hér á landi með því
lægsta sem þekkist. Gengi hefur sjald-
an eða aldrei verið jafnhagstætt út-
flutningi. Laun og launakostnaður er
með því lægsta sem þekkist í sam-
keppnislöndunum. Útflutningur á
fullunninni vöm hefur aldrei verið
jafnálitlegur.
Ef á að takast aö komast upp úr
þeirri lægð, sem hagkerfið er nú í, þarf
að stórauka fjárfestingar í atvinnulíf-
inu. Nú duga þær ekki einu sinni til
þess að viðhalda framleiðslutækjun-
um.
- Við þurfum atvinnustefnu til
langs tíma!
- Við þurfum atvinnustefnu sem
byggir á mikilli verðmætasköpun og
stuðlar að bættum lífskjömm!
- Við þurfum atvinnustefnu, sem er
mótuö í samráði við verkalýðshreyf-
inguna!
- Við þurfum að efla viðbótar-
menntun, endurmenntun og starfs-
þjálfun!
Skuldir heimilanna
Skuldir heimilanna eru áhyggju-
efni. Samtímis því að vinna og tekjur
hafa dregist saman, hefur sár fátækt
náð að skjóta rótum. Tekjuskattur
hefur hækkað. Þjónusmgjöld hafa
veriö tekin upp. Bætur almannatrygg-
inga hafa verið rýrðar og vaxtabætur
skertar. Á greiðsluvanda þeirra, sem
rísa ekki undif skuldbindingum sín-
um, þarf að taka þannig á að það
gagnist þeim til frambúðar. Húsnæð-
ismál þarf að endurskoða með það
fyrir augum að allir eigi greiðan
aðgang að húsnæði og sama rétt
til fyrirgreiðslu óháð eignaformi.
Vaxta- og húsaleigubætur ber að auka
og búa um hnúta þannig að stjórn-
völd geti ekki hringlað með þær aö
geðþótta.
- Við viljum húsnæðislán á vegum
banka, lífeyrissjóða og ríkissjóðs!
- Við viljum húsnæðislán til allt að
40 ára!
- Við viljum skuldbreytingu 25 ára
lána til allt að 40 ára!
- Við viljum vaxtabætur og vexti
sem má treysta!
Félags- og
skattamál
Reynslan af tekjutengingu bóta er
slæm. Skerðing bóta byrjar gjarnan
við lágar tekjur. Jaðarskattar verða
þarafleiðandi óheyrilega háir. Réttur
til bóta er flókinn og óljós. Sífelldar
breytingar gera öðrum en sérfræðing-
um ókleift að fylgjast með.
Neyslu- og tekjuskattar launafólks
eru alltof háir, en skattar á atvinnu-
rekstur eru með því lægsta sem þekk-
ist í þeim löndum sem við tökum mið
af. Utvegsmenn skattleggja sjálfa sig
með kvótabraski, en neita að greiða
auðlindaskatt. Fjármagnstekjur eru
skattfrjálsar. Verslun með hlutabréf,
sem engu skila til nýsköpunar, er nið-
urgreidd með skattafrádrætti.
Brýnt er að endurskoða tekjutrygg-
ingu í almannatryggingakerfinu með
það fyrir augum að lífeyrir og tekju-
trygging nægi til framfærslu. Óréttlát
skerðing tekjutryggingar vegna
greiðslna úr lífeyrissjóðum verði af-
numin. í því sambandi er á það bent
að eignir sjóðfélaga eru í raun sparifé
þeirra og ættu því að njóta fullkomins
skattfrelsis þegar annað sparifé nýtur
þess.
Hlutfall námsmanna utan af landi
og barnafólks hefur lækkað um meira
um 30% af lántakendum hjá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna. Það er
staðreynd að jafnrétfi er ekki til náms.
Eins og Lánasjóði íslenskra náms-
manna var breytt í tíð síöustu ríkis-
stjórnar, er ljóst að efnalítið fólk getur
ekki stundað nám. Hámarkslánstími
lána á framhaldsskólastigi var styttur
úr 7 árum í 5 ár og gerir það nemend-
um skólanna erfiðara fýrir um áfram-
haldandi nám.
- Drögum úr tekjutengingu bóta!
- Auðlindaskatt á útgerðina!“
- Fjármagnstekjuskatt!
- Samtímagreiöslur námslána!
- Endurskoðun framfærsluútreikn-
inga námslána með sérstöku tilliti til
barnafólks og nemenda utan af landi!
- Afnám skatta af námsbókum!
- Afnám skólagjalda til aö tryggja
jafnrétti til náms!
Launamál
Kaupmáttur launa er óviðunandi.
Launamunur er mestur þar sem ein-
staklingssamningar eru algengir. Þar
sem markaðurinn fær að vera óáreitt-
ur, metur hann vinnu kvenna til
lægra verðs en karla. í kjarasamning-
um er Iaunajafnrétti og launamunur
minni en þar sem einstaklingssamn-
ingar eru ríkjandi. Kjarasamninga þarf
til að útrýma launamismun kynjanna
og öðru launamisrétti.
Launamál og atvinnumál eru grein-
ar á sama meiði. Þegar atvinnumál eru
í ólestri, verða launamál erfiðari við-
fangs. Of lítil fjárfesting í atvinnulífi
hindrar hagvöxt. Arðsemi íslenskra
fyrirtækja er minnst í Evrópu, sem er
lýsandi dæmi um skort á ábyrgri at-
vinnustefnu og metnaðarleysi ís-
lenskra atvinnurekenda. Afleiðingar
alls þessa er að það dregur úr eftir-
spurn eftir vörum og þjónustu á
heimamarkaði. En öflugur heima-
markaður er undirstaöa útflutnings
og stendur undir framförum í íslensku
atvinnulífi.
Laun á íslandi eru skammarlega lág
og bein afleiðing þeirrar láglauna-
stefnu, sem ríkt hefur mörg undan-
gengin ár. Snúum af braut metnaðar-
lausrar launastefnu. Krafa okkar er:
Atvinna — velferð
til framtíðar!
Beocom
BEOCOM 9500
Beocom frá Bang & Olufsen.
Úrvals hönnun og gæði.
Beocom vegur aðeins um 225 gr og
hentar því einstaklega vel í vasa og veski.
Síminn er einfaldur í notkun og með
10 númera endurvalsminni.
Hleðsluspennir fyrir rafhlöður og
íslenskar leiðbeiningar fylgja.
73.663
POSTUR OG SIMI
Sóludeiid Armúla 27, sím: 550 6580
Sóíudeild Krínglunni, simi 550 6690
Söludeiid Kirkjustræti, sími 550 6670
'jQ á póst- og simstöðvum um iand alit.
*Afborgunarverð