Tíminn - 29.04.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. apríl 1995 9 Tískan sköpuö. Lagerfeld og aöstoöarfólk. Tískan kemur og fer, eins og kynorkan Það vefst fyrir mörgum. hvað há- tíska er og hvað er bara tíska sem fötin í næstu búð bera keim af. Af hverju hátíska og hvernig hefur hún áhrif á hvab ég og þú klæð- umst hvunndags eða spari? Hér á eftir leiðir Heiðar okkur í allan sannleika um hvers vegna okkur kemur hátíska við, þótt við mun- um aldrei hafa efni og kannski ekki heldur áhuga á að kaupa hana. Heibar: Hátíska er í rauninni hlutur sem ekki nema 0,02% kvenna í heiminum geta nálgast. Þab er aðeins þröngur hópur hönnuða sem nær því að búa til hátísku, sem vekur athygli og hef- ur áhrif á fatagerð og fatasmekk víða um heim. Eins og áður hefur verið tekið fram, kaupa stórtækir fataframleiðendur rétt af hátísku- hönnuðum til að fjöldaframleiöa snið þeirra eða hafa þau til fyrir- myndar þeim fatnaði sem þeir framleiða. Þannig kemst almenn- ingur — eða sá hluti hans sem er annt um útlit sitt og ímynd — í snertingu við hátískustrauma. í hátískuklæðnaði er hver ein- asti hluti handgerbur og til er ákveðinn kvarði um hve mikil vinna þarf að fara í hverja flík. í hátískudragt er efnið sérofið. Þab er aldrei klippt út úr snið- stranga, heldur er sérofið í flíkina eins og annan hátískufatnað. Ef skreyting er á hátískukvöldkjöl, þá er hún sérstaklega búin til í höndum fyrir þennan eina kjól og það er engin önnur svona skreyting gerð. Og það er eftirlit með að rétt sé fariö að í allri gerð hátískufata. Allir í hátísku, eba svo gott sem En af hverju er verið að kynna Stínu og Gunnu á íslandi hátísku utan úr heimi? Heibar: Það sem Stína og Gunna þurfa ab læra — og ís- lenskar Stínur og Gunnur eru allt- af að læra betur og betur — er að tileinka sér tísku sem hæfir þeirra persónulega stíl og vaxtarlagi. Það er að kunna á sig og tískuna. Það þýðir að trúverðugheit Stínu og Gunnu aukist og að þær sýni meira af sér af því, sem þær vilja ab aðrir sjái af sinni persónu, með abstob tískunnar. En um leið og tíska eða stíll fer að yfirgnæfa persónuleikann, þá er of langt gengið, nema því að- eins að viðkomandi sé ab vinna í tískubransanum. Taka verður til- Hjá Dior tekur 110 klukkustundir aö sauma jakka og 46 stundir aö sníöa og sauma pils. Heiöar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áégað vera? lit til aldurs, vaxtarlags og mann- gerbar, þegar valinn er fatnaður sem fólk ætlar að ganga í. Ab finna eigin stíl Þab er ráðlegt fyrir Stínu og Gunnu að kaupa sér nokkur há- tískublöð annað slagið. Þab er voba sniðugt fyrir allar konur, og karla líka, að finna þá hönnuði sem búa til fatnað sem mann mundi langa í. Þetta getur maður notab að vissu leyti sem lykil ab sínum stíl. Tökum dæmi. Karlmannafatn- abur Ameríkanans Ralphs Lauren byggist mikið upp á flannelskyrt- um, gallabuxum og flauelsjökk- um, en herrafatnaður frá Yves St. Laurent er fullkomlega klæð- skerasniðinn og fínir frakkar. Þar er aldrei sportfatnaður. Svona verður fólk að finna sinn hönnub og sinn stíl. Allir fata- framleiðendur líta til hönnuð- anna og þegar maður fer í búðir að kaupa föt, er mjög gott að hafa í huga þessa mynd af uppáhalds- hönnubinum. Vib þurfum ekki að kaupa rándýrar Diorbuxur, enda ekki til hér á landi, en við getum valið okkur buxur með Di- orsniði, ef okkur fellur það betur en önnur buxnasnið. Svona geta bæði karlar og kon- ur haft góð not af því að kynna sér hátísku, fylgjast vel meb og geta klætt sig í stíl viö hugmyndir færustu hönnuða, án þess aö kaupa hátískufötin beint. Hönnuðir em misjafnlega upp- lagðir, stundum í lægb og stund- um í ofsastuði. Tíska breytist og fötin slitna, svo alltaf er þörf á að fylgjast með. En um tískuna má segja eins og kynorkuna, hún kemur og fer og hver vill vera án hennar? ■ Hagvrbingaþáttur Stjómarfæöing Framsókn núna fundið hefur félaga afhœgri vœng. Davíð auga Dóra gefur, dragast þeir að sömu sœng. Upp í rúm og undir sœng ólmur Dóri flýgur, bindi hans með hliðarvœng harla mikið sýgur. Krógi þessu kemur frá, kolli lyftir hýr á brá, ein ergrœn, en önnur blá, ánœgð hjónin standa hjá. Naumast fyigið glœðist grís, glaður vart mun spjalla. Laumast að mér vitund vís, vorið þitt mun falla. Eða: Falla mun þitt vorið vís, vitund mér að laumast. Spjalla mun vart glaður grís, glœðist fýlgið naumast. Helgi Dinglumdangl Stokkað er nú upp stjómarlið, studdur er Bjöm í öllu. Ólafi sparkað upp á við á að dingla bjöllu. Valgeir Þormar Það kom í fréttum útvarps að loftþrýstingur væri óvenju hár í Þingeyjarsýslum. Svo hár hafi hann aldrei orðið á nýliðnu kjörtímabili. Það má skilja svo: Kuldaboli kannski stingur kratana með döpm sinni. Heldur virðist háþrýstingur hcekka nú hjá landsstjóminni. En krötunum má leggja orð í munn: Þetta skeður œði oft. Á því vart skal byggja, að þetta sé jú þingeyskt loft. Það er krata hyggja. Guðmundur Einarsson Ekki til fyrirmyndar: Vildi sýnast voða stór; viss að haga seglum, elskaði vín og aldrei fót eftir laga reglum. Neikvæð umsögn og feimni háir mörgum: Níðið ristir ncemi þungt, nýja kvisti heggur, flesta lista framlag ungt feimnin kistuleggur. Bragi Björnsson Að loknum kosningum: Nú kyrrir, því kosningahríðin hjá krötum og Davíð er liðin. En eitt skortir á, þeir fóm ekki frá, svo Jóhanna er kjarklaus og kvíðin. Strandaglópur Limran ber þess merki að vera ort milli kosninga og stjórnarmyndunar. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.