Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Miövikudagur 7. júní 1995 103. tölublað 1995
20 milljónirnar til Feröamálaráös vegna HM í hand-
bolta komu í góöar þarfír, segir Magnús Oddsson:
Skilar sér
allt til baka
tækin í ferðaþjónustu séu mörg.
Sjálfum þykir honum álitlegast að
skoða gistináttafjölda á hótelum og
gistihúsum til ab mæla árangur.
Staðreynd sé að á Akureyri hafi um
200 manns fyllt hótelin í maí vegna
HM-riöils sem þar var leikinn. Þetta
hafi aldrei fyrr gerst á Akureyri.
„Ferðaþjónustan brást þannig við í
ár ab reynt var að hnika til svoköll-
uðum hvataferbum erlendra fyrir-
tækja hingað yfir á aprílmánub. Það
virðist enginn taka eftir því að í apr-
íl var 20% aukning á erlendum
ferbamönnum hingað miðab við
sama mánuð í fyrra," sagði Magnús.
I Hafnar-
fjaröarhöfn
í gœr var verib ab landa úthaf-
skarfa úr frystitogaranum Haraldi
Kristjánssyni HF sem skipib fékk á
Reykjaneshryggnum. En eins og
kunnugt er þá komst útgerb skips-
ins framhjá verkfalli sjómanna
meb þvíab leigja skipib tii Vest-
fjarba. Deiluabilar hittust á tveim-
ur óformlegum fundum í gœr í
Karphúsinu en vaxandi óþolin-
mœbi er farib er ab gæta mebal
einstakra útgerbarmanna sem
mikilla hagsmuna eiga í veibum á
humri, síld og úthafskarfa. Útgerb-
armenn í Þorlákshöfn hafa m.a.
lýst því yfir ab ef ekki semst innan
örfárra daga muni þeir hafa verk-
fallib ab engu og fara á humar.
Tímamynd: CS
Framsóknarmenn velja fulltrúa flokksins í stjórnir, nefndir og ráö sem kosiö er í á Alþingi:
Ágreiningur um st j órn
Byggbastofnunar
„Þab er ekki lítils virði þegar fyr-
irliði sænska handboltaliösins
segir í sjónvarpinu þeirra að hann
sé staddur í stórkostlegasta landi
heims," sagði Magnús Oddsson,
feröamálastjóri í samtali við Tím-
ann í gær. Ferðamálaráö fékk 20
milljón króna aukafjárveitingu af
almannafé vegna HM í hand-
knattleik.
Magnús segir ab það fé hafi kom-
ið í góðar þarfir og að þab eigi allt
eftir ab koma til baka og meira til.
Sífellt berist úrklippur og ábending-
ar um sjónvarpsumfjöllun, sem hafi
veriö hagstæð landkynning.
Blaða- og fréttamenn höfðu mik-
inn tíma aflögu meðan þeir fylgd-
ust með HM í handbolta hér á
landi. Ferðamálaráð bauð upp á
ýmsar kynningar sem kostaöar voru
af áðurnefndum 20 milljónum.
Fréttamenn fengu sérstaka Islands-
tösku með ýmsu efni um landið,
það út af fyrir sig kostabi 1,5 millj-
ónir, kvöldverbur fyrir hátt í 400
fréttamenn kostaði sitt, sem og
tímarit sem gefið var út.
„Ég vil ekki kenna neinum um
eitt eba annað í sambandi við ferða-
mannastrauminn í maí. En ég við-
urkenni að ég hafði ekki sömu
væntingar og margir aðrir varöandi
gestafjölda sem hingað kæmi vegna
HM-mótsins. Ég sá ekki fyrir mér
full skemmtiferðaskip á sundunum
eða yfirfull hótel," sagði Magnús.
Magnús segir ab ljóst sé ab mæli-
Breytingar á
þjónustu
Tímans
Dagblaðið Tíminn vinnur
nú að því að bæta dreifing-
arþjónustu sína við lesend-
ur úti á landi og stefnir að
því að koma blaðinu til
áskrifenda á hlestu þéttbýl-
isstöðum árla morguns. Af
þessum sökum hefur prent-
un verið færð nokkuð fram
þannig að síökvöldið og
nóttin nýtist til að'-dreifa
blaöinu. Til að byrja með
mun þessa einkuin veröa
vart á Vestur- og Norður-
landi en smám saman
munu breytingarnar ná til
annara landshluta.
Áskrifendur á höfuðborgar-
svæðinu munu einnig njóta
góðs af nálægðinm við fram-
leiöslustaðinn því víða veröur
hægt aö dreifa blaöinu á síð-
kvöldum og mönum gefst þá
kostur á að sjá blað morgun-
dagsins kvöldinu ábur, en
það er raunar svipað því sem
þekkist hjá flestum banda-
rískum morgunblöðum. Tím-
inn vonar að áskrifendur taki
vel í þessar breytingar. ■
Þingflokkur framsóknar-
manna hefur ákveöið hvaða
fulltrúar flokksins munu
taka sæti í stjórnum, nefnd-
um og rábum, sem kosið er í
á Alþingi, að undanskildri
skipan fulltrúa í stjórn
Byggðastofnunar. Einn
þingmanna flokksins,
Gunnlaugur Sigmundsson,
var mjög óánægður meb
niðurstööu þingflokksins,
en hann sóttist meðal ann-
ars eftir sæti í bankaráði
Landsbankans og gekk hann
af þingflokksfundi.
Valgerður Sverrisdóttir, for-
maður þingflokksins fram-
óknarmanna, segist ekki geta
gefib upp hverjir þessir ein-
staklingar eru, þar sem það
hefur ekki verið tilkynnt
þeim.
Valgerður segir að þing-
flokkurinn hafi ákveðið að
hækka hlutfall kvenna í
nefndum og ráðum, auk þess
sem það atvikaðist svo að
hlutfall pólitískt kjörinna full-
trúa lækkar. Það hafi verið
ákvörðun þingflokksins nú,
en ekki sé um það að ræða að
sú framtíðarstefna hafi verið
mörkuð, enda líti hún svo á að
það sé ekki hlutverk þing-
flokksins að móta slíka stefnu,
heldur æðri stofnanna flokks-
ins.
Valgerður sagðist vona að
skyndilegt brotthvarf Gunn-
laugs af þingflokksfundi
myndi ekki hafa alvarlegar af-
leiðingar og ekki hafa nein
áhrif á samskipti þingflokks-
ins við Gunnlaug.
Samvkæmt heimildum Tím-
ans hefur verið ákveðið að
Helgi S. Guðmundsson verði í
bankaráði Landsbankans, Siv
Friðleifsdóttir taki sæti í Norð-
urlandaráði, Arnþrúður Karls-
dóttir taki sæti Áslaugar Brynj-
ólfsdóttur í Menningarsjóði,
en þess má geta að Arnþrúður
sóttist eftir sæti í útvarpsráöi
en fékk ekki stuðning. Hins
vegar verður Gissur Pétursson
annar fulltrúi framsóknar-
manna í útvarpsráöi og vegna
aukins vægi flokksins á þingi,
munu framsóknarmenn fá
annan fulltrúa í ráðinu og það
sæti mun Kristjana Bergs, for-
maður Landssambands fram-
sóknarkvenna skipa.
Eins og áður sagði hefur ekki
náðst samstaða um hvaða
tveir fulltrúar flokksins verða í
Byggðastofnun, en Stefán
Guðmundsson alþingismaður
hefur sótt það fast að fá það
sæti. ■