Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 9
9 Mi&vikudagur 7. júni 1995 9ÍMÍ** UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. Subur-Afríka: Dauðarefsing afnumin Jóhannesarborg — Reuter í gær var dauðarefsing afnumin í Su&ur-Afríku, samkvæmt úrskurði stjórnarskrárdómstóls landsins, en það þýðir m.a. aö þeir 453 fangar sem biðu þess í fangelsum landsins að líflátsdómi þeirra yrði fullnægt, verða ekki teknir af lífi. „Frá og með útgáfudegi þessa úrskurðar," segir í skriflegum úrskurði dómstólsins, „er ríkinu og öllum stofnunum þess óheimilt að lífláta nokkurn sem dæmdur hefur verið til dauða." í stjórnarskrárdómstólnum eru 11 dómarar, og var niðurstaöa dómstólsins einróma. Líflátsdómi hefur ekki verið fullnægt í landinu frá því 1989, og ári seinna mælti F.W. de Klerk, þáverandi forseti Suöur-Afríku, svo fyrir að öllum dauðarefsingum yrði frestað um óákveðinn tíma. Desmond Tutu, biskup í Suður- Afríku, fagnaði úrskurðinum og sagði hann lib í að gera landið ab siðmenntuðu landi. „Þetta sýnir ab okkur er alvara þegar við segjumst bera virðingu fyrir lífinu," sagði Tutu. „í raun og veru er það and- styggilegur ruddaskapur að segja við einhvern sem hefur drepið mann: ... vib ætlum að sýna þér fram á ab lífið er okkurs mikils virbi, og þess vegna ætlum við að drepa þig líka." Arthur Chaskalson, dómsforseti stjórnlagadómstólsins, sagði þegar úrskurðurinn var tiikynntur: „Allir menn, jafnvel þær mannverur sem viöurstyggilegastar eru, eiga rétt til lífs og þess vegna er dauðarefsins ekki í samræmi við stjórnarskrána." Danie Schutte, talsmaður Þjóðar- flokksins sem áður fór með stjórn landsins, sagði hins vegar ab þessi niðurstaða ylli sér og flokksbræðr- um sínum gífurlegum vonbrigðum: „Okkur finnst að meb þessu sér ver- ið að gefa mönnum röng skilaboð í landi sem hefur hæstu glæpatíðni í heimi af þeim löngum sem ekki eiga í stríði." Á síðasta ári voru að meðaltali 50 manns myrtir á hverj- um einasta degi í Suður-Afríku. Yfirmaöur friöargœslulids Sameinuöu þjóöanna í Sarajevo, Herve Cobilliard, tekur fagnandi á móti einum af þeim 63 frönsku hermönnum sem Bosníu-Serbar slepptu úr gíslingu ígœr. Reuter Erfbatœkni í matvœlaframleiöslu: Umdeild með- ferð á dýrum Erfðatækni er ung og ört vax- andi vísindagrein. Jafnframt er hún vægast sagt mjög umdeild og siðferðileg álitaefni sem tengjast henni fjöldamörg. Þar fást menn við ab breyta erfða- byggingu lífvera, ýmist með því að taka gen úr lífveru, breyta þeim og setja þau síban aftur á sinn stab, eba meb því ab taka gen úr einni Iífveru og setja í abra. í The Sunday Times var nýlega grein þar sem segir frá tilraunum til að beita þessari tækni í þágu matvælaiðnaðarins. Ekki er ýkja langt síðan fréttir bárust frá rannsóknarstöð í Belts- ville í Maryland-fylki í Bandaríkj- unum, þar sem dr. Bob Wall hafði gert tilraunir með að breyta erfða- vísum svína og bjóst við aö árang- urinn myndi valda byltingu í landbúnaði á næstu öld. Þessar tilraunir mistókust herfilega. Fyrri tilraunin, af tveimur sem dr. Wall gerði, endaði með því að svínin, VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 3. 6.1995 (z ?)(38) (30) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 2.020.599 O 4 af 5 g Piús L m~ 167.000 3. 4 at 5 66 8.730 4. 3 al 5 2.601 510 Heildarvinningsupphæö: 4.257.289 M 1 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR sem höfðu fengið erfðavísa úr kúm til að örva vöxtinn, lömuð- ust af gigt á besta aldri, hjartasjúk- dómar hrjáðu þau og augun tútn- uðu út. Engu að síður gerði dr. Wall aðra tilraun, þar sem hann kom fyrir erfðavísum, sem talið var að yllu krabbameini í kjúk- lingum, í öðrum hópi svína. Ár- angurinn varð sá að bógur og læri svínanna urðu kjötmikil og safa- rík, en þegar þau höfðu náð þriggja mánaða aldri var svö kom- iö að fæturnir gátu varla haldiö skrokknum uppi vegna þyngdar- innar. „Sum dýranna urðu mjög veikburða og síðan gátu þau hreinlega ekki staðið upp," sagði dr. Wall. Víða um heim er nú verið ab gera áþekkar tilraunir á svínum, kúm, sauðfé og kjúklingum. í síð- asta mánubi var haldin alþjóðleg rábstefna í Beltsville um erfða- tækni. Þar voru meðal annars kynntar niðurstööur tilrauna sem vísindamenn í Ástralíu hafa verib ab gera meb kindur. Tilgangurinn meb þeim var að búa til kindur sem „rýja sig sjálfar", ef svo má segja, þ.e. ullin fer af þeim sjálf- krafa. í Kanada hefur mönnum tekist að „framleiöa" laxa sem eru 37 sinnum stærri en venjulegir laxar. ísraelskir vísindamenn hafa notað erfbatæknilegar abferbir til ab búa til kjúklinga sem eru nán- ast „tilbúnir í ofninn", þeir eru meö 40% minna af fjöðrum en venjulegir kjúklingar. Lægri lík- amshiti, vegna fjaðraleysisins, veldur því að þeir éta meira og eru þar meb fljótari ab ná tilskilinni þyngd og koma því fyrr til slátr- unar. Erfðatæknibyltingin er því komin í fullan gang, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og ljóst er aö vísindamennirnir ætla sér ekki aö láta staðar numiö við ab breyta líkamsbyggingu og at- gervi dýranna. Næsta skrefib er að nota erfðatæknina til aö breyta hegöun þeirra og atferli. Sú þróun er þegar hafin. Erfðaefni í sæði og eggjastokkum nokkurra kalkúna hefur verið breytt með það fyrir augum að það hafi áhrif á horm- ónastarfsemina í afkvæmum kal- kúnanna. Ef allt gengur eftir áætl- un dregur úr framleiðslu þeirra hormóna sem hafa hemil á frjó- semi kalkúnanna, sem myndi þýða að þeir verpi um 20% fleiri eggjum en venjulegir kalkúnar. Dr. Wall, sá sem rann á rassinn með svínatilraunirnar, gerir sér mjög háar hugmyndir um framtíð erfðatækninnar. Ekki líður á löngu, telur hann, þangab til gen- ið, sem stjórnar því að birnir leggjast í hýöi á veturna, finnst. Ef því verður komið fyrir í ám og kúm gæti sparast stórfé í fóðurgjöf á vetrum, búfénaðurinn myndi hreinlega sofa stóran hluta ársins. Dr. Wall sér jafnvel fyrir sér ab til verði „þriðja kyniö" í nautfé, sauðfé og svínum, þ.e. „karlkyns" dýr sem eru eistnalaus, en það þýddi að bændur þyrftu ekki leng- ur að verja ómældum tíma í að gelda búfénaðinn hjá sér. Lítill vafi viröist leika á aö vís- indamennirnir verða brátt færir um að leika kúnstir á borð við þessar. Hins vegar er ekki alveg víst að neytendur séu tilbúnir til að gleypa vib þeim matvælum sem framleidd eru með töfra- brögðum erfðatækninnar. Neyt- endur hafa undanfarið verið að hallast æ meir að „grænu lín- unni", þeir vilja „náttúrulegar" af- urðir og fúlsa við matvörum sem þeir telja unnar meira en góðu hófi gegnir. Engu að síöur er hugsanlegt að erföatæknin geti fundiö réttu leið- ina að neytendunum. Til að mynda er líklegt ab í Bretlandi komi fljótlega á markað kjúkling- ar, sem í eru gen úr músum, sem gera það að verkum ab kjúkling- arnir hafa meira vibnám gegn sal- mónellu. Salmónellulausir kjúk- lingar ættu aö falla í kramið hjá neytendum, hvort sem erfba- tæknin hefur krukkab eitthvað í þeim eða ekki. Stórverslanir hafa enn uppi stórar yfirlýsingar um að erfðatækni sé eitthvað sem þær muni aldrei koma nálægt. En ef hún tryggir aukið hreinlæti, eins og í þessu dæmi af kjúklingunum, gætu þær átt erfitt að standa gegn þróuninni, ekki síst ef kostnaður- inn er að auki í lágmarki. Tim Lang, prófessor viö Thames Valley háskólann hefur gagnrýnt stefnu stórverslana og segir að gróðasjónarmib muni óhjá- kvæmilega valda því að erfða- tæknin veröi notub í sífellt ríkara mæli vib matvælaframleiöslu. í raun og veru sé almenningur ekki að segja neitt annab en aö hann vilji bara „almennilegan mat". Ef ekkert er að matnum sé aukaatriði hvernig hann er framleiddur. Á hinn bóginn hefur veriö bent á þab að óvissan í erfðatækninni sé slík aö sá árangur sem náöst gæti sé varla áhættunnar viröi. „Af þeim 50.000 til 100.000 gen- um sem eru í búfénabi eru ekki nema eitt til tvö prósent sem vib þekkjum og vitum hvaða hlut- Tilbúinn í ofninn: fjabralausir kjúk- lingar éta meira, vaxa hrabar og fara fyrr í slátrun. verki gegna," segir dr. Tim O'Bri- en, höfundur nýrrar skýrslu sem er gefin út af samtökunum Com- passion in World Farming. „Aö gera breytingar á þessum genum er eins og að leika sér ab efna- fræbisetti, þar sem allir merkimiö- arnir hafa veriö fjarlægöir." Erföafræðingar eru ab vísu sannfæröir um að slíkar raddir muni þagna ef hægt veröi að sýna fram á að tæknin geti framleitt „almennilegan" mat á öruggan hátt, og ef þab veröur jafnframt umhverfisvænna og feli jafnvel í sér betri og mannúðlegri meöferö á dýrunum. Hvort sú verður raun- in er hins vegar ennþá algjörlega óvíst. Og jafnvel þótt árangurinn gæti á endanum orbib eitthvað í líkingu vib þaö sem góbhjartaöir vísindamenn ímynda sér að hann geti orðiö, er ekki ólíklegt ab hryllingsögur af meira eöa minna misheppnuðum tilraunum á leib- inni aö þessu marki valdi því ab menn sjái sig tilneydda til ab binda endi á slíka tilraunastarf- semi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.