Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 7
Miövikudagur 7. júní 1995 7 Verulegur hluti sögunar og frœsingar á sprungum óþarfur og algjör sóun á fjármunum, segir Rögnvaldur 5. Císlason hjá RB. Verktakar segjast vinna eftir verklýsingum RB Skátastarf í Hafnarfíröi 70 ára: 55. vormót Hraunbúa Á þessu ári eru li&in 70 ár frá því ab skátastarf hófst í Hafnarfirbi. Er þess minnst á margan hátt. Svæ&i undir nýtt Hraunbyrgi, e&a skátaheimili, var vígt á afmælis- daginn, þann 22. febrúar. Og um hvítasunnuhelgina (2.-S. júní) fór fram 55. vormót skátafélagsins Hraunbúa. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, heibrabi mótiö meb heimsókn sinni á laugardaginn fyr- ir hvítasunnu. Gróbursetti hún fyrstu trén í nýjum skógarlundi skáta á stabnum. Einnig var þar kynnt ný abferb vib hröbun vaxtar skógarplantna meb abstob dag- blabapappírs. Undanfarnar vikur hafa skátarnir verib stöbugt ab vinna ab því ab smíba almenningssalemi, sem nú er búib ab koma fyrir undir Bæjar- fellinu í Krýsuvík. Fram til þessa hefir verib notast vib „Fjóluna", sem gerir sama gagn þar sem marg- ir skátar koma saman. Þab er Húsa- smibjan í Hafnarfirbi sem hefir lagt mest af efni og verbmæti til þessa verks. Þar næst kemur svo Um- hverfismálarábuneytib og svo ýmsir abrir abilar. Starfssvæbi Skátafélagsins Hraun- búa í Krýsuvík er hluti af Fólkvangi Suburnesja og því er þab mikils virbi ab fá þarna vandab almenn- ingssalerni fyrir ferbamenn, bæbi akandi og gangandi. Auk hinna al- mennu nota, verbur þarna abstaba til ab sinna smábörnum og skipta á þeim og svo er nægilegt rými til ab taka á móti þörfum heils skátamóts. eftir verklýsingum stofnunar- innar, sem unnar eru af fær- ustu sérfræðingum". Þarna sagði Guðmundur kannski komið að kjarna máls- ins. Það sé einungis í undan- tekningartilvikum sem við- gerðarverktakarnir ráða hvaða aðferðum sé beitt við viðgerðir á húsum. Fyritæki innan Við- gerðardeildarinnar séu allflest í stærri verkefnum, fengnum eftir útboð og öll unnin eftir forskrift og undir eftirliti sér- fræðinga og tæknimanna á verkfræðistofum. „Þar er forskrifað: hvað á að gera, hvernig og með hverju. Þarna er því verið að skamma verktaka fyrir hluti sem þeir raunverulega ráöa ekki." Einnig verði að horfa til þess að viðgerðarsviðið sé ungt og í hraðri þróun. í gengum tíðina hafi sífelt verið að koma fram ýmiss „undraefni" og aðferðir sem leysa eigi öll vandamál manna. „Að fenginni reynsiu Nýja salernib undir Bœjarfelli. Ljóst er að húseigendur og verktakar hreinlega ofmeta sprunguvandamálið, er haft eftir Rögnvaldi S. Gíslasyni efnaverkfræðingi hjá RB í viötali um steypu og sprung- ur í Morgunblaðinu. „Það er mjög algengt að nánast allar sprungur sem sjást séu sag- aðar upp og fylltar, en það er gjörsamlega út í hött". Um- fangsmiklar tilraunir hafi sýnt aö þrengri sprungur en 0,15 til 0,20 mm sem eru vatnsfælubornar geti þolað svo til mesta slagvatnsálag sem orðið geti. „Með þessum nýju upplýsingum erum við hreinlega að segja að veru- legur hluti allrar sögunar eða fræsingar sé óþarfur og því alger sóun á fjármun- um", segir segir Rögnvaldur. Aðferðin sé þar að auki gagnslaus, þannig að sprunga komi yfirleitt aftur í gengum eða við múrfylling- una, oftast innan nokkra vikna eða mánaða. „Við höfum reynt að koma niðurstöðum okkar á framfæri við húseigendur, ráðgjafa og verktaka með ýmsu móti", segir Rögnvaldur. „Við höfum meira að segja ítrekað reynt að ná til viðurkenndra verktaka sem eiga aðild að Viðgerðar- deild Samtak iðnaðarins, en með dapurlegum árangri". Guðmundur Guðmundsson verkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins kveðst hafa lesið viðtalið með athygli og orðið þess var að menn í bransanum væru ekki parhrifnir af þessari kveðju. „Það er rétt hjá Rögn- valdi, að það eru menn á markaðnum sem vinna þetta vitlaust. En að draga Viðgerð- ardeildina sérstaklega út, sem ég veðja á að sé líklega eini hópurinn sem Rögnvaldur hefur náö til, það finnst mér vægást sagt ósanngjarnt." Guðmundur segir marga tugi sinna manna hafa sótt þrjá fundi sem hafi verið haldnir með RB í fyrra um sprungu- máiefni og um verklýsingarn- ar RB. Jafnframt bendir hann á að Rögnvaldur sé í viðtalinu að vitna til rannsókna sem enn séu í gangi. Úr þeim séu komnar bráðabirgðaniður- stöður með sterkum vísbend- ingum um þetta og hitt. En ekki niðurstöður sem hægt er að fullyrða að séu endanlegar. „Rögnvaldur skammar menn bara fyrir að vera að saga og fræsa. En hann svarar því ekkert hvað menn eiga að gera til að loka sprungunum fagurfræðilega séð. Flús sem eru öll sprungin skera í augu. Þar að auki fullyrði ég að að- ilar úr Viðgerðardeildinni sem eru að saga og fræsa í dag, þeir vinna, og er uppálagt að vinna, samkvæmt verklýsing- um RB, sem að Viðgerðar- deildin barðist m.a.s. fyrir að RB staðlaði fyrir markaðinn og hafði þannig frumkvæði að. Mér finnst það því skjóta skökku við ef verið er að skamma menn fyrir að fara hljótam menn bara að fara varlega í að elta strax hluti sem ekki er búið að sann- reyna," segir Guðmundur. Hvað mestar hafi kollsteyp- urnar verið á málningarsvið- inu. Ménn séu nú í stórum stíl að fletta af málningum sem áttu að vera alger undraefni sem ekki þyrfti að eiga við, jafnvel næstu áratugina. „Það sem sérfræðingar voru að ráðleggja mönnum í við- gerðarbransanum fyrir 4-5 ár- um, það er jafnvel talið ógilt í dag. Menn eru því eðlilega orðnir illa brenndir á þessum nýjungum sem alltaf eru að koma fram, sem allar eru próf- aðar af sérfræðingum, en menn sitja síðan uppi með fullt af vandamálum". GuðmUndur segir Rögnvald kannski ekki síst fara fram úr sjálfum sér þar sem hann tali um niðurstöður rannsókna á áhrifum vatnsfælna á sprung- ur, en sé um leið að lýsa því að rannsóknir séu í gangi og m.a.s. sérstakt verkefni að fara í gang um framhaldsrann- sóknir á meðhöndlun yfir- borðsflata steinsteypu. „Þetta tvennt verður auðvitað að haldast í hendur. Eigi aö með- höndla sprungurnar með vatnsfælum, þá þarf líka að finna aðferð til að loka sprungunum fagurfræðilega. Og til þess hef ég ekki séð neina lausn nema í verklýsing- um Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins; að fræsa sprungurnar og fylla í þær", sagði Guðmundur. „Vilji Rögnvaldur beina spjótum sínum að einhverjum, þá ætti hann að beina þeim til þeirra sem skilgreina verkin og hanna þau, ekki verktökun- um." ■ Hlaut styrk til Jþátt- töku í námskefei um sænska tungu og menningu Björg Guðmundsdóttir frá Bolungarvík hefur hlotib styrk úr Minningasjóöi um Per-OIof Forshell, fyrrum sendiherra Svíþjóðar á ís- landi. Sjóðnum er ætlab að efla sænskukennslu á íslandi og stuöla að aukinni sam- vinnu um menningarmál milli þjóbanna. Minningarsjóðinn stofnaði Riksföreningen Sverigekon- takt til minningar um Per-OIof Forshell, sem var sendiherra Svíþjóðar hér á landi frá 1987 þar til hann lést 1991, en hann hafði sérstakan áhuga á að efla menningartengsl þjób- anna og lagði á sig mikla vinnu í því skyni, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá sænska sendiráöinu. Styrknum var úthlutað á fæðingardegi Per-Olofs Fors- hell, 23. maí. Upphæðin er þrjú þúsund sænskar krónur en styrkin hlýtur Björg Guð- mundsdóttir til að taka þátt í námskeiði um sænska tungu og menningu í Svíþjób í ágúst- mánuði nk. Björg lauk BA- prófi frá Háskóla Islands með sænsku sem aðalgrein og starf- ar nú við sænskukennslu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.