Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 7. júní 1995 TjTLfr imrimmTEonL 5 Fáskrúö. Víkin í Hvammsfirbi, sem áin fellur í. Mynd: EH Fáskrúð og Ljár- skógavötn Land Dalasýslu nýtist vel hvaö snertir straumvötn og þar ræ&ur Hvammsfjör&ur miklu, en til hans falla margar laxár, eins og Fáskrú&. Enda þótt hún sé í hópi minni vatnsfalla, hefur hún mjög oft veri& gjöful vei&iá, þó a& hún eigi í næsta nágrenni tvo ofjarla sína, Laxá í Dölum og Hauka- dalsá, hya& var&ar fjölda laxa. Upptök Fáskrúöar eru á svo- nefndri Gaflfellsheiöi og í Hjaröar- felli og sjálf er hún 13 km ab lengd og fellur á leiö sinni til sjávar milli Glerárskógafjalls og Ljárskógafjalls. Hún er fiskgeng 7,5 km, að hindrun í Fáskrúð sem nefnist Katlar. Þaðan er komið viöurnefnið, sem Jóhann- es skáld tók sér, úr Kötlum, en hann var fæddur í Ljárskógaseli þar skammt frá. Fáskrúö fellur í sjó í Hvammsfirði, skammt innan viö Búðardal. Stangaveibi um ára- tuga skeiö Eingöngu er veitt á stöng í ánni og notabar tvær stengur og þrjár um takmarkaðan tíma. Stangaveiði- félag Akraness hafði um áratuga skeið Fáskrúb á leigu og reisti þar veiðihús, sem er þar enn í notkun. Margir stangaveiðimenn á Skagan- um þekkja því Fáskrúð vel og enn stunda þeir þar veiði fyrir landi Glerárskóga, sem á annan bakka ár- innar. Hinn bakkinn er land Ljár- VEIÐIMÁL EINAR HANNESSON skóga, sem er landstærsta jörð í Dalasýslu (Árbók FÍ 1947). Ljárskóg- ar eru í eigu allra veiðibænda við Laxá í Dölum, sem keyptu jörðina áriö 1987. Eigendur Ljárskóga leigja Efstifoss í Fáskrúö í Dölum. Mynd: Þór Cubjónsson Katlar í Fáskrúb í Dölum. Mynd: ÞC einstaklingum og hópum veiöi í ánni og eru með aðstöðu í íbúðar- húsi Ljárskóga. Veiðimenn geta þannig haft sína hentisemi með gistingu og fæði í veiðihúsunum. Árleg meðalveiði í Fáskrúö á tímabilinu frá 1974 til 1994, sam- kvæmt skýrslu Veiöimálastofnunar, er 239 laxar, en mesta árleg veiöi 464 laxar. Á Ljárskógaheiði eru fjögur lítil vötn: Krossaxlarvatn, Fremstavatn, Miðvatn og Neðstavatn. Þau eru eins og á perlubandi, því að Þverá tengir þau saman, og fellur síðan úr neðsta vatninu til Fáskrúðar. í vötn- unum er bleikja og urriði. Veiðifé- lag Ljárskógavatna tekur yfir vötnin og er formaður þess Gísli Þórðar- son, Spágilsstöðum. í vötnin geta veiðimenn komist til veiða, en þau eru í sæmilegu vegasambandi aö sumrinu. Veiöileyfi eru seld hjá Ol- ís í Búöardal. ■ Opib bréf til alþingismanna Er Alþingi íslendinga á villigötum? Hver er réttur smœrri samfélaga til sjáifsbjargar? Alþingi íslendinga ber að hafa þaö í huga viö afgreiðslu breyt- inga á lögum um stjórn fiskveiða að það hefur alltaf haft í hendi sér alla tíð hver fjölgun á virkum bátum yrði í krókakerfinu. Það hefur ekki verið tekið á því vandamáli fyrr en nú, en þá er það orðiö of seint. Það gengur ekki að undirstöðum afkomu sé kippt undan mönnum í einu vet- fangi. Alþingi ætti að hafa það í huga ab það voru stjórnvöld sjálf sem leyfðu óhefta viðbót vib krókaleyfiö á sínum tíma. Al- þingi ber því alla ábyrgð á kerf- inu sem slíku og það hefur vissu- lega vald til, ef aðgát er ekki höfð, ab leggja byggðarlög í eyði. Er vilji til slíks? Hverjir eru helstu ráðgjafar sjávarútvegsráðherra? Eru það ekki þeir Kristján Ragnarsson og Jakob Jakobsson, menn sem á sínum tíma lýstu því yfir ab það sem Kanadamenn væru að gera í sínum fiskverndarmálum væri svo stórkostlegt að við yrðum að fara sömu leiðir, að geyma fisk- inn óveiddan í sjónum. Þeir sem töldu að þab sem Norömenn og Rússar væru að gera í Barentshafi væri „algert rugl" og ekki mætti taka það til eftirbreytni. En hver varð svo niburstaðan? Ekkert líf er eftir í sjónum við Kanada en nægur fiskur við Noreg og í Bar- entshafi, jafnvel svo ab menn geta leyft sér ab fara langt fram úr aflaheimildum án þess að nein hætta stafi af. Meira ab segja til nóg fyrir okkur íslend- inga til ab veiða í Smugunni. Eru slíkir menn trúveröugir? Smábátum með krókaleyfi er boðið upp á 136 banndaga á ári. Hvaða sjómenn aörir við Islands- strendur búa við slíkar skerðing- ar á afkomumöguleikum en eiga samt sem áöur að reka sinn bát og framfleyta fjölskyldu sinni? Engum! — við fullyrðum það. Þetta eru samt skaðvaldarnir í fiskveiöistjórnarkerfinu okkar og sem allt er að verða vitlaust útaf. Við teljum ekki nauðsynlegt að skerða meira í þessu kerfi. Eini gallinn á þessu kerfi er ab ekki er hægt að stjórna veiðunum upp á þriðja aukastaf í vigt. Krókabátar hafa ekki neinar smugur til að fara í, ekki neinn úthafskarfa til ab veiða. Nú nýverið var opnað karfasvæbi í landhelginni fyrir togara, þar sem þeir geta veitt, utan kvóta, karfa eins og þeir geta, jafnvel notab til þess hárnet ef þeim sýnist svo. Krókaveiðar eru vistvænar veiðar og þær geta ekki ofveitt fiskistofna. Það er okkar skoöun að eingöngu sé hægt ab ofveiða fiskstofna hag- fræðilega, ekki líffræbilega. Það sem styður þessa skobun okkar er ab ráðgjafar sjávarútvegsráöherra em eigendur hinna stærri skipa, þannig að ofveiði á íslandsmið- um sé af hagfræðilegum toga spunnin en ekki líffræöilegum. Hvab meb útkast á fiski og löndun framhjá vigt? Þetta em kvillar sem fylgja kvótakerfinu en em óþekktir sjúkdómar í krókakerfinu. Þar er hvatinn til að koma meb allan fisk að landi og að hann vigti sem mest. Ef Al- þingi hugsabi um allt það magn sem hent er fyrir borð á skipum á íslandsmiöum fyndist því sjálf- sagt ekki mikið til koma um afla smábáta. Hversu trúverbugar em niður- stöður fiskifræöinga? Okkar álit á því máli er að þeir séu svipað langt komnir í sínum fræðum og barn sem er að hefja göngu í Ieik- skóla. Þab er vissulega gaman að fylgjast með þeim og horfa á hvernig þeir smámsaman hafa þroskast og em að taka framför- um, en þeir eiga langt í land enn- þá. En að byggja líf heillar þjóðar á slíkri (van)þekkingu er var- hugavert. Hver verða áhrifin af hinum nýju tillögum þingflokka sjálf- stæðismanna og framsóknar- manna? Skerðing á þorskveiði krókabáta á Suðureyri er um 40%, það er í tonnum talið u.þ.b. 450 tonn, e&a sem nemur tveim- ur mánu&um í vinnu í sveitarfé- laginu. Það þýðir fjölgun at- vinnuleysisdaga uppá 3456 daga á ári, bara á Suðureyri. Slíkur dagur kostar u.þ.b. 2.500 kr. á mann. Rétt er að benda á að skerðing sú sem Subureyri hefur orðiö fyrir á undanförnum ámm er nóg að okkar mati og viöbrögb okkar viö henni til að halda lífi vom þau ab vebja á krókakerfið. Við teljum okkur geta lifað við það aflamagn sem kerfið er að skapa okkur núna, en áframhald- andi skerðing er dauðadómur. Nú í haust verða tekin í gagnið jarðgöng sem kosta 3 milljaröa. Er þab ætlan rábamanna að henda þeirri fjárfestingu út um gluggann meö þessum aðgerð- um. Við skomm á alla alþingis- menn að hugsa sig vel um áöur en þeir ákveða fleiri vitleysur í sambandi við krókakerfib og að hafa það jafnframt hugfast ab þeir em kjörnir til að gæta réttar allra þegnanna en ekki bara útva- lins hóps eigenda stærri skipa. Munið, þingmenn góðir, að smá- bátur þýðir þrisvar sinnum meiri atvinna. Að lokum viljum við, Súgfirð- ingar, hvetja alla menn til þess að fara varlega í gagnrýni sinni á krókaleyfib því það heldur uppi heilum byggðarlögum hér á Vestfjörðum, og hagur okkar Vestfirðinga fer saman við hag þjóðarinnar!!! Suðureyri, 1. júní 1995, fyrir hönd Súgfirðinga, Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.