Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.06.1995, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Horfur á landinu í dag: Hæq vestlæg eba breytileg átt, skýjab meb köflum og sums stabar dálítil súla vestan til á landinu en vibast léttskýj- ab austan til. Hiti verbur á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast í innsveitum aust- anlands en kaldast vib norbvesturströndina. • Horfur á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg átt. Skýjab og sums stabar dálítil súld um landib vestanvert en léttskyjab austan til. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austanlands. • Horfur á föstudag oq laugardag: Vestan kaldi, en sums stabar stinningskaldi norbvestan (ands. Súld eba lítils háttar rigning meb köfl- um um landib vestanvert og hiti 6 til 9 stig. Um landib austanvert verb- ur lengst af bjartvibri og hiti 12 til 17 stig yfir hádaginn. • Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir svipab vebur áfram. Varaflugvöllur Vestfiröinga á Sveinseyri: Nánast blásinn út af borðinu Nýr flugvöllur viö Þingeyri, varaflugvöllur fyrir ísafjörb og noröurhluta Vestfjaröa, veröur ekki byggöur á kom- andi árum, segir Flugeftirlits- nefnd í skýrslu sinni. Slíkur flugvöllur á Sveinseyri viö Dýrafjörö mundi kosta á bil- inu 500 til 700 milljónir króna. Þörfin fyrir slíkan varaflugvöll eykst, veröi flug- vellinum í Holti í Önundar- firöi lokaö, en slíkt mun óhjá- kvæmilegt þegar jarögöngin eru komin í gegn. Þá veröur Holtsflugvöllur aöeins örstutt frá ísafjaröarflugvelli, kannski 15 mínútna akstur og væntanlega oftast fært þar á milli. „Þetta er nú nýtilkomin frétt. Við vorum á fundi meö flug- máiastjóra fyrir helgina á ísa- firöi og hann vissi ekkert um þetta þá og sagði aö endanleg ákvöröun yröi ekki tekin fyrr en í haust," sagöi Davíö Kristjáns- son, flugvallarstjóri á Þingeyri, í gær. Með nýrri flugbraut á Sveins- eyri yrði hægt aö koma viö næt- urflugi til norðanverðra Vest- fjaröa. F.nginn flugvöllur á því landsvæði hentar til slíks flugs vegna landshátta þar. Á Sveins- eyri, eina 10 kílómetra frá þorp- inu, mætti koma viö flugbraut sem nýta mætti eftir myrkur. Mælingar á veðurfari hafa verið geröar á Sveinseyri í þrjú ár og endanlegar niöurstöður vænt- anlegar frá Háskóla íslands. „Það er ríkjandi nokkurt stefnuleysi í þessum málum og hvergi mér vitanlega hefur ein- hver einn sagt aö nú eigi að leggja niöur Holtsflugvöll þenn- an dag og klukkan þetta eöa hitt. Ég var einmitt á Holtsflug- velli í morgun og mér til mikill- Borgarfjöröur: Fimm fullir og fimm ára barn Lögreglan í Borgarnesi var köllub út vegna innbrota í sumarhús í Svignaskarbi um hvítasunnu- helgina, en rúbur höfbu verib brotnar í ab minnsta kosti tveim- ur húsum. Þegar lögreglan hugðist kanna abstæbur í öðru húsinu var þar fimm ára barn sem tók á móti þeim. Viö nánari athugun reyndust fimm fullorbnar manneskju einnig vera í húsinu, en sváfu hins vegar fast eftir naeturlanga glebi. Ekki er vitab hverjir voru aö verki við inn- brotin. ■ ar furðu sá ég aö verið var að setja glænýtt grindverk um- hverfis völlinn. Mér sýnist á því að þessi völlur liggi einhvers staöar á milli í kerfinu og ekki standi til aö loka honum," sagði Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs hf., í gær, en félagiö er meö áætlunar- flug til Holts í Önundarfirði. Flugeftirlitsnefnd segir aö skiptar skoöanir séu um nauð- syn þess aö flogið sé reglubund- iö áætlunarflug milli Reykjavík- ur annarsvegar og Patreksfjarðar og Bíldudals hinsvegar. Rekstur tveggja flugvalla á þessu svæöi, ásamt flugrekstri, kosti mikiö fé, sem brýn þörf sé fyrir á öörum flugvöllum landsins. Nefndin segist ekki leggja dóm á hvorn staöinn skuli velja, ef til þess kæmi. Lausleg athugun bendi þó til þess aö flugvöllurinn við Bíldudal væri ákjósanlegri kost- ur. ■ Umferöin gekk stórslysalaust fyrir sig ab mestu þessa fyrstu stóru feröahelgi ársins. Þrátt fyrir áróöur og ábendingar um hœttuna viö frammúrakstur mátti alloft sjá dœmi um glannalegan og stundum allt aö því glœpsamlegan frammúrakstur á þjóövegum landsins. Þó er myndin ekki dcemi um þaö, eins og sjá má er ekki umferö á móti íþessu tilfelli, en „töffarar á tryllitœkjum" láta sérþaö oft íléttu rúmi liggja hvort umferö sé á móti eöa ekki þegar þeir tceta framúr. Um slíkt má sjá grátleg dœmi á sjúkrastofnunum landsins. Tímamynd tþ, Egils Gull hœkkaö um 17 kr: í Ríkinu en allt aö 150 kr. á veitingahúsum síöan 1990: Alagningin hækkub úr 50% í allt ab 525% Álagning reyndist allt ab 525% á bjór úr krana samkvæmt könnun sem samkeppnisstofnun gerbi ný- lega á verbi áfengra drykkja og goss í 120 veitingahúsum á höf- ubborgarsvæbinu. Þetta er meira en tíföld sú álagning sem veit- ingahúsum var heimil ábur en reglugerb um sölu og veitingar áfengis var numin úr gildi um leib og bjórsala var heimilub 1989. Samkvæmt þeirri reglugerb var veitingahúsum heimilt ab leggja 50% á kaupverb áfengis þegar neytendum var selt þab í heilum og hálfum flöskum, en allt ab 80% þegar sala fór fram í minni skömmtum (sjússum). í framangreindri könnun reyndist álagning á flöskubjór á bilinu 119% — 317% og álagning á kranabjór á bilinu 102% — 525%. Sú regla að neytendur græði á frjálsri verblagningu og samkeppni virðist a.m.k. ekki eiga vib á vín- veitingahúsum. Verbkönnun í mars 1990 (ári eftir ab bjórinn var leyfb- ur og álagning gefin frjáls) leiddi í ljós ab bjórverb haföi ab mebaltali hækkað um 10% umfram hækkanir hjá ÁTVR. Og slíkar umframhækk- Umferöin í Borgarfiröi um helgina: Tvær slasaðar og tíu stútar BíU valt í Hvalfiröi á sunnu- dag og voru tvær stúlkur flutt- ar á sjúkrahúsið á Akranesi. Tíu stútar voru teknir í um- dæmi lögreglunnar í Borgarnesi um hvítasunnuhelgina. Öku- mennirnir, sem grunaðir voru um ölvun, munu hafa veriö teknir vítt og breitt um héraðið. Einnig var töluvert um hraö- akstur, sérstaklega á mánudag, þegar fólk var á heimleiö úr helgarleyfinu, að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi. tþ, Borgamesi anir hafa haldib áfram. Frá 1990 hefur flaska af Egils Gull hækkaö um 17 kr. (tæp 13%) í Ríkinu. Lægsta verð veitingahúsa hefur á sama tíma hækkab úr 245 kr. í 340 kr. (39%) og hæsta verðið úr 400 kr. í 550 kr. Bjórflaskan hefur þannig hækkað um allt að 150 kr. á veit- ingahúsum á sama tíma og hún hefur aðeins hækkað 17 kr. í Ríkinu. Hún hefur því hækkab um allt ab 100 kr. meira heldur en verðhækk- anir ÁTVR hafa gefið tilefni til. Frá því í fyrravor hefur verð ákvebinna bjórtegunda t.d. lækkað um 12% í verslunum ÁTVR. En sú lækkun hefur nær öll farib í kassa veitingahúsanna því mebalverbið hjá þeim lækkabi um minna en 2% á sama tíma. Þetta þýbir í raun ab vínveitinga- húsin hafa verið ab auka álagningu sína. Meðalálagning á bjór sem seldur er í flöskum hefur á einu ári hækkað úr 208% í 222% og meðal- álagning á kranabjór úr 284% upp í Mýrasýsla: Banaslys Banaslys varö viö sumarbú- staö í landi Grímsstaða í Álfta- neshreppi í Mýrasýslu á föstu- dag. Maður á sjötugsaldri var aö gera viö sjónvarpsloftnet á þaki sumarhúss síns, þegar hann féll á borvél sem hann var aö vinna með. Stakkst borinn uppí kviö- arhol hans undir handarkrikan- um meö þeim afleiðingum aö hann lést. Ekki er unnt aö greina frá nafni mannsins aö svo stöddu. ■ 290% á sama tíma. Hálfpottur af bjór úr krana kostar nú um 480 kr. að meðaltali (eða á bilinu 330 kr. til 600 kr.). Verðmunur milli veitingahúsa er mjög mikill, þannig að 80—90% munur á hæsta og lægsta veröi á sams konar bjór er mjög algengur. Og öfugt við það sem ætla mætti er ölið alls ekki eridilega dýrast á „fín- ustu" veitingahúsunum. Svo dæmi sé tekið kostar bjórflaskan 450-495 kr. í Perlunni, en 50-100 kr. meira í ýmsum kjallarakrám og jafnvel í tjaldi á Klapparstígnum. Guörún Agústdóttir, stjórnarmaöur í Sellunni, um frétt um framboösmál í Tímanum á laugardag. Fagnar framboöi af báöum kynjum Gubrún Agústsdóttir, stjórnar- mabur í Sellunni, hreyfingu alþýöubandalagskvenna og annarra róttækra jafnaöar- kvenna, segir þaö ekki rétt sem fram kom í Tímanum á laugardag aö stjórn Sellunnar hafi lýst yfir óbeinum stuön- ingi viö Margréti Frímanns- dóttur, heldur hafi veriö gerö samþykkt þar sem stjórnin fagnaöi því aö í framboöi veröi fólk af báöum kynjum. „Stjórnin var ekki að álykta um að hún vildi sjá konu í for- mannssætinu nú, enda var það niöurstaða á þessum fjögurra manna stjórnarfundi, að ekki myndi veröa lýst yfir stuöningi viö annan kandidatinn. Við lýstum hins vegar yfir ánægju yfir því aö þarna var fólk af báö- um kynjum," segir Guörún. Hún segir ennfremur ab sér finnist þaö rangt aö einstök fé- lög eða stofnanir innan flokks- ins fari að lýsa yfir stuðningi viö annan frambjóöandann. „Fram- boösfrestur er heldur ekki runn- inn út og nýir frambjóbendur gætu komið fram, þannig aö ég hefði því aldrei staðiö aö sam- þykkt þar sem lýst væri stuön- ingi annað hvort viö Steingrím J. eöa Margréti. Viö erum aö vona aö átökin veröi sem minnst og að ekkert félag láti sér detta þaö í hug aö gera slíka samþykkt." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.