Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 16. júní 1995
ÍlflOTtftlf
STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Róðradagakerfið
Deilan um skipulagningu og stýringu á veiðum
smábátaflotans, sem einkennt hefur þjóðfélagsum-
ræðuna að undanförnu nánast með leikrænum til-
burðum, hefur nú fengið niðurstöðu. Frumvarp
stjórnarinnar þar að lútandi var samþykkt á þingi í
fyrrakvöld við mikla gagnrýni frá stjórnarandstæð-
ingum.
Forustumenn smábátaeigenda eru mjög ósáttir.
Stjórnmálamenn, sem tekið hafa upp hanskann fyrir
trillukarla, telja sig hins vegar hafa sloppið fyrir horn
með því að knýja fram ákvæði um að róðradagakerfi
verði komið á í febrúar og að banndagakerfið muni
ekki leggjast á smábátaútgerðina með þeim hætti
sem fyrirsjáanlegt var að yrði að óbreyttu. Ekki skal
dregið úr því að róðradagakerfi er mikil framför frá
banndagakerfinu, ef útfærslan og framkvæmdin á
því heppnast. Hitt er ljóst að róðradagakerfið á ekki
eftir að verða neitt lausnarorð fyrir smábátaútgerð-
ina.
Hinn mikli vandi í þessu máli er ekki sá, að eitt-
hvert tiltekið stjórnkerfi er valið umfram annað til að
stýra veiðum. Vandinn er sú pólitíska ákvörðun að
takmarka veiðar tii að byggja upp þorskstofninn.
Undir þá ákvörðun verður smábátaflotinn að beygja
sig eins og allir aðrir, og það er um þá ákvörðun sem
hinn raunverulegi slagur hefur staðib í þessari deilu.
Smábátasjómenn hafa átt erfitt með að sætta sig við
að fá aöeins heimild til að veiða 21.500 tonn af
þorski. Það er eðlilegt, því með því er verið að
minnka afla þeirra um hátt í helming. Það er þessi
niðurskurður sem er aðaiatriðið, þó umræban hafi
haft tilhneigingu til að ofhlaðast tæknilegum atrib-
um eins og því hvort fjarskiptaeftirlit væri mögulegt
í róðradagakerfinu eða ekki.
Þegar kvótakerfið var sett á, var það vegna þess að
afkastageta fiskiskipaflotans var of mikil, miðað við
veiðiþol stofnanna. Smábátaflotinn er einfaldlega
orðinn of afkastamikill, miðað við þá hlutdeild sem
honum er ætluð í heildaraflanum, og hremmingarn-
ar sem aðrir flokkar útgerðar lentu í fyrir nokkrum ár-
um hljóta ab endurtaka sig varðandi smábátana.
Breytingar á lögum um Þróunarsjób sjávarútvegsins
gera smábátasjómönnum nú kleift að úrelda báta
sína, þannig að minnkun þess hluta smábátaflotans
sem er virkur í veiðum ætti að verða mun sársauka-
minni. Hjá þessum breytingum verður einfaldlega
ekki komist, á meðan þorskstofninn hefur ekki náb
sér almennilega á strik. Vilji stjórnmálamenn efla
hlutdeild báta í afla miðað við togskip, er það pólitísk
spurning, sem kemst ekki á dagskrá fýrr en aflaheim-
ildir fara ab aukast á ný eftir nokkur ár. Þá hlýtur það
sjónarmið að njóta sérstaks skilnings, að þegar til-
slakanir verði gerðar um aukinn kvóta, fái trillukarlar
að njóta þess í ríkari mæli og fyrr en þeir sem t.d. geta
sótt út fyrir landhelgina í leit að afla. Slíkt er hins
vegar ekki á dagskrá í dag. Smábátasjómenn verða því
að beygja sig undir heildaraflamark, sem mun skera
þeim afar þröngan stakk. Með baráttu sinni hafa þeir
náð fram ýmsum breytingum á stýrikerfinu, sem ger-
ir þeim auðveldara að lifa með niðurskurði aflaheim-
ilda næstu misserin. Hitt ber einnig að hafa í huga,
ekki síst í ljósi yfirlýsinga smábátasjómanna um ab
banndagakerfið hafi verið slysahvetjandi, að það
kerfi sem nú á að taka upp hjá krókaleyfisbátum,
róðradagakerfið, felur ekki síbur í sér stórfellda slysa-
hættu. Búast má við miklu kapphlaupi smábáta að ná
í sem stærstan skerf af þessum 21.500 tonni sem leyft
er að veiða, og að þetta kapphlaup leiði til glæfralegra
róðra, ekki síður en banndagakerfið.
Oddur Ólafsson:
Hinir lægstlaunubu
verba enn fátækari
Kjarajöfnun sem felst í því ab bæta
kjör hinna lægstlaunubu, stendur
upp úr hverjum manni þegar samn-
ingahrybjurnar bresta á. Hver ein-
asti stjórnmálaflokkur og frambjób-
andi telja brýnasta verkefnib fyrir
kosningar ab „bæta kjör þeirra sem
verst eru settir". Þá á ab hækka
lægstu launin á kostnab þeirra sem
betur mega.
Allur þessi fagurgali veröur hjóm
eitt þegar til kastanna kemur.
Samningaferlib er eins, áratug eftir
áratug, og launabiliö breikkar í öf-
ugu hlutfalli vib öll fyrirheit og
heitstrengingar launþegaforkólfa,
stjórnmálamanna og atvinnurek-
enda.
Hin miklu samflot láglaunafólks
ríba á vabiö nokkrum mánubum
eftir aö samningatímabili lýkur og
leggja fram kröfur um kjarabætur.
Vinnuveitendur og stjórnvöld sýna
fram á aö veröi kjör lýbsins bætt,
muni efnahagskerfi lýöveldisins
hrynja og aldrei ná sér aftur eftir
þaö.
Vaxtaþruglið
Hin síbari ár hefur orðib svolítil
áherslubreyting hjá láglaunafor-
ingjum á þessu stigi. Þeir draga úr
öllum launakröfum og öbru því,
sem gæti létt lífsbaráttu verkalýbs-
ins, og fara ab stjórna peningamál-
um þjóðarinnar.
Verkalýbsforystan fer að röfla um
vextina. Þaö er orbib höfuðhlutverk
hennar að halda vöxtunum niðri
og viðhalda einhvers konar kreppu-
ástandi á peningamarkaði, sem á að
koma láglaunafólkinu svo afskap-
lega vel.
Það, sem veldur þessum óeðlilegu
vaxtaáhyggjum, er að búiö er að
gera launþega skulduga með alls
kyns samningum um einkaeignar-
stefnu í húsnæðismálum, sem ekki
gengur upp vegna þess að launin
eru léleg og standa ekki undir af-
borgunum og vöxtum þeirra byröa,
sem launþegaforystur og stjórnvöld
leggja á herðar vinnandi fólks.
Svo er samið um vextina og ein-
hver aukin ríkisútgjöld, sem-stjórn-
völd eru ávallt tilbúin að bæta á
skattborgara, sem mestan part eru
launþegar. Þar með lýkur fyrstu
lotu.
Einfaldir klækir
Síðan koma önnur og oftast betur
sett stéttarfélög og hóta verkföllum.
Þau standa við hótanirnar og ná
með því fram miklu betri samning-
um en láglaunaliöiö í samflotunum
með mikilúðlega forystu — en
gagnslitla.
Launamunurinn er aukinn ár frá
ári með einföldum klækjum eins og
þeim að tilkynna að þeir sem síðar
semja, fái sömu kauphækkunarpró-
sentu og verkalýðurinn sem ruddi
brautina, að vibbættum alls kyns
leiðréttingum til handa þeim sem
„dregist höfbu afturúr" og launa-
flokkatilfærslum, sem aldrei teljast
til launahækkana þótt kaupiö auk-
ist um tugi prósenta.
Þegar tekjuhæstu stéttirnar fá sín-
ar „leiðréttingar" er aldrei skýrt frá
upphæðum, úr hverju kaupið
hækkar og í hvab. Aðeins er sagt frá
prósentum og svo eitthvert leiðrétt-
ingatal, sem fjölmiðlar flytja eins og
óskiljanlegar véfréttir.
*
I
tímans
rás
Engin vaxta-
vandræbi þar
Flugmenn voru að semja í fyrra-
dag og eru talsmenn vinnuveitenda
þeirra afar ánægðir með útkomuna,
sem engin leiö er að toga upp úr
þeim hver er. Samt eru lítilþægir
fjölmiblar fullir upp meb fréttir af
samningunum.
Ekki heyrðist orö um þab frá tals-
mönnum flugmanna ab þeir hafi
áhyggjur af vöxtunum. Önnur
stétt, sem hefur tekjur langt yfir
meðallagi, er að semja. Sjómenn
eru búnir að vera í ströngu verkfalli
og þrátt fyrir stríðan fréttastraum af
þeirra málum fæst engin hugmynd
um hver kjör þeirra í raun og veru
eru.
Leiðtogar sjómanna í kjaradeil-
unum miklu koma víða við, þegar
þeir tíunda að auka þurfi tekjur um-
bjóðendanna og bæta kjörin. Ekki
aukatekið orð um vextina þar held-
ur. Flugfreyjur með tvöföld verka-
mannalaun minntust heldur aldrei
á vaxtaprósentuna í ágætum verk-
föllum sínum. Þær lögðu aftur á
móti áherslu á styttingu starfsæ-
vinnar, sem er miklu merkara hags-
munamál en vaxtakjaftæði lág-
launaforingjanna.
„Leibréttingar"
í þeim miklu verkfallshrinum,
sem yfir ganga, er herópið um
tekjujöfnun og bætt kjör láglauna-
fólks gleymt og grafið. Allt snýst
um að ná samningum eins og þeim,
sem gerðir voru á rangnefndum al-
mennum vinnumarkaði í febrúar
s.L, ab viðbættum „leiðréttingum"
hér og sporslum þar. Reglan er gam-
alkunn, ef ekki sígild.
Þeir, sem hæstar hafa tekjurnar
og bestu kjörin, ná fram meiri
tekjuaukningu og kjarabótum, sem
ganga undir ýmsum nöfnum og
sumar eru ekki einu sinni nefndar
opinberlega, en þeir sem búa við
lökust kjör og eru plataðir til að
semja fyrstir allra í upphafi samn-
ingstímabila.
Og þá er vaxtaprósentan abal-
málið, en ekki hitt hvort kaupið
dugir til að draga fram lífið. Enda er
svo komið, að aðilar vinnumarkað-
arins, eins og þeir sem skammta lág-
launafólki lífskjörin eru kallaðir,
hafa samiö um kauptaxta sem fé-
lagsmálastofnanir þurfa að bæta
við, vegna þess ab dæmi eru um að
fullvinnandi fólk nær ekki kaupi
sem dugir til að afla nauðþurfta.
Si&ferbisbrestur
Skipting þjóöarkökunnar er
ævarandi viðfangsefni og verður
aldrei gert svo öllum líki eða rétt-
lætiskenndum fullnægt. Enda ekki
æskilegt og eru tilraunir með hið
fullkomna þjóðfélag víti til varnað-
ar.
Hitt er annaö, ab til er nokkuð
sem kalla má siðgæði og taka þarf
tillit til í samskiptum manna á með-
al. Velferð og mannréttindi eru angi
af því samfélagsformi, sem lýðveldi
nútímans eru að burbast með. í orði
kveðnu eru allir málsmetandi
menn og konur í sífelldri leit að
réttlætinu, sem á þab til aö verða
heldur betur öfugsnúib, þegar farib
er að nauðga því með þröngri og
einhliða túlkun sem frekir þrýsti-
hópar temja sér, oft með góðum ár-
angri — því miður.
Það er í rauninni.ekkert annaö en
sibferðisbrestur þegar allir þeir, sem
hæst hafa um ab bæta kjör þeirra
sem hafa þau lökust, þegja þunnu
hljóði þegar hver hátekjustéttin af
annarri skammtar sér kjör að geð-
þótta eftir aö láglaunafólkiö er búið
ab brjóta allar brýr að baki sér með
samningum sem festa launakerfi
þess í sessi.
Og foringjarnir hafa ekki áhyggj-
ur af öðru en vöxtunum.
í upphafi næsta samningstíma-
bils mun sagan enn endurtaka sig.
Láglaunamenn verða látnir semja
um vexti og þjóöarsátt, en þeir sem
betur mega um bætt kjör sér til
handa. Hinir efnaðri hafa úr meiru
ab moba og félagsmálastofnanir
létta undir með atvinnurekendum
og bæta við kaup þeirra, sem ekki fá
nóg til lífsviðurværis.
Byggingameistarar og launþega-
hreyfingin mun svo halda áfram í
sameiningu að auka skuldaklafann
á vinnulýðnum, og vaxtaþruglið
verður sjálfkrafa aðalhagsmunamál
þeirra sem ekkert eiga nema félags-
legar skuldir. ■