Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. júní 1995 11 Teiknab í takt við hægra heilahvelib Susie Holland Myriam Bat-Josef er ísraelsk listakona sem á heima í París, en er íslenskur ríkisborgari. Hún var eitt sinn gift Erró og eiga þau saman dóttur sem heit- ir Tura. Sýning á myndum eftir Myriam stendur nú yfir á Sól- oni Isiandusi og í gær hófst ný- stárlegt námskeið í teiknun sem hún efnir til í samvinnu viö Ferðaþjónustu bænda. Nám- skeiðið er haldið að Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi og stendur í fjóra daga. Hugsanlegt er að Myriam efni til námskeiðs í Reykjavík um aðra helgi og veitir Ferðaþjónusta bænda nánari upplýsingar um það. Myriam hefur þegar haldið nokkur slík námskeið hér á landi við ágætar undirtektir. Sú tækni, sem beitt er við teiknikennsluna, grundvallast á vísindalegum rannsóknum á heila mannsins, en þær hafa leitt í ljós að þegar fyrstu æviár- in eru að baki beinist þroski barnsins fyrst og fremst að vinstra heilahveli, þ.e. þeim hluta heilans þar sem rökræn og vitsmunaleg starfsemi fer fram. Á leib í einsklsmannsland, ein myndanna ásýningu Myriam Bat-]osefí Sóloni íslandusi. Myndin er frá 1993. Hið dulmagnaða leikhús Sýninguna, sem nú stendur yf- ir uppi á lofti í Sóloni íslandusi, tileinkar Myriam Bat-Josef minn- ingu Guðmundu Kristinsdóttur. Talið er að þetta sé mjög á kostnað hægra heilahvelsins, en starfsemin sem þar fer fram er bundin hinu sjónræna og óhlutbundna. Teiknikennsluað- ferðin, sem hér um ræðir, er fólgin í því að nemandinn lærir að stilla sig inn á hægra heila- hvelið án truflana frá vinstra hveli. Með því móti veitist hon- um auðvelt að skynja lögun, liti og form, þannig að eftir aðeins fáeina daga verður hann fær um að teikna vel, þótt hann hafi verið klaufskur við það áður en námið hófst. Þessi aðferð byggir á þeirri kenningu að í hverjum manni búi listamaður. Stuðst er við bókina „Drawing on the Right Side of the Brain" eftir Betty Ed- wards. '•V'tlvr N\ I I } /.Vj f - - m Timothy Sherer Ljósm.: Cunnar Sverrisson Segir í sýningarskrá að Guð- munda hafi ætíð verið traustasti stuðningsmaður Myriam á ís- landi. Hún var fædd 28. maí 1904, en lést 13. febrúar 1995. Alain Bosquet er þekktur rit- höfundur og bókmenntagagn- rýnandi, sem m.a. hefur skrifað að staðaldri í Le Monde, Le Fig- aro, Quotidien de Paris og Magazine littéraire. Bosquet segir um list Myriam Bat-Josef í sýningarskrá: „Listaverk eftir Myriam Bat- Josef vekur upp ótal spurningar, hvort sem um er að ræða vatns- litamynd eða akrílverk. Um leið og okkur berast svörin vakna upp nýjar spurningar. Áhorf- andanum finnst hann standa frammi fyrir leiksviði þar sem flutt verður ópera, harmleikur eða gleðileikur. Sviðsmyndin, eða í öllu falli aöalatriðin úr henni, raðast saman, en þó er ekki hægt að skilgreina hvers konar atburð eða sýningu hér er um að ræða. Fljótlega er ljóst að ekki þýðir að útskýra framvind- una á rökrænan hátt, því hún er síbreytileg." ■ Tvö dœmi um framfarir nemenda í teiknun eru hér á síbunni. Þetta eru sjálfsmyndir, teiknabar vib upphaf námskeibs og eftir ab því var lokib. Myndirnar eru úr bókinni„Drawing on the Right Side of the Brain". Myndin efst til vinstri er sjálfsmynd Susie Holland, teiknub 29. janúar 1987, en myndin vib hlibina er teiknub 16. maí sama ár. Myndin fyrir neban vinstra megin er eftir Timothy Sherer og teiknub 1. september 1988, en sú vib hlibina 12. desember sama ár. _____^ , Sjálf er Myriam Bat-Josef af- kastamikill myndlistarmaður. Hún hélt fyrstu einkasýningu sína í Tel Aviv árið 1956, en síð- an hefur hún haldið a.m.k. átján einkasýningar, víðsvegar um Evrópu og í Japan. Hún hefur tekið þátt í mörgum viðurkennd- um samsýningum, þar á meðal Parísar-tvíæringnum þar sem hún hlaut verðlaun fyrir teikn- ingu og í Nýlistasafninu á Rhode Island, en umsjón meb þeirri sýningu haföi Dieter Roth, sá víbfrægi listamaður sem hér átti heima um árabil. Þá hefur Myri- am verið meb gjörninga í Frakk- landi, á íslandi og í ísrael. Myriam Bat-Yosef.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.