Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 2
2
Whmwn
Föstudagur 16. júní 1995
Samtök iönaöarins:
Hálaunastörf veröa ekki til í Karphúsinu
„Viö erum búnir aö bíöa í 25
ár eftir síldinni og þegar hún
kemur þá förum viö í verkfall.
Viö erum búnir aö bíöa í 20 ár
eftir nýrri stóriöju og þegar sér
fyrir endann á þeirri biö þá
fara menn fram meö kröfu-
gerö sem viröist vera aö eyöi-
leggja þaö mál," segir Sveinn
Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iönaöarins.
Hann segir aö hálaunastörf
veröi ekki til viö samninga-
boröiö í Karphúsinu heldur
viö nýtingu auölinda lands-
ins.
Átök á vinnumarkaöi og meint
óbilgirni í samningum einstakra
sérhópa valda félagsmönnum í
Samtökum iðnaðarins verulegum
áhyggjum. Framkvæmdastjóri
samtakanna segir ab það kunni ab
veröa erfitt ab útskýra það fyrir
launafólki í ibnaði við gerð næstu
kjarasamninga og jafnvel við end-
urskoðun þeirra um næstu ára-
mót, ef atvinnurekendur láta
undan kröfum fámennra sérhópa
og brjóta þannig á bak aftur þá
stefnu sem mörkuð var í launa-
málum sl. febrúar.
í ályktun félagsfundar frá sl.
þriðjudegi kemur m.a. fram að
kröfur um kauphækkanir, langt
umfram það sem samdist um á
alm. vinnumarkabinum, stefni í
voða þeim árangri sem sem náðst
hefur í að styrkja samkeppnis-
stöðuna. Skorað á þá sem betur
mega sín og eiga eftir að semja að
láta af kröfugerð sem ekki sam-
rýmist því sem samið var um í al-
mennum kjarasamningum í vet-
ur. Framkvæmdastjóri SI fer
heldur ekkert í launakofa með
þab að þar er m.a. átt viö starfs-
menn álversins. Hann fullyrðir
jafnframt að það tíðkist hvergi í
„siðuðum löndum" að boða
verkföll í áliðnaði vegna þeirra
miklu hagsmuna sem þar eru í
húfi." Þab er eins og bjóða uppá
einvígi þar sem annar hefur
byssu en hinn hefur sverð," segir
Sveinn. Hann telur einnig ab
bobab verkfall yfirmanna á
kaupskipum sé ekkert sérmál
skipafélaga heldur miklu fremur
mál útflutningsatvinnugreina. í
þeim efnum skiptir ekki aðeins
máli að vera samkeppnisfær í
verði heldur einnig trúverðug-
leiki og öryggi í því að koma
framleiðslunni á markab. ■
Sýslumaöurinn í Borgarnesi segir mikiö um sauöfé á vegum og óttast aö menn átti sig ekki
nœgilega á nýjum reglum þar um:
Búfé á vegum alfarið
á ábyrgb eigenda sinna
„Þaö má segja ab einhver óhöpp
hafi veriö í viku hverri aö und-
anförnu vegna búfjár á vegum.
Og ég er hræddur um að ab
menn átti sig ekki nægilega vel
á því, hvorki bændur né öku-
menn, ab það eru komnar nýjar
og strangari reglur um ábyrgb
búfjáreigenda," sagöi Stefán
Skarphébinsson, sýslumabur í
Borgarnesi. Hann vill eindregið
benda mönnum á ný lög þar
sem lausaganga búfjar er bönn-
ub á svæbi stofnvega og tengi-
vega þar sem girt er báöum
megin vegar. Búfé á vegum sé
því alfarib á ábyrgb eigenda
sinna.
Sýslumaður segir nú mikið um
saubfé við vegi í umdæminu og
bendir eigendum á að fjarlægja
það. Vegageröinni sé einnig
heimilt að fjarlægja búfé af veg-
um á kostnaö eigendanna. Hann
tók fram að þetta ætti við um allt
búfé. Töluvert sé líka um hross á
vegunum. í óhöppunum aö und-
anförnu sagöi Stefán oftar hafa
verið um sauðfé að ræða. En mál-
in séu hins vegar yfirleitt alvar-
legri þegar ekiö er á hross, bæði
meiri skemmdir á bílum og slys á
fólki. Aðspurður segir hann girð-
ingar ekki niðurslitnar eftir vetur-
inn á þessu svæöi. Þannig ab slíka
afsökun hafa menn ekki fyrir fén-
aði á vegunum.
Sérstakt umferðarátak lögreglu
hefur staöið yfir í umdæminu að
undanförnu. Borgarneslögreglan
tók 42 ökumenn fyrir of hraðan
akstur um síöustu helgi. Jafn-
framt hafi 3 ökumenn verði tekn-
ir gegna gruns um ölvun við akst-
ur, 8 með vanbúnar kerrur eða
aftanívagna og 10 vegna vanbú-
inna bifreiða. Átaki þessu veröur
haldið áfram næstu helgar. Sýslu-
mabur brýnir fyrir ökumönnum
að gæta að hraða og búnaði bíla
sinna.
Sambíóin boöa fjölmiölabyltingu á Ijósleiöaranum:
Bíó inn í stofu
7 7. júní, þjóöhátíöardagur íslendinga, haldinn há-
tíölegur á morgun:
Dagskrá meö hefö-
bundnu sniöi
Þjóðhátíðardagur íslendinga
verður haldinn hátíölegur um
land allt á morgun, en þá eru
libin 51-ár frá því íslenska
þjóbin öblabist sjálfstæbi.
I Reykjavík verður dagsskráin
með heföbundnu snibi og hefst
hún með því að forseti borg-
stjórnar, Guðrún Ágústsdóttir,
leggur blómsveig frá Reykvíking-
um að leiði Jóns Sigurðssonar í
kirkjugarðinum vib Suðurgötu
og hefst athöfnin klukkan 10.00.
Hátíbardagskrá við Austurvöll
hefst kl. 10.40 meö ávarpi for-
manns þjóðhátíbarnefndar,
Steinunnar V. Óskarsdóttur. Því
næst leggur forseti íslands, Vig-
dís Finnbogadóttir, blómsveig frá
íslensku þjóbinni að minnis-
varða Jóns Sigurbssonar og Davíö
Oddsson forsætisrábherra flytur
ávarp. Klukkan 11.15 verbur
guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Eftir hádegi hefjast hátíðar-
höld meb skrúbgöngum frá
Hlemmi og Hagatorgi og leggja
þær af stað kl. 13.30 og 13.45 og
verbur gengið niður í miðbæ, þar
sem skemmtidagskrá * hefst kl.
14.00. Dagskráin fer fram á
þremur stöbum, á Ingólfstorgi, í
Lækjargötu og í Hljömskálagarbi.
Á sama tíma veröur opnub sýn-
ing á Kjarvalsstöbum, undir heit-
inu „íslensk myndlist" og þá gera
eldri borgarar sér glaban dag á
Hótel íslandi kl. 14.00-18.00.
Um kvöldib veröur skemmtun
á tveimur sviðum í miðbænum.
Á Ingólfstorgi verða gömlu dans-
arnir í hávegum hafbir, en rokkið
verður við lýði í Lækjargötu.
Dagskránni lýkur kl. 2.00 á báð-
um stööum.
í Garðabæ sér skátafélagið Víf-
ill um hátíðarhöldin sem fara
fram að stærstum hluta við Flata-
skóla og Garðaskóla og hefjast
hefðbundin hátíbarhöld kl.
14.00. ■
Sambíóin hyggjast efna til fjöl-
miölabyltingar á næstunni. Kvik-
myndir bíóanna verba bobnar
heim í stofu þeirra sem þéss óska.
Með ljósleibaranum, sem Póstur
og sími vinnur nú að í Hólahverfi í
Reykjavík og víðar, skapast nýir
möguleikar í fjölmiblun sem áður
voru lokaðir.
Þannig sér Árni Samúelsson, for-
stjóri Sambíóanna, möguleika á ab
taka á móti pöntunum fólks sem
óskar eftir ab sjá tiltekna bíómynd
heima hjá sér.
Árni Samúelsson staðfesti í gær
að þessi hugmynd væri í vinnslu
hjá bíóunum. Hann gæti ekki sagt
margt að sinni, en mundi boba
blaðamenn á sinn fund í næsta
mánubi og kynna þetta nýja fyrir-
komulag.
Árni sagbist ekki hafa trú á ab
þetta nýja framboð á bíómyndum
myndi spilla fyrir absókn að kvik-
myndahúsum. Fólk mundi koma
eftir sem áður og njóta þess sem
bíóib hefur umfram sjónvarps-
skerminn. ■
f30661
-J^rí^ÁTVRu99^di
framtít) fyrirtœkisins:
Starfsmenn aivk
íiórba atla§arabhe;ra
til einkavæWgar ATVR
1 ______ (rumvaip Þ>u sero nu a() hann «>t.
m
Sagt var...
Fóbrarinn
„Laxinn kroppar bara í mabkinn, hann
heldur bara ab ég eigi ab fóbra sig."
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir í DV, en hún
opnabi EIHbaárnar í gaer, meb mjög litlum
árangri.
Eins og köttur
„Ég hugsa ab ég hafi níu líf eins og
kötturinn."
Jóhannes Magnússon, sjötugur trillukarl í
DV, en hann bjargabist úr sjávarháska í
annab sinn á dögunum.
Cúmmífætur Einars Odds
„Þab hefur komib í Ijós ab fætur Einars
Odds eru úr gúmmíi. Hann hefur enn
einu sinni tekib tillitsemi vib sjávarút-
vegsrábherra framyfir hollustu sína vib
kjósendur. Hann hefur guggnab."
Össur Skarphébinsson í Alþýbublabinu.
Margklofnir Hafnfirbingar
„Meirihlutinn þríklofinn. Verbur nýr
meirihluti myndabur á vinarbæjarmóti
í Noregi?"
Fyrirsögn í Alþýbblabinu um hafnarfjarb-
arbrandarann í bæjarmálum í Hafnarfirbi.
Þab þarf ekki mikib
„Þau koma mér virkilega til," tilkynnti
Tabatha glabhlakkaleg og átti þá vib
brjóst sín eftir fegrunarstækkun."
Tabatha Cash, frönsk klámdrottning í
Alþýbublabinu.
Þaggab nibur í
„Ungur mabur sem hafbi þungar
áhyggjur af því ab samfarastunur unn-
ustu sinnar myndu vekja nágrannana
fékk til dæmis ráblegginguna: Settu
bara koddann yfir andlitib á henni."
Úr sömu grein
Sölumennska
„Ég var vændiskona, segir hún hrein-
skilnislega, og ég seldi á mér rassinn."
Franska klámdrottningin enn á ný.
Umbreytingin í þjóbhetju
„Umbreyting Taböthu frá klámmynda-
drottningu til fjölmiblastjörnu hófst á
síbasta ári þegar hún vann Klámpálm-
ann, jafngildi klámmyndaibnabarins
vib Gullpálmann. Af óskiljanlegum
ástæbum þá notubu frönsku fjölmibl-
arnir tækifærib og gerbu úr henni
þjóbhetju."
Úr sömu grein
í heita
pottinum...
Alltaf magnast vangavelturnar um for-
mannsstöbuna í Landsvirkjun, en sem
kunnugt er eru horfur á ab Jóhannes
Nordal láti af starfinu. Tveir höfub-
kandídatar eru í starfib, þeir Valdimar
K. Jónsson prófessor og Gubmundur
G. Þórarinsson, verkfræbingur. Bábir
eru frá Framsókn. Síbustu fréttir herma
ab staba Valdimars hafi heldur veikst,
en Gubmundur sé ab sækja í sig vebr-
ib.
•
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Verslunarrábsins, hefur ekki fengib kon-
unglegar móttökur hjá flokksfélögum
sínum í rábherrastólum þegar hann ber
upp vib þá erindi í nafni Verslunarrábs-
ins. Um 70 erindi frá Vilhjálmi hafa
ekki fengib afgreibslu í Stjórnarrábinu
og gætu allt eins hafa lent í ruslafötun-
um á rábherraskrifstofunum. Rábherr-
arnir meb Davíb í fararbroddi eru alltaf
eitthvab ab rábskast meb Vilhjálm.
T.a.m. bönnubu þeir honum ab mæta
á stofnfund Evrópusamtakanna, sem
frægt er orbib. Nú virba þeir hann varla
viblits. Vilhjálmur getur í sjálfu sér lítib
gert vib þessu, en þó er hann nú búinn
ab skrifa um virbingarleysi rábherranna
í fréttabréf Verslunarrábsins og klaga
rábherrana fyrir öllum vibskiptajöfrun-
um, sem væntanlega vilja ekki láta
hunsa félagib sitt.
•
Vaxandi þrýstingur er nú á formann
knattspyrnudeildar Þórs ab láta þjálfara
meistaraflokkslibs Þórs, Nóa Björns-
son, víkja úr sæti, enda árangur libsins
mjög slakur: þrjú stig eftir fjóra leiki.
Menn hins vegar sjá þab ekki alveg fyr-
ir sér hvernig þab ætti ab fara fram svo
vel fari, því þjálfarinn og formaburinn,
Kristján Kristjánsson, léku saman til
margra ára meb Þór og eru hinir bestu
félagar og vinir.