Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 14
14 Haavrðinaaþáttur Átökin í Hafnarfiröi fara ekki fram hjá hagyrð- ingum fremur en önnur stórtíöindi. Þegar útlit var fyrir aö meirihluti Alþýöubandalags og Sjálf- stæöisflokks brysti 10. júní, varö Siguröi Hólm Þorsteinssyni þetta að oröi: Magnús stutti mikinn fór, mötu át og skenkti í glas. Hann syngur nú í kratakór, en kyrjar enn sitt argaþras. í tölvuútskrift af vísunni fór svo aö fyrsta ljóðlín- an varð meö smærra letri og var þá haldið aö Sig- urður væri aö smækka Magnús. Þá hraut út úr Hauki Sigtryggssyni: Áköftölvan undir tók það áform Sigga, að stytta Manga í mati sínu og minnkaði hann í fyrstu línu. Sami kvað, þegar meirihlutinn féll 13. júní: Magnús Jón er fallinn frá fyrri vinum, og stefnir núna eflaust á ást með hinum. Morguninn eftir hallarbyltinguna hittust þeir Sigurður Hólm og Haukur, og andi þeirra flaug fjaðralaus: Afokkur er aftur létt illu hríðaréli, en Magnús getur'núna nett nýju veifað stéli. Eftirfarandi er úr Hillupósti ÓÞ: Þegar einn háttvirtur kjósandi heyrði í fréttum aö samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæöisflokks væri um það bil að fæöast, varð til þessi vísa: Það mun verða þungt í spori, þefillt loft af íhaldsmori. Þeir, sém spáðu vinstra vori, verða að kyngja þessu slori. í tilefni stjórnarmyndunar Þegar Halldór og Davíð hátta saman helvíti verður þá gaman og forvitnilegt að sjá framan í fón þetta er válynt veður ég veit að þar kveður við örlítið annan tón en satt best að segja ekkert vol eða víl þetta Ijóð er í Lesbókarskálda stíl. Og að lokum harmsaga af Reykjanesi: Það er ömurlegt hlutskipti og ekkert glingur að vera ráðherralaus Reyknesingur það tel ég mig vita upp á tíu fingur. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 fr rr -fiTr TlTT Föstudagur 16. júní 1995 Hin gleymda þjóð Kúrdar Þann 19. maí s.l. spjallaöi ég í grein hér á síðum Tímans um viðskiptabann Sameinuöu þjóð- anna á írak og þátttöku okkar ís- lendinga í því. Benti ég þar á, að eins og oft vill verða bitnar þetta viðskiptabann helst á þeim sem síst skyldi. M.a. er vitað að varnarlaus börn hrynja niður í hundraðatali á degi hverjum. Vib slíkt veröur að sjálfsögðu ekki unað, og því brýnt að viðskiptabanninu verði aflétt sem fyrst. Hitt er svo annað mál, ab hvorki afnám vibskiptabannsins né. önnur stórvægileg atriði í samskiptum umheimsins við ír- aka mega eiga sér stað án þess ab viðunandi lausn finnist á vanda Kúrda, sem búsettir em í land- inu. Kúrdar munu vera u.þ.b. tutt- ugu miljónir talsins, hib minnsta, eða álíka margir og norrænir menn. Auk þess að búa í írak er þá einnig að finna í Sýr- landi, íran og T)nklandi. Áratugum saman hafa þeir bar- ist fyrir rétti sínum til sjálfstæðis í einni eða annarri mynd. Ekki skal sú saga rakin hér, enda ýms- ir mér fróbari í þeim efnum. Þess SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON skal þó getið, að í stríði írana og íraka fyrir fáum árum frömdu þeir síöarnefndu hrottaleg fjöldamorð á Kúrdum, þ.á m. konum, börnum og gamalmenn- um. Var þeim gefið að sök, að hafa hlaupið undir bagga meb ír- önum. Eftir Persaflóastríðið tóku Vest- urveldin hin kúrdísku héruð í vesturhluta íraks undir sinn verndarvæng, svo sem það var kallað. Nú hefur hins vegar kom- ið í ljós, að eitthvað er gleitt á milli fjaðra í verndarvængnum þeim arna. A.m.k. hafa Tyrkir fengið að steypa sér yfir þetta svokallaba verndarsvæði með óvígan her. Láta yfirvöld þeirra eins og hér sé um að ræða ein- hvers konar lögregluaðgerbir gegn kúrdískum skæruliðum, Islandsbragð Ut er komin á ensku matreiöslu- bókin A Taste of Iceland eftir Úlf- ar Finnbjörnsson matreiðslu- meistara. I henni eru uppskriftir ab réttum úr íslenskum hráefn- um, jafnt af láði sem legi og sum- um hverjum æði óvenjulegum. Bókin skiptist í fjóra kafla: um forrétti, fisk, kjöt og ábætisrétti. Þótt Úlfar Finnbjörnsson sé ungur ab árum, hefur hann löngu getið sér gott orð fyrir mat- argerðarlist. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, innanlands sem utah, og var kjörinn Mat- reiðslumaður ársins árið 1994. Hann á og rekur veitingahúsið Fréttir af bókum Jónatan Livingston Máv í Reykja- vík. Bókina prýða litmyndir af öll- um réttunum, ásamt ljósmynd- um úr íslenskri náttúru sem Lár- us Karl Ingason hefur tekið. Útgefandi er Mál og menning, Hilmar B. Jónsson ritar inngangs- orð, Anna Yates þýddi á ensku, Margrét E. Laxness sá um útlit og kápu og Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin er 90 blabsíður og kostar kr. 2.490. ■ sem eigi það til að bregða sér yfir landamærin í skjóli myrkurs. Að sögn Tyrkja virðist svo sem „lög- regluaðgerðir" þessar séu einna helst í stíl við umferðarfræðslu lögreglunnar í íslenskum barna- skólum. Eitthvað mun þó fram- ferði Tyrkja gagnvart Kúrdum í írak vera úr takti við umferðar- fræðslu barna og sennilega frem- ur í ætt við fjöldamorö nasista á Gybingum og ýmsum öðrum hér um árið. Heldur er það, sem þarna ger- ist, hulið sjónum annarra en út- valinna, því blaðamenn fá þar hvergi nærri ab koma. En þetta skiptir engu máli; Tyrkir eru í NATO og Clinton Bandaríkjafor- seti hefur gefib þeim formlegt veiðileyfi á Kúrda, sem svo á að heita ab njóti sérstakrar verndar þjóðar hans og bandamanna hennar. Vera má, ab með þessum hætti vilji Vesturveldin halda Tyrkjum uppteknum í austurvegi, í þeirri von að þeir fari þá ekki að glenna sig á Balkanskaga, trúbræörum sínum til stuðnings. En hvort heldur sú getgáta á sér einhverja stoð í veruleikan- um eður ei, þá er hitt víst að raunir Kúrda eru ekki síður óbærilegar en þær þrautir sem ír- akar mega nú líða. Hitt er og deg- inum Ijósara, að þjáningar þess- ara þjóða veröa ekki linaðar án alþjóðlegs átaks varðandi mál- efni þeirra beggja, enda mun um þriðjungur íbúa íraks vera Kúrd- ar, auk þess sem saga þjóðanna hefur í aldaraðir verið samtvinn- uð. íslenskum stjórnvöldum væri það verðugt verkefni að taka þessi mál til umræðu meðal ann- arra þjóða. Mætti í því sambandi benda á Norðurlönd. Abild þriggja norrænna ríkja að Evr- ópubandalaginu og staba tveggja þéirra utan þess kallar á sam- stöðu um alþjóöamál, þar sem Norðurlöndin gætu sameigin- lega látib til sín taka. ■ Sigurbur Magnús Sólmundarson Hvílík harmafregn það var, er lát Siguröar barst mér símleiðis. Skömmu áður höfðum við verið aö rabba saman. Hann svo hress og glabur sem vandi hans yfirleitt var. Ekkert virtist fjarstæbara en að daubinn biði við næsta leiti. Hve lífið er hverfult. Enginn veit staðinn né stund- ina. Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt. Ég hafði ekki lengi verið í Hveragerði er leibir okkar lágu saman. Hann var starfandi mynd- listarmaður og kennari — fjölhæf- ur, tillitssamur og kurteis. Gædd- ur mörgum þeim eiginleikum er prýða hinn sanna aðalsmann. Og greiðvikinn og alþýðlegur, enda vinsæll og ekki síst meöal barna og unglinga. Þab sást líka vib jarðatför Sig- urðar, laugardaginn 10. júní, hve hann og Aubur Guðbrandsdóttir, eftirlifandi kona hans, og fjöl- skyldan eiga stóran vina- og kunningjahóp. Þá var þar saman komið eitt mesta fjölmenni í og viö kirkju í Hverageröi. Þó mér finnist viö hæfi að minnast hans meb þessari stuttu grein, þá er ekki meiningin ab rekja ætt Sigurðar né gera úttekt á list- og starfsævi hans, heldur fyrst og fremst að minnast góðs drengs. Eitt þab fyrsta er ég sá eftir hann, var fundargerðabók Taflfé- lagsins. Aldrei hef ég séð betur skrifaba né listilegar skreytta fundargerðabók. Enda var hann mikill áhugamaður í skáklistinni og virtur skákmaður. Sem myndlistarmaður og kenn- ari var hann starfsamur, afkasta- mikill og frjór. Myndverk hans t MINNING hafa farið víöa og mörg prýða heimili og stofnanir. Margir tré- skurðargripir eftir Sigurb hafa orb- ib mjög vinsælir og bera vott um mikinn hagleik og listfengi. Um listsköpun hans má líka segja ab hún sé náttúruvæn, svo notaö sé oröatiltæki sem margir ættu aö kannast við í dag. í mörg stóru veggverkin hefur hann not- að steinefni af mismunandi lit og gerb og mulib sjálfur og fest á flöt- inn í stabinn fyrir olíu á strigann. Það getur sannarlega komið á óvart hve grjótib úr gráu hraun- inu eða fjörunni verður áhugavert og spennandi. Myndbyggingin einföld og skýr og boðskapurinn verður auöskilinn. Þessi þáttur í listsköpun Sigurbar er mjög áhugaverður og þess verður aö staldraö sé við og kannað. í þessu ferli eru líka tök frumherj- ans/landnámsmannsins. Og margt getur komið á óvart. Hann glímir við marga fleti. Hið broslega og spaugilega í tilverunni grípur hugann og það er hægt að brosa, jafnvel hlæja. Þab er oft naubsynlegt fyrir taugarnar ab geta slakaö á. Og trjádrumbur, sem legib hef- ur í fjörunni óralengi, svo lífvana á að líta, litlaus og hrár, verbur í höndum listamannsins ab fjöru- manni, nýkomnum í sveitina yfir heibina og Svartá, með fullt af fréttum. Já, karlinn er svo kankvís á svipinn, hann býr yfir ein- hverju. Hann veit líka að þab verbur vel skammtab í ask hans í kvöld. Og það væri hægt ab fjalla um mörg verka Sigurbar M. Sólmund- arsonar á ýmsa vegu, svo fjöl- breytt er myndgeröin og útfærsl- an. En maðurinn sjálfur er aðalat- riðib. Hann er gullið. Haföu þökk, ljúflingur. Blessuð sé minning þín. Laufvindar Ijúfir í blásandi byr fylgi þér yfir gresjur guðdómsins. Haraldur Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.