Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 16. júní 1995
IffHffffflí
Laugarvatn:
Listahatib
hefst á þjóö-
hátíöardaginn
Athyglisverö listahátíö, Gull-
kista, hefst aö Laugarvatni á
17. júní, en þangaö er yon á
allt aö 150 listamönnum úr
ýmsum greinum þar sem þeir
munu flytja verk sín. Aö sögn
Öldu Siguröardóttur, sem er
önnur tveggja sem standa aö
þessari hátíö, hafa undirtektir
veriö afar góöar og hin vænt-
anlega listahátíö vakiö at-
hygli.
Nafn hátíöarinnar er dregiö af
alþekktri þjóösögu sem til er um
hnjúk einn á Miödalsfjalli. í
hnjúknum á gullkista aö vera
falin en ekki er heiglum hent aö
nálgast hana og gulliö næst aö-
eins eftir ákveönum leiöum.
Hvort þaö finnst í gönguferö aö
Gullkistu á Jónsmessunótt skal
ósagt látiö: „Þaö gerist margt á
Jónsmessunótt," sagöi Alda Sig-
uröardóttir."
Myndlistarmenn á
öllum aldri
Meðal atriöa á hátíðinni
sjálfri má nefna sýningu 104
myndlistarmanna á verkum
sínum í sölum skólabygging-
anna á staðnum. Hafa mynd-
listarmenn getað valið sér sýn-
ingarstaði í salarkynnum skóla-
húsanna að Laugarvatni og
jafnvel unnið verk sín að ein-
hverju leyti út frá því. Segir Alda
að allir myndlistarmenn, sem
vildu vera meö í þessari samsýn-
ingu, hefðu fengið það, en sá
elsti er 84 ára og þeir yngstu um
tvítugt.
Þá veröa leiksýningar í tengsl-
um við Gullkistuna. Þar má
nefna sýningu á barnaleikritinu
Góðan daginn litla svín, en leik-
arar þar og flytjendur eru Guð-
mundur Haraldsson og Magnús
Jónsson. Einnig sýnir Kaffileik-
húsið verkiö Sápa 2: Sex viö
sama borð, og einnig verður
sýnd leikgerð á barnabókinni
Astarsaga úr fjöllunum eftir
Guðrúnu Helgadóttur. Leik-
stjóri og höfundur er Stefán
Sturla Sigurösson en leikarar eru
Pétur Eggerz og Alda Arnardótt-
ir. Þann 24 júní veröur ljóða-
dagskrá í Héraðsskólanum þar
sem flutt verða ljóð eftir skáld
sem á einhvern hátt tengjast
Laugarvatni. Þar má nefna Krist-
ján Árnason, Rúnar Ármann
Arthúrsson, Jóhann S. Hannes-
son, Ólaf Breim og Rúnar Hafdal
Halldórsson. Þá verða einnig
flutt tvö lög viö ljóð eftir hinn
aldna Þórb Kristleifsson, sem
um áraraöir var söngkennari að
Laugarvatni.
Sólstööutónleikar
meö Súkkat
Einnig veröa nokkrir tónleikar
að Laugarvatni í tengslum við
Gullkistuna. Sólstöbutónleikar
verða 21. júní með dúettnum
Súkkat og Strokkvartettinum,
sem skipaður er fiðlu- og selló-
leikurum og flytur sígild verk.
Þessir tónleikar eru haldnir 24.
júní. Einnig skal nefna að 1. júlí
verba söngtónleikar í íþróttasal
héraösskólans, en þar verða
flutt íslensk sönglög, sígaunalög
og spænsk sönglög.
Þá má einnig minna á svo-
nefnt Laxnessherbergi í Héraðs-
skólanum, en það er þekkt fyrir
aö þar sat Halldór Mljan Lax-
ness löngum við skriftir þegar
hann samdi mestu og bestu
bækur sínar. Hefur ýmsum
munum sem tengjast mannin-
um veriö safnað saman og þeim
komið fyrir í þessu magnaða
herbergi, en munirnir voru
meðal annars fengnir hjá Vöku
Helgafelli sem er forlag skálds-
ins. Þá er aðeins fátt eitt nefnt af
því sem í boöi er á listahátíöinni
Gullkistu.
Alda Sigurðardóttir sagöi að
hún og stallsystir hennar, Krist-
veig Halldórsdóttir, sem stendur
með henni að þessari listahátíb,
væru bjartsýnar á þessa hug-
mynd. Gullkistan heföi fengið
góðar undirtektir og það eitt lof-
aöi góðu. -SBS
Vib Arabar íAratungu, f.v. Daníel Máni jónsson, Ásborg, Svanhildur Eiríksdóttir þjónn, ]ón K.B. Sigfússon mat-
reibslumeistari og fremst er Gubrún Gígja jónsdóttir.
Eru Biskupstungnamenn
fleiri en íbúaskrár sýna?
Það má meb nokkrum sanni
segja að Biskupstungnamönn-
um fjölgi stórlega á sumrin,
en enginn veit hversu mikib.
Hér er átt við hinn mikla
fjölda ferðamanna sem sækir
í Tungurnar og þann stóra
hóp sem dvelur í sumarhús-
um einstaklinga, fyrirtækja
og félagasamtaka. Til vibbót-
ar má nefna að um Biskups-
tungur liggur leibin norbur
Kjalveg, sem er nánast orðin
þjóðbraut mánuðina júlí, á-
gúst og september. Sú leib
verður væntanlega enn fjöl-
farnari hér eftir þar sem
nýreistar brýr yfir Grjótá og
Seyöisá gera hana greiðfæra
öllum bílum.
Breytingar í landbúnaði og
fækkun starfa við hánn hafa
leitt til nýmæla í atvinnuhátt-
um í flestum sveitum og er
þjónusta viö ferðafólk ein nýi-
ungin, nýjung sem margir telja
að bændur hafi fjárfest um of í á
undanförnum ámm. í Biskups-
tungum er hins vegar löng hefð
fyrir móttöku feröamanna,
kannski lengri en víða annars
staðar því Gamli Geysir hefur
haft slíkt aðdráttarafl að fornu
Á Biskupstunqnabraut: Þýska hjólafiölskyldan á leib frá Geysi til Heklu.
og nýju aö segja má að nánast
allir útlendingar sem til lands-
ins koma, leggi leið sína í Tung-
urnar til berja hann augum og
skiptir þá litlu hvort hann vaki
eba sofi, sé lifandi eba dauður.
Samningar sérhópa.
VMSÍ:
Fylgjumst
mei
„Hænufetiö okkar leiddi til
þess að allur hæsnahópurinn
steyptist yfir okkur," segir
Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambands
Islands. Hann segir ab sam-
bandið geti ekkert annaö gert
en ab fylgjast náið með fram-
vindu kjaramála á vinnu-
markaði þar sem atvinnurek-
endur hafa verið að semja við
sérhópa um mun hærri launa-
hækkanir en þeir hinir sömu
treystu sér til ab semja um við
aðilarfélög VMSÍ fyrr á árinu.
Björn Grétar segir að í næstu
kjarasamningum, og jafnvel við
endurskoöun samninga um
næstu áramót, hljóta menn að
skoba samkeppnisstööu heimila
félagsmanna í tengslum við þab
sem hefur verið að gerast. Hann
telur einsýnt að það verði afar
erfitt að útskýra þessa þróun fyr-
ir félagsmönnum við gerð
næstu kjarasamninga. _ ■
Galvaskir skokkarar á öllum aldri leggja upp í Grandahlaupib á sjómannadaginn, jafnvel börn íkerrum voru meb.
Crandalausir Grandamenn áttu ekki von á þvílíkum fjölda hlaupara:
600 hlupu og borðuöu grillmat
Mikil vakning er meðal al-
mennings varbandi mikilvægi
hollrar og góbrar hreyfingar. Upp
eru komin risavaxin götu- og
maraþonhlaup. Grandi hf. fitjaði
upp á afmælishlaupi á sjómanna-
daginn. Forráðamenn fyrirtækis-
ins boðuðu að sjálfsögðu, gjör-
samlega grandalausir, til þessa
hlaups, þeir áttu alls ekki von á
því að hundruö manna flykktist
vestur í Örfirisey til að hlaupa. En
600 mættu og hlupu og geröu
Grandahlaupiö þannig að þriðja
stærsta almenningsskokkinu.
Hlauparar komu allir í mark og
settust síðan að kræsingum af
grilli þeirra Grandamanna. ■
Það er víst satt og rétt sem stóð í
gömlu landafræöinni, að Geysir
væri frægasti goshver í heimi,
enda hétu þeir allir eftir hon-
um, s.s. e. geyser og þ. Geiser.
En hafa hafa Biskupstungur
nútímans eitthvert abdráttarafl,
annað en goðsögnina Geysi og
svo Gullfoss, Ásborg Arnþórs-
dóttir ferðamálafulltrúi?
„Jú, fjölmargt, en fyrir utan
fagurt umhverfi og gott mann-
líf, þá vil ég nefna þrjár sund-
laugar, veiöi í þremur ám, golf-
völl, gisti- og veitingaaðstöbu
víðsvegar um sveitina, útimark-
að, hestaleigur og auðvitað
sumartónleikana í Skálholti. Þá
má nefna sitthvab sem höföar
kannski sérstaklega til fjöl-
skyldufólks, s.s. húsdýragarður
meb leikabstöðu og kaffistofu,
siglingar niður Hvítá og ekki
síst tjaldsvæðin, en þar reynum
við líka ab vera „fjölskylduvæn"
t.d. meö því aö fjölskyldan
greiðir aðeins einfalt gjald fyrir
tjaldið. Svo verb ég að koma
því að, að við erum nýbúin aö
opna veitingahús með öllu í
mat og drykk í félagsheimilinu
Aratungu og líka sérstakan mat-
seðil fyrir börnin."
Það er greinilegt, að Geysir
gamli lifir enn þótt hann sofi,
því að loknu viðtalinu sást til
þýskra hjóna og sex ára dóttur
þeirra, hjólandi eftir Biskups-
tungnabrautinni, eftir ab hafa
heimsótt Geysi, og förinni heit-
ið til Heklu. ■