Tíminn - 16.08.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1995, Blaðsíða 2
2 wimíwn Miðvikudagur 15. ágúst 1995 Tíminn spyr... Áttu von á því að ísland sigri í landsleiknum gegn Sviss í kvöld? Ingi Björn Albertsson, framkvæmdastjóri: „Já, þaö vona ég svo sannar- lega. Viö höfum ekki enn tapað á heimavelli á þessu ári og ég sé ekki ástæðu til að fara að breyta því núna. Ég á von á skemmti- Iegum leik. Leikirnir á þessu ári hafa Verið það og vonandi áframhald á því. Eigum við ekki að segja að ísland sigri 3-1." Gylfi Þór Orrason, knattspyrnudómari: „Jú, eigum við ekki að segja það. ísland er taplaust á árinu en ekki Svisslendingar og ég spái því að við sigrum 1-0 í leiknum. Ég býst við skemmti- legum leik. íslenska liöiö er að ná sér aftur á strik eftir mögur ár og nú er um að gera að ná góðum úrslitum í riðlinum, svo við höldum stöðu okkur í knattspyrnunni." Magnús Jónsson, þjálfari meistaraflokks Fram: „Já, já. Á góðum degi þá get- um við marið þetta. Mér finnst liðið vera á réttri leið hjá Ás- geiri og þaö vera aö gera góða hluti. Við vinnum reyndar aldr- ei meö meira en einu marki og ætli það verði ekki 1-0 eða 2-1, en hins vegar finnst mér jafnt- efli vera líklegustu úrslitin í þessum leik. Ég á von á mjög skemmtilegum leik, því ís- lenska liðið er léttleikandi og skemmtilegt, auk þess sem Svisslendingarnir eru náttúru- lega í heimsklassa, sem þeir sýndu í síðustu heimsmeistara- keppni." Kammertónleikaveisla í fimmta sinn: Stærri og þyngri verk í bland vib „súkkulaöimola" Næstkomandi föstudag, 18. ágúst, verbur haldin kammer- tónleikahelgi á Kirkjubæjar- klaustri í fimmta sinn en tón- leikarnir hafa verib árlega frá 1991. Átta kunnir listamenn koma fram á tónleikunum þremur; Sigrún Hjálmtýsdótt- ir (Diddú), Áshildur Haralds- dóttir, Edda Erlendsdóttir, Gubný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Anna Gubný Gubmundsdóttir, Unnur Sveinbjarnardóttir og Georg Klútsch. Fyrir þá sem ekki vita er kammertónlist upprunnin frá Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu á 17. öld og var upphaflega samin fyrir fá hljóbfæri og fáa (2-8) flytjendur sem rúmast gætu í litlu herbergi (kammer). Að sögn Eddu Erlendsdóttur, píanóleikara, hafa tónleikarnir ibulega verið mjög vel sóttir. Hún segir gestahópinn mjög blandaðan. „Sumir koma sér- staklega frá Reykjavík, Akureyri og jafnvel frá Isafirði. Svo kem- ur ferðafólk sem er að ferðast hér um svæðið og einnig fólk úr nærliggjandi sveitum." Aðspurð um hvað hefði ráðið vali á verk- um segir Edda dagskrána mótast af hljóðfæraskipan. „Það er allt- af einn söngvari með og nú er Diddú með okkur og hún er með mjög glæsilegt prógram. Síöan mótast dagskráin töluvert af því að það er í fyrsta skipti með okkur flautuleikari, Áshild- ur, og svo erum við með mjög fínan þýskan fagottleikara." Edda segir að efnisskráin sé að þessu sinni mjög breið, þau séu bæöi með stærri og þyngri verk sem og nokkra „súkkulaðimola" eöa léttari verk þess á milli. Edda telur ab tónleikahelgin á Kláustri hafi sérstöðu í tónlistar- lífi landans aö því leyti ab þetta sé eina kammertónlistarhátíðin að sumri til á landinu. Tónleikahelgin hefst kl. 21.00 á föstudagskvöld með flutningi Kvartetts fyrir fagott og strengi eftir Devienne. Verkið flytja Ge- org Klútsch á fagott, Guðný Guðmundsdóttir, fiðlu, Gunnar Kvaran, selló, og Unnur Svein- bjarnardóttir á víólu. Því næst veröur Píanótríó í d moll eftir Mendelsohn flutt af þeim Gunnari, Guðnýju og Eddu Er- lendsdóttur, píanó. Að því loknu syngur Diddú þrjú íslensk vögguljóö við undirleik Önnu Guönýjar Guðmundsdóttur, pí- anó. Þá munu Georg og Unnur taka Dúó fyrir víólu og fagott eftir Spizak og lokaatriði á föstu- dagskvöld er söngur Diddúar við undirleik Önnu Guðnýjar og Áshildar Haraldsdóttur, flautu. Laugardaginn 19. ágúst verða sömu listamenn en dagskráin er önnur. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 með Kvartett fyrir flautu og strengi í A dúr eftir Mozart, Tríó fyrir flautu, fagott og píanó eftir Donizetti, Dans sælu and- anna fyrir flautu og píanó eftir Glúck, Sónata Arpeggione fyrir selló og píanó eftir Schubert og Diddú syngur þrjú ljóð eftir Rossini og þrjú úr Brentano ljóðaflokknum eftir Strauss. Síðustu tónleikarnir byrja kl. 15.00 á sunnudag en þá veröur fluttur Kvartett fyrir ílautu, ví- ólu, fagott og píanó eftir C.P.E. Bach, Sónata fyrir fagott og selló eftir Mozart, Tríó fyrir flautu, fiðlu og víólu eftir Reger og sungin veröa ljóð eftir íslenska höfunda. Eftir ljóðasönginn verður Andante fyrir píanótríó eftir Grieg. Það verða þær Diddú og Anna Guðný sem slíta tón- leikunum með flutningi On this island eftir Britten. ■ Ættarmót Helga magra verslunarmannahelgi um að safnast saman að Hrafna loíuír oe eamlir hcysKapa1 - [0115* M •iprð' synmP pUÍEvian»r«—- Jafn \| ferðahraði^ er bestur! 'B066I /V£/, HHHN ER ERT 5KYIDUR HElGA. MUSY£G£R ER H/W// NRfRÆHD/ PÓRUNNAR HE/T/NNHR H/RNU ! Kjarkabar konur „Konur í Sjálfstæðisflokknum hittust í gær til að ræða hvort bæta ætti þriðja manni í æöstu stjórn flokksins til að bæta hlut kvenna." Hefur DV eftir Sjónvarpinu í gær. Sjálf- stæbar konur þora ekki ab hjóla í Frikka varaformann og hafa því hugsab sér ab reyna ab koma á fót valdamiklu kvennafulltrúaembætti til mótvægis vib varaformanninn. Varaoddvitl D-lista ofmetur hreingerningaráráttu borgarstjóra „Að vísu geng ég yfirleitt hreint til verks en þetta er ofmat." Segir Ingibjörg Sólrún um mat Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar á persónuleika sínum í tengslum vib Höfbamálib. Heibar kemst loks til Ítalíu „Yfirvöld í ferðamannabænum Diano Marina á Ítalíu hyggjast setja bann viö því að feitar og ófríðar konur „misbjóði fegurðarskyni" bæjarbúa með því að ganga um götur bæjar- ins í bikinísundfötum." Mogginn í gær. Knattspyrnuveldib ísland „Ég hef nefnilega rökstuddan grun um að sjóðir KR-inga um þessar mundir séu ekki eins digrir og margir vilja vera láta, þótt gjaldmiðill okkar íslendinga sé kenndur við KR." Sveinn Cubjónsson blabamabur fjallar um gagnrýni boltamanna undanfarib á KR, þ.e. knattspyrnufélagib. í heita pottinum... Tollskráin löbrar öll af fyndni. Til dæmis þetta: „Loftför, geimför og hlutartil þeirra". Þetta erfyrirsögn á 88. kafla tollskráarinnar. Þetta sýnir líka vissa framsýni lagasmiba okkar og mætti vel hugsa sér ab menn eins og Magnús Skarphéb- insson renndu hýru augu til her- legheitanna... • Þab er gúrka íheitu pottunum eins og víðar. Helstu frétta"lindirnar" í sumarfríum og fátt eitt til ab röfla yfir. Og þó, í gær var kvartab yfir R-listanum. Einn í pottinum sagbi þab ekki umhverfisvænt ab borgin léti slá grasblettina meb bensínvél- um, sem mengubu andrúmsloftib. Hér ætti tvímælalaust ab vinna meb orfi og Ijá.... • Leikarinn og Dagsljóssmaburinn góbkunni, Fjalar Sigurbarson, segir frá því ab vib myndatökur á Laggó eftir Jón Tryggvason, hafi þurft ab þurrka upp varir hans og gera þær svolítib trillukarlalegar. Þetta gerbi smínkan fyrir hvert at- ribi meb abstob hárþurrku. Fjalar var ekki lengi ab finna nafnib á þessa abgerb smínku. Hann kallabi þab blow job... • Fyrirtæki nokkurra kaupmanna, K- samtökin, var tekib til opinberra skipta í sumar. Gjaldþrotib er upp á 5,4 milljónir en í búinu fundust eignir ab verbmæti tæpra 250 þús- unda króna. Kaupmenn virbast eiga fáa leiki í samkeppninni vib Hagkaup/Bónus, Nóatún, Fjarbar- kaup, risana á markabnum... Sagt var...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.