Tíminn - 16.08.1995, Qupperneq 9

Tíminn - 16.08.1995, Qupperneq 9
Miðvikudagur 16. ágúst 1995 9 íslendingar hjóla um landiö: Brennt um 7-8000 kaloríum a dag Tveir íslenskir garpar lögðu upp í hjólreiöaleiöangur um landið þann 11. júlí síöastlib- inn. Þeir lögðu upp frá Akra- nesi og fóru þaðan norðurleib- ina til Akureyrar, Egilsstaba og héldu svo upp á hálendið frá Fljótsdal, komu niður í Hveragerði og þaðan til Reykjavíkur. Garparnir heita Jón Ami Sveinsson og Sigur- jón Björnsson og hafbi Tím- inn samband við þann síðar- nefnda til ab vita hvernig honum hefði dottið í hug að nota þennan sérútlenska ferbamáta hér uppi á íslandi. „Ég er í íslenska fjallahjóla- klúbbnum, hleyp mikið og langaði til að takast á við eitt- hvað stærra og meira." Sigur- jón segir að heljarinnar undir- búningur búi að baki svona ferðar. „Það þarf töskur og bögglabera, verkfæri og vara- hluti." Þegar blaðamaður lýsti undrun sinni á því að hægt væri að koma öllum farangri fyrir á einu hjóli sagði Sigur- jón það ekki mikið mál. „Það eru tvær töskur að aftan og tvær aö framan. Þegar maður er að fara þjóðveginn þarf ekki svo mikinn mat með sér, bara föt, tjald og svefnpoka." Sigur- jón telur að hjólið hafi verið um 15-20 kg þegar mest var. Ferð þeirra pilta gekk að flestu leyti vel. „Reyndar var það svolítið klaufalegt þegar við ætluðum að stytta okkur leið frá Akureyri og fara gömlu leiðina yfir heiðina. Þegar viö komum niður af heiðinni þá hefðum við átt að fara til vinstri en þaðan er rúmur kíló- metri að þjóðveginum." En garparnir fóru sem leið lá, beint áfram veginn og niður að Illugastöðum en þessi krók- ur kostaði þá um 30 aukakíló- metra. Leiðin frá Akranesi til Egils- staða tók alls fimm daga sem var heldur meira en þeir bjuggust við, enda fengu þeir strekkingsmótvind. Síðasti gististaður þeirra áður en þeir komu að Egilsstöðum voru Grímsstaðir á Fjöllum. „Við komum nú ekki fyrr en um fjögur að nóttu að Grímsstöð- um. Ég hafði hringt áður í konuna þar og hún tók okkur mjög vel. Við fengum að fara í sturtu hjá henni, sem kom sér vel því við vorum svo stífir eft- ir daginn enda lagt af stað um ellefu að morgni frá Akureyri." Á Möðrudalsheiðinni lentu þeir í snjókomu, hitinn var einungis rétt fyrir ofan frost- mark með norðaustanátt og stinningskalda. „Þetta voru því dálítil átök og hann kunn- ingi minn fékk í hnéð og varð að binda sig allan." Þeir kom- ust þó úr vetrarveðrinu niður í Jökuldal og rómaði Sigurjón hótelið þar sagði það virkilega huggulegt og heimilislegt. Þeir dvöldu tvo daga á Egils- stöðum, söfnuðu orku og und- irbjuggu hálendisferðina; reiknuðu út dagafjölda og matarforöa. „Skiptir miklu máli að hafa eitthvert feitmeti en við vorum með bjúgu, for- soðin hrísgrjón sem fer lítið fyrir, þurrmat, súpur og súkku- laði." Þegar þarna var komið sögu fóru þeir úr alfaraleið hring- vegarins og upp á hálendið. Sigurjón segir það miklu erfið- ara en að fara hringinn. „Á há- lendinu var bara vetur, snjó- koma og vindur. Þaö var nokk- uð erfitt því maður blotnar bæði innan frá og utan." Þeir þurftu t.d. að tjalda hjá Kreppu í gífurlegu sandroki og brotnaði ein súlan yfir nóttina en tjaldið hékk upp. Einn dag- inn urðu þeir að ýta hjólunum og Sigurjón sagði þann göngu- túr jafngilda því að ganga frá miðbænum austur að Hvol- svelli ýtandi á undan sér 15-20 kg á lélegum hraunslóðum. Sigurjón segir íslendinga al- mennt hafa oröið hissa að sjá þá og sögðust margir ekki áður hafa hitt fyrir hjólandi íslend- inga í landsreisu. Þeir hafi því oft fengið góðar viðtökur hjá íslendingum og nefnir sem dæmi konu í Hrafnkelsdal sem hafi verib mjög elskuleg og boðið þeim heim í kaffi. „Ég held að hún hafi vorkennt okkur." Einnig nefndi hann hlýjar móttökur landvarðanna í Drekagili sem tókst að rýma fyrir þeim þó að skálinn hafi verið fullur. Aðspurður um hvað þeir hefðu nú fengið út úr því að feröast á hjóli í snjókomu, roki og rigningu í sumarfríinu sínu segir Sigurjón að þetta gefi gríðarlega gleði. „Maður varð mjög ánægður með sig, kynn- ist öðrum hópi feröalanga en vanalega og er í beinni snert- ingu við landiö. Maður sér ekki bara náttúruna heldur finnur fyrir henni, þefar af henni og heyrir í henni. Auk þess reynir þetta mjög á þrekið og ég brenndi öllu sem hægt var ab brenna og var orðinn gjörsamlega fitulaus, ætli við höfum ekki brennt um 7-8000 kaloríum á dag." Aðspurður um hvort veðrið hafi aldrei angrað hann á þessari ferð sagði hann: „Þaö var mótvind- ur nánast allan tímann og auðvitað fór hann stundum í skapið á manni en það fylgir bara og mabur verður fyrir vik- ib enn hámingjusamari." Sig- urjón telur það hins vegar tóma vitleysu að fara svo gíf- urlegar vegalengdir eins og þeir gerbu, maður nyti ferðar- innar sjálfsagt betur ef hjólað- ir væru um 40-50 km á dag en þeir fóru yfirleitt rúmlega 100. Sigurjón taldi ekki ráðlegt fyrir óþjálfað fólk að æða út í svona ævintýri en ef einhver ætlar sér það þá er þó aðalat- riðið að gefa sér góðan tíma og gera teygjur í lok dags, ekki síst fyrir rass, herðar og háls. Eins og þessi hjólandi framkvæmd- arstjóri gerir líklega alltaf í lok hvers hjólreiðatúrs. ■ Sumarferö framsóknarfélaganna laugardaginn 7 9. ágúst: Veiðivötn og virkjanir Framsóknarfólk í Reykjavík hefur haft fyrir fasta venju ab fara í sumarferð. Öll félögin í Reykjavík, Félag ungra fram- sóknarmanna, Félag framsókn- arkvenna og Framsóknarfélag Reykjavíkur standa ab ferbinni, en stjórn fulltrúarábsins sér um framkvæmd hennar. Þessar ferbir hafa ætíb verib farnar sem dagsferbir sem ab sjálf- sögbu takmarkar hversu vítt er unnt ab fara. Leitast hefur verib vib ab fara ótrobnar slóbir, a.m.k. slóbir sem ekki eru fjöl- farnar af fólksbílum. Sumarferbin í ár verður farin nokkru einna en venja er, því oftast hefur verið miöað við næstu helgi eftir verslunar- mannahelgi. Að þessu sinni er feröinni heitið í Veiðivötn, en þangab hefur ekki áöur verið farið á vegum Framsóknafélag- anna. Lagt veröur af stað frá Umferöarmiðstöðinni laugar- daginn 19. ágúst kl. 8.00 og ek- ið sem leiö liggur austur Hellis- heiði um blómlegar byggðir Ár- nessýslu og um Þjórsárdal. í Búrfellsvirkjun verður tekið á móti okkur af Landsvirkjun og starfsmenn Landsvirkjunar munu mibla okkur af fróbleik sínum um virkjanasvæðið, en flestar aflmestu virkjanir Lands- virkjunar eru reistar við Þjórsá og þverá hennar, Tungnaá. Landsvirkjunarmenn munu fylgja okkur áleiðis á vit öræf- anna um Hrauneyjafoss og Sig- ölduvirkjanasvæðið. Því næst verður stefnan tekin á Veiöi- vötn, sem áöur voru kölluð Fiskivötn. Eins og nafnið bendir til er þar mikil veiði, einkum urriði. Veiði hefur þar verið stundub árum saman, bæði af Landmönnum, Holtamönnum og Skaftártungumönnum. Dul- úðugar sagnir eru til um svæbið, um hið mikla Hulduvatn Stóra- sjó og útilegumannabyggðir. Víst er að á síðustu öldum fóru ekki aðrir um þetta svæði en þeir sem áttu brýnt erindi. Veiðivötn eu vatnaÚasi á Land- mannafrétti norðan Tungnaár. Vatnasvæðið er um 5 km breitt og 20 km langt og eru vötnin í milli 550 og 600 m hæð yfir sjó. Við Veiðivötn er ákaflega fagurt og fjölbreytilegt landslag, þar sem skiptast á brunasandar, úf- in hraun, gjósku- og gjallgígar og gróðurvinjar eins og þær ger- ast fegurstar til fjalla. Ekið verð- ur um svæðib eins og fararskjót- ar ferðalanga frekast leyfa. Sjálf- sagt veröur víða numið staðar, en lengst verður tjaldaö við Tjaldvatn, þar sem löngum var aðsetur Vatnakarla og Ferbafé- lag íslands hefur reist skála. Vib Tjaldvatn gefst gott næði til að snæða nestið, ræða saman og njóta náttúrufegurðarinnar. Vötnin á svæðinu ofan Tjald- vatns verða heimsótt eins og unnt er, en þar eru þekktust Fossavötnin. Eins er innsti vatnaklasinn, Hraunvötn, ró- mabur fyrir fegurð. í Veiðivötn eru liðlega 200 km. Áætluð heimkoma er um kl. 21.00. Fargjaldi verður mjög stillt í hóf. Það er kr. 3.000 fyrir fullorðna en börn yngri en 12 ára fá helmings afslátt. Skorað er á framsóknarfólk að fjöl- menna í ferðina og taka meb sér gesti. Nánari upplýsingar, skráning og sala farmiða er á flokksskrifstofunni við Lækjar- torg. Sími 562-4480. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.