Tíminn - 16.08.1995, Side 4

Tíminn - 16.08.1995, Side 4
4 IPfWflftf Mi&vikudagur 16. ágúst 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Gleymdu stríbin Tveim áratugum eftir lok stríðsins í Vietnam eru stjórn- irnar í Ho Chi Mingborg og Washington að taka upp stjórnmálasamband og reyna að koma á eðlilegum sam- skiptum milli landanna. Reynt er að breiða yfir fyrri misgjörðir og gleymt er bátafólk og mikið flóttamanna- vandamál. Og varla er minnst á að Kambodía er enn á landakortinu og rauðir kmerar láta ekki af ofbeldi. En í Vietnam ríkir friöur. Eftir að sovéski herinn lagði niður rófuna í Afganist- an og voldugar þjóðir létu af lítt duldum stuðningi við uppreisnaröfl þar, berjast Afganir hverjir við aðra sem aldrei fyrr og hefur þeim tekist að rústa fleiri borgir og eyða byggðarlögum en komist var yfir í því sem kallað var stríðið í Afganistan. í Sómalíu gerðu hersveitir SÞ innrás til að stilla til friðar milli herstjóra og kúgara. Eftir ár fóru friðargæslu- menn heim og skildu þjóðina eftir í höndum sömu ill- menna og þeir ætluöu að reka frá völdum og kollvarpa herstjórnum. í Burundi voru milljónir manna myrtar á einu ári og þar linnir ekki voðaverkum, né heldur í nágrannaríkinu Ruanda og friðarstillar fá ekki við neitt ráðið. Hér er aðeins fátt eitt talið af þeim miklu og mann- freku styrjöldum sem geisa linnulítið í heimi hér. En ásamt Flóabardaga hafa þau stríð sem hér eru talin ver- ið aðalfréttaefni fjölmiðla vítt um veröld um eitthvert tímaskeið. Eftir þeim leiðum hafa þau ratað inn í stjórn- málin og alþjóðasamtök og voldugar þjóðir hafa haft sig meira og minna í frammi með alls kyns afskipti. En lítill vandi virðist hafa verið leystur. Ógnarstjórn- ir eru enn við lýði, þjóðflokkar og trúarsöfnuðir sætta sig ekki við nærveru né yfirráð fólks af öðrum ættum eða í ólíkum söfnuðum. Og eftir að sjónvarpsfólk yfir- gefur hörmungarsvæði til að mynda blóðug lík og uppf- losnað fólk á flótta annars staöar halda borgarastyrjald- ir og ættflokkavíg áfram og umheimurinn gleymir að engu var bjargaö með „friðargæslu" og stríðsógnin hef- ur sinn gang. Um þessar mundir beinast sjónvarpsvélarnar og frið- arviðleitni alþjóðasamtaka að Balkanskaga. Margir eru til kallaðir að fordæma einn stríðsaðila og þykjast vilja vernda annan. Stungið er upp á margs kyns lausnum á vandamálunum en engin virðist duga. Þjóðirnar í fyrr- um Júgóslavíu eru bandamenn og fjendur á víxl og kemur friðarviðleitni því, og af öðrum orsökum, fyrir lítið. Talað er um að senda óvígan her til Balkanlanda til þess eins að bjarga vopnuðum friðargæslusveitum á brott af svæðinu. Og stríðsglæparéttarhöld eru í upp- siglingu. Munu dómarar sjálfsagt komast að því að sumir séu sekari en aðrir. Ef til vill er það rétt að stríðið í afdankaðri Júgóslavíu sé hættulegra en önnur stríð vegna þess að það getur auvðeldlega breiðst út. En það sýnir aðeins hve grunnt er á því góða meðal þjóðernissinnaðra Evrópubúa, sem þar að auki rækta með sér trúarbrögð, sem ekki virðast alltaf til friösældar fallin. Engin ein eða einföld lausn er til sem koma má að gagni við að friða Balkanskaga. Því mun fréttaflutningi þaðan ekki linna fyrr en fréttastjórar og stjórnmála- menn finna enn æsilegra stríð á öðrum stað til aö vand- ræðast með. En það þýðir eki að friður komist á, fremur en í Afg- anistan, Sómalíu, Burundi og fleiri og fleiri stöðum þar sem nakið ofbeldið er látið í friði. Enda ekki margra kosta völ. Keppt við samkeppnina Innileg samvinna hefur lengstum veriö milli olíufé- laganna okkar þriggja um aö hleypa engri samkeppni að. Verðlagning á olíuvör- um er alltaf eins og er bita- munur á en ekki fjár að samkeppnislög voru sett. Áður hækkuðu þríburarnir verðið samtímis á sama tíma og var það ávallt ná- kvæmlega eins. Olíufurst- arnir brugðust síðan hinir verstu við þegar þeir voru ásakaðir um samstarf og góða samvinnu um að hafa sem best upp úr viöskipta- vinunum. Eftir að samráö var bann- að með lögum hækkar einn þríburanna bensínverðið að morgni, annar um hádegi og sá þriðji undir kvöldmat. Örfárra aura munur getur verið á lítraverðinu en þar skakkar aldrei meira en eins stafa prómilli. Sem sagt ekkert samráð milli þríburanna sem eru svo samvaxnir að aldrei tekst að skilja á milli þeirra og enn síður að fá þá til að keppa sín á milli. Sifjaspell Það kemur því eins og þruma úr skýjabakka þegar Samkeppnis- stofnun úrskurðar að eftir aö Esso keypti Olís skuli fyrirtækjunum bannað að starfa saman. Sam- kvæmt lagabókstafnum á að vera samkeppni á milli olíurisanna og dugir ekki til þótt annar kaupi hinn upp, eða því sem næst, fé- lögin skulu vera aðskilin og rekin í samkeppnisfæru ástandi. Líklegast er að Samkeppnisráð hafi villst á lagabálkum og litið í sifjarétt til að úrskurða um mál- efni verslunar. Ákvæði eru um að GARRI skyldmenni mega ekki hafa of ná- ið samneyti og sé skyldleikinn mikill verði einstaklingarnir að halda sig í hæfilegri fjarlægð hver frá öðrum svo ekki verði sifjaspell úr. Það er eitthvað slíkt sem kom upp á þegar Esso komst yfir Olís. Félögin mega ekki eigast og njóta samverunnar og sameiginlegra eigna vegna þess að Samkeppnis- ráð telur að þau eigi að slást hvert við annað á markaönum og sé annað ekki sæmilegt. Sumir mega — abrir ekki Á sama tíma og verið er að hagræða með samruna fyrir- tækja og meira að segja sveitarfélögum er nauðgað saman og þvingað upp á þau nafngiftum, sem eng- inn kærir sig um, er olíufé- lögum bannað að kaupa hvert annað upp og að sömu menn sitji í stjórnum aðskiljanlegra hlutafélaga. Aldrei er stjórnarsetukóng- um kolkrabbans bannaö að ráðskast með mörg fyrir- tæki samtímis og semja við sjálfa sig um markaði og verðskrár og síst af öllu um far- og farmgjöld. Enda mun þess ékki dæmi að far- ið sé í sifjaréttarklásúlur til að Ieita uppi bann viö aö sömu menn sitji í fjölda stjórna stórfyrirtækja eins og dæmin sýna og sanna. En þegar kemur að olíu- félögum og samruna og samvinnu þeirra er heimt- að að skírlífið sé slíkt að þar mega engir snertipunktar vera. Samkeppni er skylda í öllum viðskiptum og á Samkeppnis- stofnun að sjá um að henni sé hlýtt. En sá gali er á skipulaginu að stofnunin er ríkisrekin og er aðeins ein. Það er engin sam- keppni um samkeppninna. Garri leggur því til að sam- keppnin verði einkavædd og að fleiri eigi þess kost að koma samkeppnisstofnun á laggirnar til að keppa við Samkeppnis- stofnun ríkisins. Þetta var gert við Bifreiða- skoðun og gefst vel og er ekki aö efa að þjónusta og skilvirkni samkeppninnar mun aukast að öllum mun þegar fleiri sam- keppnisstofnanir fá að keppa um að gefa út úrskurði um sam- keppni, eða þannig, sko. Garri Að hverju hlæja Norömenn? Furðufrett var lesin í hadegis- útvarpi í gær. Þar var þulin frá- sögn upp úr norsku blaði eftir norskan Norðmann um kynni hans af íslendingum. Þar kom fram að Norsarar gætu vel lagt af þann vana sinn að hlæja að íslendingum og grínast með þá. Norömenn væru lítið skárri og eins og brödrefolket á Sagaön væru þeir athlægi stærri og merkilegri þjóða, sem finnast Norðmenn vera stórfuröulegt fólk sem hímir norðan hins byggilega heims. Það, að hlegið sé aö íslending- um erlendis og aö land þeirra og uppátæki þyki skrýtin, eru al- deilis nýjar fréttir og andstæö- ar öllum þeim fréttaflutningi sem Ríkisútvarpiö og sér í lagi Morgunblaðið hafa flutt um hið mikla álit sem íslendingar njóta erlendis og hvílíkum að- dáunaraugum við erum litin utan úr heii : har sem varla verður þverfótaö fyrir islands- vinum. Fáránlegar staöhæf- ingar Mörg og tíð íslandsvinaviðtöl og frásagnir af aðdáuninni sem vellur upp úr hverjum manni sem sækir ísland heim eru trygg sönnun þess að ekki er hlegið að íslandsmanninum úti í heimi. Afrek hans á feörastorð sem og takmarkalítill frami meðal þjóð- anna, sem Ríkisútvarpiö og Morgunblaðið þreytast aldrei á að flytja sannar og staðfestar fregnir af ættu að duga til að sýna fram á hvílíkan þvætting Norsarinn sem allt í einu er far- iö að vitna í, setur í norsku pressuna. Hér er greinilega kominn nýr Blefken af stað til að ófrægja land og lýð og setur fram svo fá- ránlega staðhæfingu, að hlátur setji að Norðmönnum og ann- arra þjóða kvikindum þegar þeir bera kynborna íslendinga sér í Á víbavangi munn og tala um athafnir þeirra og æði. Ríkisútvarpinu væri nær að tí- unda frásagnir sem erlendir fjöl- miölar færa af aðdáunarverðri framgöngu eybyggja og nafn- togaðri menningu þeirra og hverum. Vel mætti segja frá einstakri gestrisni og allt að því óhóflegri greiðasemi hánorrænna kvenna sem franskar sjónvarpsstöðvar og aðrir fjölmiðlar urðu áþreif- anlega varir viö þegar landslið þeirra í handbolta gerði garðinn frægan fyrr í sumar. Voru ein- stakri framgöngu stúlknanna gerö góð skil í frönskum fjöl- miðlum og þóttu merkilegri fréttir en að Frakkar yrðu heims- meistarar í boltaleiknum. Ekki var verið að tíunda hér þá góðu landkynningu. Misskilningur Ekki fylgdi fréttinni þar sem vitnað var í hinn norska Blefken af hverju íslendingar þykja hlægilegir né af hverju Norð- menn glotta og flissa þegar þeim dettur bókmenntaþjóðin í hug eða hana ber á góma. Enda vitum viö betur. Þeir setja upp þakklátan aðdáenda- svip þegar ísland kemur upp í hugann. Þjóð Snorra, Bjarkar og miðnætursólarinnar á sér aragrúa íslandsvina, sem seint þreytast á að dásama hreina loftið, Dettifoss og Jör- mund að ógleymdu því víð- kunna kvennavali sem ber frægð sögueyjarinnar vítt um byggöir. Líklegast hefur Ríkisútvarpið misskilið Norömanninn sem segir að hlegið sé að okkur í út- löndum. Hann hefur sennilega verið að segja frá kynnum sínum af spaugstofumönnum, Halla, Hannesi Hólmsteini og Ladda og einhver hefur skenkt honum Út- flutningsleið Ólafs Ragnars til að skemmta sér yfir og svo er farið að fréttast til Noregs að íhalds- konur séu staöráönar í að koma upp embætti aöalritara í Sjálf- stæðisflokknum til að fara þar með völdin. Sé þessi tilgáta rétt er ekki nema von að hlegið sé að íslendingum í Noregi. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.