Tíminn - 16.08.1995, Blaðsíða 6
6
HKlaMljJmjMjlLi
Mi&vikudagur 16. ágúst 1995
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Austurland
NESKAUPSTAÐUR
Áfengi fyrir
133,7 milljónir
króna selt í aust-
firskum vínbúb-
um fyrstu sex
mánubi ársins
Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins hefur sent frá sér
sölutölur áfengis og tóbaks
fyrstu sex mánuði þessa árs.
Í vínbúöunum á Austur-
landi, þ.e. á Egilsstöðum,
Seyðisfirði, Neskaupstað og
Hornafirði, hafði selst áfengi
fyrir 133,7 milljónir króna í
lok júní. Þetta eru um 3,66%
af heildarsölu áfengis á land-
inu öllu en samtals hefur
selst áfengi fyrir rúmar 3.660
milljónir króna á tímabilinu.
Á Austurlandi var salan
mest í vínbúðinni á Egils-
stöðum 51 milljón króna,
eöa 1,54% af heildarvín-
kaupum landsmanna. Næst
kom vínbúðin á Hornafirði,
þar sem selst hafði áfengi
fyrir 37,2 milljónir, þá kom
Neskaupstaður með 26,6
milljónir og loks Seyðisfjörð-
ur með 14,8 milljónir. Þegar
skoðuð er sala á tóbaki á
sömu útsölustöðum er vín-
búðin á Egilsstöðum einnig í
fyrsta sæti. Þar seldist tóbak
fyrir 42,5 milljónir króna
fyrstu sex mánuði ársins. Á
Hornafirði seldist tóbak fyrir
26.5 milljónir, í Neskaupstað
fyrir 17,9 milljónir og fyrir
10.5 milljónir á Seyðisfirði.
Ef dæmið er skoðað á
landsvísu kemur í ljós að
áfengissala hefur aukist um
12,01% í lítrum en aðeins
5,4% ef skoðuð er aukningin
í lítrum af hreinum vínanda.
Aukningin virðist því vera í
veikari drykkjum, einkum
bjór. í tóbakssölunni er hins
vegar u.þ.b. 5% samdráttur.
FnÉTTnninmn
SELFOSSI
Mýrdalur:
Beinhreinsub
silungaflök
Fagradalsbleikja við Vík í
Mýrdal tók nýlega í notkun
nýja beinhreinsivél til þess
að beinhreinsa silungaflök
sem fara til reykingar.
Með tilkomu nýju bein-
hreinsivélarinnar hafa opn-
ast nokkrir áhugaverðir
möguleikar á vinnslu fiskaf-
urða og aukinni nýtingu í
fiskvinnslu og fiskbúðum.
Tækninýjungarnar felast í
hraðastlilingu sem bætir grip
vélarinnar í beinhreinsun,
eykur öryggi og opnar
möguleika á að ná út smærri
beinum en fyrri útfærslur.
Reyktur silungur hefur
þótt úrvalsvara en hefur
hingað til aðeins staðið
kaupendum til boða með
beinum. Neytendur eiga því
kost á því í framtíðinni að
kaupa beinlaus, reykt sil-
ungaflök.
■■
Akureyri:
Vinnsla rekavibs frá
Skoruvík á Langa-
nesi ab hefjast
Háareki í Ófeigsfirbi sér
um sögunina
Þórshafnarhreppur hefur í
sumar staðið fyrir tilrauna-
verkefni í landi ríksjarðarinn-
ar Skoruvík á Langanesi en
þaðan eru teknir milli 400 og
500 rúmmetrar af timbri,
rekaviði, og er timbrið flutt
til Akureyrar þar sem fyrir-
hugað er að saga það niður.
Rekaviður hefur ekki verið
nýttur í landi Skoruvíkur vel
á annan áratug en Þórshafn-
arhreppur hefur tekið jörðina
á leigu í þessu augnamiði.
Tilraunin felst fyrst og
fremst í því að mæla kostnað
við öflun og vinnslu á timbr-
inu og síðan markaðssetn-
ingu á afurðunum. Timbrið
verður sagað í húsavið, þ.e.
borð, planka, stoðir og hvað-
eina annað sem markaðurinn
kann að verða fyrir en besti
hluti timbursins fer jafnvel
til sérvinnslu, eins og í
glugga og hurðir. Gerður var
samstarfssamningur um verk-
efnið en það eru Þórshafnar-
hreppur, Sveinn Jónsson í
Kálfsskinni í Árskógshreppi,
Byggingavörudeild KEA,
Gúmmívinnslan hf., flutn-
ingafyrirtækið Dreki hf., Elías
P. Sigurðsson á Breiðdalsvík
og Axel Gunnarsson á Þórs-
höfn. Aðdrættir hafa fyrst og
fremst verið á vegum Elíasar
P. Sigurðssonar og heima-
manna á Langanesi. Gerður
hefur verið samningur við
Háareka hf. í Ófeigsfirði á
Ströndum um sögunina og
verður timbrið sagað á Akur-
eyri. Fyirhugað var að byrja
sögunina í byrjun ágústmán-
aðar en það hefur dregist
vegna mikilla verkefna- fyrir
sögina í nyrstu byggðum
Strandasýslu.
Ýmsir aðilar við Þistilfjörð
á Langanesi hafa verið
óánægðir með það að komast
ekki í þetta verkefni og vildu
að verkefnið yrði alfarið unn-
ið austur á Þórshöfn. Mat
þeirra sem stjórna þessu verk-
efni af hálfu Þórshafnar-
hrepps var hins vegar það að
þeir aðilar sem gengið var til
samstarfs við væru líklegri til
að ná betri lokaárangri í mál-
inu, þ.e. í markaðssetning-
unni, og koma timbrinu í
verð. Þar er bæði rætt um
betri hluta bolsins og ekki
síður bökunum, en rætt hef-
ur veriö um að smíða úr
þeim safnkassa og vörubretti.
Einnig er rætt um markaðs-
setningu á saginu sem til fell-
ur, sem getur verið allmikið
þar sem notuð er hjólsög við
verkið með allbreiðu blaði.
Reinhard Reynisson, sveit-
arstjóri Þórhafnarhrepps, seg-
ist vona að niðurstaðan verði
sú að um raunverulega at-
vinnugrein sé að ræða en
ekki aðeins óraunveruleg við-
bót sem skili mjög lágu tíma-
kaupi til þeirra sem að þessu
standi. Ef það gengur eftir
mun það styrkja mjög allan
atvinnurekstur á Þórshöfn.
íslensk fjallagrös
sem heilsuvörur
íslensk fjallagrös hafa um
nokkurt skeið verið útflutn-
ingsvara því síðustu sex árin
hafa verið flutt út á bilinu
þrjú til fimm tonn af þeim á
hverju ári. Fram til þessa hafa
fjallagrösin verið flutt út sem
hráefni en nú hefur fyrirtæk-
ið íslensk fjallagrös hf. hafið
framleiðslu á heilsuvörum til
útflutnings á fjallagrösum.
Vöruþróun úr fjallagrösum
hér á landi má rekja til afleið-
inga Chernobyl-slyssins í
Úkraínu vorið 1986 en við
það urðu fjallagrös á megin-
landi Evrópu og á Norður-
löndum geislavirk og því
óhæf til manneldis. Haustið
1991 hófst á vegum Ibn-
tæknistofnunar og Kaupfé-
lags Húnvetninga verkefni til
að auka verðmætasköpun
fjallagrasanna í stað þess aö
flytja þau út sem hráefni.
Tveimur árum síðar var fyrir-
tækið íslensk fjallagrös stofn-
að en auk Iðntæknistofnunar
og Iðnþróunarfélags Norður-
lands vestra eru Blönduósbær
og Hvatnig hf. aðaleigendur
þess.
Þessi vöruþróun hefur nú
leitt til þess að komnar eru á
markað fjórar tegundir af
heilsuvörum framleiddum úr
fjallagrösum. Er þar um að
ræða fjallagrasahylki, háls-
töflur, áburð og snafs. Heilsu-
vörurnar eru seldar í apótek-
um og í íslenskum markabi í
Leifsstöð á Keflavíkurflug-
velli. Fjallagrasasnafsinn
verður þó að minnsta kosti
fyrst um sinn aðeins seldur
sem minjagripur og fáanleg-
ur í Leifsstöð.
Óháö listahátíö í Reykjavík aö hefjast:
Ingibjörg Sól-
rún opnar Ibnó
Fyrsta verk Óháðrar listahá-
tíðar þetta árib er. opnun á
Iðnó. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri mun opna
húsið til afnota fyrir lista-
menn borgarinnar og Tjarna-
runnendur á öllum aldri á
morgun, fimmtudag.
Við opnunina á Iðnó munu
þau Einar Melax, Kristrún
Gunnarsdóttir, Laura Valentino
og Paul Lydon leika á íslenska
Steinaspilið, - en Jón Sæmund-
ur nokkur mun sýna listina að
synda, - ef veður leyfir.
Á föstudag, á afmælisdegi
Reykjavíkurborgar, er Óháð
listahátíð opnuð á formlegan
hátt af borgarstjóra. Þann dag
kl. 14 hefst götuleikhús frá
Skólavörðuholti og Hlemmi og
endar á Ingólfstorgi. Þema
göngunnar tengist álfum, vætt-
um, þursum og örðum goð-
sagnaverum úr íslenskri þjóð-
trú. Laugavegi verður lokað,
kaupmönnum væntanlega til
hrellingar.
Á hátíðinni verður fjöldi at-
riba af ýmsu tagi út þessa viku
og alla þá næstu. Nánar í dag-
bók Tímans á hverjum degi. ■
Kaffileikhúsiö:
Kaffistund með
Hallgrími Helga
Annað kvöld, fimmtudag,
verður dagskrá í Kaffileikhús-
inu meb Hallgrími Helgasyni
rithöfundi og myndlistar-
manni. Mun hann lesa upp
úr eigin verkum, meðal ann-
ars úr skáldsögunni „Þetta er
allt að koma". Mun hann
spjalla við áheyrendur um
verk sín, fara með vísur og
gamanmál.
Hallgrímur tjáði Tímanum að
engar fyrirspurnir yrðu leyfðar!
Gestir Hallgríms verða þeir
Hrafn Jökulsson, skáld og rit-
stjóri Alþýðublaðsins, sem Hall-
grímur ritar reyndar pistla í,
eins og Steinn Steinárr forðum,
- og Guðmundur Thorsson sem
les úr óbirtri skáldsögu sinni.
Hallgrímur Helgason er orð-
inn Parísarbúi, en hefur heiðr-
að hólmann með nærveru
sinni undanfarnar vikur, „mér
til skemmtunar", sagði hann í
gær.
Kaffileikhúsið er í Hlaðvarp-
anum á Vesturgötu 3. Hús og
bar opna kl. 20, dagskráin hefst
kl. 21 og miðar kosta fimm-
hundruð kall. ■
Tvœr bœndaferöir og líkur á þeirri þriöju:
Vín- og ferðaþjónustu-
bændur verða heimsóttir
Bændaferðir eru með ferðir til
Lúxembúrgar og Bretlands í
október og nóvember, og
vinna við að skipuleggja
þriðju ferbina til írlands.
Flogið verður til Lúxembúrg-
ar 27. október. Þar verbur gist
hjá vínbændum og þeim bænd-
um sem vinna við móttöku
ferðafólks. Vínbændur í Lei-
wen, litlu og notalegu þorpi,
munu halda íslenskum starfs-
bræðrum grillveislu og landið
skoðað.
Þá verður farið 6. nóvember
til London og gist í Salisbury.
Farnar verða skoðunarferðir um
England og Wales.
Báðar þessar ferðir standa í
rúma viku. Nánari upplýsingar
hjá Agnari og Halldóru í síma
563-0300. ■