Tíminn - 16.08.1995, Síða 7
Mi&vikudagur 16. ágúst 1995
WvWrWW
7
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
„ Viljum tala w'ð unglingana á máli sem þeir skilja og mæta þeim á þeirra eigin vettvangi."
Umdeild herferö gegn eiturlyfjanotkun oð hefjast í Bretlandi:
Segja hræðsluáróburinn
skila litlum árangri
The Sunday Times
Breska ríkisstjórnin hefur nú átt-
að sig á því, að hvort sem mönnum
þykir betur eða verr, sér margt ungt
fólk ekkert athugavert vib ab nota
eiturlyf, því finnist þab ánægjuleg
reynsla sem' þab á í hópi félaga
sinna. í nýrri herferb gegn eiturlyfj-
um, sem ríkisstjórnin stendur fyrir,
er meiningin ab segja „allan sann-
leikann" um eiturlyfjanotkun og
hætta ab nota gömlu abferðirnar
þar sem einkum var beitt hræbslu-
áróbri og talab nibur til ungling-
anna í stab þess ab tala vib þá eins
og hugsandi fólk.
Þab er Fræbslustofnun heilbrigb-
ismála (Health Education Author-
ity) sem sér um framkvæmd her-
ferbarinnar fyrir heilbrigbismála-
rábuneytib breska. Fræbslustofnun-
in sagbi nú um síbustu helgi ab þar
trybu menn því ab „opin og heibar-
leg" herferb væri besta leibin til ab
fá ungt fólk til þess ab gæta sín á
hættunum.
„Þab er ekki okkar hlutverk ab
segja: ekki gera þetta," sagbi Mike
Turnbull, sem er framkvæmdastjóri
markabsstofunnar sem sér um ab
skipuleggja herferbina. „Skynsam-
legra væri ab segja sem svo: ef þú
ert ab taka mikilvægar ákvarbanir,
vertu þá viss um ab þú vitir hvab þú
ert ab gera."
Þessi nýja afstaba er alger kú-
vending frá hræbsluáróbrinum sem
notaður var í fyrri tilraunum
breskra stjórnvalda til ab hvetja
ungmenni til ab nota ekki eiturlyf,
þar sem beitt var ógnvekjandi
myndum af óhreinum sprautum og
útlifubum eiturlyfjaneytendum á
unglingsaldri. Þær aðferbir hafa
hins vegar lítinn sem engan árang-
ur borib, ab því er best verbur séb.
Þessi skyndilega stefnubreyting
vakti þegar í stab upp harba gagn-
rýni, eins og búast mátti vib. Sir Iv-
an Lawrence, nefndarformabur,
sagbi þab stórhættulegt ab gefa í
skyn ab ungmenni ættu í raun eitt-
hvert val þegar kemur ab eiturlyfj-
um. „Þetta gæti sent gjörsamlega
röng skilabob," segir hann. „Ég hélt
ab frjálslyndu vibhorfin til þessara
mála frá sjöunda áratugnum
heyrðu sögunni til. Ríkisstjórnin
verbur að stöðva þetta."
Hefbbundin fræbslusamtök á
þessu svibi fylltust líka hryllingi.
„Ríkisstjórnin hefur tekið kolrang-
an pól í hæbina," segir Fred Naylor,
sem er ritari foreldrasamtaka um
nýjar leibir í fræbslumálum. „Ef
menn eru heibarlegir verba menn
ab leggja fram allar stabreyndirnar,
og hættan er sú ab eiturlyf veita
fólki vellíban. En þab verbur ein-
faldlega ab segja ungu fólki ab þab
sé rangt ab nota eiturlyf."
Allar líkur eru á því ab herferbin
verbi áberandi í sjónvarpi, útvarpi,
unglingatímaritum og jafnvel á al-
netinu, en undirbúningur hefur all-
ur verib unninn í samvinnu af
markabsfyrirtækinu Incision og
auglýsingastofunni Duckworth
Finn Grubb Waters.
Mark Wheelan er starfsmabur
auglýsingastofunnar. „Umhverfib
sem flest ungt fólk lifir og hrærist í
er hreint ótrúlega jákvætt gagnvart
notkun eiturlyfja," segir hann. „Þab
er ekki hægt ab snúa til baka og
byrja á ab nota hræbsluáróburinn,
mabur á einfaldlega ab leyfa ungu
fólki ab taka sínar eigin ákvarbanir
og leibin til þess er ab koma réttu
upplýsingunum í hendur þeirra."
Starfshópur ríkisstjórnarinnar
varb fyrir töluverðum áhrifum af
róttækum vibhorfum samtaka í
Manchester sem nefnast Lifeline og
hafa meb eiturlyfjaneytendur ab
gera. Lifeline hefur töluvert notað
teiknimyndir í fræbslustarfi sínu og
mibpunktur þeirra er teiknimynda-
persónan Peanut Pete, en hann er
orbljótur og úteygbur „reifari" sem
tekur gjarnan inn stóra skammta af
eiturlyfjum og sér ekkert rangt vib
þab.
Höfundar „Pésa Hnetu" halda
Peanut Pete og félagar komast oft
í hann krappan.
því fram að ungmennum finnist
hann trúverbug persóna, þess
vegna sé árangursríkt ab nota
reynslu hans til ab koma bobum til
þeirra um skabvænleg áhrif eitur-
lyfja.
„Fullt af fólki hefur haft góba
reynslu af því ab nota eiturlyf og
vib værum ab ljúga ef vib segbum
ab þab væri ekki rétt," sagbi Alan
Haughton, framkvæmdastjóri Life-
line. „Fjöldi fólks notar eiturlyf á
nákvæmlega sama hátt og hann
notar áfengi, og það veldur honum
ekki meiri vandamálum en áfeng-
ið."
Samkvæmt nýjustu tölum er
fjöldi eiturlyfjaneytenda á Bret-
landi nú 34.000, og hefur þeim
fjölgað um 20% á einu ári, og
kannabisneytendur eru um fjórar
milljónir og þeim hefur fjölgab um
helming á 10 árum.
Fyrri herferbir sem breska stjórn-
in hefur stabib fyrir gegn eiturlyfj-
um hafa einkennst af miklu meiri
dómhörku. Árið 1985 var mikil her-
ferb í gangi sem nefnd var Heroin
Screws You Up, en almennt var svo
litib á ab hún hefbi verib ab mestu
leyti misheppnub. Á auglýsinga-
spjöldunum var mynd af ungum
eiturlyfjaneytenda sem starði grár
og gugginn fram fyrir sig. Myndin
var þó ekki áhrifameiri en svo ab
mörgum unglingsstelpum þótti
pilturinn bara býsna aðlaðandi.
Þremur árum seinna fór ríkisstjórn-
in af stað meb abra herferb sem bar
svipaba yfirskrift: Shooting Up
Once Can' Screw You Up Forever. í
þab skiptib voru aballega sýndar
myndir af stórum sprautum og nál-
um. Og áhrifin létu enn á sér
standa.
Dee McLean, framkvæmdastjóri
herferbarinnar sem nú er í burbar-
libnum, segir: „Abstæbur hafa allar
tekib miklum stakkaskiptum. Eitur-
lyfjanotkun hefur orbib sífellt al-
gengari frá því á níunda áratugn-
um, sérstaklega mebal ungs fólks.
Og á meban þab er ab gerast verb-
um vib að finna nýjar leiðir til ab
takast á vib þessar breyttu abstæb-
ur."
í herferbinni mun koma skýrt
fram ab eiturlyfjanotkun er ólögleg,
en starfshópnum er mikib í mun ab
tala ekki nibur til unga fólksins.
Rachel Walker er ein þeirra sem
starfa í hópnum, og hún segir: „Þab
sem vib viljum gera er ab líkja sem
mest eftir þeirri fræbslu sem ung-
lingarnir fá í sínum eigin hópi, tala
við þá á máli sem þeir skilja og
mæta þeim á þeirra eigin vett-
vangi."
Japanir biðjast loks
afsökunar
í gær voru fimmtíu ár lib-
in frá því að heimsstyrjöld-
inni síöari lauk meb skilyrð-
islausri uppgjöf Japana.
Japanski forsætisráöherr-
ann, Tomiichi Murayama,
notaöi tækifæri til þess aö
bibjast loks afsökunar á þvf
ab japanir hefðu átt upp-
hafib að stríösátökum sem
á endanum höföu orbið 20
milljón manns að bana.
Hins vegar breytir þessi af-
sökunarbeibni, ab sögn
Murayamas, engu um þab
að Japanir vilja enn ekki
greiöa neinar skaðabætur
til þeirra sem voru fórnar-
lömb óhæfuverkanna á sín-
um tíma.
Ráðist á innflytj-
endur í París
10 til 12 menn vopnabir
kylfum réöust á mánudag-
inn með barsmíbum á íbúa
í blokk í París þar sem eink-
um búa innflytjendur frá
Afríku. Markmibið virtist
vera það ab hrekja íbúana
á brott úr byggingunni.
Einn maður var liggur al-
varlega slasabur á sjúkra-
húsi eftir árásina, að sögn
lögreglu. Margir fbúanna í
blokkinni sögðust halda ab
mönnunum hefði verið
borgað fyrir að hræða þau
burt úr íbúðum sínum. Fyrr
á árinu var, ab sögn íbú-
anna, reynt að kveikja í
húsinu.
Hæstiréttur Dana
staðfestir dóminn
Hæstiréttur Danmerkur
stabfesti í gær átta ára
fangelsisdóm yfir mús-
limskum flóttamanni frá
Bosníu, Refic Saric að nafni,
sem hafði verið dæmdur í
undirrétti fyrir að hafa
pyntað landa sfna til dauða
í stríösfangabúðum undir
stjórn Króata í Bosníu.
Deilt um stefnu
Blairs
Innan breska verka-
mannaflokksins er nú hart
deilt um nýju miðjustefn-
una sem Tony Blair, leið-
togi flokksins, hefur haft í
hávegum. Hefur Blair verib
sakaður um að selja hina
„sósíalísku sál" flokksins
fyrir lítið í þeim tilgangi
einum að koma flokknum
til valda. Einn þingmabur
verkamannaflokksins,
Ronnie Campbell, sagbi
jafnvel í útvarpsviðtali í gær
ab Tony Blair væri „að stela
hugmyndum frá Margréti
Jhatcher." Þingmenn
íhaldsflokksins eru ab von-
um hæstánægbir með
þessar væringar í Verka-
mannaflokknum.
ÖKUMENN
Athugið að til þess að við komumst lerða okkar þurlum við að losna
við bilreiðar al gangstéttum Kærar þakkir
_________ Blindir og sjonskertir