Tíminn - 16.08.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 16.08.1995, Qupperneq 11
Miövikudagur 16. ágúst 1995 fljfftwrrmrmy CTpJ MJjpHTMltfB 11 80 ára Þorbjörg Einarsdóttir Hóli, Stöövarfirbi Ein af mætustu konum þessa lands, Þorbjörg Einarsdóttir, er áttræö í dag, hinrr 16. ágúst. Hún er fædd að Ekru, Stöövar- firði, dóttir hjónanna Guöbjarg- ar Erlendsdóttur og Einars Bene- diktssonar útvegsbónda. Hún var fjóröa í rööinni af sjö systk- inum. Af þeim eru á lífi auk Þor- bjargar, Benedikt og Anna, en látnar eru systurnar Björg, Ragnheiður og Elsa og yngri bróðirinn Björn. Foreldrar Þorbjargar voru merkishjón. í uppeldi barna sinna lagði Guöbjörg mikla áherslu á að innprenta þeim ráövendni: Svíkja aldrei eða pretta og segja alltaf satt. Hún var þeim góö móöir en gat verið ströng ef henni sýndist börn sín ætla að víkja af braut heiðarleik- ans. Hún hafði alla tíð mikla samúð með þeim sem minna áttu sín í lífinu og var fús til að veita þeim hjálp. Sá sem þetta ritar kynntist Einari vel, og var á unglingsárum háseti hans á trillu eitt sumar ásamt með Benedikt syni hans og Birni Jónssyni, síðar skólastjóra. Einar var einstakt ljúfmenni, hafði fágaða framkomu, var ágætlega greindur, skemmtilegur og til- litssamur. Hann var einhver besti húsbóndi sem ég hef haft um dagana. Þorbjörg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavík- ur. Fjárhagur heimilisins á kreppuárunum leyfði ekki lengri skólagöngu, en hún Þor- björg hefði farið létt með lang- skóla- og háskólanám. Hún gift- ist Birni, bróður mínum, sem var kaupfélagsstjóri á Akranesi, síðan Stöðvarfiröi, þá Siglufiröi og loks Egilsstöðum. Á efri árum fluttust þau aftur til Stöðvar- fjarðar og keyptu sér húsið Hól sem stendur á fallegum og víð- sýnum stað í þorpinu. Þau hjón hafa haft mikið barnalán: fóstr- uðu Nönnu, systurdóttur Þor- bjargar og eignuðust sjálf 5 börn, þrjá syni, Eystein, Björn og Einar Stefán, og tvær dætur, Láru og Guöbjörgu. Þorbjörg var börnum sínum frábær móð- ir: Sýndi þeim mikið ástríki, en lagði ríkt á við þau að vera ráð- vönd, sýna öðrum tillitsemi og rétta þeim hjálparhönd sem eru minni máttar. Hún hvatti þau til að standa sig í námi og starfi og studdi þau í hvívetna. Óll sex börnin eru mætar og vel gerðar manneskjur og henni til sóma. Nanna er myndarleg húsmóðir á fallegu heimili í Garði, Ey- steinn kennari og rithöfundur, Lára forstöðumaður Félagsmála- ÁRNAÐ HEILLA stofnunar Reykjavíkur, Guð- björg hjúkrunarfræðingur, Björn doktor í fiskifræði og Ein- ar Stefán læknir með doktors- próf í sérgrein sinni. Manni sín- um hefur Þorbjörg reynst ein- staklega góð eiginkona. Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Þorbjörgu í fyrsta sinn, en þá var bróðir minn farinn að draga sig eftir henni. Það sem mér fannst einkenna hana var alveg sérstakur þokki, ferskleiki og fallegt yfirbragð. Hún hafði ljúfa framkomu, en var stolt kona og lét engan vaða yfir sig. Þannig hefur hún alltaf verið og er enn. Og lítilmagnar eiga eng- an betri málsvara en Þorbjörgu. Hins vegar er hún óhrædd að standa framan í höfðingjum og segja þeim til syndanna ef henni sýnist ástæða til. Þorbjörg er búin að vinna mikið um dagana og hefur nú þegar skilað margföldu ævistarfi miöað við flesta. Letin hefur aldrei þjáð hana. Hún hefur sinnt stóru heimili af myndar- skap og annast uppeldi barna sinna af mikilli prýði. Ennfrem- ur hafa börn og unglingar, bæði venslafólks og annarra, verið tíðir gestir á heimili hennar og dvalist þar vikum saman eða lengur. Þá eru þeir ófáir gestirn- ir sem notið hafa gestrisni hennar í áranna rás. Má aegja að þegar bóndi hennar var kaupfélagsstjóri hafi fjöldi manns þegið mat og drykk nán- ast á hverjum degi á heimili hennar. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir því. Og enn þann dag í dag er oft svo gestkvæmt hjá þeim hjónum á Hóli að vin- ir þeirra tala stundum um „Hót- el Hól". Auk alls þessa hefur Þorbjörg talsvert starfað utan heimilis. Þannig vann hún við síldarsöltun í Siglufirði og við skógrækt á Fljótsdalshéraði. Nokkur ár áttu þau hjón heima í Kópavogi og þá starfaði Þor- björg á Kópavogshæli. En þrátt fyrir öll sín húsmóðurstörf og aðra vinnu hefur Þorbjörg gefið sér tíma til að sinna menningar- málum. Hún les mikið af góð- um bókum, hlustar á vandaða þætti í útvarpi, hefur samband við vini sína og fylgist vel með öllum málum. Hún er ágætlega ritfær og dugleg að skrifa bréf. En um fram allt er hún þó góð kona. Engan veit ég sem betra er að trúa fyrir barni eöa unglingi, og til hennar er gott aö leita á erfiðum stundum. Og þrátt fyrir háan aldur og mikla vinnu er Þorbjörg mág- kona mín ekkert beygjuleg, en eins og fyrr kát og skemmtileg og heldur áfram að hafa heil- brigöar skoðanir. Um leið og ég þakka henni trygga vináttu og einstaklega góð kynni frá fyrstu tíð, óska ég henni hjartanlega til hamingju með merkisafmæl- ið og manni hennar, börnum og barnabörnum og tengdafólki óska ég til hamingju með hana. Unnsteinn Stefánsson Jan Callerström í dag er til grafar borinn frá Ósk- arskirkjunni í Stokkhólmi Jan Callerström, staðgengill aðal- bankastjóra viö Norræna fjárfest- ingarbankann í Helsingfors. Jan varð bráðkvaddur hinn 25. júli sl. í skerjagarðinum við Stokkhólm þar sem hann var í sumarleyfi meö fjölskyldu sinni. Jan Callerström var fæddur í Stokkhólmi 17,apríl 1934. Hann lauk stúdentsprófi frá Hvitfeldská menntaskólanum í Gautaborg og gekk síðan í liðsforingjaskóla. Hann varö sjóliðsforingi en hóf síðan nám við Viöskiptaháskól- ann í Gautaborg. Hann lauk viö- skiptafræðiprófi 1963 og hóf síban störf viö Stockholms Enskilda Bank og síðar Skandinaviska En- skilda Banken. Árið 1982 tók hann sæti í bankastjóm Skandin- aviska Enskilda Banken, staðgeng- ill aðalbankastjóra viö þann banka varö hann árið 1985. Áriö 1987 rébst Jan Callerström til Norræna fjárfestingabankans í Helsingfors. Hann tók þar viö starfi sem varamaður aðalbanka- stjóra og yfirmaöur útlána innan Norðurlanda. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1994 var hann settur aöal- bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans. Jan Callerström gengdi fjöl- mörgun trúnaðarstörfum. Meðal annars var hann frá árinu 1967 stjórnarmaður í Kungafonden Med Folket för Fosterlandet . Hann sat í stjórn Martin Olsson HAB frá árinu 1969 og í stjórn Sol- vay Nordiska AB frá árinu 1992. Þá var hann stjórnarmaöur frá 1994 í Chalmers tækniháskólan- um í Gautaborg. Starfsferill Jans Callerström sem t MINNING bankamanns var óvenju farsæll og árangursríkur. Störf hans í meira en tvo áratugi í sænskum bönkum og tæpan áratug í Norræna fjár- festingarbankanum einkenndust af vönduðum, faglegum vinnu- brögðum, réttsýni og hyggindum. Góð dómgreind og jákvætt við- horf til samferöamanna gerðu það að verkum að hann var mikilvæg- ur þátttakandi í stefnumótun og á- kvaröanatöku, hvar sem hann starfaöi. Hann gat sér hvarvetna góðan oröstír. Yfirgripsmikil þekking hans og víðfeöm tengsl við atvinnu- og fjármálalíf Norö- urlanda, einnig á Islandi, voru afar mikilvæg fyrir Norræna fjárfest- ingarbankann. Hann átti mikinn þátt í því að byggja upp norrænt útlánasafh sem í senn var því nær laust við tap og skilaði arði. Sá sem þetta skrifar stendur per- sónulega í þakkarskuld við Jan Callerström fyrir afar farsælt sam- starf frá því ég kom til starfa sem aðalbankastjóri viö Norræna fjár- festingarbankann í apríl 1994. Betri samstarfsmann get ég naum- ast hugsað mér. í starfi sínu við Norræna fjárfestingarbankann lagöi Jan mikið af mörkum til þess að skapa þar jákvæöan liðsanda sem skilaði líka góðum árangri. Hann var alla tíö góður liðsforingi og sannur heiöursmaöur. Skyndilegt fráfall Jans Caller- ströms er áfall fyrir okkur vini hans og samstarfsmenn við Nor- ræna fjárfestingarbankann. Hans verður sárt saknað. Sárastur er þó missirinn fýrir konu Jans, Monicu, börn þeirra og barnabörn. Til þeirra leitar hugurinn í dag með innilegri samúð. Jón Sigurðsson Landssamtökin Heimili og skóli: Foreldraþing á Landssamtökin Heimili og skóli standa fyrir foreldra- þingi á Eibum dagana 26.- 27. ágúst n.k. Þar munu for- eldrar nemenda í grunnskól- um bera saman bækur sínar í skóla- og uppeldismálum. Einkum er vænst þátttöku foreldra á Austur- og Norður- landi sem ekki áttu þess kost að sækja landsfund foreldra í Reykholti í fyrra á Ari fjöl- skyldunnar. Unnur Halldórsdóttir, for- maöur Heimilis og skóla, segir að á þinginu verði m.a rætt um flutning grunnskólans til sveitarfélaga og reynt að leita svara við því hvort skólamál- um verður betur borgið hjá bæjarfélögum eða ríki, hvort fækka muni í bekkjum og hvort sérkennsla muni aukast eða ekki. Þá verður á þinginu einnig fjallað um uppeldi, líð- an barna í skólum, sérstöðu sveitaskóla og starfsemi for- eldrafélaga. En stefnt er að því að sveitarfélögin taki alfarið Eibum við grunnskólum landsins 1. ágúst á næsta ári. Hún segir að þinghaldið á Eiðum verði frábrugðið öðrum þingum vegna þess að gert sé ráð fyrir því að börnin fái að koma með og verður skipu- lögð sérstök dagskrá fyrir þau. Þá verður sameiginleg kvöld- vaka á laugardagskvöldið meö heimatilbúnum skemmtiatrið- um. Þingið er opið öllum for- eldrum sem áhuga hafa á skóla- og uppeldismálum og er skráningarfrestur til 20. ágúst n.k. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Heimil- is og skóla í Reykjavík. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.