Tíminn - 16.08.1995, Side 3
MiöVikudagur 16. ágúst 1995
3
Nýr kynstofn 45 grísa fluttur á íslensk svínabú:
Mun leiða til
Sjúkra-
libar
22% veltuaukning
hjá Þormóbi ramma:
Minnk-
sam-
þykktu
Kjarasamningur Sjúkralibafé-
lags íslands viö fjármálaráö-
herra, Reykjavíkurborg, St.
Jósefsspítala, Landakot og
fleiri, var kynntur á fjöl-
mennum fundi félagsmanna
á fimmtudaginn var.
Samningar félagsins voru
samþykktir með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða á fundin-
um. ■
Úrskurbarnefnd um fisk-
verb:
Verö úr
rækjutúr
hækkað
um 15%
Þaö sem af er hafa 5- 6 ágrein-
ingsmál um fiskverð borist
inn á borö hjá úrskurðar-
nefnd sjómanna og útvegs-
manna um fiskverö. Sam-
komulag var í nefndinni um
úrlausn tveggja mála en í
einu máli réöi afstaöa odda-
manns niöurstööunni. í hin-
um deilumálunum náöist sátt
um fiskverö í héraöi áöur en
þau komu til kasta nefndar-
innar.
Helgi Laxdal formaöur Vél-
stjórafélags íslands segir að í
ágreiningsmáli um verð á rækju
hjá Nökkva HU heföi náðst sam-
komulag í nefndinni að hækka
rækjuveröiö um 15%, eða úr 85
krónum í 98 krónur. Þarna var
um að ræða smáa rækju, eða allt
að 353 stykki í kílói. Sömuleibis
náðist samkomulag um að
hækka þorskverð hjá áhöfn Við-
ey RE úr 58 krónum í 60 krónur.
Það er í samræmi við samkomu-
lag útvegsmanna og sjómanna að
ekki sé greitt minna en 60 krónur
fyrir kíló af þorski.
Hinsvegar réb afstaða odda-
manns í nefndinni, Skúla Pálma-
sonar, því að verð á rækju úr
Svani SH frá Stykkishólmi var að-
eins hækkuð úr 85 krónum í 90
krónur, en ekki í 125 krónur eins
og fulltrúar sjómanna vildu. Máli
sínu til stuðnings bentu sjómenn
m.a. á að tveir af sjö rækjuverk-
endum á svæðinu greiddu þá
upphæð fyrir kílóib af stærstu
rækjunni. ■
andi bol-
fiskafla
mætt með
rækju
Fyrstu sex mánuöi ársins var
afkoma Þormóös ramma hf. í
Siglufiröi mun betri en á
sama tíma í fyrra og nam
hagnaöur fyrirtækisins alls
113,6 miljónum króna. Á
þessu tímabili nam veita fyr-
irtækisins alls 961 milljón
króna sem er 22% veltuaukn-
ing frá því í fyrra en á öllu sl.
ári var heildarveltan um
1.575 milljónir kr.
Af hálfu fyrirtækisins er aðal-
skýringin á bættri afkomu sú ab
fyrirtækið hefur breytt um
áherslur í rekstri með því að
leggja aðaláherslu á vinnslu og
veiðar á rækju til að mæta
minnkandi bolfiskafla. Á
seinnihluta síðasta árs og þab
sem af er þessu ári hefur verð á
rækju verið tiltölulega hagstætt
og hefur það skilað sér í betri
rekstrarárangri. Gert er ráð fyrir
að afkoman verði einnig viðun-
andi á seinni hluta ársins.
Eigið fé Þormóðs ramma er
um 782 milljónir króna og hef-
ur eiginfjárhlutfallið hækkað úr
37,3% í 40%. Nettóskuldir
nema 635 milljónum króna,
veltuhlutfall er 1,87 en veltufé
frá rekstri er 171 milljón króna.
Eins og kunnugt er þá er Þor-
móður rammi hf. almennings-
hlutafélag og eru hluthafar
253. Fyrirtækið gerir út 4 togara
og starfrækir frystihús, rækju-
verkun, salfiskverkun og reyk-
hús í Siglufirði. Um 220 manns
eru á launaskrá fyrirtækisins
sem er hið stærsta í bænum. ■
Festum
hjálminn
... forðumst
slys
iME
FERÐAR
Sverja eib
að baugi
í júlílok voru tvenn þýsk pör gef-
in saman í heiðið hjónaband af
Jörmundi allsherjargoða. Athöfn-
in fór fram í tengslum við blót
Ásatrúarfélagsmanna á Vestur-
landi sem framið var rétt við
Fornulág, í nágrenni Grundar-
fjarðar, en þar eru fornar hofrúst-
ir. Hjónaleysin á myndinni halda
í svokallaðan hofbaug sem notað-
ur var til aö sverja eiða ab fornu
samkvæmt Jónínu Kristínu Berg
blótshaldara. Blótað var til að
endurvekja Njarðardýrkun sem er
talin hafa verið stunduð á Snæ-
fellsnesinu. ■
Sumar-
leikur
ESSO
Olíufélagið hf. endaöi sumar-
leikinn sinn á Geirsgötunni um
síðustu helgi. Sniglabandið spil-
aði, boðið var uppá grillaöar
pylsur og Pepsi Max, ásamt
íspinnum og tilboði í matvömr
frá Afuröasölunni í Borgarnesi.
ESSO-tígurinn skemmti börn-
unum og þjónustustöðin að
Geirsgötu 19 kynnti starfsemi
sína. Allt saman var þetta svo í
beinni útsendingu á Rás 2. Jó-
hann P. Jónsson, kortastjóri
ESSO, og Helgi Kristófersson,
markaðsstjóri Bifreiða og Land-
búnaðarvéla, drógu út vinninga
í sumarleiknum, sem voru ekki
af verri endanum, m.a. glænýr
Renault Tvingó og mótorhjól.
Heppinn vinningshafi bílsins
var Hulda Aðalsteinsdóttir. Þeir
sem skilubu svörum við spurn-
ingunum í sumarleik ESSO voru
í lukkupottinum og gátu fengið
vinninga. ■
ESSO-tígurinn (Put a tiger in your tank), Helgi Kristófersson, sölustjóri Bifreiba og
Landbúnabarvéla, jóhann P. jónsson, kortastjóri ESSO og Sniglabandib vib drátt-
inn á vinningi iSúmárleik ESSO, m.a. glcenýjum Renault Tvingó og mótorhjóli.
Smári Valgeirsson, umsjónarmabur sumarbókar ESSO og sumarleikjarins, gefur
öllum grillabar pylsur frá Borgarnesi, íspinna og Pepsi Max.
lægra kj ötverbs
Fyrstu 45 grísina af norsku
landkyni er nú verið aö flytja
til tólf svínabænda víðsvegar
um landiö. í framhaldinu er
svo von á um 300 grísum til
vibbótar á ýmis bú. Ab sögn
Kristins Gylfa Jónssonar, for-
manns Svínaræktarfélags ís-
lands, er þetta gert í þeim til-
gangi aö kynbæta hinn ís-
lenska svínastofn, en þab var
orbið nauðsynlegt.
Grísirnir góðu hafa síðasta
eina og hálfa árib verið í ein-
angrunarstöðinni í Hrísey, en
mjög ströng skilyrði eru sett við
innflutningi grísa og annars bú-
fénaðar hingað til lands vegna
smitsjúkdómahættu.
Kristinn Gylfi Jónsson segir
að hinn nýi stofn hafi þá eigin-
leika að vera með hraðan vöxt,
hafi minni fóöurnotkun, meiri
vöðvasöfnun og meiri fitu. Þetta
mun meðal annars leiða til þess
að á síðari hluta næsta árs fer
framleiðslukostnaður svínakjöts
að lækka. Kristinn Gylfi segir að
raunar hafi framleiðslukostnað-
ur verið að lækka hin síðari ár
vegna lægri kjarnfóburgjalda og
hagræðingar í rekstri. Og kyn-
bæturnar nú muni jafnframt
koma neytendum til góða í fyll-
ingu tímans. ■