Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 25. ágúst 1995 WSmitm Wwfam STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Framtíöarlausn eöa ofmat? Lykillinn aö framtíðinni er tölvuforrit sem búiö er aö auglýsa gríöarlega og var sett á heimsmarkaðinn í gær. Því er haldiö stíft aö fólki aö upp muni ljúkast nær ótæmandi og auðveldur aðgangur aö upplýsingum ef nýja forritið er sett í heimilistölvuna. En þeir sem eru orðnir eftir á í tölvuheiminum þurfa nú að kaupa sér nýrri og kröftugri tölvu til aö geta nýtt þaö forrit, sem auglýst hefur veriö meira og betur en jafnvel forsetaefni í bandarískum kostningum. Reiknaö er með aö tölvueigendur hérlendis fjárfesti nærri tveim hundruöum milljóna í forritið. Það gera þeir í þeirri góöu trú að tölvur þeirra verði skilvirkari og vafalítiö veröa þær þaö. En til hvers geta menn svo velt fyrir sér. Framleiöendur og sölumenn annarra forrita halda því fram aö hér sé um vafasama nýjung aö ræöa vegna þess einfaldlega, aö þegar séu í notkun forrit sem skili álíka árangri og þaö, sem nú er sagt að eigi eftir aö breyta almennri tölvunotkun til hins betra. Hins vegar er markaðssetning umrædds forrits af- buröasnjöll og er engin tilviljun að eigandi fyrirtækis- ins sem framleiðir það og selur er talinn vera ríkasti maöur Bandaríkjanna. Því marki náöi hann með gerð og sölu tölvuforrita. Nú mun auður hans aukast veru- lega, að því að spáö er. Hér skal ekkert dregið úr þeim væntingum sem bundnar eru við Windows 95. Vel má svo fara aö forrit- ið eigi eftir að umturna tölvuheiminum og auðvelda upplýsingaflæði og tölvukúnstir margs konar. Aö hinu er þó óhætt aö hyggja, aö geta og gagnsemi tölvunnar á sér takmörk og varast ber að ofmeta nota- gildi hennar. Fjárfestingar í tölvum og tölvubúnaöi eru ofboðsleg- ar og oft miklu meiri en þörf er á. Fyrirtæki og einstak- lingar fjárfesta í dýrum tækjum, oft án þess aö gaum- gæfa hvort nokkur þörf er á tölvu og enn síður aö án þess aö athuga hvort ekki sé verið að kaupa miklu dýr- ari og flóknari búnaö en þarf til að sinna einföldum verkefnum. Sagt er aö hvert tölvukerfi sé orðiö úrelt þegar þaö kemur á markað. Svo hraöar eru framfarirnar. Af sjálfu leiðir aö endurnýja þarf allan tölvubúnað á stuttum tímabilum til að dragast ekki aftur úr og tæpast eru þær fjárfestingar alltaf aröbærar. Tölvur eru afkastamikil atvinnutæki þegar þær eru rétt notaðar og eru þá gulls ígldi. í öörum tilvikum geta þær veriö til trafala og oft léleg fjárfesting þótt þær kunni aö gera eitthvert gagn. En Það er þá óforsjálni og kunnáttuleysi þeirra sem kaupa tækin aö kenna, en ekki sjálfum tölvunum, þær eru blessunarlega hlutlausar. Og síöast en ekki síst eru tölvur leikföng og er síst ástæöa til að vanmeta þaö hlutverk þeirra. En tölvur og tölvunotkun þarfnast þekkingar. For- svarsmenn fyrirtækja og stofnana sem fjárfesta í tölvum hljóta aö veröa aö gera sér grein fyrir til hvers á aö nota þær og hvers forritin eru megnug. Á þessu er víöa misbrestur og er nýjungagirnin og dómgreindarleysiö mörgum dýrkeypt. Hvort nýja for- ritið er auglýsingabrella eöa stórt stökk fram á við í upp- lýsingamiöluninni getur enginn svaraö meö vissu á þessari stundu, ekki einu sinni öflug og tryggilega for- rituö tölva. Móburleg umhyggja heilbrigbiskerfinu Mannskepnan er merkilegt dýr og telur sig æðra öðmm dýrum. Hins vegar má draga þá fullyrðingu stór- lega í efa, því ekkert annað dýr legg- ur jafn mikið á sig við aö gera sjálfu sér lífið óbærilegt meö því að eyði- leggja og útsvína allt í kringum sig. Það finnst vart önnur dýrategund sem leggur jafn mikið á sig viö að útrýma skyldmennum sínum og ekki er vitað um margar aðrar dýra- tegundir sem standa jafn oft og iðu- lega í illindum sín á milli. Miðað við þessar staðreyndir er er alveg stórmerkilegt hvað hægt er að mýkja, jafnvel mestu frekjudalla, með því einu að tala við þá. Einn fyrrverandi ráðherranna í síðustu ríkisstjóm horfir þessa dagana öf- undaraugum og sér, eölilega, of- sjónum yfir þeim árangri sem eftir- maður hans hefur náð í embætti. Árangri sem aldrei kom, svo mikið sem, í augsýn fyrrverandi ráðherra. Ekkert skilur Sighvatur Sighvati Björgvinssyni fyrrver- andi heilbrigðisráðherra er gersam- lega fyrirmunað að skilja hvers vegna sérfræðingar segja já og am- en við öllu sem Ingibjörg Pálma- dóttir núverandi heilbrigðisráð- herra leggur fyrir þá. Þeir sam- þykkja hverja tillögu hennar af annarri, þegjandi og hljóðalaust, jafnvel með bros á vör. Þegar Sighvatur lagði fram sínar tillögur fór allt þjóðfélagið gersam- lega á annan endann í geðvonsku- brjálæðiskasti og fjölmiölarnir gengu af göflunum, og hann hefði ekki einu sinni látið sig dreyma um að ganga eins langt og Ingibjörg. Hvati gleymdi nefnilega einu grundvallaratriði í mannlegum samskiptum: Að tala við fólk. Hvati fékk niðurskurðarhug- mynd og hún fór beint í Alþýðu- blaðið og síöan fyrir alþjóð í öðrum fjölmiðlum. Því miður gleymdi Hvati alveg að tala við þá sem mál- ið varðaði fyrr en eftir á og þá voru menn hreint ekki tilbúnir til að klappa á kollinn á Hvata og segja: Gott hjá þér elsku kallinn. Menn sögðu bara: Nei takk, svona gerir maður ekki - eöa var það kannski Davíð sem sagði það við Friðrik? Annars er það nú einu sinni svo með konurnar að þær eru einhvern veginn mýkri og eiga auðveldara meö að fá karlpeninginn til þess að GARRI sættast á ótrúlegustu hluti. Alla vega eiga þær léttara með það en karlar með ýstru og heimtufrekju. Ekki veit Garri hvort kenningar Sig- mund Freud eiga eitthvaö við bætt samskipti milli heilbrigðisráðherra og starfsfólks í heilbrigðisgeiranum en trúlega spillir móðurleg um- hyggjan ekki fyrir. Þrárri kvenkind en sauðkind Annars gæti nú verib íslenskari skýring á þessari viðhorfsbreytingu hjá sérfræbingum. íslenskt kven- kyn hefur Iöngum farið sínu fram á hverju sem hefur gengið. Bjartur í Sumarhúsum sagði við konu sína á sínum tíma ab ekki væri ab spyrja að því er þrjóskan hlypi í hana á annað borð: „Þrá er sauðkindin en hvað er þab á móts við kvenkind- ina." Sérfræðingar eru sérmenntaðir í mannskepnunni á ýmsum sérsvið- um. Kannski er þab liður í mennt- uninni að benda á þá staðreynd að íslenskt kvenkyn fari sínu fram á hverju sem gengur, nema þeir hafi drukkið þá stabreynd í sig með móðurmjólkinni eins og við hinir. Sérfræbingar hafa líklega séð sæng sína útbreidda þegar húsmóðirin af Akranesi settist í stól heilbrigðisráð- herra, þeim hefur orbið hugsað til móbur sinnar þegar þeim var - mildilega að hætti íslenskra mæðra - sýnt fram á að þeir heföu ekkert ab gera á útihátíð fjórtán ára gamlir eða að þeir hefðu enga þörf fyrir skellinöðru. Þarna er ef til vill komin ídeal lausn á fjárhagsvanda ríkisins. Setja þrjóskar kvenkindur í ráðherrastól- ana - bæði er þá hægt meb góðri samvisku ab lækka laun ráðherra þarsem laun kvenna eru lægri en karla og eins sjá þeir sem lifa á rík- isspenanum sitt óvænna og gera eins og ráðherrann segir, enda hlýðir maður húsmóðurinni allt- af orðalaust. Garri Knattspyrnustórveldið á Akranesi Undirritaður var á feröinni á Vesturlandi í sólskininu sl. mið- vikudag og mátti með sanni segja að landshlutinn skartaöi sínu fegursta. Á leiö til höfuðborgarinnar var farið um Akranes og það leyndi sér ekki aö eitthvað stóð til í bænum. Fáir voru á ferli. Það var „leikur". En „leikur" er nokkuð sem er alvörumál á Akranesi. Hátíb Ingibjörg Pálmadóttir hafði forustu fyrir okkur feröafélög- unum, enda á heimavelli, og leiddi okkur til stúku skömmu eftir ab leikur Skagamanna í Evrópukeppni meistaraliða hófst. Það fór ekkert á milli mála að það.var hátíð. Um fjög- ur þúsund manns voru mættir á stabinn og örugglega nær und- antekningarlaust til ab hvetja Skagaliðið. Fyrr en varöi var ég byrjaður að hrópa eins og hinir. Menn drógu ekki af sér í hvatningunni og leiðbeining- unum. Hins vegar kom fljótt í ljós að yfirburbir Skagamanna voru algerir og írarnir áttu ekki séns. Spenningurinn varb því ekki eins mikill þegar á leikinn leið. Viðgangur með ólíkindum Ég er ekki fastagestur á vellin- um, en sparkaði bolta eins og fleiri á mínum yngri árum og sé hvort menn gera hlutina vel eða illa. Ég er þar að auki einn af þeim sem hef haldið með Akur- nesingum í gegnum tíöina í fyrstu deildar keppninnni. Það er arfur frá barnæsku og frá þeim tíma þegar hið fræga „gullaldarlið" þeirra var og hét. Þau eru reyndar að verða mörg og viðgangur þessarar íþróttar í 5000 manna bæjarfélagi er meö ólíkindum. Á víbavangi Umgjörðin Það leynir sér hins vegar ekki að heimamenn á Akranesi hafa búið vel í haginn fyrir þessa íþrótt og aðrar í bænum. Upp- byggingin þar kostar hudruð milljóna. íþróttahúsið og sund- laugin eru staðsett við knatt- spyrnuvöllinn og þar er verið að ljúka við nýtt félagsheimili fyrir knattspyrnudeildina. Allur þessi viðbúnaöur sýnir hve stór þáttur knattspyrnan er í menningunni á Skaganum, enda hefur orðstír knattspyrn- unmanna kynnt bæinn betur en nokkuð annab. Nafn Akra- ness er órjúfanlega tengt knatt- spyrnu í hugum fólks. í hálfleik Það fór ekki framhjá gesti á leiknum í fyrradag hve þétt bæj- arbúar og forustumenn þeirra standa að baki liði sínu. í hálfleik mætast stuðningsaðilar og gamlir knattspyrnumenn í félagsheimili ÍA og átti ég kost á að koma þang- að. Á veggjunum voru myndir, fánar og veifur sem minntu á langa sögu knattspyrnunnar og þarna sá ég gamla kappa á borð viö Ríkharð Jónsson og Helga Daníelsson svo einhverjir séu nefndir. Þarna var virkileg hátíð- arstemmning nema hjá þeim er- lendu gestum er þarna voru, því staðan í leikhléi var 1-0 fyrir Skagamenn. Misjöfn kátína En þaö áttu eftir að bætast tvö mörk við ábur en yfir lauk og fylgdarmenn knattspyrnumanna frá írandi voru ekki brosmildir í lokin. Ég var nú svo meyr að ég vorkenndi þeim fremur en hitt. Hins vegar gildir ekki svoleiðis aumingjaskapur í hörðum heimi knattspyrnumanna. Þaö var létt yfir fólki á leiðinni til Reykjavík- ur, en við tókum okkur far með báti yfir flóann, sem var sléttur eins og spegill. Áhangendur Skagamanna eru víðar en á Skag- anum, þaö var alveg greinilegt á þeim fjölda sem lagði leiö sína þangað í blíðviörinu í fyrradag. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.