Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.08.1995, Blaðsíða 10
{ 10 WWttlWU Föstudagur 25. ágúst 1995 Arnór Óskarsson Amór Óskarssoti, Meistaravöll- um 29, var fcedciur 27. júlí 1914. Hann andaöist á Land- spítalanum 10. ágúst sl. For- eldrar Amórs vom hjónin Óskar Arinbjómsson og Guðrún Guð- mundsdóttir búendur á Eyri í Gufudalssveit, þar sem Amór ólst upp. Eftirlifandi eiginkona Amórs er Björg Eggertsdóttir og eignuðust þau sex böm, sem öll eru uppkomin. Systkinin á Eyri urðu alls sjö. Útför Amórs fer fram í dag, fóstudaginn 25. ág- úst, frá Fossvogskapellu. Langri samfylgd og góðu samstarfi er nú lokið, þar sem enginn skuggi hefur fallið á. Hlýr hugur, trúmennska og fáguð framkoma voru ein- kenni látins vinar míns, Arn- órs Óskarssonar frá Eyri. Auk náms í barnaskóla sveit- arinnar naut Arnór skólavistar í Héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðardjúp og síðar í Bændaskólanum á Hólum. Kynni okkar Arnórs hófust á unglingsárunum þegar við vorum saman í vegavinnu við . Gilsfjörð. Það var erfið og mik- il vinna, tækin handverkfæri og hestvagnar notabir við vinnu og vinnutíminn sextíu stundir á viku. Þrátt fyrir það rifjuðum vib upp ýmsar góðar minningar frá þessum liðnu árum. Eftir að Arnór stofnaði heimili hér í Reykjavík gerðist hann í nokkur ár starfsmaður hjá Afgreibslu smjörlíkisgerð- anna í Reykjavík, síðar varð t MINNING hann sjúkraliði á Kópavogs- hælinu, þar sem hann var mjög vel liðinn af vistmönn- um. Þegar hann vegna aldurs sakir varð að hætta störfum á Kópavogshælinu, vann hann ýmis störf hjá Reykjavíkur- deild Rauðakross íslands. Arnór var laghentur maður og nánast var sama hvað fyrir hann var lagt. Verkefni sín leysti hann af einstakri sam- viskusemi og vandvirkni, sama hvort þaö var við vanda- samar flísalagnir eba aðra verklega þætti, enda var hann eftirsóttur af vinum og kunn- ingjum til ýmissa starfa. A yngri árum þótti Arnór vera róttaekur í pólitískum skoðunum, hann var vel les- inn, fróður og viðræðugóður. Hann var einstaklega hjálpfús og sérstaklega þegar í hlut áttu þeir sem taldir voru minni máttar á lífsleið sinni. Arnór heimsótti oft vini og kunnuga, sem urðu að dvelja á sjúkrahúsum borgarinnar. Af óviðráðanlegum ástæð- um get ég ekki fylgt vini mín- um nú síðasta spölinn, en ég og fjölskylda mín kveðjum góðan dreng með þakklæti og vinarhug. Eiginkonu, börnum og öðr- um vandamönnum vottum við innilega samúð okkar. Ólafur E. Ólafsson Hagyröingar landsins mœta til leiks í Súlnasal Hótel Sögu á laugardagskvöldiö: Elsti hagyrðingurinn er 102 ára - sá yngsti 11 ára Hagyrbingamót gerast vinsæl þessa stundina og þau hafa ver- ib fjölsótt í meira lagi, nú síb- ast á Vopnafirbi þar sem hundmb manna mættu til leiks. Nú er röbin komin ab höfubborginni og mun Kvæba- mannafélagib Ibunn annast um Hagyrbingakvöld á Hótel Sögu á laugardagskvöldið. Mótsstjóri verbur Olína Þor- varbardóttir fyrrverandi borg- arfulltrúi. Sigurbur. Sigurbar- son dýralæknir á Keldum er formabur undirbúningsnefnd- ar. Elsti hagyrðingurinn verður Þóröur Kristleifsson, 102 ára tón- listarmaður sem nú býr á Drop- laugarstöðum og er í besta formi. Hallsteinn Heimisson er hins- vegar yngstur hagyrðinganna, 11 ára Reykvíkingur. Ljóst er að samkomugestir og landslið hagyrðinga mur þurfa að kljást við níðangurslega fyrri- parta auk þess. sem ýmis héruö landsins þurfa að verja forna frægð í kveðskaparlistinni. Vest- anmenn og sunnanmenn munu kveðast á eða skanderast upp -á gamlan og góðan sið. Vestan og sunnanmenn munu gera það undir tímapressu frá skákklukku. Þá verður keppni í að yrkjast á, kannski verða það Þingeyingar og Skagfirðingar. Það verður kveðist á, og snillingar á palli fá aö svara samviskuspurningum í bundnu máli. Síðan fá þátttak- endur að koma fram með vísur þar sem þeir lýsa eiginleikum sínum og gæðum. Þá verður dúll- aö, en það er gömul kúnst sem karl í Landeyjum fann upp fyrir hundrað árum. Það er eins konar leynigestur sem dúllar. Þá verður sungiö og einn gestanna, Andrés Valberg, lýsir jafnóðum því sem er að gerast á mótinu. Tvö stutt erindi verða flutt. Helgj Hálfdanarson ræðir um Listina að binda orð. Helgi er frumkvöðull að hagyrðingamót- um og átti þátt í að koma á mót- inu á Húsavík fyrir nokkru. Njáll Sigurðsson námsstjóri ræðir um Listina að kveða. Samkomustjóri er Ólína Þorvarðardóttir fyrrver- andi borgarfulltrúi. Kvæöamenn safnast saman við sameiginlegan málsverð, opnað hálfátta og borðhald hefst kiukkutíma síðar. Þeir sem ekki koma til máltíöarinnar geta mætt kl. 10 og verið með í seinni hluta dagskrárinnar. Anna Sigríður Sigurðardóttir Anna Sigríður Sigurðardóttir frá Guðlaugsvík var fœdd á Akureyri 3. júlí 1907. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóksali og fyrri kona hans Ólaffa Guðríður Ragú- elsdóttir, f. 1877, d. 1914. Alsystur Önnu voru Rakel f. 1900. d. 1915 ogElínf. 1910 d. 1992. Eftirlifandi hálfbróðir Önnu er Gunnar Sigurðs- son fv. flugvallarstjóri f. 1916. Anna andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Eir 18. ágúst sl. Árið 1914, eftir lát móöur sinn- ar, flyst Anna að Guðlaugsvík þar sem hún ólst upp hjá Ragúel Ól- afssyni afa sínum. Árið 1927 tók hún þar vib búi ásamt unnusta sínum Helga Skúlasyni frá Þamb- árvöllum í Bitrufirði. Þau gengu í hjónaband 15. september 1928. Helgi lést 25. apríl 1994. Þau Anna og Helgi eignuðust 7 börn. Þau eru: Ragúel f. 1929. Hann andaðist t MINNING á níunda aldursári. Jónína Ólöf f. 1930, húsmóðir og fóstra í Kópa- vogi, gift Sigurjóni Böðvarssyni bifreiðarstjóra, f. 1932 d. 1892, Ólafía Sigríður f. 1933, húsmóbir og sjúkraliði í Reykjavík, gift Hannesi R. Jónssyni verslunar- stjóra f. 1932 d. 1991; Skúli, bóndi í Guðlaugsvík, f. 1936, kvæntur Jónu Guðmundsdóttur f. 1935; Ragna Unnur f. 1942, húsmóðir og fulltrúi í Reykjavík, gift Hreiðari H. Grettissyni sjó- manni, f. 1939, d. 1977; Jóhann Gunnar, framkvæmdastjóri í Kópavogi, f. 1943, Kristján, tæknifræðingur í Reykjavík, f. 1947, -kvæntur Ásu Margréti Finnsdóttur, f. 1946. Barnabörn þeirra Önnu og Helga eru 22, barnabarnabörn 27 og barnabarnabarnabörn eru nú orðin 4. Afkomendur eru því orðnir 59. Útför Önnu veröur gerð frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði í dag, 25. ágúst kl. 14.00. ■ 99. starfsáriö hjá Leikfélagi: mafían afhjúpuð á sviðinu í vetur Islenska Það hallar í aldarafmæli Leikfélags Reykjavíkur og 99. starfsáriö er hafið af krafti meb æfingum á ýms- um verkefnum vetrarins og sýningu á Superstar sem er vel fagnað. Fyrsta frumsýning haustsins er 10. september, barna- og fjölskylduleikritið Lína Lang- sokkur eftir Astrid Lindgren, en Lína heldur upp á fimm- tugsafmælið í ár. Þá verður tekið til vib að sýna gamanleik Dario Fo, Við borgum ekki. Rokkópeian Superstar gengur fyrir fulln húsi þrjú kvöld í viku. Og loks er að geta nýs verks sem frumsýnt verður á Litla svif ' u sunnudaginn 24. septemb það heitir: Hvað dreymdi 'g, Valentína? og er eftir Ljú ílu Razumovskaju. Framum eru mörg spenn- andi ver ni eins og til dæm- is Tús lingsóperan sem frumsýn veröur í október, Kvásarvalsinn eftir Jónas Árnason, Hið ljósa man í leik- gerð Bríetar Héðinsdóttur, að ekki sé talað um verkið ís- lenska mafían eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson sem frumsýnt verður í desem- ber. Leikfélagið hefur átt talsvert undir högg að sækja í pen- ingamálum og fitjar nú upp á ýmsu til að bjarga fjárhagnum við, til dæmis tónleikaröð, há- degisleikhúsi í forsal, höf- undasmiðju, leiksýningu í Veitingabúðinni og öflugu barnastarfi svo eitthvað sé nefnt. Sex leikarar hafa verið ráðnir á samning fyrir næsta leikár: Ari Matthíasson, Eggert Þor- leifsson, Felix Bergsson, Helga Braga Jónsdóttir, Jóhanna Jón- as og Sóley Elíasdóttir. Nýr leikhússtjóri verður senn ráðinn úr hópi tíu um- sækjenda um stöðuna, en þeir eru: Brynja Benediktsdóttir, Sigrún Valbergsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Ágúst Guð- mundsson, Guðjón Pedersen, Þórhildur Þorleifsdóttir, Elísa- bet Brekkan og Halldóra Frið- jónsdóttir. Tveir hafa óskað nafnleyndar. Starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur á 99. starfsári fétagsins. Myndin var tekin á dögunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.